Morgunblaðið - 06.07.2008, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnmál | Hvað getur forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum gengið langt í að daðra við
skoðanir, sem hann hefur áður fordæmt? Kvikmyndir | Umhverfis jörðina á 80 dögum hefur haldið nafni kvik-
myndaframleiðandans Mikes Todds hæst á lofti. Ferðalög | Júlímánuður er næstmesta ferðahelgi ársins á Íslandi.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
S
koðun er eitthvað sem
maður hefur þangað til
maður skiptir, sagði
danskur stjórnmálamað-
ur endur fyrir löngu og
urðu margir til að hneykslast. Hug-
sjónir tækifærisstefnunnar hljóma
aldrei vel. En forsetaframbjóðendur
stóru flokkanna tveggja í Bandaríkj-
unum vita báðir að ætli þeir sér að
sigra verða þeir nú að höfða til mun
fleira fólks en sauðtryggra flokks-
manna.
Þeir þurfa að leita inn á miðjuna,
höfða til óákveðinna og óflokksbund-
inna landa sinna. Og það getur haft í
för með sér að fleygja verði ýmsu
sem nýttist vel í forkosningum. Menn
verða að skipta um skoðun.
Obama er á örfáum vikum búinn
að vera svo athafnasamur á þessu
sviði að menn standa á öndinni, jafn-
vel demókratar á miðjunni, sem hafa
óttast að Obama væri of einstreng-
ingslegur vinstrisinni, eru órólegir,
að sögn Jonathan Freedlands, frétta-
manns The Guardian. „Hann er að
snúa of mörgu á hvolf of snögglega,“
hefur Freedland eftir einum þeirra.
Obama heillar fólk svo mjög að fá
dæmi eru um frambjóðanda á seinni
tímum sem valdið hefur jafnsterkum
hughrifum. Um það eru flestir sam-
mála. Og atgervi hans er óvenjulegt,
jafnvel eindregnir fjandmenn eins og
hægripennar á ritinu The Weekly
Standard viðurkenna með semingi að
maðurinn sé eldklár. Boðskapur
hans um breytingu, heiðarleika og
sættir féll í góðan jarðveg hjá þjóð
sem er ráðvilltari en oft áður í sögu
sinni og myndi fagna kaflaskiptum.
Leyfa þeir málamiðlanir?
En ærast nú þeir sem kusu í góðri
trú hinn eina og ómengaða sannleika,
þeir sem þola ekki málamiðlanir eða
vingulshátt? Sumir þeirra eru bál-
reiðir og nú velta stjórnmálaskýr-
endur því fyrir sér hvert þanþol
aðdáenda Obama sé. Keppinautur
hans, John McCain, hefur að sjálf-
sögðu oft skipt um skoðun á löngum
ferli sínum eins og aðrir pólitíkusar.
En það hefur yfirleitt gerst á löngum
tíma, átt einhvern aðdraganda.
Einn þeirra sem greinilega eru
farnir að efast um stefnu Obama er
hagfræðingurinn Paul Krugman.
Hann segir í The New York Times að
stefna Obama í efnahagsmálum
minni mjög á stefnu Bill Clintons
1992. Hækka eigi skatta á þá ríku,
létta ýmsum álögum af millistéttinni
og efla opinberar fjárfestingar, í
þetta sinn í nýjum orkugjöfum. En
áköfustu liðsmenn Obama vænti
meira. Þeir hafi talið sér trú um að
hann væri maður róttækra umskipta
í dulargervi hófsams miðjumanns
þótt hann boðaði stefnu sem á marg-
an hátt hefði verið hægra megin við
stefnu Hillary Clinton.
„Það getur verið að þeir hafi snúið
þessu á hvolf,“ segir Krugman. Hann
segir að auðvelt ætti að vera að sigra
McCain í nóvember, allt sé demó-
krötum nú í hag. En öðru máli gegni
um það hvað geri beri við sigurinn,
hvort Obama og demókrötum muni
takast að hafa afdrifarík áhrif á þró-
un ríkisins, marka djúp spor.
Þeir sem skarta gjarnan heitinu
raunsæismenn segja að Obama sé
með nýju hægrisveiflunni að sanna
að hann hafi burði til að gerast for-
seti. Hann sé nógu kaldrifjaður til að
halda fyrir nefið og gera það sem
þurfi til að heilla þá sem efast og
þurfa hvatningu. En er trúverðug-
leikinn í hættu?
Vingulsháttur í Íraksmálum
Obama hefur snúið stýrinu harka-
lega til hægri í málum sem gætu
reynst erfið að kyngja fyrir unga
kjósendur sem hafa sópast að hon-
um. Hann var frá upphafi á móti inn-
rásinni í Írak 2003 og notaði sér
óspart í slagnum við Hillary Clinton
að hún greiddi á sínum tíma atkvæði
með heimild til handa Bush um árás.
Lagði Obama fram áætlun um að
bandaríska herliðið yrði kallað heim
á 16 mánuðum eftir að nýr forseti
tæki við í Washington í janúar 2009.
Aðeins yrði skilið eftir fámennt lið til
að berjast gegn al-Qaeda í Írak.
Ekki er ljóst hve mikil alvara bjó
yfirleitt að baki þessum hugmynd-
um. Hvað átti að gera ef átök færðust
í aukana samhliða því sem fækkað
yrði í bandaríska liðinu, átti samt að
skilja eftir smáhóp hermanna í
glundroðanum? The Wall Street Jo-
urnal sagði nýlega að utanríkisráð-
herra Íraks, Hoshyar Zebari, hefði
haft áhyggjur af að Obama myndi
fara of hratt í burtkvaðningu hersins
næði hann kjöri. En eftir langt símtal
við frambjóðandann hafi Zebari verið
rórra í sinni. Hann væri nú viss um
að Obama myndi ekki gera neitt sem
væri of „róttækt“.
Vissulega er Írak ekki lengur of-
arlega í sinni hjá kjósendum vegna
þess að ástandið þar hefur batnað
stórlega síðustu mánuði og það sem
mestu skiptir, mannfall í liði Banda-
ríkjamanna er nú orðið minna en ver-
ið hefur í nokkur ár. En Obama er
vandi á höndum: Ef hann heldur fast
við þá stefnu að kalla herinn heim í
snatri og allt fer á hvolf geta repú-
blikanar sagt að hann hafi farið á
taugum og glutrað niður tækifærinu
til að tryggja frið og stöðugleika í
Írak. Blóðbaðið sé Obama að kenna.
Slík útkoma yrði ekki gæfulegt vega-
nesti í kosningunum 2012.
Vandi Obama birtist glöggt á
fimmtudag. Hann hélt þá ræðu þar
sem hann lagði áherslu á að hann
myndi láta aðstæður ráða í Írak.
Dyggir stuðningsmenn ráku upp
ramakvein og nokkrum stundum síð-
ar hélt Obama aðra ræðu þar sem
hann með nokkrum afsökunartón
dró aftur í land og reyndi að sann-
færa fólk um að hann ætlaði að
standa við upprunalegu loforðin.
Enginn veit lengur hvað hann ætlar
sér að gera.
Sótt inn á hefðbundin mið
repúblikana
Fleiri óvænt útspil hafa ruglað
suma demókrata í ríminu. Obama
skýrði frá því í vikunni að hann
myndi halda áfram á sömu braut og
George W. Bush og styðja með op-
inberum framlögum átaksverkefni
trúfélaga gegn ýmsum samfélags-
meinum eins og endurhæfingu fíkni-
efnanotenda og fátækrahjálp.
Obama hyggst reyna að ná eyrum
kjósendahóps sem hefur lengi verið
ein styrkasta stoð repúblikana: trú-
aðra mótmælenda sem geta ráðið úr-
slitum í mörgum ríkjum landsins.
Obama veit að margir þeirra er tor-
tryggnir út í McCain, þótt hann sé á
sama máli og þeir í ýmsum hitamál-
um, sé t.d. andvígur fóstureyðingum
og vilji að hvert ríki ákveði hvort það
vilji leyfa hjónabönd samkyn-
hneigðra. Þarna er því sóknarfæri á
óvæntum stað.
Obama á hraðri ferð til hægri
AP
Sko! Demókratinn Barack Obama sýnir einn af verndargripunum, stein með krossmarki, sem hann er ávallt með í
vösunum. Obama reynir nú ákaft að biðla til trúmanna sem hafa oftast verið traustir liðsmenn repúblikana.
Gagnrýnendur fullyrða að hann sé óprúttinn tækifærissinni Aðrir segja að hann sé að sýna að hann
ætli að sækja inn á miðjuna og sigra hvað sem líði mótmælum vonsvikinna stuðningsmanna
VIKUSPEGILL»
Stjórnmál
Hvað vilja keppinautarnir gera við
ólöglega innflytjendur?
McCain vill náða ólöglega innflytj-
endur en hefur að undanförnu sagt
að fyrst verði að tryggja betra landa-
mæraeftirlit, skilyrði sem gæti tafið
umbæturnar um mörg ár. Obama vill
einnig efla landamæraeftirlit og
þyngja refsingar á hendur vinnuveit-
endum sem ráða ólöglega innflytj-
endur í vinnu. Hann vill eins og
keppinauturinn náða þá sem þegar
eru komnir.
Hvað vilja keppinautarnir gera
við skattana?
Obama vill afnema miklar skatta-
lækkanir sem Bush beitti sér fyrir og
hækka skatta á auðmenn. McCain
var áður andvígur lækkununum,
sagði að skera þyrfti niður útgjöld á
móti þeim en vill nú að þær standi,
jafnvel að skattar lækki enn meira.
S&S
Obama leggur nú áherslu á ætt-
jarðarást sína með því að bera að
staðaldri á jakkaboðungnum nælu
með þjóðfánanum, hefð sem honum
fannst í fyrra allt of billeg skír-
skotun til þjóðernisgilda.
Fyrir nokkrum dögum gaf hann í
skyn að hann styddi ekki lengur af-
dráttarlaust rétt kvenna til að fá
fóstureyðingu. Sagði Obama í viðtali
við kristilegt tímarit að ekki ætti að
leyfa fóstureyðingu seint á með-
göngutíma nema líkamleg heilsa
móðurinnar krefðist þess.
Obama reyndi að höfða til þeirra
sem óttast að störf hverfi frá Banda-
ríkjunum og viðraði í slagnum við
Clinton hugmyndir um að endur-
skoða NAFTA. Nú segir hann að um-
mælin hafi fallið „í hita leiksins“.
Hann hefur áður gefið í skyn að of
rík áhersla hafi verið lögð á hags-
muni Ísraels í stefnu Bandaríkjanna í
Mið-Austurlöndum en hefur að und-
anförnu flutt ræður þar sem hann
lýsir algerum stuðningi við Ísrael.
Obama flutti ræðu um utanrík-
isstefnu sína í liðnum mánuði og út-
vatnaði þá umdeildar tillögur sínar
um viðræður við Írana án fyrirfram
skilyrða. Sagðist hann nú myndu
gera „allt sem í mínu valdi stendur“
til að hindra Írana í að koma sér upp
kjarnorkuvopnum. Obama endurtók
„allt“ eins og til að tryggja að allir
skildu að hann ætti líka við hervald.
Seglum hagað eftir vindi? Í HNOTSKURN»Obama segist fyrst ogfremst hafa safnað litlum
framlögum, 200 dollurum og
minna, frá „venjulegu“ fólki.
En David Brooks hjá The New
York Times segir 55% fjárins
hafi komið frá fyrirtækjum,
ekki síst í fjármálaþjónustu og
vel efnuðu fólki.
»Að venju eru lögfræðingarduglegastir að gefa í kosn-
ingasjóð demókrata. Þeir hafa
gefið Obama 18 milljónir doll-
ara en McCain 5 milljónir.
»Sérfræðingar í vaxandi at-vinnugreinum eins og raf-
eindatækni og fjármálaþjón-
ustu styðja einkum demókrata.
Reuters
Í ljúfa löð Barack Obama og Hillary Clinton á sáttafundi í borginni Unity í
New Hampshire eftir að Clinton hafði viðurkennt ósigur sinn.