Morgunblaðið - 06.07.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 41
✝
Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma,
HELGA SIGURLÍNA MAGNÚSDÓTTIR,
Faxabraut 13,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, mánudaginn
30. júní.
Helga verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju,
þriðjudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Elín Ólöf Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GÍSLI GUÐMUNDSSON,
Sléttuvegi 23,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 4. júlí.
Dagbjört Ólafsdóttir,
Svanbjörg Gísladóttir, Jón Hansson,
Ester Gísladóttir,
Viðar Gíslason, Kristín S. Svavarsdóttir,
Þórir Gíslason, Sigrún Hinriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANNES HALLDÓR BENJAMÍNSSON
frá Hallkelsstöðum,
Melabraut 34,
Seltjarnarnesi,
lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 1. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. júlí kl. 15.00.
Ása Jóhanna Sanko,
Elín Helga Jóhannesdóttir, Hallbjörn Ágústsson,
Axel Hallkell Jóhannesson, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Þórhildur Guðný Jóhannesdóttir, Guðmundur Pétursson,
Halldóra Jóhannesdóttir, Pétur Pétursson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SALLA SIGMARSDÓTTIR,
Víðivangi 1,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 17. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sævar Þór Carlsson, Dagmar Jóhanna Heiðdal,
Greta Carlsson,
Jóhanna Carlsson, Þórhallur Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝ Klara BertínaSímonsen
(Tryggvason) fædd-
ist í Reykjavík 10.
desember 1918. Hún
lést á hjúkrunar-
deild Hrafnistu í
Reykjavík 9. júní síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru John Martin
Símonsen, bifreiða-
stjóri í Reykjavík, f. í
Noregi 25.7. 1889 og
Þórunn Vilhjálms-
dóttir frá Húnakoti í
Þykkvabæ, f. 19.5. 1892. John og
Þórunn slitu samvistir. Systkini
Klöru voru Ottó Wilhelm Sím-
onsen, f. 19.9. 1916, d. 22.8. 1979 og
Guðrún Magnea Símonsen, f. 2.12.
1920, d. 13.1. 2000. Hálfsystir
Klöru, sammæðra, er Jenný Jak-
obsdóttir, f. 17.11. 1935.
Fjölskylda Klöru fluttist til Berg-
en í Noregi þegar hún var á þriðja
ári. Tveimur árum síðar slitu for-
eldrar hennar samvistir og fluttist
Þórunn þá heim til Íslands ásamt
börnum sínum. Klara ólst upp í
Reykjavík og í uppvextinum sótti
hún skóla Ingimars Jónssonar. Að
grunnskólanámi loknu hélt hún út
á vinnumarkaðinn og
fékkst við ýmis störf,
m.a. á saumastofu.
Hinn 13. október
1938 gekk Klara að
eiga Jóhann
Tryggvason, f. 20.1.
1916, d. 26. 12. 1997,
tónlistarkennara frá
Ytra-Hvarfi; for-
eldrar hans voru
Guðrún Soffía
Stefánsdóttir og
Tryggvi Jóhannsson.
Klara og Jóhann
stofnuðu heimili í
Reykjavík en fluttust árið 1945 til
Lundúna, þar sem Jóhann nam
hljómsveitarstjórn og starfaði við
tónlist. Börn Klöru og Jóhanns eru:
Þórunn Soffía, f. 1939; Tryggvi, f.
1942; Sólveig, f. 1944; Stefán, f.
1947; Sigrún, f. 1952; Kolbrún, f.
1955. Afkomendur Klöru eru nú
orðnir 55, því auk barnanna 6 eru
barnabörn þeirra 26 og lang-
ömmubörn 23.
Að eiginmanni sínum látnum
fluttist Klara aftur til Íslands til
Sigrúnar dóttur sinnar, en síðustu
æviárin bjó hún á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Klöru fór fram 2. júlí.
Það er með söknuð í hjarta og
kæru þakklæti sem við kveðjum
ömmu okkar, Klöru Tryggvason, en
nú hefur viðburðarík ævi hennar
runnið sitt skeið. Hún tók það hugaða
skref að flytjast með afa okkar, Jó-
hanni Tryggvasyni, til London í
stríðslok til þess að afi gæti hlotið
framhaldsmenntun í tónlist. Það var
einmitt tónlistin sem leiddi þau sam-
an, því þau kynntust þegar amma
söng í kór sem afi stjórnaði. Fjöl-
skyldan ílentist í London en þræðir
örlaganna leiddu móður okkar, Sig-
rúnu, aftur til Íslands þar sem hún
hóf búskap með föður okkar, Einari
Arnalds. Við systurnar nutum því
ekki þeirra forréttinda að alast upp
með ömmu og afa, en stuttar heim-
sóknir, bréfaskriftir og símtöl voru
okkur afar dýrmæt. Að vissu leyti
varpaði fjarlægðin á þau ákveðnum
ævintýraljóma og þrátt fyrir langar
vegalengdir, lengri í þá daga, voru
amma og afi í London alltaf mikilvæg
í okkar lífi.
Minningar okkar af heimili þeirra
tengjast líflegum umræðum um lífið
og listina, kveðskap, söng og hljóð-
færaslætti, en fyrst og fremst geisl-
andi lífsgleði, húmor og hlýju sem
einkenndi þau bæði. Þau hjónin voru
mjög samrýmd og eftir fráfall afa
fannst ömmu erfitt að aðlagast lífinu
án hans og heilsu hennar hrakaði ört.
Hún ákvað þá að flytjast heim til Ís-
lands eftir ríflega hálfrar aldar bú-
setu á Englandi og setjast að á heimili
foreldra okkar í Reykjavík.
Amma náði smám saman heilsunni
aftur og gat því notið vel síðustu ævi-
áranna hér heima á Íslandi. Hún tók
þátt í félagsstarfi eldri borgara í
Múlabæ og eignaðist þar marga góða
vini og kunningja. Hún fluttist síðar á
Hrafnistu í Reykjavík og var virkur
þátttakandi í margvíslegu félagsstarfi
þar, meðal annars í kórnum.
Amma var alltaf mikill fagurkeri og
smekkkona og vildi njóta alls hins
góða sem lífið hefur upp á að bjóða.
Viðmót hennar og öll framkoma ein-
kenndist af lífsgleði og hlýju og nær-
vera hennar hafði uppörvandi áhrif á
starfsmenn sem heimilisfólk, eins og
alla samferðarmenn hennar, enda
naut hún kærleiksríkra samskipta og
einstakrar umhyggjusemi og vináttu
þeirra sem önnuðust hana og það var
henni dýrmætt. Þó afkomendurnir
byggju víðsvegar um heiminn hélt
hún alltaf góðu sambandi við þá og
fylgdist af umhyggju og áhuga með
lífi og starfi hvers og eins. Lengst af
sendi hún öllum börnum sínum og
barnabörnum afmæliskort sem hún
skrifaði með sinni fallegu rithönd.
Við þökkum ömmu samfylgdina og
öll lögin sem hún kenndi okkur að
syngja. Minning hennar lifir í hjört-
um okkar.
Dagný, Ólöf og Klara Arnalds.
Klöru Tryggvason þekkti ég aðeins
af afspurn þar til við tengdumst fjöl-
skylduböndum við giftingu Sigrúnar
dóttur hennar og Einars sonar míns.
Þau Klara og Jóhann, maður hennar,
komu nokkrum sinnum til Íslands um
þær mundir, enda bjuggu þá tvær
dætur þeirra aðrar hér á landi. Sig-
rún og Einar heimsóttu þau líka á
Englandi og sonardætur mínar sögðu
við heimkomuna sögur af fjörugum
koddaslag við „ömmu í London“ og
söng og glensi með þeim Jóhanni.
Eftir lát Jóhanns 1997 hrakaði
heilsu Klöru og það varð úr að hún
flutti alkomin heim til Íslands eftir
meira en hálfrar aldar búsetu erlend-
is. Hún dvaldi í fyrstu á heimili Sig-
rúnar og Einars í Bugðulæk 6 og
kynntist ég henni þá nánar. Klara var
glæsileg og glaðsinna kona og ungir
sem aldnir löðuðust að henni. Þau
Einar áttu það til að gantast dálítið og
mátti þá ekki á milli sjá hvort þeirra
var orðheppnara. Húmorinn var
henni mikill styrkur í lífinu og hjálp-
aði henni m.a. í glímunni við þrálát og
erfið veikindi síðustu árin. Klara
dvaldist um skeið í dagvist í Múlabæ
og eignaðist hún þar góða vini og við
„stelpurnar“, vinkonur mínar, nutum
samvista við hana meðan hún treysti
sér til að taka þátt í ýmiss konar
dægrastyttingu með okkur og sækja
tónleika. Hún var afar söngvin og
unni tónlist og ljóðlist og gat raunar
þulið heilu ljóðabálkana eftir minni.
Gott var því að leita til hennar til að
rifja upp texta við gömul lög sem við
höfðum lært í æsku.
Eftir að Klara flutti á dvalarheimili
Hrafnistu í Reykjavík tók hún mikinn
þátt í félagslífinu þar og átti vinsæld-
um að fagna meðal vistmanna og
starfsfólks. Betri talsmann hefði
Hrafnista ekki getað kosið sér, svo
mikils mat hún alla aðhlynningu þar.
Sigrún, elskuleg tengdadóttir mín,
varð aðalstoð og stytta móður sinnar
síðustu árin, en hún er nú sú eina af
börnum Klöru sem búsett er hér á
landi. Klara átti sex börn sem öll voru
henni jafnkær og hinum systkinunum
tókst að halda góðu sambandi við
móður sína þessi síðustu ár hennar,
oftast fyrir tilstuðlan pósts og síma
þar eð þau eru búsett víðs vegar um
heiminn. Klara kunni góð skil á öllum
barnabörnum sínum og sífjölgandi
barnabarnabörnum, enda var minni
hennar óbrigðult allt til síðustu
stundar. Klara Tryggvason skilur eft-
ir góðar minningar hjá öllum sem
kynntust henni. Aðstandendum
hennar votta ég einlæga samúð.
Ásdís Arnalds.
Klara Tryggvason
Við viljum minnast
vinar okkar Kristjáns
sem hefur reynst okkur svo vel. Við
kynntumst Kristjáni þegar við vor-
um starfsstúlkur í eldri borgara hóp
á Vestmannsvatni. Kristján var ein-
stakur maður, ótrúlega duglegur og
ómissandi í sínum hóp á Vestmanns-
vatni. Þó að aldursmunurinn hafi
verið um 65 ár þá leið okkur ekki
þannig þegar við töluðum við hann.
Þarna eignuðumst við góðan vin
sem að við eigum eftir að sakna mik-
ið. Honum fannst hann oft vera byrði
Kristján Tryggvason
✝ KristjánTryggvason
fæddist á Meyjar-
hóli á Svalbarðs-
strönd 24. apríl
1920. Hann lést á
gjörgæsludeild
sjúkrahússins á
Akureyri 28. maí
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Akureyrarkirkju 5.
júní.
á okkur þegar við vor-
um að stússast í kring-
um hann á Vest-
mannsvatni, en það
var sko ekki þannig,
það var alltaf aðalstuð-
ið í kringum Kristján,
enda sóttum við líka
mikið í því að vera í
kringum hann. Alltaf
hugsaði hann til okkar
og þegar við eignuð-
umst börnin okkar
fengum við báðar
vöggur sem hann
gerði handa okkur.
Það var okkur mikils virði að kynn-
ast svo frábærum manni og er hann
okkur fyrirmynd því hann lét ekkert
stoppa sig.
Elsku Kristján, hefðum við vilja
eyða meiri tíma með þér. Þú verður
alltaf ofarlega í hugum okkar. Það er
sárt að kveðja góðan vin.
Með virðingu og söknuði, þínar
vinkonur,
Rebekka Ásgeirsdóttir og
Sigrún Gyða Matthíasdóttir.
varst alltaf í góðu skapi og sagðir
aldrei neitt slæmt um nokkurn
mann. Þótt ég hafi verið nokkuð
mikið hjá þér þegar ég var krakki
man ég ekki eftir því að þú hafir í
eitt skipti hastað á mig, hvað þá
skammað mig. Þú varst alveg sér-
stök.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
alla umhyggjuna og hlýjuna. Minn-
ingin um yndislega ömmu mína lifir
í mínu hjarta. Guð geymi þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hulda.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar