Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 35
UMRÆÐAN
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
ÆGISÍÐA- GLÆSILEG
EFRI SÉRHÆÐ
Glæsileg og mikið endurnýjuð
169 fm efri sérhæð með fernum
svölum auk 32,8 fm sérstæðs
bílskúrs við opna svæðið á Æg-
isíðunni. Eldhús með nýjum
sérsmíðuðum innréttingum,
stórar samliggjandi stofur, þrjú
herbergi og endurnýjað bað-
herbergi með vönduðum tækjum. Ris yfir íbúðinni nýtt sem
þvottaherbergi og geymsla auk sér geymslu í kjallara. Útsýnis
nýtur úr stofum og af svölum út á sjóinn að Reykjanesi og víðar.
Teikn. liggja fyrir að nýrri rishæð ofan á húsið. Verð 85,0 millj.
TJARNARGATA
Mjög fallegt og mikið uppruna-
legt 232,1 fm einbýlishús á
þessum fallega stað við
Reykjavíkurtjörn. Húsið sem er
kjallari, tvær hæðir og geymsl-
uris er í dag innréttað sem tvær
íbúðir. Eignin skiptist m.a. í
samliggjandi skiptanlegar stof-
ur með skála útaf og útgangi á
lóð, 4 herbergi, eldhús og baðherbergi auk þvottaherbergis og
sér 2ja herb. íbúðar í kjallara.
SÓLEYJARGATA
Virðulegt og glæsilegt einbýlis-
hús á þessum eftirsótta stað í
miðborginni. Eignin er 3 hæðir
og kjallari um 365 fm auk 24 fm
bílskúrs. Fjórar stórar stofur,
tvö eldhús og fjöldi herbergja.
Aukin lofthæð á aðalhæð um
2,75 metrar. Stórar svalir úr
stofum aðalhæðar, svalir út af
tveimur herbergjum 2. hæðar
og útgangur á þrennar svalir úr
stofum 3. hæðar. Lóðin er eign-
arlóð 826 fm að stærð.
GRENIMELUR -
EFRI SÉRHÆÐ OG RIS
Glæsileg 225 fm efri sérhæð og
ris auk 26,8 fm bílskúrs á þess-
um eftirsótta stað í vesturbæn-
um. Eignin hefur nánast öll ver-
ið endurnýjuð á sl. 3 árum m.a.
nýlegt gler og gluggar, nýlegar
raflagnir og tafla, gólfefni og
bæði baðherbergi og eldhús.
Stórar samliggjandi stofur,
vandað eldhús og 6 herbergi. Fallegur bogadreginn veggur með
miklum gluggum í stofum og útgangur á flísalagðar svalir til suð-
vesturs. Bílskúr allur endurnýjaður.Verð 85,0 millj
KIRKJUSANDUR - LÚXUSÍBÚÐ
Á EFSTU HÆÐ
Glæsileg 195 fm íbúð á efstu
hæð auk 37,2 fm geymslu og
vínkjallara og tveggja sér bíla-
stæða í bílakjallara. Íbúðin er
innréttuð á afar vandaðan og
smekklegan hátt. Glæsilegar,
rúmgóðar stofur, arinstofa og borðstofa, sjónvarpshol, vel útbú-
ið eldhús, 2 herbergi og baðherbergi auk gesta w.c. Tvennar flí-
salagðar svalir. Útsýni yfir borgina, sundin og víðar. Húsvörð-
ur.Eign sem vert er að skoða. Verðtilboð.
BIRKIMELUR - 3JA HERB.
M. AUKAHERB. Í RISI
Falleg og vel skipulögð 80 fm
íbúð á 3. hæð auk 8,9 fm íbúð-
arherbergis í risi og sér geym-
slu í kjallara. Öll herbergi eru
björt og rúmgóð og allir glugg-
ar í íbúð eru nýjir með sérstöku
hljóðheldu gleri. Nýjar svalir og
nýlega endurnýjaðar raflagnir. Hús í góðu ásigkomulagi að utan.
Göngufæri við Háskólann. Verð 27,3 millj.
FORSVARSMENN
365 hafa lengi haldið því
fram að umsvif RÚV á
auglýsingamarkaði séu
mikil og þar af leiðandi
óviðunandi fyrir þá.
Þetta er undarleg stað-
hæfing í ljósi þess að
365 miðlar eru með 50% markaðs-
hlutdeild á íslenskum auglýs-
ingamarkaði en RÚV aðeins með
12% eins og sjá má á skífuritinu að
neðan. Þetta þýðir að 365 er mark-
aðsráðandi aðili á auglýsingamark-
aðnum og því tæplega viðeigandi að
þeir kvarti undan samkeppninni,
hvað þá undan „litlum“ aðila eins og
RÚV. Fyrirferð 365 á auglýs-
ingamarkaðnum er sem slík miklu
stærra vandamál en vera RÚV á
sama markaði. Það ættu alþing-
ismenn að hafa í huga þegar kemur
að lagasetningu og öðru sem snýr að
stefnumörkun á íslenskum fjölmiðla-
markaði.
Sjónvarpið (RÚV) nýtur mikilla
vinsælda og er í viku hverri með
áhorfsmestu dagskrárliðina skv.
mælingum Capacent. Sjónvarpið er
til dæmis með 45-50% hlutdeild í
heildaráhorfi landsmanna en hlut-
deild þess í auglýsingatekjum á sjón-
varpsmarkaði er hins vegar aðeins
28%. Eðlilegt væri að hlutdeild Sjón-
varpsins í auglýsingatekjum end-
urspeglaði betur hlutdeild þess í
áhorfi. Sama gildir um útvarpsmark-
aðinn þar sem hlutdeild RÚV í aug-
lýsingatekjum er mun minni en hlut-
deild þess í hlustun. Í þessu ljósi eru
nýleg ummæli forstjóra 365 um að
RÚV sé að „ryksuga
auglýsingamarkaðinn“
vægast sagt sér-
kennileg.
Önnur staðhæfing
forsvarsmanna 365 er
sú að afnotagjöldin
skekki samkeppni-
stöðu á markaðnum.
Samt sem áður er það
svo að í
flestum ríkj-
um Evrópu
er afnota-
gjald við lýði
til að fjármagna ríkisfjöl-
miðla. Afnotagjöld RÚV
eru hins vegar svo lág að
tekjur 365 af sjónvarps-
rekstri eru hærri en sam-
anlagðar tekjur RÚV af
afnotagjöldum og auglýs-
ingum. Þó fer verulegur
hluti af afnotagjöldum
RÚV í útvarpsrekstur.
Þetta þýðir að fjárhags-
legur styrkur 365 á sjón-
varpsmarkaði er mun
meiri en styrkur Sjón-
varpsins (RÚV) svo að ekki liggur
vandamálið þar. Þrátt fyrir þetta
nýtur dagskrá Sjónvarpsins mestra
vinsælda í landinu sem væntanlega
stafar af því hvernig dagskrárféð er
nýtt á þeim bæ. Af þessu mætti 365
draga nokkurn lærdóm.
Hvað vakir þá fyrir forsvars-
mönnum 365? Það er augljóst að það
hefur lengi verið á stefnuskrá þeirra
að fá RÚV út af auglýsingamark-
aðnum svo þeir geti sjálfir sótt
stærri hlutdeild þangað. Samtök ís-
lenskra auglýsingastofa og Samtök
auglýsenda hafa margoft ályktað að
þau vilji að RÚV sé áfram á auglýs-
ingamarkaði enda blasir við einok-
unarstaða 365 á þeim markaði ef
RÚV hverfur af honum. Sú staða er
engum að skapi nema þá ef vera
skyldi forsvarsmönnum 365.
Hvað afnotagjöldin varðar gildir
það sama. Af þessu má ráða að for-
svarsmenn 365 stefna að því bæði
leynt og ljóst að fá ráðamenn þjóð-
arinnar til þess að kippa öllum fjár-
hagslegum stoðum undan RÚV.
Þetta er gert með því að láta í veðri
vaka að samkeppni 365 miðla við
RÚV sé ójöfn. Ekkert er fjær lagi.
Þegar grannt er skoðað er því helsti
vandi 365 miðla ekki erfiðar mark-
aðsaðstæður eða ósanngjörn sam-
keppni, heldur heimatilbúinn og upp-
blásinn hugarburður sem er notaður
í áróðursskyni til að klekkja á RÚV.
Fyrirferð 365 miðla á
íslenskum auglýsingamarkaði
Einokunarstaða
blasir við á auglýs-
ingamarkaði ef RÚV
hverfur af honum
segir Þorsteinn
Þorsteinsson
»Helmingur alls aug-
lýsingafjár í landinu
rennur til 365 miðla.
Tekjur 365 af sjónvarps-
rekstri eru hærri en
samsvarandi tekjur
RÚV.
Höfundur er markaðsstjóri RÚV.
Þorsteinn Þorsteinsson
HINN 26. júní und-
irrituðu fulltrúar Alcoa,
ríkisstjórnar Íslands og
Norðurþings framleng-
ingu á viljayfirlýsingu
um rannsóknir á hag-
kvæmni þess að reisa
álver á Bakka við
Húsavík. Meðal þess
sem aðilar viljayfirlýs-
ingarinnar munu vinna
að á tímabilinu má nefna að mati á
umhverfisáhrifum álvers verður lokið
og viðræðum við orkufyrirtæki verð-
ur haldið áfram. Reiknað er með að
álverið á Bakka nái fullum afköstum
árið 2015, verði niðurstaða athugana
jákvæð. Verkefninu miðar sem sagt
vel áfram og eru Húsvíkingar bjart-
sýnir á að framundan sé betri tíð með
álveri á Bakka. Þar vegur þungt
áhugi Alcoa á verkefninu, afstaða
heimamanna og góður stuðningur
stjórnvalda, ekki síst Össurar Skarp-
héðinssonar iðnaðarráðherra.
Bræður kenndir við Bakka
Vinstri-grænir hafa verið áberandi
undanfarið í greinarskrifum um ál-
verið á Bakka. Því miður hefur mál-
flutningur þeirra verið afar lágkúru-
legur svo ekki sé meira sagt. Í grein
sem Jón Bjarnason skrifar í Morg-
unblaðið sunnudaginn 29. júní líkir
hann Húsvíkingum við Bakkabræður
og leyfir sér að rangtúlka hugmyndir
samstarfsaðila um orkuöflun fyrir ál-
verið. Eins og alþjóð veit verður ork-
an tekin úr háhitasvæðum í næsta ná-
grenni við Bakka til hagsbóta fyrir
samfélagið og með virðingu fyrir um-
hverfinu. Það stendur
ekki til að virkja Skjálf-
andafljót eða aðrar jök-
ulsár fyrir álverið. Þetta
á Jón að vita, ef ekki
ætti hann að kynna sér
betur áform um orkuöfl-
un fyrir álverið. Honum
væri nær að tala við
okkur í stað þess að tala
um okkur. Reyndar
þarf það ekki að vera
svo bölvað að vera líkt
við Bakkabræður þar
sem það er ekki þeirra
stíll að deyja ráðalausir
frekar en okkar Húsvíkinga. En sá
hæðnistónn og þær rangfærslur sem
eru í skrifum Jóns eru ekki sæmandi
þingmanni landsbyggðarinnar sem
vill láta taka sig alvarlega. Það liggur
hins vegar ljóst fyrir nú að Vinstri-
grænir leggjast gegn áformum um
uppbygginu álvers við Húsavík og
vilja þar með leggja stein í götu
áframhaldandi búsetu á svæðinu.
Hins vegar má geta þess að Vinstri-
grænir voru aðilar að H-listanum á
Húsavík sem tók ákvörðun um að
skoða kosti þess að byggja álverið á
Bakka.
Viljum tryggja velferð
Í Norðurþingi hefur verið unnið
skipulega og markvisst í mörg ár að
undirbúningi nýsköpunar í atvinnulíf-
inu með áherslu á frumvinnslu áls á
Bakka, sem nýta mun orku úr iðrum
landshlutans. Auk þess hefur skipu-
lega verið lögð áhersla á aðra at-
vinnuskapandi starfsemi sem því
miður hefur þó engan veginn nægt til
þess að vega upp á móti fjölda starfa
sem tapast hefur af svæðinu við
brotthvarf stórra fyrirtækja og þá
hefur kvótakerfið komið illa við sveit-
arfélagið eins og mörg önnur sveit-
arfélög. Því miður er það svo að íbú-
um á fyrirhuguðu atvinnusvæði
álvers á Bakka hefur fækkað um
12,5% á síðasta áratug. Á sama tíma
fjölgaði íbúum landsins hins vegar
um 12%. Þetta er sláandi dæmi um
hve mikilvægt er að byggja álver á
Norðausturlandi sem mun tryggja
vöxt, velferð og stöðugleika í atvinnu-
málum til framtíðar. Enda er það svo
að íbúar á Norðausturlandi telja álver
við Bakka almennt mjög góðan kost
fyrir samfélagið því samkvæmt skoð-
anakönnunum telja yfir 80% íbúa að
bygging álvers myndi hafa jákvæð
áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á
Norðurlandi.
Þurfum kjölfestu
Með álverinu á Bakka verður til
kjölfesta fyrir byggð og mannlíf á
svæðinu með stóriðju sem að mestu
verður knúin vistvænni orku frá aft-
urkræfum gufuaflsvirkjunum. Það er
alveg ljóst að við lifum ekki á ljóðum
og lofti þrátt fyrir að loftið sé hvergi
betra en í Þingeyjarsýslum. Þess
vegna ekki síst þurfum við á öflugu
atvinnulífi að halda. Liður í því er ál-
ver á Bakka.
Framsækið samfélag
í Þingeyjarsýslum
Aðalsteinn Á.
Baldursson fjallar
um væntanlegt
álver á Bakka
Aðalsteinn Á.
Baldursson
» Vinstri-grænir leggj-
ast gegn áformum
um uppbyggingu álvers
við Húsavík og vilja þar
með leggja stein í götu
áframhaldandi búsetu á
svæðinu.
Höfundur er form. Verkalýðsfélags
Húsavíkur og nágrennis.