Morgunblaðið - 22.05.2008, Síða 8

Morgunblaðið - 22.05.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÝNINGIN „Að vita meira og meira“, brot úr sögu almennings- fræðslu á Íslandi í hundrað ár, verður opnuð al- menningi í Þjóð- arbókhlöðunni föstudaginn 23. maí. Tilefni sýn- ingarinnar er að nú eru 100 ár liðin frá því að Kennaraskóli Ís- lands tók til starfa og sömu- leiðis er öld liðin frá setningu fyrstu fræðslulag- anna. Sýningin veitir innsýn í skólastarf, menntun og þróun kennarastéttarinnar og áhrif henn- ar á daglegt líf og samfélagið í heild. Kennaraháskóli Íslands, Kenn- arasamband Íslands og Lands- bókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn standa sameiginlega að sýningunni, sem er sumarsýning safnsins og stendur til 31. ágúst n.k. Sýningin er opin kl. 9-17 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. Afmælissýning Þjóðarbókhlaðan á Melunum. FÉLAGSMENN í Félagi grunn- skólakennara hafa samþykkt með atkvæðagreiðslu kjarasamning þann sem gerður var milli Kenn- arasambands Íslands og Launa- nefndar sveitarfélaga 28. apríl sl. Hófst allsherjaratkvæðagreiðsla 14. maí og fór talning fram 20. maí. Á kjörskrá voru 4646 og greiddu 4068 atkvæði eða 87,5% Þar af kusu 79,2% með samn- ingnum og 17,9% gegn honum, en auðir seðlar og ógildir voru 2,9%. Kennarar sam- þykkja samning Kjarabarátta Frá mótmælum grunnskólakennara 2007. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar ræðir um umhverf- isstefnu flokks og lands á fundi Græna netsins á Sólon á laugardag- inn. Fundurinn hefst kl. 11.30, eftir aðalfund samtakanna sem hefst kl. 11. Mörður Árnason, formaður Græna netsins, Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Árni Finnsson, for- maður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, ræða fyrst stuttlega um stöðu umhverfismála og stefnu Samfylkingarinnar en síðan hefur Ingibjörg Sólrún orðið og svarar fyrirspurnum fundarmanna. Ingibjörg á fundi Í TILEFNI af degi barnsins, sem haldinn verður í fyrsta skipti hátíðlegur á Íslandi þann 25. maí nk., hafa Umboðsmaður Barna, Barna- heill og UNICEF á Íslandi gefið út tvö veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna í styttri útgáfu. Veggspjöldin verða kynnt við morgunsöng í Laugarnesskóla á morgun, föstudag kl. 8.45. Félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurð- ardóttir ávarpar gesti og umboðs- maður barna kynnir samstarfs- verkefnið, veggspjöldin og þýðingu þeirra. Barnasáttmál- inn kynntur Brot af veggspjaldi Barnasáttmálans. STUTT FJÖLMENNI var viðstatt stofnun Skákakademíu Reykjavíkur (SR) í Höfða í gær en hlutverk hennar verður öðrum þræði að hlúa að skákíþróttinni í borginni með sér- staka áherslu á skólana. Stofnfé SR er 20 milljónir króna og leggja fyrirtækin Landsbankinn og Mjólkursam- salan til féð ásamt Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Reykjavík- urborg. Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður menntaráðs Reykjavík- urborgar, er formaður í stjórn SR, þar sem eiga sæti Svandís Svavarsdóttir, Árni Emilsson, Karl Stefánsson, Óttar Felix Hauksson, Róbert Harðarson og Gunnar Björnsson. Varamenn í stjórninni eru fimm og er Friðrik Ólafsson stórmeistari verndari SR. Spurður um þýðingu stofnfjár- ins segir Júlíus fyrirtækin tvö „hafa ákveðið af miklum rausn- arskap að standa höfðinglega að stofnun þessarar sjálfseign- arstofnunar með undirritun stofn- samnings ásamt OR og Reykjavík- urborg“. „Nú liggur það fyrir í félaginu að vinna ötullega að því að efla skáklistina í skólum borgarinnar og efla skáklíf í Reykjavík í góðri samvinnu við skákfélögin og standa með Skáksambandi Íslands í þeim verkum sem framundan eru. Við sjáum í þessu mikil margfeldisáhrif. Það er ljóst að skákiðkun hefur mjög jákvæð áhrif á námsárangur, vellíðan og námsgetu. Við viljum nýta það sem best,“ segir Júlíus. Stefnt er að því að SR standi árlega að Skákhátíð Reykjavíkur þar sem hápunktur vikunnar verði Alþjóðlega Reykjavík- urskákmótið sem verður nú hald- ið árlega en ekki á tveggja ára fresti eins og verið hefur allar götur frá árinu 1964. Skákakademían tekur upp taflið Morgunblaðið/Frikki Undirritun Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Magnús Ólafsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, er gengið var frá samningnum. Mun einkum hlúa að skákiðkun í skólum SPILARAR í íslenska fjölspilara- leiknum EVE Online, sem fram- leiddur er af CCP hf., hafa kosið í fyrsta skipti níu manna fulltrúaráð, sem verða mun starfsmönnum CCP innan handar um stefnumótun og þróun leiksins. Kosning til fulltrúa- ráðsins er tilraunaverkefni hjá CCP, en fyrst var greint frá áætlunum í þá átt á seinni hluta árs 2007. Ráðið mun funda reglulega yfir netið auk þess sem meðlimir ráðsins munu fljúga til Íslands til funda við starfsmenn CCP. Spilarar leiksins eru um 220.000 talsins og voru þeir allir á kjörskrá, sem eru jafnmargir og voru á kjör- skrá fyrir alþingiskosningar 2007. Kosningarnar fóru fram á tveggja vikna tímabili sem lauk þann 16. maí síðastliðinn. Af hinum kjörnu fulltrúum eru sjö karlmenn og tvær konur, þrír frá Bretlandi og Hollandi, tveir frá Bandaríkjunum og einn frá Dan- mörku. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir stofnun fulltrúa- ráðsins þýða að EVE sé orðið meira en „bara leikur“. Pétur Óskarsson, verkefnisstjóri hjá CCP og umsjón- armaður fulltrúaráðsins segir á vef- síðu EVE að það hafi verið afar áhugavert að fylgjast með kosninga- baráttunni og að miklir möguleikar séu fólgnir í samvinnu spilara og framleiðenda leiksins. EVE-spilarar kjósa sér fulltrúa Sigur Andrew Cruse, sem leikur Jade Constantine vann sigur í kosn- ingunum í EVE Online. LÍKUR á því að Ísland taki upp evr- una á einn eða annan hátt hafa aukist verulega, að mati greiningardeildar fjárfestingarbankans Lehman Brot- hers, en bankinn gaf nýlega út skýrslu um íslenska hagkerfið. Segir þar m.a. að reyni Seðlabanki Íslands að grípa inn í á gjaldeyris- markaði til að ná fram hækkun á gengi krónunnar muni markaðurinn líklega streitast á móti og niðurstað- an yrði frekari lækkun krónu gagn- vart evru. Haldi Seðlabankinn hins vegar að sér höndum gæti gengið jafnað sig innan tíðar. Segir Lehman því að vaxtahækk- un í dag muni lítið hjálpa gengi krón- unnar, en bankinn gerir samt ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki vexti í dag til að festa trúverðugleika sinn í sessi. Lehman telur fjárfestingar geta komið íslenska hagkerfinu til bjarg- ar og er nýtt álver Norðuráls í Helguvík nefnt til sögunnar í því sambandi. Hagvöxtur undanfarin ár hafi byggst að umtalsverðu leyti á fjárfestingum í áliðnaði og öðrum þungaiðnaði. Frekari fjárfesting sé líkleg á næsta ári, t.d. hafi hérlendur kostn- aður við gagnaver minnkað um nær helming vegna breytinga á gengi krónunnar. Lykilatriðið í því sam- bandi sé að jarðvarma-raforka, sem fyrir ári hafi verið sú ódýrasta í heiminum sé nú enn ódýrari fyrir út- lendinga. Líkur á upptöku evru sagðar meiri Fjárfestingar til bjargar efnahagslífinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.