Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 37

Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 37 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Krókamýri - góð staðsetning Sérlega glæsilegt einnar hæðar einbýlishús með inn- byggðum bílskúr. Húsið sem sem er samtals 217,8 fm að stærð er allt mjög snyrtilegt með sérsmíðuðum innréttingum og skápum frá Grind- inni í Grindavík. Mjög góð staðsetning í botnlangagötu - veðursæld. V. 79,0 m. 7439 Reynimelur - einstök eign Stórglæsileg 165,7 fm efri sérhæð auk 24,9 fm bílskúrs, samtals 190,6 fm Þar að auki er óskráð rými í risi. Hæðin skiptist í forstofu, stórt hol, fjögur svefnherbergi, tvær samliggj- andi stofur, eldhús og baðherbergi. Í risi er sjónvarps- og leikherbergi og í kjallara eru geymslur og þvottahús. Íbúðin hefur nánast verið endurbyggð frá grunni á vandaðan og glæsilegan hátt á sl. tveimur árum. 7616 Hverafold - laust strax Glæsilegt rúmlega 260 fm einbýli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á sjávarlóð í neðstu húsaröðinni við Grafarvoginn. Suðurgarður. Mikil lofthæð er í húsinu og arinn á tveimur hæðum. Tvær glæsilegar verandir eru við suðurhlið eignarinnar. Heitur pottur. UPPLÝSINGAR VEITIR MAGNEA FASTEIGNASALI Í SÍMA 861-8511. Verð 79,9 m. Efstasund Mjög falleg og mikið standsett 128 fm ein- býlishús á tveimur hæðum. Auk þess til- heyrir 39,6 fm bílskúr. Samtals 167,6 fm Stór lóð með timburpalli. Húsið skiptist m.a. í stofu, rúmgott eldhús og fjögur herbergi. V. 47,9 m. 3616 Funalind - efsta hæð, tvennar svalir Mjög góð og vel skipulögð 4ra til 5 her- bergja íbúð á 4. hæð, góð lofthæð. Eignin er á tveimur hæðum. Íbúðin skiptist í for- stofu, þrjú svefnherbergi, tvær stofur, eld- hús og tvö baðherbergi, tvennar svalir eru á íbúðinni. 36,9 3592 Klapparstígur 35 - m/bílskýli Glæsileg 56 fm íbúð ásamt bílskýli í nýlegu hús. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, svefnher- bergi og baðherbergi. Vestur svalir. V. 21,9 m. 3611 Ennishvarf - glæsilegt ústýni Stórglæsilegt 316 fm einbýlishús á tveimur hæðum á stórri lóð við Ennishvarf. Glæsilegt útsýni er frá húsinu út á vatnið og til fjalla. Húsið er í Fúnkis-stíl og er staðsteypt. Húsið er á byggingarstigi, fullbúið að utan og sallað en rúmlega fokhelt að innan. Kominn er hiti á húsið en ekki búið að setja gólfhita á efri hæðina. Miklir möguleikar með innra skipu- lag, meðal annars er mögulegt að skipta húsinu í tvær íbúðir. V. 59,9 m. 7131 Eignir óskast FOSSVOGUR - EINBÝLI ÓSKAST Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega rúmgott einbýlishús í Fossvogi. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson fasteignasali. SELTJARNARNES - EINBÝLI ÓSKAST Höfum verið beðin að útvega 300-400 fm einbýlishús á Nesinu. Upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir í síma 861-8511. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG TIL SÖLU EÐA LEIGU: URÐARHVARF 2, KÓPAVOGI GLÆSILEGT NÝTT ATVINNUHÚSNÆÐI Í ALFARALEIÐ Húsið samanstendur af verslunar- húsnæði á jarðhæð ca. 1300 fm og áfastri sex hæða skrifstofu- byggingu samtals ca. 1675 fm. Lóðin er hornlóð við umferðargötu sem gefur auglýsingagildi því húsið stendur hátt og blasir við. Mjög stutt er út á Breiðholtsbraut og þaðan á Vesturlandsveg eða Reykjanesbraut. Nánari upplýsingar gefur Ægir Breiðfjörð á skrifstofutíma Almennings- samgöngur eru sjálf- sagður ferðamáti í nú- tímasamfélagi. Þegar Íslendingar tóku al- mennt að efnast, á síð- ari hluta 20. aldar, þótti sjálfsagt að það væri bíll á hverju heimili. Fyrst einn, síðan tveir og nú jafnvel þrír eða fleiri. Enginn var sérstaklega að velta fyrir sér um- hverfisáhrifunum eða kostnaðinum. Bílarnir urðu stöðutákn. Það fór úr tísku að taka strætó og þeim sem fóru leiðar sinnar hjólandi var veitt sérstök athygli. Ný samgöngustefna Í löndunum í kring- um okkur hefur hlut- deild almennings- samgangna ávallt verið umtalsverð og hin síðari ár miklu meiri en hér á höfuðborgarsvæðinu. Margt kemur þar vafalaust til, m.a. að víðast eru al- menningssamgöngur afar öflugar og ódýrar og þar að auki er hvarvetna rekin bílastæðastefna sem frekar let- ur til notkunar einkabílsins í þéttbýl- inu. Hér á Íslandi hefur þessu verið öfugt farið. Undanfarin misseri hefur þó mátt sjá breyttar áherslur, bæði í hinni almennu umræðu en einnig í að- gerðum stjórnvalda. Til að mynda hefur nú tekist ágætt samstaða í borgarstjórn Reykjavíkur um nýjar áherslur í samgöngumálum, en fyrsta samgöngustefna borgarinnar var mótuð og samþykkt undir lok síðasta kjör- tímabils (þá var Reykjavíkurlistinn enn í meirihluta). Þar var í fyrsta sinn kveðið á um jafnrétti samgöngu- máta, þ.e. að hjólandi og gangandi vegfar- endur, auk þeirra sem nota strætó, eigi sama rétt og þeir sem fara leiðar sinnar í einka- bílnum. Einnig var mörkuð sú stefna að draga út hlutdeild einkabílsins en auka að sama skapi aðra ferða- máta innan borg- armarkanna. Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn hafa nú tekið undir meginstefin í þessari samgöngu- stefnu. Minnkum mengun Nú um stundir er umræðan um loftslags- breytingar og losun gróðurhúsaáhrifa í algleymingi. Við það bætist nú gríðarlega hátt olíu- verð og fátt sem bendir til að það muni lækka svo nokkru nemi á kom- andi tíð. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að leita nýrra leiða í sam- göngum, en mengun frá þeim er helsta umhverfisógnin hér á höf- uðborgarsvæðinu. Hlutverk op- inberra aðila er ríkt í því sambandi og þeir eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það á ekki bara við um rík- ið, sveitarfélögin eru þar ekki undan- skilin. Öflugar og skilvirkar almenn- ingssamgöngur geta verið lykillinn að bættu umhverfi og eiga líka sinn þátt í sparnaði heimilanna. Þess vegna skýtur það óneitanlega skökku við að Strætó bs. skuli nú tilkynna um veru- lega skerta þjónustu yfir sumartím- ann. Er sú ráðstöfun útskýrð með því að farþegum fækki iðulega að sum- arlagi og að fjárhagslegan sparnað af skertri þjónustu megi nýta til að auka þjónustu að vetrarlagi. Nú er það vissulega svo að fólk þarf að fara í vinnu og komast al- mennt leiðar sinnar, jafnt sumar sem vetur. Þótt farþegum Strætó fækki eitthvað að sumarlagi, vegna skóla- leyfa, er síst ástæða til að draga úr ferðatíðni og knýja þannig margan góðan strætófarþegann til að velja einkabílinn frekar. Og þá er ekki víst að farþegarnir skili sér aftur til Strætó þegar haustar. Þetta heitir að pissa í skóinn sinn. Eflum strætó – aukum kaupmátt Strætó bs., sem er í eigu sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu, verð- ur að taka sér tak og stórbæta þjón- ustuna. Fjölga þarf leiðum þar sem helstu gloppurnar í kerfinu eru í dag, auka tíðni og hún má gjarnan vera mismunandi eftir leiðum en á aldrei að vera minni en 15-20 mínútur og helst 7-10 mínútur á annatímum. Einnig þarf að halda áfram nýbyrj- uðu átaki við að tryggja strætó for- gang í umferðinni. Svona aðgerðir munu vissulega kosta umtalsvert fjármagn fyrst í stað, en mun skila sér til lengri tíma litið. Farþegar, Strætó bs. og sveitarfélögin munu hagnast og sömu sögu er að segja um samfélagið í heild. Þess vegna verður að berjast áfram fyrir því að ríkið komi að fjármögnun almennings- samgangna í þéttbýli, rétt eins og það gerir gagnvart dreifbýlissam- göngum. Við megum engan tíma missa í þessu efni og nú er sannarlega lag. Nýtum það – notum strætó. Strætó á rangri leið Árni Þór Sigurðsson skrifar um skerta þjónustu strætó yfir sumartímann Árni Þór Sigurðsson » Öflugar og skilvirkar al- mennings- samgöngur geta verið lykillinn að bættu um- hverfi og eiga líka sinn þátt í sparnaði heim- ilanna. Höfundur er þingmaður VG. ÞAÐ er komið sumar, sól, hiti, sum- arfrí, náttúran byrjuð að blómstra, skartar síðan sínu fegursta. Ísland verður á stundum eins og heit eyja í suðurhöfum. Þá eiga allir að verða glaðir, kát- ir, virkir o.fl. jákvætt. En því miður er hængur þar á hjá margri manneskjunni, t.d. breytist þunglyndi ekki, kvíðinn ekki heldur. Vanmáttur er til fram- kvæmda, þá hefst næsta „pressa“. Margur skilur ekki þessar að- stæður fólks og segir t.d.: „Ertu ekki hress?“ Ætlarðu ekki í ferðalag? Sjáðu veðrið úti o.fl. í þessum dúr. Við þetta eykst spennan, sem magnar síðan upp kvíðann, vegna þess að þessi orð hafa þannig áhrif á þá sem hafa þunglyndi og kvíða allt árið um kring, að þeir upplifa enn meiri vanlíðan, margur hnút- urinn kemur í magann. Reynt er að bera sig vel við aðstæður þar sem eina hugsunin er að forða sér bara heim. Þá er vanlíðan orðin afar sterk því margur í umhverfinu sem þunglyndir þurfa að umgangast ætlast til þess að sjúkdómarnir hreinlega hverfi bara því að – jú það er komið sumar og sól. Vet- urinn er liðinn. Með vinsemd og trú um að sífellt bætist fleiri í hóp þeirra sem vilja skilja þessar aðstæður. HANNA RÚNA JÓHANNSDÓTTIR, Akureyri. Myrkur – birta Frá Hönnu Rúnu Jóhannsdóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.