Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 29

Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 29
ir athöfnina fór brúðurin í bæinn með krakkana á fótboltamót en brúðguminn varð eftir, rak lestina með Bjarna „breiða“ Einarssyni, Tröðum í Staðarsveit, og sungu þeir digrum rómi: „Óbyggðirnar kalla!“ Reynir á knapana Það leggjast allir út af um leið og komið er í félagsheimilið í Ár- gili, nema tveir næturhrafnar sem spila fram á nótt. Í þessari ferð vakna menn svo ekki fyrr en undir hádegi. Og enginn er vakinn. Seinni daginn liggur leiðin yfir Haukadalsskarð. Þrír hestar fóru framarlega í forreiðinni daginn áð- ur og skiptu stóðinu, hlupu yfir á og að girðingu fyrir annað stóð. Það ætlaði aldrei að takast að skilja stóðin, því hestarnir hlupu bara í hringi. Og reyndi á knapana. Daginn eftir er hnakkur settur á merarnar tvær sem fremst fóru. „Nú rennur af þeim lýsið,“ segir ríkisstarfsmaðurinn. Blaðamaður eltir stóðið í öðrum trússbílanna. „Það er allt annað að ríða land en keyra það,“ segir lög- fræðingurinn við stýrið. Og bónd- inn er sammála því sem stendur á veginum með reiðtygin, hesturinn stokkinn. „Svona hrossi ríð ég ekki,“ segir hann önugur. „Það verður sent í sláturhúsið í haust.“ Þetta kallast að „taka prestinn“. Þannig var að í fyrri ferð reið hestur prestsins mitt í rekstr- arstóðið og skipti því, sem varð til þess að presturinn steig af baki í fússi, tók beisli og hnakk, og sagð- ist ekki ætla að „ríða þessu helvíti fetinu lengra“. Þó að tíminn sé ekki til í sveit- inni, menn elti ekki klukkuna, þá tekst að ná úrslitaleiknum. En tæpt skal það vera, þrjár mínútur búnar af leiknum þegar stigið er af baki í Hrútafirði. Hrossin smám saman að komast í betri æfingu. „En þá verða þau þreytt, þannig að þau eru eiginlega aldrei al- mennileg,“ segir Grafarbóndinn brosandi. Svo hreiðrar hann um sig í Staðarskála. Spánverjar voru að skora mark. pebl@mbl.is Hlátur Steinar Þór Sveinsson lengir lífið. Hvíld Margrét sleppir hestinum í lok dags í Hrútafirði. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 29 Tískan lætur ekki að sér hæða. Hún fer sífellt nýj-ar leiðir og mennirnir hlaupa móðir á eftir.Núna lítur út fyrir að stóru jepparnir fari halloka fyrir minni og sparneytnari bílum. Bílstjórar sitja spenntir í bílbeltum og þótt margir láti sig hafa það að aka einhentir á meðan gemsinn virðist gróinn í hina höndina, þá fer þeim samt fjölgandi sem nota handfrjálsan búnað. Í Bandaríkjunum hafa menn áhyggjur af eldsneyt- isverði og hættum sem stafa af farsímanotkun undir stýri. Þar hefur hins vegar nýr ógnvaldur skotið upp kollinum í umferðinni. Svo virðist sem margir kjósi að hafa litla, sæta kjölturakkann, og jafnvel þá hunda sem stærri eru, í fanginu á meðan þeir aka um. Í Suður-Kaliforníu, heimkynnum Parísar Hilton og annarra smáhundaeigenda, fer þessi vandi vaxandi. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sá ástæðu til að fordæma þetta sérstaklega í leiðara á dögunum. Skaðvaldar í umferðinni Tilefni leiðaraskrifanna var að lagafrumvarp var lagt fyrir þingið í Kaliforníu. Þar er lagt til að ólöglegt verði að aka með hunda í fanginu. Margir hafa gert grín að frumvarpinu og sagt það dæmi um for- sjárhyggju. Los Angeles Times er ekki á sama máli og bendir á að tilgangurinn með banni sé ekki að vernda hundana sjálfa og jafnvel ekki heldur eigendur þeirra. Aðal- tilgangurinn sé að koma í veg fyrir að hundaeigendur skapi stórhættu fyrir aðra í umferðinni. „Ef löggjafinn hélt að það skapaði hættu að tala í síma undir stýri – sem það gerir – þá er hættan ekki minni ef dýr skerðir útsýni ökumanns og kemur í veg fyrir að hann geti stýrt bílnum svo vel sé. Ökumenn, sem beindu athygli sinni að gæludýrunum sínum í bílnum áttu sök á fleiri en 100 slysum í umferðinni í Kaliforníu. En við þurfum enga tölfræði til að átta okkur á að eigendur teygja sig yfir, undir og í kringum gæludýrin til að ná taki á stýr- inu, þeir taka víðar beygjur og sjá ekki bíla eða fólk til vinstri af því að hundurinn slefar út um gluggann þeirra. Eða þá að snögghemlun veldur því að bílstjór- inn þarf annaðhvort að nota aðra höndina til að halda við dýrið, eða fá óttasleginn loðboltann í andlitið.“ Leiðarahöfundurinn bendir á ósköp gamaldags lausn: „Bílstjórar ættu að hafa báðar hendur á stýri og athyglina bundna við að aka varlega. Við ættum ekki að þurfa ný lög til að styrkja þessa gullnu reglu. En ef almenn skynsemi getur ekki ýtt hundunum úr bíl- stjórasætinu, gæti hótun um sektir gert það.“ Ekið í hundana Gæludýr Skyldi Paris Hilton fara út að aka með gælu- tíkina sína, hana Tinkerbell? Þeir sem hafa gaman af tísku og leiðist að vera alltafmeð sömu fylgihlutina geta nú sparað skildinginnmeð því að leigja í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Á netinu er fyrirtækið Bag Borrow or Steal með heimasíðu, www.bagborroworsteal.com, sem sérhæfir sig í að leigja út eða selja fylgihluti eftir heimsþekkta hönnuði. Á boðstólum eru meðal annars fylgihlutir hann- aðir af Jimmy Choo og Balenciaga, en einnig svokallaðar „vintage“-vörur. Heimasíðan er aðgengileg og auðvelt er að leita í gríðarlegu úrvali sem í boði er. Hægt er að leigja vörur úr öllum áttum, svo síðan höfðar til breiðs hóps kvenna. Hægt er að leita að vörum eftir tilefni, til dæmis því sem passar fyrir þá sem eru að fara út á lífið, á róm- antískt stefnumót, strandferð eða jafnvel passandi fylgi- hluti til að vera með í ræktinni. Einnig geta aðdáendur Sex and the City skoðað hvað þykir henta smekk vin- kvennanna fjögurra. Inni á síðunni má líka leigja fylgi- hluti sem þær stöllur skörtuðu í myndinni sjálfri. Ef ein- hver á erfitt með að velja býður heimasíðan þar að auki upp á ráðgjöf stílista, sé þess óskað. Leiguverð er misjafnt eftir vörum, en þó aðeins brot af því sem þessar gæðavörur kosta séu þær keyptar. Til dæmis er hægt að leigja rauða Fendi-tösku, eins og sést í myndinni Sex and the City. Leigan er rúmar tíu þúsund krónur á viku og tæplega þrjátíu þúsund á mánuði. Ein- hverjum gæti þótt þetta hátt leiguverð, en taskan kostar þó rúmar hundrað og tuttugu þúsund krónur, sé hún keypt úti í búð. Fyrir þá sem nota síðuna mikið gæti verið hagstætt að gerast félagi, en félagar fá tuttugu prósent afslátt af leiguverði. Þeir fá einnig forgang að nýjum vörum og annað slagið eru haldnar sérstakar útsölur fyrir þá. Að gerast félagi í einn mánuð kostar um átta hundruð krón- ur, en ársgjaldið er tæplega fimm þúsund krónur. Sá sem leigir vöru má hafa hana eins lengi og hann kýs og greiðir þá leigu eftir því. Einnig er í boði trygging fyr- ir þá sem óttast að geta ekki haldið vörunni í ágætu standi, en engum er þó skylt að kaupa þá tryggingu. Bag Borrow and Steal ábyrgist að vörur sem leigðar eru séu í fullkomnu standi og alveg eins og nýjar. Ef leigjandi á erfitt með að skilja við vöruna stendur til boða að kaupa hana. Fyrirtækið metur þá hversu gömul og vel farin varan er og hversu auðvelt verður að kaupa nýja til út- leigu. Bag Borrow and Steal hefur þó ekki fengið sérlega góða dóma fyrir þjónustu sína. Bandaríska dagblaðið LA-Times reyndi þjónustu þeirra og leigði Tom Ford sólgleraugu. Þegar gleraugun komu í hendur leigjanda var sjónin þó ekki fögur. Þrátt fyrir að fyrirtækið lofi að leigja fylgihlutina út í toppstandi, var gleraugnahulstrið þakið litlum hárum og meira að segja kexmylsnu. Eins og fyrr hefur komið fram er hægt að kaupa fylgi- hlutina og var kaupverðið á gleraugunum rúmar þrjátíu og sjö þúsund krónur. Kemur það verð á óvart, því eins gleraugu kosta ekki nema tæpar þrjátíu þúsund úti í búð í Bandaríkjunum. Hversu margir vilja borga nær tíu þúsund krónum meira fyrir notuð gleraugu og mylsnu? gudnyh@mbl.is Sparað með því að leigja Hátíska Nýjustu sólgleraugun frá hönnuðinum Tom Ford eru leigð á tæpar 4.200 krónur á viku. Útsalan hefst á morgun mánudaginn 7.júlí v/Laugalæk • sími 553 3755

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.