Morgunblaðið - 22.05.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 22.05.2008, Síða 36
„Ég skelf ennþá af öllu adrenalíninu eftir skautaatriðið,“ sagði Bilan … 38-9 » reykjavíkreykjavík Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is HÁTÍÐIN Valkyrjur verður haldin í fyrsta sinn í Hinu húsinu um helgina, en þar munu ungar konur á aldrinum 15 til 25 ára fagna fjöl- breytileika kvenna og afsanna þá mýtu að konur séu konum verstar. Hátíðin verður opnuð klukkan 18 á morgun með tónlist frá hljóm- sveitinni Ladycats og kynningu á námskeiðum, eða skemmum eins og aðstandendur hátíðarinnar kalla þær, sem fara fram á laugardaginn. Þar verður meðal annars hægt að læra að skipta um dekk, taka mynd- ir og mála sig á fljótlegan hátt. Konur sem starfa í Hinu húsinu standa að hátíðinni og undirbjuggu sig með því að dreifa spurn- ingalistum til ungra kvenna og kom- ast þannig að því hvað þær vildu helst gera á hátíðinni. „Úr varð að vera með nokkrar lokaðar skemmur þar sem fjallað er um til dæmis jóga, ljósmyndun og svo var mikill áhugi fyrir námskeiðinu „Kynlíf, ástir og unaður“ þar sem Ragnheið- ur Eiríksdóttir leiðbeinir,“ segir Eva Einarsdóttir verkefnisstjóri. „Maður heyrir oft eitthvert tal um að stelpur geti ekki unnið saman og séu hver annarri verstar og við vilj- um ýta þannig klisjum í burtu.“ Auk lokuðu námskeiðanna sem konur þurfa að skrá sig í fyrirfram verður boðið upp á opin örnámskeið. Fiffað upp á fötin Sara María í Nakta apanum er ein þeirra sem stjórna námskeiðum um helgina. Það ber yfirskriftina „Flýtitíska“ og þar verður kennt hvernig breyta má fötum með litlum tilkostnaði. „Það er hægt að breyta fötum sem eru ekkert mjög tískuleg í eitthvað sem er mjög tískulegt með því að fiffa upp á þau,“ segir Sara. „Þetta er svo ódýrt og ein- falt.“ Allar konur á aldrinum 15 til 25 ára eru velkomnar á Valkyrjuhátíð- ina og þátttaka er ókeypis. Förðun og dekkjaskipti Morgunblaðið/G.Rúnar Í Nakta Apanum Sara María og Eva Einarsdóttir í búðinni góðu. Hátíð ungra kvenna haldin í fyrsta sinn í Hinu húsinu www.hitthusid.is  Stuðsveitin Bloodgroup, með Kristínu Lilju í broddi fylkingar, er nýkomin heim úr tónleikaferð um Bretland og treður upp í heljarinnar partíi sem símafyrirtækið Nova og tískumerk- ið Diesel halda á NASA annað kvöld. Ferðin byrjaði á tvennum tónleikum með bandarísku hljóm- sveitinni Man Man í London og Manchester en því næst hélt hóp- urinn til Nottingham og þar spiluðu þau með vinahljómsveit sinni, Yu- nioshi. Túrinn endaði síðan í Brigh- ton á laugardaginn þar sem sveitin spilaði á tónlistarhátíðinni Great Escape. Áhugasamir ættu að fylgj- ast með myndbandsbloggi sem póstað verður á MySpace-síðu sveitarinnar innan skamms. Þess má svo geta að fyrsta upplagið af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, „Sticky Situation“, er uppselt en næsta sending er væntanleg. Bloodgroup komin heim úr Bretlandstúr  En aftur að partíinu á Nasa. Diesel og Nova lofa flottustu tísku- veislu sumarsins annað kvöld þar sem boðið verður meðal annars upp á ilmvatns- og vínkynningu en um 2.000 miðar eru í boði þrátt fyrir að Nasa taki ekki fleiri en 1.000 manns. Þetta þýðir náttúrlega að fyrstir koma, fyrstir fá. Gríðarstór ljósþokuveggur (LED) hefur verið settur upp á Nasa auk þess sem ein stærsta diskókúla landsins verður hengd í loftið yfir nýreistu sviði sem verður búið færibandi. Fyr- irsætur kvöldsins koma allar frá dansstúdíói World Class en þar hef- ur Stella Rósinkrans þjálfað þær bæði dag og nótt undanfarna daga. Miðar eru fáanlegir í Galleríi 17 og í útibúum Nova. Tískuveisla sumarsins Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is LJÓSMYNDARINN Anna Pálmadóttir hefur sérhæft sig í því að mynda börn og náð langt á því sviði. Hún hefur tekið fjölda mynda fyrir tímaritið Vogue Bambini og verslanakeðjurnar Bloomingdales og Gap. Hún hefur verið búsett í New York síðustu sextán ár ásamt manni sínum Guy Aroch sem er þekktur ljósmyndari. Með- fram tískumyndatökunum vinnur Anna að eigin ljósmyndum, þar sem viðfangsefnið er líka börn, en efnistökin eru listrænni og frjálslegri. Í síðustu viku setti hún upp ljósmyndasýninguna Sun Lou Blue í París. „Þarna var ég að mynda börn í sínum eigin heimi. Sýningin gekk út á leyndardómsfull augnablik í æskunni. Hún stóð bara í tvo daga, við ákváðum að hafa hana stutta, en bjóða fullt af fólki. Það var boðið upp á súkkulaði og öll stemmingin var frekar krakkaleg, ég setti þetta svolítið upp eins og barnaafmæli,“ segir Anna. Falleg og óútreiknanleg börn Anna lærði ljósmyndun í School of Visual Arts í New York og hefur starfað við að ljós- mynda börn síðan hún útskrifaðist fyrir þrettán árum. „Mér finnst þau bara svo falleg og óút- reiknanleg. Maður veit aldrei fyrirfram hver niðurstaðan verður, þetta er alltaf eins og ferðalag. Þetta er að vissu leyti erfiðara en að mynda fullorðin módel, en ég lít á það sem áskorun.“ Samkeppnin er hörð í ljósmyndun og alls ekki gefið að menntaðir ljósmyndarar geti haft lifi- brauð sit af henni. „Ég er með umboðsmann, það er mikið atriði,“ segir Anna. „En þú færð náttúrulega ekki góðan umboðsmann án þess að taka góðar myndir. Þetta tók smá tíma og þarna spilar heppni mikið inn í og að hitta rétt fólk. Það er ekki eins hörð samkeppni í barna- ljósmyndun og annarri tískuljósmyndun, ég held að það séu ekki eins margir sem stunda hana. En það er í rauninni annað skapandi verkefni að koma sér á framfæri, til viðbótar við sjálfa ljósmyndunina. Þú þarft alltaf að finna nýjar leiðir til þess að vekja áhuga hjá fólki svo það ráði þig. Ég hef til dæmis búið til nokkrar bækur og reynt að vera skapandi í því hvernig ég auglýsi mig.“ Myndar fyrir Vogue Anna Pálmadóttir hélt ljósmyndasýningu í barnaafmælisstíl í París Ljósmyndari og módel Anna Pálmadóttir og dóttir hennar fyrir utan Kaffi París þegar þær komu í heimsókn til Íslands nýlega. Barnamyndir Ungur sýningargestur virðir fyrir sér myndir á sýningunni sem Anna hélt í París.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.