Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 1

Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 1
S U N N U D A G U R 6. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 183. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er VIÐ MANNINN MÆLT JÓN KALMAN SKRIFAR MARGT FYRIR VINDINN PALESTÍNSKIR FLÓTTAMENN Óska einskis frekar en að snúa aftur . . . en ekki ef það missir „einungis“ hluta af sjón eða heldur sjón á öðru auga. Blinda er skilgreind sem algjör, varanlegur og óafturkræfur missir sjónar á báðum augum. Eigi þessi skilyrði ekki við á fólk ekki rétt á bótum samkvæmt skilmálum sjúkdómatrygginga sem íslensk tryggingafélög selja. . . . en ekki ef það missir „einungis“ einn útlim. Ekki heldur ef það missir „bara“ fingur og tær. Útlimamissir er skilgreindur sem varanlegur missir tveggja eða fleiri útlima ofan úlnliðs eða ofan ökklaliðar. Þessa skilgreiningu á útlimamissi er að finna í skilmálum sjúkratrygginga hjá íslenskum tryggingafélögum. . . . en ekki ef Alzheimer greinist eftir sextugt. Auk þess þurfa veikindi að vera með þeim hætti að sjúklingurinn hafi verið ófær um að framkvæma vissar daglegar athafnir, sem kveðið er ná- kvæmlega á um í skilmálum sjúkratryggingarinnar, án aðstoðar í a.m.k. þrjá mánuði. Þangað til eru bætur ekki tryggðar. | 12 Stórmál í smáa letrinu Blinda Sjúkdómatrygging færir fólki bætur missi það sjónina . . . Útlimamissir Greiddar eru bætur ef fólk missir útlimi . . . Alzheimer Fái fólk Alzheimer eru því tryggðar bætur . . . Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/RAX Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Á SUÐURLANDI er víða að finna forna, mann- gerða hella á jörðum og frásagnir eru til af búsetu í þeim allt frá landnámsöld. Hér er því um að ræða stórmerkar heimildir um búsetu í árdaga Íslands- sögunnar. Hellum þessum hefur á hinn bóginn lítið verið sinnt síðustu ár og ástand þeirra hefur versnað töluvert. Þórður Tómasson, safnvörður á byggða- safninu í Skógum, segir að hellarnir séu meðal merkustu menningarsögulegu menja Íslendinga og að þeim beri að sýna virðingu og sóma. Téðir hellar voru friðlýstir árið 1927 en þær upplýsingar fengust hjá Fornleifavernd ríkisins að mikið fjármagn vanti til að hægt sé að halda þeim í góðu ástandi. Hellarnir eru grafnir inn í móberg og sandstein og eru nánast óþekktir í öðrum landshlutum. Þeir hafa í gegnum tíðina ýmist verið nýttir sem svefn- staðir manna eða undir skepnur og í gömlum jarðabókum voru þeir iðulega taldir til mestu hlunninda. Tilurð hellanna er ekki þekkt og hefur ýmsum kenningum verið haldið á lofti um hverjir hafi upphaflega grafið þá út. Einar Benediktsson skáld taldi til að mynda fullvíst að írskir papar hefðu mótað hellana fyrir norrænt landnám. Engar sannanir hafa þó fundist til þessa. | 6 Morgunblaðið/RAX Mannabústaður Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, bendir á krossmark í Kverkahelli. Fyrir nokkrum árum fannst forn skörungur í hellinum sem bendir til að þar hafi eitt sinn verið bústaður manna. Á 19. öld var hellirinn þingsalur Vestur-Eyjafjallahrepps. Merkar menjar um mannavist VIKULOK Obama er búinn að skipta svo oft um skoðun að menn standa á önd- inni, jafnvel demókratar á miðj- unni, sem hafa óttast að hann væri of einstrengingslegur vinstrisinni. Hægrisveifla Baracks Obama Kvikmyndaframleiðandinn Mike Todd lést í flugslysi fyrir 50 árum. Hans er minnst fyrir að hafa þróað kvikmyndatækni, cinerama, sem byggðist á þremur myndavélum. Hugdjarfur kvik- myndaframleiðandi Fyrsta helgin í júlí er næstvinsæl- asta ferðahelgi ársins. Þar sem júlí er einn sólríkasti mánuður ársins viðrar vel til hátíðahalda, sem eng- inn hörgull er á. Stemmning fyrir ferðalögum Leikhús í sumar >> 53

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.