Morgunblaðið - 06.07.2008, Qupperneq 23
uðnautum
Bjarki segir einna sísta hættu
stafa af sauðnautum eða ísbjörn-
um. Þó geti hætta skapast einkum
þegar dýrin verði á vegi manna í
myrkri eða slæmu skyggni. Menn
verði þá ekki varir við þau fyrr en
komið sé býsna nærri þeim. Við-
brögðin geti þá orðið óvænt og
skammur tími til stefnu.
Fyrirvaralaust í Norðursetu
Föstudag nokkurn í mars 2005,
skömmu áður en Síríus-námskeið-
inu lauk, hringdi yfirmaður Bjarka
til hans. Einn varðliða Síríus-
flokksins hafði kalið illa á fótum og
þurfti að senda hann heim. Bjarka
var sagt að búa sig þegar til ferðar.
Hann hafði snör handtök, fór til
Óslóar að kveðja fjölskyldu sína og
var kominn til Íslands á mánudags-
morgni. Þaðan hélt hann til Norð-
ursetu (Station Nord) sem er næst-
um á 82. gr. norðlægrar breiddar.
Þar var 40 stiga frost, en hitinn í
Kaupmannahöfn hafði verið 15
stig. 55 stiga munur.
Í Norðursetu tók við 12 daga
þjálfun og viðgerðir á búnaðinum.
Síðan hófst hin langa ferð suður á
bóginn sem stóð í 3 mánuði.
Hvítabjörn lítur í heimsókn
„Dag nokkurn, á meðan á ferð-
inni stóð, höfðum við Jesper, félagi
minn, loksins náð háttum í gömlum
veiðikofa, en þeir eru notaðir sem
hvíldar- og birgðastöðvar. Færið
hafði verið óvenjuslæmt og við því
lengi á ferðinni þann daginn.
Við tjóðruðum hundana, fengum
okkur í svanginn og höfðum tal-
stöðvarsamband við Danaborg eins
og við gerðum á kvöldin.
Allt í einu fóru hundarnir að
gelta. Það þýddi að einhver eða
eitthvað var í nánd. Þar sem óra-
langt var til næstu stöðvar og fáir
menn á ferli um þessar slóðir greip
ég byssu og þaut út. Jesper kom á
eftir með myndavél og byssu.
Hundarnir sátu og horfðu allir í
sömu átt. Viti menn. Þarna kom
stóreflis hvítabjörn röltandi og
stefndi í áttina til okkar.
Við byrjuðum að hrópa og kalla
og skutum nokkrum neyðarblysum
að birninum. Hann virtist ekki taka
eftir þeim. Þá skutum við nokkrum
blysum í feld bjarnarins en hann
lét sig þau engu máli skipta heldur
hélt áfram í áttina að okkur.
Þegar 5-10 metrar voru eftir til
hundanna skaut ég síðasta blysinu
og lenti það í síðu bjarnarins. Ekki
virtist hann láta það á sig fá.
Ótal hugsanir flugu um hugann.
Ætti ég að skjóta hann? Hvað
myndi þá gerast? Ætli hann félli
strax við fyrsta skot eða næði hann
að ráðast á okkur?
Bangsi skipti allt í einu um skoð-
un, sneri við og rölti á brott. Innan
skamms var hann horfinn sjónum
og sameinaðist landslaginu.“
Enginn dagur öðrum líkur
Bjarki segir að oft séu dagarnir
þreytandi og reyni mjög á menn og
hunda.
„Skömmu fyrir jólin 2005 vorum
við á leið heim til Danaborgar. Við
þurftum að fara yfir dálítið skarð.
Á leiðinni upp skarðið fór að snjóa
svo að brátt sá ekki út úr aug-
unum. Við urðum því að tjalda á
ný.
Um nóttina glaðnaði til og við
héldum áfram. Snjórinn var hálfur
metri á dýpt og færið skelfilegt.
Eftir 7 tíma strit höfðum við ein-
ungis farið 4 km og vorum orðnir
uppgefnir.
Við tjölduðum því 3 km frá há-
skarðinu. Þarna urðum við að láta
fyrirberast í tvö dægur vegna ill-
viðris.
Loksins létti til og við héldum
áfram. Þegar komið var upp í
skarðið var veðrið yndislegt. Mán-
inn varpaði fölu skini á stórbrotið
landið og norðurljósin skörtuðu
sínu fegursta, margvíslegum til-
brigðum í rauðu og grænu. Hund-
arnir voru viljugir og við heimfúsir.
Eftir 12 stunda akstur vorum við
í Danaborg á meðal vina okkar og
félaga. Þar beið okkar veislumatur
og jólagjafir frá ættingjum og vin-
um.“ arnthorh@mbl.is
Kalt Bjarki Friis og félagar hans þurfa að búa sig vel í kuldanum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 23
Bjarki Friis fæddist í Danmörku
árið 1974. Móðir hans, Karen Ok-
tavía Kaldalóns, er íslensk. Faðir
Bjarka, Henrik Friis, er danskur
en fæddist á Grænlandi og ólst
þar upp.
Bjarki ólst upp í Meistaravík á
Grænlandi og í Noregi. Hann hef-
ur verið í danska landhernum og
flotanum í 5 ár. Í rúm 2 ár var
hann í Síríus-eftirlitssveitinni á
Norðaustur-Grænlandi. Hann hef-
ur verið stöðvarstjóri í Meist-
aravík síðan í ágúst í fyrra en
lætur af störfum þar í ágúst.
Bjarki er trésmiður og jarð-
fræðingur. Hann vann á Sval-
barða í tvö ár og í haust ætlar
hann að hefja meistaranám í
jarðfræði við Háskóla Íslands.
Afkomandi Kaldalóns Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2008
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar
2008. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning tilkynnt í
tengslum við bæjarhátíðina ,,Í túninu heima” í ár.
Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða
samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið ,,Bæjarlistamaður
ársins 2008”.
Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjar-
félaginu koma til greina. Þá setur Menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir
einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni.
Eftirtaldir aðilar hafa hlotið sæmdarheitið Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar: Skólahljómsveit
Mosfellsbæjar (1995), Leikfélag Mosfellssveitar (1996), Inga Elín, myndlistarmaður (1997),
Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona (1998), Sigurður Þórólfsson, silfursmiður (1999),
Karlakórinn Stefnir (2000), hljómsveitin Sigur Rós (2001), Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanóleikari (2002), Steinunn Marteinsdóttir, myndlistarmaður (2003), Guðrún Tómasdóttir,
söngkona og Frank Ponzi, bóka- og myndlistarmaður (2004), Símon H. Ívarsson, gítarleikari
(2005), Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur (2006). Núverandi bæjarlistamaður er Ólöf
Oddgeirsdóttir, myndlistarmaður.
Ábendingar þurfa að hafa borist Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar í síðasta lagi 24. júlí 2008 og
skulu sendast á:
Menningarsvið,
Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Kjarna,
Þverholti 2,
270 Mosfellsbæ,
eða með tölvupósti á bth@mos.is
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
Sími 588-9900 ganga@itferdir.is
Aconcagua (Argentína)
4.-23. janúar 2009. Mjög krefjandi ferð.
Gengin svokölluð “Normal Route” á norðvestur hlið Aconcagua,
hæsta fjall heims utan Asíu. Hjördís Hilmarsdóttir, setur upp og stýrir.
Örfá sæti laus!
Grand Canyon
7. - 17. apríl 2009. Ævintýraferð fyrir göngufólk.
Ganga, sigling, skemmtun. Ævintýraferð sem sló í gegn í mars 2008.
Nokkur sæti laus!
Nánari upplýsingar á www.itferdir.is
, ,ímorgungjöf?