Morgunblaðið - 06.07.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.07.2008, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Við sjáum fyrir okkur tveggja til fjög-urra hæða byggð, með hugsanlegriinndreginni fimmtu hæðinni, allsekki meira. Til að ná upp þessari stemningu þá þurfum við að ná upp ákveðnum fjölda íbúa og gestkomandi,“ segir Birgir Sig- urðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverf- issviðs Kópavogs, um tillögur bæjarins að fyr- irhugaðri byggð á Kársnesi. Með þessari sýn er vikið frá eldri hugmynd- um um hafnsækna starfsemi, hafskipahöfn og tengda starfsemi, tillögu sem olli mikilli ólgu á meðal íbúa í vesturbæ Kópavogs, þegar hún var kynnt á opnum fundi. Sjónarmið andstæð- inga gamla skipulagsins eru rakin á vefsíðu samtakanna Betri byggð á Kársnesi. Birgir segir að hafnsækin starfsemi muni víkja strax, en vöruskemmurnar smátt og smátt með tímanum. Ástandið á fasteigna- markaðnum hægi á þessari þróun eins og stað- an sé núna. „Þetta er blönduð byggð, með atvinnu- starfsemi og íbúum, eins og er í mörgum af öðrum miðbæjum. Það sem kemur þarna að auki er að við erum með höfnina og sjóinn,“ segir Birgir, sem ber tillögurnar saman við sambærilega hafnarbyggð í öðrum ríkjum, í takt við þær sem hér eru sýndar. Fossvogurinn sé „týnda perlan“ í skipulag- inu og með því að tengja byggðina betur við líf- ríkið og þá starfsemi sem þar sé megi skapa einstæða heild á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hversu margar íbúðir verða reistar við hafnarsvæðið á Kársnesinu en í fyrri tillögum hefur verið reiknað með um 1.000 íbúðum, allt eftir vægi og umfangi at- vinnustarfsemi á svæðinu. Veitingastaðir við sjávarsíðuna Gert er ráð fyrir að boðið verði upp á ýmiss konar afþreyingu á svæðinu og segir Birgir að- spurður að of snemmt sé að segja til um hvort t.d. skemmtistaðir verði opnaðir þar. Öðru máli gegni um kaffihús og veitingastaði við sjávar- síðuna, sem hann telur að verði hluti byggðar- innar. Hann sjái fyrir sér að þar muni rísa þjón- ustumiðstöðvar fyrir íbúana, en líkt og með ýmis önnur atriði í skipulaginu sé of snemmt að segja til um hver útfærslan verður. Að mati Birgis mun skapast þrýstingur á eigendur vöruskemma á svæðinu að selja lóð- irnar og flytja starfsemina annað, eftir því sem svæðið verður verðmætara með árunum. „Það hefur enginn efni á því að vera með lager miðsvæðis,“ segir Birgir, sem telur það einnig afar slæma nýtingu á jafn góðu landi að taka hluta þess undir hauga af rusli, sem ekki sé líðandi að fyrirtæki skilji eftir sig. Birgir kallar hafnarsvæði af þeim toga sem fyrirhugað sé að byggja „geðprýðishafnir“ og á þá við að ys og þys gámaflutninga og hafn- sækinnar starfsemi víki fyrir umhverfi þar sem fólki geti notið nálægðar við náttúruna. „Við höfum ekki alveg náð þessu hérna á Ís- landi. Nágrannaþjóðirnar hafa náð þessu. Gott dæmi sem Íslendingar þekkja er Nýhöfn í Kaupmannahöfn, þar sem fólk getur notið þess að setjast niður og hafa það huggulegt part úr degi eða skamma stund,“ segir Birgir og bend- ir á að ásamt Dönum hafi Hollendingar, Norð- menn, Svíar og Kanadamenn byggt upp slík hafnarsvæði með góðum árangri. Borgin Hali- fax í Kanada sé eitt af góðum dæmum, nú þeg- ar Kaupmannahöfn hafi tekið forystuna í þró- un og uppbyggingu byggðar á landfyllingum. Ávinningur af þéttingu byggðarinnar Ávinningurinn af byggð af þessu tagi sé meðal annars sá að af því hljótist mikil hag- kvæmni fyrir heildina að þétta byggðina á höf- uðborgarsvæðinu, og það spari orku og tíma. Víða á vestanverðu Kársnesinu sé frágangur lóða óviðunandi og með nýrri byggð verði svæðið meira aðlaðandi og fjölbreytni byggð- arinnar meiri en verið hefur. Byggðin muni auka atvinnu á svæðinu, bæta þjónustuna, meðal annars í verslun, og efla tengslin við úti- vistarsvæði. Fasteignaverðið muni hækka með bættri byggð og tekjur bæjarins af svæðinu þegar það verði fullbyggt eftir 15 til 25 ár nema 1,5 milljörðum á ársgrundvelli. Skatttekjur bæjarins af hverjum íbúa séu um 400.000 krónur á ári og því jafngildi fjölgun um 1.000 íbúa á svæðinu fjögur hundruð millj- óna tekjuaukningu fyrir bæjarsjóð á ári. Kársnesið hafi verið í sífelldri þróun í ár- anna rás og hafnarbyggðin því rökrétt fram- hald á skipulagi svæðisins. Hlutfall eldri borg- ara hafi farið hækkandi og með nýjum íbúum verði íbúasamsetningin dreifðari á ný. Að lokum telur Birgir að eldsneytisverðið muni þrýsta á um þéttingu byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Komið sé að vissum tímamótum í útþenslu Kópavogsbæjar í aust- urátt og komið að því að þétta byggðina og bæta nýtinguna á þjónustukerfunum sem þar eru. Hafnsækin starfsemi víkur fyrir blandaðri byggð í nýjum tillögum Kópavogsbæjar Hafnarlíf Svo kann að fara að vestasta hluta Kársnessins muni senn svipa til þessarar hafnarbyggðar í borginni Malmö. Eftirsótt Þessi raðhús eru nú að hluta íbúðarhúsnæði, en eru einnig notuð fyrir atvinnurekstur. Slíkt húsnæði er vinsælt. Byr af hafi Þessi hafnarbyggð í Stokkhólmi í Svíþjóð er meðal þess sem hefur verið skoðað í hugmyndavinnunni undanfarið. Stemningin verði eins og í Nýhöfn í Kaupmannahöfn AÐ MATI skipulagsyfirvalda í Kópavogi er brúartenging „forsenda aukinnar byggðar á Kársnesi“ og eru því uppi hugmyndir um að reisa göngubrú yfir Fossvoginn fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur, sem stytti leiðina í miðbæ Reykjavíkur um fimm kílómetra. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en slík brú myndi þvera voginn þar sem hann er hvað mjóstur. Sjá skipulagsyfirvöld fyrir sér að slík brú gæti orðið liður í að efla Fossvoginn sem úti- vistarsvæði, auk þess að tengja hina fyrir- huguðu byggð á Kársnesi betur við byggðina handa vogarins. Göngubrú verði hluti af nýjum Fossvogi Yfir voginn Hér gæti göngubrúin komið. Fyrirmynd Göngubrú frá Amsterdam. Ljósmynd/Birgir Sigurðsson ÁHUGAMENN um sjónlistir á Hornafirði hafa nú í nógu að snúast við að sækja listsýn- ingar í tengslum við Humarhátíðina í bænum, enda úr mörgu að velja. Meðal þess sem boðið er upp á er fyrsta einkasýning listakonunnar Róslínar Ölmu Valdemarsdóttur í Gömlu búð. Róslín þykir afar efnilegur ljósmyndari en hún er aðeins fimmtán ára gömul. Hún segir áhugann hafa kviknað í fyrra. „Ég byrjaði í fyrra, í maí, þegar ég fékk myndavélina í fermingargjöf og hef verið að taka myndir síðan,“ segir Róslín, sem kveðst helst taka ljósmyndir af náttúrunni í kringum Hornafjörð. Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að verða ljósmyndari síðar meir segir hún að „það gæti alveg verið“. Hún hafi þó áhuga á mörgu. Meðal annarra listviðburða í bænum er sýning á landslagsmyndum gömlu hornfirsku meistaranna í gamla Ríkinu. baldura@mbl.is Hrífst af náttúru fjarðarins Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Efnileg Ljósmyndarinn Róslín Alma Valdemarsdóttir opnar sýningu aðeins 15 ára gömul. 15 ára stúlka opnar sýningu á Hornafirði Á STRÖNDUM standa menn saman þegar áföll ber að höndum og það er gömul hefð að létta undir með þeim sem eiga um sárt að binda. Nýlega vildi það óhapp til að stórbruni varð á Finn- bogastöðum á Ströndum, þar sem Guðmundur Þor- steinsson bóndi missti hús sitt. Vinir og vandamenn hafa því ákveðið að efna til hátíðar í Hótel Glym, Hvalfirði, í dag kl. 14 til heiðurs Guð- mundi bónda. Allir eru velkomnir og þar verða seldar kökur, kaffi og listaverk í söfnun fyrir nýju húsi handa Guðmundi. Aðstandendur gefa vinnu sína og rennur allt féð í söfnunina, en ætlunin er að húsið verði ris- ið áður en vetur er genginn í garð á Ströndum. Þeim sem vilja styðja Guðmund með beinu fjárframlagi er bent á reikningsnúmerið 1161- 26-001050, kennitala 4510892509. Félag Árnes- hreppsbúa annast söfnunina. baldura@mbl.is Safnað fyrir nýju húsi Guðmundur Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.