Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 8

Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Enn liggur ekki fyrir hver verðamálalok um hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur í erlendum útrás- arverkefnum, þar sem fé eigenda OR er lagt í áhættufjárfestingar.     ÍMorgunblaðinu í gær birtist fréttum samstarf Reykjavík Energy Invest, REI, og fjárfesting- arsjóðs á vegum Alþjóðabankans, í Djíbútí í Afríku.     HjörleifurKvaran, for- stjóri OR (og REI), segir „stór- kostlegt“ að hafa fengið þessa að- ila með í að skoða möguleika á að reisa jarðvarmavirkjun í landinu.     Eftir að Hanna Birna Kristjáns-dóttir var valin oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borginni sagði hún í viðtali hér í blaðinu: „Stjórn REI og stjórn Orkuveitunnar eru að fara yfir málið og ég vonast til að því verði lent farsællega sem fyrst. Það á að lenda því þannig að stjórn- málamenn í Reykjavík séu ekki uppteknir við það að velta fyrir sér fjárfestingartækifærum í öðrum löndum. Á stjórnarfundum Orku- veitu Reykjavíkur eiga menn fyrst og fremst að ræða hvort verið sé að veita borgarbúum nægilega góða þjónustu fyrir nægilega sanngjarnt verð. Viðskiptatækifærin á að ræða annars staðar. Menn eiga sem minnst að vera í áhætturekstri með almannafé.“     Í frétt Morgunblaðsins í gær kem-ur hins vegar skýrt fram að um áhættuverkefni er að ræða í Djí- bútí. „Ég hef átt við þá símafundi og Kjartan Magnússon [stjórn- arformaður OR] hitti þá úti í Djí- bútí,“ segir Hjörleifur Kvaran.     Er þetta í samræmi við stefnunasem Hanna Birna lýsir? Hvenær á að pakka REI saman? STAKSTEINAR Kjartan Magnússon Hvenær verður pakkað saman?                            ! " #$    %&'  ( )                     * (! +  ,- . / 0     + -                                  12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       !" #       $#         :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?     %                                         *$BCD                          !   " ##             $ " *! $$ B *!   & ' (   '   )   *  <2  <!  <2  <!  <2  & )(  +#,-" . 2E            <   F87   %   $ &' (    &                  '  !       B  F"  2  F    !   %   &            )  *   +          !   " ##             $ " /0 11   2   "+#3 * '   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Landsmót hestamanna Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is SÉRKENNILEG staða er uppi í úrslitum A-flokks gæðinga nú á lokadegi Landsmóts hestamanna sem haldið er á Gaddstaðaflötum við Hellu. Maðurinn sem eitt sinn var nefndur gullbjörninn í hesta- mennsku, Sigurbjörn Bárðarson, er efstur inn í úrslit í A-flokki gæð- inga með Kolskegg frá Oddhóli og annar inn í úrslitin er tengdasonur hans, Árni Björn Pálsson, með hestinn Aris frá Akureyri. Hestarnir frændur „Ég held með báðum,“ segir Sylvía, dóttirin og unnustan, „og vona bara að þetta fari vel. Svarið kemur ekki á óvart hjá sjóaðri keppnismanneskjunni. Sigurbjörn segir í gamansömum tón að þetta reyni svakalega á. „Það þýðir að ég þarf að bíta á jaxlinn og gera betur en auðvitað er þetta líka mjög gaman. Það er samkennd í því að fá mann sem er kominn með annan fótinn inn fyrir þröskuldinn,“ segir hann. Eins og þau feðgin benda á eru báðir hestarnir úr þeirra ræktun og því varla hægt að gera upp á milli. Aris er undan Grun frá Odd- hóli og Kolskeggur er bróðir hans, sammæðra. „Þeir eru frændur,“ segir Sigurbjörn og hlær við. Þegar Sylvía er spurð um hvern- ig mótið leggist í hana segir hún þetta algjöra veislu. Í stóðhesta- sýningum hafi henni t.a.m. þótt Auður frá Lundi vígalegur og Möll- er frá Blesastöðum og Ómur frá Kvistum séu spennandi. „Heimaræktun í húð og hár“ Ekki verða síður spennandi úr- slitin í B-flokki gæðinga í dag. Röðull frá Kálfholti er efstur inn hjá Ísleifi Jónassyni með ein- kunnina 8,68 en skammt er í Eld- járn frá Tjaldhólum og Akkur frá Brautarholti sem eru hnífjafnir með 8,66. Þeir voru glaðbeittir Kálfholts- feðgarnir Ísleifur og Jónas Jóns- son þegar blaðamaður tók þá tali niðri við fagra Ytra-Rangána að lokinni vel heppnaðri rækt- unarbússýningu fjölskyldunnar í Kálfholti í Ásahreppi í Rangárþingi á laugardagskvöldið. Öll fimm sýn- ingarhrossin eru undan Asa frá Kálfholti, háreist og framfalleg undir forystu Röðuls og Ísleifs. „Það er ekki alltaf magnið sem ræður,“ segir Jónas. „Þetta er heimaræktun í húð og hár. Flest þessara hrossa eru ræktuð undan mínum gömlu hryssum en við eig- um mikið út af Flugu frá Voðmúla- stöðum og Hylling hefur líka skilað mörgu góðu en hún var undan hryssu frá Eiríksstöðum í Húna- vatnssýslu. Röðull er kominn úr þeirri ræktunarlínu,“ segir hann og Ísleifur bætir við að móðir Röðuls sé undan Mána frá Ketilsstöðum. „Fargi af mér létt“ Röðull varð þriðji á síðasta landsmóti á Vindheimamelum í Skagafirði í B-flokknum og munaði mjög litlu á milli þriggja efstu hesta. Í ljósi þess er ljúft að vera kominn aftur með hestinn á sama stað tveimur árum síðar. „Nú er bara gaman það sem eftir er,“ segir Ísleifur um keppnina í dag. „Fargi er af mér létt að vera kominn yfir þessi tvö þrep,“ segir hann hógvær en eins og liggur í augum uppi komst hann gott betur en yfir þrepin. „Ég tel að Röðull sé sterkur í samanburði og allar for- sendur til að þetta gangi vel,“ við- urkennir hann. „Við höfum stefnt lengi að þessu,“ botnar Jónas en hann segist telja Röðul betri í dag en 2006 og vonast eftir því besta. Feðgin og feðgar í eldlínunni  Kolskeggur frá Oddhóli og Sigurbjörn Bárðarson efstir inn í A-flokk gæðinga  Röðull frá Kálfholti og Ísleifur Jónasson efstir inn í B-flokk gæðinga í dag Morgunblaðið/Ómar Frændur berjast „Ég held með báðum,“ segir Sylvía Sigurbjörnsdóttir en pabbi hennar etur kappi m.a. við tengdason sinn í dag á Kolskegg (sjá fyrir neðan). Morgunblaðið/hag Ljósmynd/Hestafréttir.is Ljósmynd/Hestafréttir.is Þegar rými er nefnt … Röðull frá Kálfholti sem fer á tölti hér fyrir neðan er fæddur Jónasi Jónssyni (t.h.) í Kálfholti sem á hann nú til helminga með Ísleifi, syni sínum. Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is BORÐI frá Fellskoti og Sigursteinn Sumarliðason tryggðu sér sæti í A- úrslitum með stórkostlegri sýningu á yfirferðartölti í B-flokki. Þeir hlutu í lokaeinkunn 8,76. Borði og Sigursteinn uppskáru mikinn fögn- uð þegar ljóst var að þeir hefðu skot- ið öðrum keppendum ref fyrir rass. Í unglingaflokki varð Hanna Rún Ingibergsdóttir efst á Hjörvari frá Flögu fyrir flotta sýningu en athygli vakti að Hanna Rún valdi að sýna brokk sem yfirferðargang, ein kepp- enda í úrslitunum. Grettir Jónasson á Gusti frá Lækj- arbakka hlaut sæti í A-úrslitum í ungmennaflokki. Þeir fengu 8,68 í lokaeinkunn. Miklar sviptingar urðu í barna- flokki en Svandís Lilja Stefánsdóttir vann sig inn í A-úrslitin með til- burðum, hún sat Glað frá Skipanesi og fengu þau 8,73 í einkunn fyrir örugga sýningu. Í A-flokki stóðu Stakkur frá Hall- dórsstöðum og Sigurbjörn Bárð- arson uppi sem sigurvegarar og er því ljóst að Sigurbjörn hefur tryggt annan hest inn í A-úrslitin auk Kol- skeggs frá Oddhóli sem rætt er um í viðtalinu hér að ofan. Morgunblaðið/hag Flottur knapi Svandís Lilja Stefánsdóttir frá hestamannafélaginu Dyra kom, sá og sigraði í B-úrslitum í barnaflokki á Glaði frá Skipanesi. Sviptingar í B-úrslitum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.