Morgunblaðið - 22.05.2008, Page 10

Morgunblaðið - 22.05.2008, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Ísland hefur verið fyrirferðarmikiðí erlendum fjölmiðlum. Financial Times birti til dæmis hátt í 200 fréttir á tveim mánuðum um ís- lenskt efnahagslíf. Á sama tíma og óveðursskýin hrannast upp yfir bresku efnahagslífi og ekkert síður hinum megin Ermarsundsins, þá sækja þeir „skúbbin“ til hrjóstr- ugrar, fámennrar eyjar í Norður- Atlantshafi.     Hvað skyldivera svona fréttnæmt við efnahagslíf örrík- is við heimskauts- baug? Spilar inn í að þægilegt sé að búa til nýjan og fjarlægan „Nort- hern Rock“?     Tónninn hefur reyndar verið já-kvæðari á undanförnum vikum. Og nýleg umfjöllun í Guardian var í gamalkunnum anda, þar sem fyrir- sögnin var: „Engin furða að ham- ingjusamasta fólk á jörðinni býr á Íslandi.“ Þar veltir blaðamaðurinn John Carlin vöngum yfir því af hverju Íslendingar séu hamingju- samasta þjóð í heimi og því til stuðn- ings vitnar hann í rannsókn sem birt var í Guardian árið 2006. Hann ræðir m.a. við Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Dag B. Eggerts- son „forsætisráðherra framtíð- arinnar“.     Í greininni er Íslandi m.a.líkt viðAfríkuríki og það rökstutt með því að ekki sé litið á uppeldi sem hlutverk foreldranna heldur „þorpsins“ alls. Slíkar bábiljur eru saklausar og raunar kærkomnar á þessum síðustu og verstu tímum, þegar þær eru á jákvæðum nótum.     En það er alvarlegra þegar þærsnúa að efnahagslífinu. Sem betur fer bendir margt til að sú ímyndarkreppa sem íslenskt fjár- málalíf hefur gengið í gegnu skapi grundvöll fyrir vandaðri umfjöllun um eyjuna við heimskautsbaug. STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Eyjan við heimskautsbaug SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -               !" 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     #    !"           :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?               $                       *$BC %%%               ! "  #  $!%   &  '  (  )  *! $$ B *! & '  ( %! %' %! " ! ) <2 <! <2 <! <2 & "!(  %* +,%- .  CC                  B   " 2  $   %&  *     +  /       $  +   ,  !#"  $ -  '    .  %  <7  $  . /   $- # 0 &   +    '  .  /  % /0% % 11  !%  %2  %* + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sigurður Mar Halldórsson | 21. maí Heimaframleiðsla bænda Ég hef lengi verið tals- maður þess að bændur selji framleiðslu sína sjálfir eða í það minnsta í gegnum staðbundnar afurðastöðvar. Ég hef tuðað um það í mörg ár að geta ekki séð hvaðan kjötið sem ég kaupi í búðinni er. Nafni minn, Sig- urður Óskar Pálsson frá Borgarfirði eystra, var óánægður með að eyrun voru skorin af sviðunum því þá gat hann ekki flett upp í markaskránni til að gá hvaðan hausinn kom en ég geng kannski ekki alveg svo langt. Við getum séð frá hvaða … Meira: marason.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 21. maí Börn og foreldrar í Tarzanleik! Á veturna eru lítil börn ekki mikið úti að leika sér, síst af öllu um helg- ar. Þegar er kalt og það blæs þá vilja flest yngstu leikskólabörnin helst vera inni og hafa nægt rými. Þetta vita allir foreldrar. Vandinn um helgar þegar gaman er að gera eitthvað saman er alltaf spurn- ingin um hvert á að fara. Margir fara í Húsdýragarðinn, í sund, út að labba, í heimsókn og sumir enda alltaf í æv- intýralandi Kringlunnar eða í Smára- lind. Eldri krakkarnir eru iðulega í föstu íþrótta- eða annars konar … Meira: bryndisisfold.blog.is Anna Ólafsdóttir Björnsson | 21. maí Himinlifandi á Hillary-vaktinni Fyrstu spár bentu ekki til mikils sigurs Hillary í Kentucky en núna er henni spáð stórsigri og ég vona að það haldi. Oregon er vestar og óvissara, en ef Hillary næði betri árangri þar en ætlað var gæti farið svo að tvær grímur rynnu á ofurfulltrúana sem hafa ekki þorað að lýsa yfir stuðningi við Hillary. Fyrir nokkrum vikum var henni spáð meiri- hluta þeirra en Obama hefur verið að fá suma þeirra til sín. Þeir hljóta líka að vera hugsandi yfir þeim fréttum að stuðningsfólk Hillary sé ekki allt … Meira: annabjo.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 20. maí Veðurlagsspá fyrir sumarið (jún–ág) Eftir að hafa skoðað niðurstöður þriggja ólíkra spálíkana sem öll reikna veðurlag næstu þriggja mánaða velkist maður eiginlega ekki í vafa um veðurlagsspá sumarmánuðina júní til ágúst. Að samanlögðu þessa þrjá mánuði má reikna með að hitinn verði víðast yfir meðallagi og það frekar um landið suðvestan- og vestanvert sem og norðanlands, en síður austan- og suð- austantil. Meira verður um lægðir við Bretlandseyjar og á Norðursjó en vant er. Það hefur í för með sér að hér á landi verður SA- og A-átt tíðari en venja er og þá á kostnað SV-áttar og líkast til einnig hreinnar N-áttar. Held- ur meiri líkur eru á eitthvað minni úr- komu á landinu, sérstaklega vest- antil, en þó er álíklega líklegt að úrkoma verði nálægt meðaltali þegar allt er talið. Menn geta síðan dundað sér við að lesa hér á milli línanna og túlkað fyrir einstaka landshluta. Þær spár sem skoðaðar voru: ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðin í Reading) IRI (Veðurlagsspá Col- umbíuháskóla í NY) MetOffice (þriggja mánaða spá Bresku veð- urstofunnar í Exeter). Spákortið sem hér fylgir með er fengið af síðu met.no og er þeirra túlkun á ECMWF. Það er einna helst að IRI nái ekki neinu útslagi, en það spálíkan heldur sig við veður í sumar nærri meðallagi. Þó er greinileg vísbending í átt til hlý- inda. Takturinn á milli MetOffice og ECMWF er hin vegar skýr. Bæði lík- önin gefa til kynna að Azoreyjahæðin verði að fremur vestarlega á Atlants- hafi og lægðagangur að jafnaði úr vestri yfir Bretlandseyjar. Þessi af- staða er fremur hagstæð hér hjá okk- ur hvað skýjafar og úrkomu áhrærir, þó A-læg átt í lengri tíma sé nú ekki sérlega hagfelld alls staðar á landinu. Ef við rýnum og túlkum hitaspána betur sérstaklega fyrir Reykjavík má segja að líklegast sé að meðalhiti júní til ágúst verði þegar upp er staðið á bilinu 10,8 - 11,3°C. Slíkur hiti er yfir meðallagi en alveg í takt við síðustu sumur. Góðviðrissumarið í fyrra var meðalhitinn 11,5°C en 10,6°C árið 2006. ... Meira: esv.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR SIGRÍÐUR Ólafsdóttir, fagstjóri meistaranáms í Haf- og strandsvæða- stjórnun við Háskólasetur Vest- fjarða, kynnir meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindastjórnun við Háskóla Íslands, á morgun, 23. maí kl. 12 í stofu 132 í Öskju. Rannsóknarverkefnið snýr að af- mörkuðu strandsvæði á Íslandi, Skerjafirði. Fjörðurinn er 18 ferkíló- metrar að stærð og afmarkast af sveitarfélögunum fimm Seltjarnar- nesi, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Álftanesi. Rannsóknarspurning verkefnisins er hvort strandsvæði Skerjafjarðar séu nýtt á sjálfbæran hátt og ef svo er ekki, þurfa þau nýrra stjórnunarhátta við? Ekki nýtt á sjálfbæran hátt Niðurstaða verkefnisins er sú að strandsvæði Skerjafjarðar eru ekki nýtt á sjálfbæran hátt. Þekking er lít- il og brotakennd um svæðið og laga- setning um eignar- og umsýslumörk sveitarfélaga á haf út er úrelt og ekki í takt við nýtingu. Enn fremur er stefnumörkun stjórnvalda um nýt- ingu svæðanna óljós og töluvert vant- ar upp á lagasetningu og samþætt- ingu í stjórnun til að framkvæmdar- áætlanir og stjórntæki, skipulags- og byggingarlög og lög um umhverfis- mat áætlana, virki sem skyldi. Einnig er áberandi að fagleg vinnubrögð eru ekki viðhöfð í skipulagsvinnu sumra sveitarfélaga. Til að bæta úr vandkvæðum í nýt- ingu og stjórnun strandsvæða hér á landi er lagt til að stjórnvöld endur- skilgreini strandsvæði og að þau verði í umsjón og eign sveitarfélag- anna en að framkvæmdaréttur og nýting þeirra verði takmörkuð við umsagnir sérstakrar nefndar sem fer með málefni haf- og strandsvæða, svokallaðrar haf- og strandvísinda- nefndar. Nefndina munu skipa fag- aðilar, vísindamenn og aðilar frá stofnunum sem hafa málefni strand- svæða á sinni könnu. Enn fremur er lagt til að mörkuð verði stefna um nýtingu auðlinda og skipulag strand- svæða innan landskipulags, sem kveðið er á um í frumvarpi um ný skipulagslög. Umsjónarmaður verkefnisins er Ingibjörg Jónsdóttir, leiðbeinandi, Salvör Jónsdóttir og prófstjóri Guð- rún Pétursdóttir. Þekking á strand- svæði Skerjafjarðar lítil og brotakennd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.