Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 20

Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 20
20 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is F immtíu ár eru síðan bandaríski kvikmynda- framleiðandinn Mike Todd fórst í flugslysi. „Hinn látni kvikmynda- framleiðandi er mörgum harm- dauði,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. „Todd var talinn mikill töframaður og svo auðugur, að sagt var að hann gæti veitt sér allt í þessum heimi. Frægastur hefur hann orðið fyrir hinar þrívíðu Cinerama kvikmynda- tökur sínar, en auk þess kostaði hann upptökur á kvikmyndum sem hlutu frægð um allan heim. Nýlega lét hann hefja tökur á stórkostlegri kvikmynd um Don Quixote. Í tit- ilhlutverki átti að vera franski leik- arinn Fernandel. Er sagt að Fern- andel hafi verið sem bugaður maður, er hann frétti lát Mike Todds. – Nú verður kvikmynd um Don Quixote aldrei búin til, því enginn gat gert hana nema Mike Todd, sagði Fern- andel.“ Hann var allavega sannspár um það að kvikmyndin um Don Quixote sem Todd hafði í huga komst ekki á hvíta tjaldið og hefur ekki enn, þótt nokkrar atrennur hafi verið gerðar að efninu og m.a. af ekki minni spá- manni í kvikmyndabransanum en Orson Welles. Í frétt Morgunblaðsins segir að dularfull sprenging hafi orðið í flug- vél Mike Todd, Lucky Liz, yfir Nýju Mexíkó laugardaginn 22. marz 1958 og þegar menn komu að flakinu var það að mestu brunnið, nema væng- broddar og stél. Með vélinni fórust Mike Todd, handritshöfundurinn Art Cohn og flugmennirnir Bill Ver- ner og Tom Barclay. Orsök slyssins var síðar sögð sú, að vélarbilun hefði orðið, sem rekja mátti til fluglags og mikillar yfirvigtar. „Mike Todd var giftur kvikmyndaleikkonunni El- isabeth Taylor. Ætlunin hafði verið í fyrstu að hún kæmi með honum í þessa ferð. En hún hætti við á síð- ustu stundu vegna lasleika,“ segir í Morgunblaðsfréttinni. Uppátektarsamur með afbrigðum Þrennum sögum fer af fæðing- ardegi Avrom Hirsch Goldbogen, en hér skal haldið við 22. júní 1909. Foreldrar hans voru Chaim Goldbo- gen, rabbíi, og Sophia Hellerman, bæði pólskir gyðingainnflytjendur. Þau bjuggu fyrst í Minneapolis í Minnesota, síðan Chicago, og eign- uðust níu börn. Nafnið Todd sótti hann til gælunafns, sem systkini hans gáfu honum; kölluðu hann „toat“ vegna erfiðleika hans við að segja „coat“ (kápa, frakki). Todd þótt snemma uppá- tektarsamur með afbrigðum og var barnaskólagangan nokkuð slitrótt þess vegna. En þegar í framhalds- skóla kom fékk hann m.a. útrás fyrir athafnasemina með því að setja upp skólasýningu; The Mikado, sem þótti takast vel. Það dugði þó ekki til þess að halda honum í skólanum, því hann hætti til þess að fást við hitt og þetta og svo tók byggingabransinn við, þar sem hann bæði græddi stórt og tapaði miklu. Fyrir tvítugt hafði hann eignast fyrstu milljónina í doll- urum talið og eytt henni aftur. Hann hélt þeim hætti þegar hann var kom- inn í skemmtanabransann og þegar hann var eitt sinn spurður, hvað hann hefði grætt mikið um ævina og tapað, yppti hann öxlum og svaraði: Heldur nokkur maður reikning yfir það? Og öðru sinni bætti hann við: Til þess að skapa eitthvað stórkost- legt verða menn að tefla á tæpasta vað. Þá er svo sem ekki við því að búast að allt gangi upp, en kúnstin er að láta fleira ganga upp en floppa. Þrjátíu Broadway-sýningar Áhuginn á leikhúsinu leiddi Todd til kvikmyndanna og hann komst með annan fótinn inn í Hollywood með framleiðslu á atriðum fyrir kvikmyndverin. Þar ákvað hann að gerast framleiðandi og hann kom sér á kortið með danssýningu sem hann setti upp í Chicago 1933 og í framhaldinu fór hann í leikför með flokk frá óperunni og sýndi fram- haldsskóladjásnið sitt; The Mikado. Frá Chicago lá leiðin á Broadway, sem tók honum opnum örmum, en hann framleiddi um 30 Broadway- sýningar áður en yfir lauk, aðallega revíur og söngleiki, þar sem létt- klæddar konur fóru oft mikinn, m.a. jazzaði hann The Mikado upp í Hot Mikado til sýninga í tengslum við Heimssýninguna í New York 1939. Eitt sinn átti hann fjórar sýningar á Broadway samtímis. Hugdirfska hans í að setja saman stórbrotin at- riði á sviðinu tók öllu fram og sá stórhugur varð hans aðalsmerki. Í byrjun sjötta áratugarins, þegar umsvif hans voru hvað affarasælust, var hann fenginn til að setja upp í Jones Beach-leikhúsinu í New York sýningu á óperettu Strauss; Nótt í Feneyjum, og Todd tjaldaði öllu til með siglandi gondólum. Sýningin gekk í tvö leikár. Velgengnin á Broadway opnaði Todd stóru dyrnar að Hollywood. Hann seldi kvikmyndaréttinn að sumum vinsælustu Broadway- stykkjunum, en einhvern gekk allt á afturfótunum í kvikmyndaborginni, þótt sýningar hans möluðu gull í New York. Árið 1946 var þrátt fyrir allt svo komið að lánardrottnar hans gengu að honum og settu hann í gjaldþrot. Sagt var að skuldir hans næmu þá hálfri annarri milljón dollara meðan aðgangseyririnn að sýningum hans á Braodway var sagður hafa verið 15 milljónir dollara. Todd barðist gegn gjaldþrotaúrskurðinum með kjafti og klóm, en það tók hann fjögur ár að borga sig frá honum. Umhverfis jörðina í Todd-Ao Ein hlið Mike Todd var áhugi hans á tækni í kvikmyndagerð. Hann tók höndum saman við Lowell Thomas jr., sem hann kynntist við uppsetninguna á Nótt í Feneyjum, og þeir stofnuðu fyrirtæki um þróun nýrrar kvikmyndatökutækni; cine- rama, sem byggðist á notkun þriggja myndavéla. Todd þótti þetta fullumsvifamikið og hann vildi leita leiða til þess að komast af með eina tökuvél. En viðskiptafélagar hans töldu það óþarft. Cinerama hefur sigrað, sögðu þeir. Hvers þurfum við meira við? Einhvers betra, svaraði Todd að bragði, seldi þeim hlut sinn og fann nýjan félaga; ljósfræðinginn Brian ÓBrian, sem taldi mögulegt að smíða kvikmyndatökuvélina, sem Todd dreymdi um. O’Brian spýtti í lófana og Todd útvegaði fé í fyr- irtækið; Todd-AO-tæknin leit dags- ins ljós og var fyrst notuð við kvik- myndina Oklahoma 1955. Árið eftir framleiddi Todd þá kvikmynd, sem hefur haldið nafni hans hæst á lofti; Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir sögu Jules Verne. Todd hafði sett söguna upp sem leik- rit á Broadway og alltaf dreymt um að koma henni í kvikmynd. Hann lagði drögin að kvikmynd- inni fyrir félaga sína í Todd-AO, en þeim leizt ekkert á blikuna, fannst hann alltof djarfur og stórtækur. Þegar honum tókst ekki að sann- færa þá um ágæti hugmyndar sinn- ar, seldi hann lungann af hlutabréf- um sínum í Todd-AO og réðist einn og óstuddur í gerð kvikmyndarinn- ar. Og eins og svo oft áður veðjaði hann á réttan hest. Hann fékk brezka leikarann Dav- id Niven til að leika Phileas Fogg, Cantinflas (Mario Moreno) lék þjón hans, Passepartout, Shirley Mac- Laine var Aouda prinsessa og Ro- bert Newton Fix rannsóknarlög- reglumaður. Ótal stjörnur komu fram í litlum hlutverkum; Ava Gar- dner, Charles Boyer, Fernandel, Marlene Dietrich, John Gielgud, Buster Keaton, Frank Sinatra og Robert Morley svo einhverjar séu nefndar, en þessi stjörnufans átti sér engan líka í litlum kvikmynda- hlutverkum í einni mynd og var Todd talið til tekna að hafa fengið allar þessar stjörnur til liðs við sig og ekki síður að fá þær til að leika saman! Og Todd hélt mönnum við efnið með stöðugum flugeldasýningum í kringum gerð kvikmyndarinnar. Hann bjó til „fréttnæma“ atburði fyrir blaðamennina og dældi út alls kyns upplýsingum til að undirstrika hversu stórfenglegt verk væri þarna á ferðinni. Tæplega 70 þúsund manns frá 13 löndum komu að gerð myndarinnar, myndin var tekin upp á 140 stöðum og leikararnir borðuðu hvorki meira né minna en 100 þús- und máltíðir og drukku 4500 tebolla og 10 þúsund lítra af kaffi. Og svo þurfti auðvitað líka að fóðra þær 34 dýrategundir, sem komu fram í kvikmyndinni. Þegar Todd hafði tí- undað þetta og margt fleira, bætti hann við: „Ég verð alveg hlessa ef ég fæ ekki Óskar fyrir þessa mynd.“ Og það gekk eftir eins og svo margt annað sem Todd óskaði sér þessa dagana. Kvikmyndin Umhverfis jörðina á 80 dögum var tilnefnd til átta Ósk- arsverðlauna og fékk fimm, þ. á m. sem bezta kvikmyndin og bar þar sigurorð af Risanum, sem Elizabeth Taylor lék í með Rock Hudson og James Dean, en myndin var svana- söngur Deans á hvíta tjaldinu, Kon- ungurinn og ég, sem Yul Brenner lék í og fékk Óskarsverðlaun fyrir, og Boðorðin tíu, síðasta mynd Cecil B. DeMille, þar sem Charlton He- ston fór með hlutverk Móse. Til að halda upp á ársafmæli frumsýningar Umhverfis jörðina á 80 dögum, leigði Todd Madison Square Garden í New York. „Þessi veizla verður bara fyrir nánustu vini,“ sagði hann. „Ég býð ekki nema fimm til tíu þúsund manns.“ Alltaf riddaralegur við ungu konuna sína Todd var þríkvæntur; fyrsta kona hans var Bertha Freeman, sem ól honum soninn Mike Todd, Jr.. Hann var aðstoðarmaður föður síns og varaformaður fyrirtækis hans og tók við því, þegar faðir hans dó. Ekki reyndist hann föðurbetrungur sem kvikmyndaframleiðandi. Hann þró- aði áfram lyktartækni, sem faðir hans hafði byrjað á, og framleiddi eina slíka kvikmynd. Lykt sem átti við atburði á tjaldinu; t.d. rósailmur, ilmvatnslykt og vínberjaangan, barst úr pípum í sætisbökunum. Þetta bragð kolféll og var ekki notað aftur. Mike Todd Jr. skrifaði ævi- sögu föður síns. Hann var tvíkvænt- ur og eignaðist átta börn. Hann lézt á Írlandi 2002. Bertha Freeman lézt 1946 og árið eftir kvæntist Mike Todd leikkon- unni Joan Blondell. Þau skildu eftir ásakanir hennar um misnotkun hans og ofbeldi. Þriðja eiginkonan (1957) var Elizabeth Taylor. Með sex hjóna- bönd að baki sagði hún, að sá tími sem hún var gift Mike Todd hafi verið einhver hamingjusamasti tím- inn í hennar lífi. Fjölmiðlar voru ósparir á fréttir af þeim hjónum og það er blítt yfir vötnunum í frásögn Morgunblaðsins í Fólki í fréttunum í apríllok 1958. „Hann var fimmtugur, hún er 26 ára. Bæði höfðu verið gift tvisvar áður. Þau voru mjög ham- ingjusöm. Mike gaf Liz á hverjum laugardegi dýrar gjafir í tilefni af því að þau höfðu kynnzt á laug- ardegi. (Í annarri frásögn Morg- unblaðsins segir að Todd hafi gefið Taylor forkunnarfagra demants- eyrnalokka og nýjustu gerð af Rolls Royce en á númeri bifreiðarinnar eru stafirnir ETT (Elizabeth Taylor Todd)) Mike Todd var alltaf riddara- legur við ungu konuna sína. Sl. sum- ar eignuðust þau dóttur og hamingja þeirra var fullkomnuð. En þessi mikla hamingja stóð aðeins í sjö mánuði, þá fórst Mike Todd í flug- slysi. Í erfðaskrá sinni mælti Mike Todd svo fyrir að eigum hans skyldi skipt milli ekkju hans og sonar hans (af fyrra hjónabandi), Mikes yngri. Eigur hans eru taldar nema millj- ónum dala.“ Og samkvæmt Morg- unblaðinu nokkru síðar eru þau Elizabeth Taylor og Mike Todd Jr. „sögð mjög góðir vinir.“ Dóttir Elizbeth Taylor og Mike Todd er Elizabeth Frances (Liza) Todd, sem Richard Burton ættleiddi svo og hún tók upp nafn hans; Liza Todd Burton. Hún hefur fengizt við myndhöggvaralist, er gift listamanni og eiga þau tvö börn. Líkræningjar í leit að hringi Mike Todd hvílir í Beth Aaron Cemetery í Chicago. Eddie Fisher, vinur Todd, og næsti eiginmaður Elizabeth Tayolor, sagði í ævisögu sinni, að engar líkamsleifar hefðu fundizt eftir flugslysið og í kistu Todd væri ekkert annað en hring- urinn hans. Los Angelses Times skýrði frá því 1977 að frásögn Fis- her væri röng, jarðneskar leifar Todd hefðu fundizt og verið jarð- settar. Sagan varð hins vegar til þess að líkræningjar rufu gröf Todd til þess að hirða hringinn. Jarð- neskar leifar hans fundust þá undir tré nálægt gröfinni og var komið á sinn stað aftur. Töframaður leiktjaldanna  Mike Todd var stórhuga framleiðandi skemmtisýninga  Hann betrumbætti tæknina þegar hún svaraði ekki kröfum hans  Kvikmyndin Umhverfis jörðina á 80 dögum er talin meistaraverk hans Áræðinn Mike Todd lét sér fátt fyr- ir brjósti brenna og áræðnin borg- aði sig oftar en ekki. Hamingjan Mike Todd og Elizbeth Taylor skera brúðskaupskökuna. Kvikmyndatakan Við töku kvikmyndarinnar Umhverfis Jörðina á 80 dögum var ýsmum brellum beitt. Loftbelg- urinn var sjaldnast fjær jörðu og þó var þessi hæð nóg fyrir David Niven sem þjáðist af mikilli lofthræðslu. Kvikmyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.