Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 43

Morgunblaðið - 06.07.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 43 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og stjúpfaðir, HILMAR JÓHANNESSON rafeindavirkjameistari, Brekkugötu 19, Ólafsfirði, sem lést þriðjudaginn 24. júní á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. júlí kl. 14.00. Hrafnhildur Grímsdóttir, Jóhann G. Hilmarsson, Anne Irmeli Turunen, Haukur Hilmarsson og fjölskyldur. ✝ Útför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, HÖNNU ANDREU ÞÓRÐARDÓTTUR, áður til heimilis á Kleppsvegi 46, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júlí og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Þórður G. Sigurjónsson, Berglind Oddgeirsdóttir, Guðlaugur Reynir Jóhannsson, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Hörður Kristinsson, Hanna G. Sigurðardóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ÞÓR BJÖRNSSON fv. útgerðarmaður, Árskógum 8, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 28. júní. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. júlí kl. 15.00. Magnús Þór Hilmarsson, Björn Ingþór Hilmarsson, Birna Katrín Ragnarsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Þórunn Arinbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR L. Þ. GUÐMUNDSSON húsgagnasmíðameistari, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítala þriðjudaginn 24. júní. Útför hans verður frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 9. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Þórðardóttir, Gunnar Helgi Guðmundsson, Ragnheiður Narfadóttir, Björn Guðmundsson, Margrét Héðinsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Fjóla Ósland Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Úrsúla Páls-dóttir (skírð Anne Ursula Thieme) fæddist 17. mars 1928. Hún lést 18. júní síðastlið- inn.Faðir hennar var Paul Thieme f. 17.3. 1897, d. 26.4. 1974. Móðir hennar var Emma Thieme f. 3.1. 1901, d. 8.8. 1975. Systkini Úr- súlu eru Hans Thie- mel f. 15.5. 1925 d. 23.4. 1991 og Christa Stephan 6.2. 1927. Einkasonur Úrsúlu er Jón Páll Rink f. 13.2. 1967, maki Elín Helga Gunnarsdóttir. Dóttir þeirra Isa- bella Rink. Börn úr fyrra sambandi eru Sif Rink, Eva Rink og Agnar Rink. Móðir þeirra er Júlía Yngva- dóttir. Sonur Agnars er Daníel Be- rent Rink. Úrsúla Pálsdóttir var fædd í húsi ömmu sinnar og afa í föðurætt fædd í smáþorpinu Zottevitz sem er milli Meisen og Dresden í Þýska- landi. Fluttist fjölskyldan seinna til Weinbhöla sem er ekki langt það- an. Bjó hún þar með systkinum sín- um Hans og Christu og foreldum skyldunni strax tryggðarböndum þegar hún kom til að aðstoðar á heimili dóttur Jóns Þorleifssonar, Kolbrúnar og Gísla Halldórssonar sem bjuggu við Rauðalæk á þeim tíma, og fella þau hugi saman, Jón og Úrsúla, eftir góð kynni. Úrsúla og Jón voru síðan gefin saman af bróður hans, Sr. Páli Þor- leifssyni í Skinnastaðakirkju í Öx- arfirði árið 1959. Bjuggu þau síðar í húsi Jóns, Blátúni við Kapla- skjólsveg þar til Jón lést árið 1961. Eftir lát Jóns tóku við ár með barnabörnum hans og eru þau hennar nánasta fjölskylda á Ís- landi. Hinn 13. febrúar 1967 eign- ast Úrsúla Jón Pál með þýskum manni sem hún kynntist á ferð hans frá þýskalandi til Bandaríkj- anna. Starfaði hann í bandaríska hernum og hafði flúið Þýskaland eins og Úrsúla nema að hann fór til frænda síns í Bandaríkjunum. Þeirra samband var aldrei neitt. Á þessum tíma vann Úrsúla hjá flest öllum sendiráðum í Reykjavík við ýmis þjónustu störf, sá hún meðal annars um norska sendi- herrabústaðinn til fjölda ára þar sem hún eignaðist góða vini og hitti marga tigna gesti. Heimili Úr- súlu í Sörlaskjólinu þangað sem hún flutti að Jóni látnum stóð fjöl- skyldunni ávallt opið og var gest- ristni hennar lofuð. Útför Úrsúlu hefur farið fram. Paul og Emmu í gegnum seinni heims- styrjöldina þar til hún flúði Austur- Þýskaland um tvítug að aldri. Eftir miklar hremmingar komst hún vestur til Lubeck þar sem hún vann um tíma. Þar sá hún aug- lýsingu þar sem aug- lýst var eftir ungum stúlkum (flóttamönn- um) til að vinna á sveitabæjum á ís- landi. Úrsúla kom til Íslands haustið 1949 með fyrsta skipinu sem flutti þýskar stúlkur í leit að vinnu til landsins. Henni var úthlutað vinnu á Grund í Skorradal með 3ja ára samning. Þar var tekið vel á móti henni og lét hún vel af dvölinni þar. Fluttist Úrsúla síðan til Reykjavíkur og vann ýmis störf næstu árin, var hún til aðstoðar á heimili Jóns Kaldals ljósmyndara í nokkur ár og þar á eftir hjá Jóni Stefánssyni, listmálara og frú Ernu, bæði á Íslandi og í Kaup- mannahöfn. Jóni Þorleifssyni listmálara í Blátúni kynnist Úrsúla í gegnum Jón Stefánsson, og tengdist fjöl- Mig langar til að minnast konu, hennar Úrsúlu sem giftist föðurafa mínum Jóni ung að árum. Aldurs- munurinn á þeim tveimur var mikill og hann dó fljótt frá henni. Einn af mannlegum breyskleikum er sá að gagnrýna fólk eða fordæma. Úrsúla fór ekki varhluta af þeim breyskleik- um. Fyrsta minningin mín um hana er frá Blátúni sem stóð við Kapla- skjólsveg þar sem afi minn og hún bjuggu. Ljóslifandi minning þar sem hún skvetti vatni úr könnu þusandi á þýsku yfir villikött sem var að abbast upp á heimilisköttinn. Ég var dauð- hrædd við þessa geggjuðu konu og sú hræðsla hélst í einhver ár en sú geggjaða hafði betur. Ég þekkti Úrsúlu kannski ekki mikið í raun en ætti ég að lýsa henni með fáum orðum myndi ég nota orðin hreinskilin og trygg. Þannig þekkti ég hana allavega. Hún sýndi mér, börnum mínum og systkinum mikla tryggð og hringdi alltaf í mig á af- mælisdegi móður minnar heitinnar en það þótti mér alltaf mjög vænt um. Bergur sonur minn höfðaði alltaf mikið til hennar og á hún sérstakt sæti í hans hjarta. Sem barn vorkenndi ég henni alltaf en líklega af því að ég sá hana sem mikinn einstæðing með svolítið hrjúft yfirborð til að byrja með en stórt hjarta. Líklega var hún samt hetja í ókunnu landi. Eitt veit ég þó að hún hefur reynst mörgum úr fjölskyldu mannsins síns betur en margur blóðskyldur ein- staklingurinn hefur gert í hennar stöðu. Úrsúla ræktaði mig betur en ég hana og á ég henni það að þakka. Við áttum aðallega góð símasamtöl sam- an en þau skiptu máli. Hún fram- kvæmdi og það einfaldlega segir alla söguna. Úrsúla saknaði móður minnar mik- ið þegar hún dó og langar mig því að kveðja hana með ferðabæninni góðu sem móðir mín kenndi mörgum, Ó, drottinn virstu að mér gá, ó, drottinn leið mig til og frá, ó, drottinn gakktu á undan mér, ó, drottinn mig á höndum ber, ó, drottinn skil þú ei við mig, einkaförunaut kýs ég þig. Tími Úrsúlu er nú liðinn eða ef til vill kominn, Bestu kveðjur til allra hennar. Rakel Ólöf Bergsdóttir. Elsku besta Úrsúla mín, þá er komið að því að þú hefur yfirgefið þessa jörð á vit nýrra ævintýra og vil ég þakka þér fyrir allar þær frábæru stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin, það er mjög skrítið að hugsa til þess að þú sért farin því allt mitt líf hef ég getað gengið að þér vísri á heimili þínu í Sörlaskjólinu þar sem ég var skírður og þar sem ég hef í gegnum árin átt alveg óteljandi stundir með þér. Mest þykir mér miður að Rakel María dóttir mín fái ekki að kynnast þér betur, en ég geymi nokkra frasa frá þér sem ég mun kenna henni þeg- ar hún verður eldri, eins og þess að í hvert skipti sem þú sást beljur á túni þá sagðir þú alltaf: „Sjáðu allar mínar kusur“ og enn þann dag í dag þegar ég sé beljur á túni þá kemur þessi setning alltaf upp í huga mér „Sjáðu allar mínar kusur“. Mér er mjög svo minnisstætt þeg- ar ég fékk að fara í heimsókn til þín til Reykjavíkur og dvelja hjá þér á sumrin sem barn, hvað þú nenntir að flækjast um með mér, við fórum á bíó á hverjum einasta degi, við rúntuðum um bæinn í strætó, fórum í leikfanga- verslanir, síðan fékk ég að fara með þér í vinnuna í Domus þar sem ég hjálpaði til og fékk kökur og gos að launum. Eins man ég eftir því þegar ég var 11 ára og vildi fá gat í eyrað, eins og var í tísku á þeim tíma að það var ekkert mál, við tvö fórum í 1001 nótt og létum setja lokk í eyrað á mér mömmu til mikillar gleði. Já, við tvö höfum alltaf náð mjög vel saman og ég kveð þig með miklum söknuði, en við sjáumst aftur síðar. Þinn, Grímkell Pétur Sigurþórsson. Úrsúla Pálsdóttir Í dag kveð ég fyrr- verandi tengdaföður minn, Ingólf Ólafsson, sem lést 3. júní síðast- liðinn, þreyttur en sátt- ur við Guð og menn. Ég tel mig nú ekki vera færa um að lýsa uppvaxt- arárum hans og því læt ég aðra um það. En mín kynni af Ingólfi voru góð og ég met þau mikils. Hann var ríkur maður og þá ekki endilega að auð- æfum, heldur átti hann stóra og góða fjölskyldu og heilsu langt fram eftir aldri. Hann átti góða konu til meira en 50 ára og voru þau alltaf jafn ham- ingjusöm. Þar sem annað þeirra var, var ekki langt í hitt. Ingólfur og Bubba eignuðust saman fimm börn auk þess sem Bubba átti dóttur fyrir svo hópurinn var stór og stækkar enn. Ég veit í hjarta mínu að þar sem hann Ingólfur er nú niðurkominn er hann sáttur við allt, laus við veikindin og örugglega farinn að raula Undir bláhimni af sinni einskæru snilld enda átti hann það lag alveg skuldlaust. Í fjölskyldu þeirra voru öll börnin jöfn og aldrei var neitt þeirra tekið fram yfir annað, allir voru jafnir hjá þeim hjónum og eins þegar ég kom með mína tvo drengi inn í fjölskylduna var ekkert eðlilegra og þeim tekið eins og öðrum barnabörnum og lýsir það per- sónuleika bæði Ingólfs og hennar Bubbu. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra og kveð þig, Ingólfur minn, með þakklæti frá mér og mínum og læt þessa bæn fylgja með. Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu himinsins helgu borgar. En ég hef lofað þér aðstoð og styrk og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Þér elsku Bubba, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- Ingólfur Ólafsson ✝ Ingólfur Ólafs-son fæddist í Botni í Súgandafirði 14. mars 1926. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 3. júní síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Akur- eyrarkirkju 24. júní. barnabörnum ásamt öðrum aðstandendum, vottum við okkar dýpstu samúð og biðj- um guð að hjálpa ykk- ur öllum um ókomin ár. Guðrún Sigurðar- dóttir og börn. Undir bláhimni blíðs- umars nætur, barstu í arma mér rós- fagra mey… voru laglínur sem hljómuðu í huga mér þegar ég frétti að þú hefði kvatt þenn- an heim, elsku afi. Þegar ég kvaddi þig síðast og sagði „sjáumst þegar ég kem heim“ sagðir þú „við gerum það“ og sendir mér eitt af þínum undur- fögru brosum sem ylja mér um hjartarætur í dag.Þó það sé sárt að kveðja þá kalla allar minningarnar um þig fram gleði og hlýju. Þú varst með glettinn húmor, frábær söng- maður og skaust inn ljóðum eftir þig eða aðra við hvert tækifæri. Þú veittir bæði góðan og gefandi félagsskap, alltaf jákvæður og áttir alltaf til bros handa þeim sem vildu þiggja. Þú varst myndarlegur og heilsuhraustur maður. Alltaf teinréttur, barst höfuð- ið hátt og lífsgleðin skein af þér öllum stundum. Kringlumýri, gróðurhús, gosbrunnur, Ólafsfjörður, söngur og ljóð eru orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Ég kom ósjaldan í Kringló eins og við kölluð- um götuna enda stutt að fara yfir klappirnar. Þar fékk ég að leika mér að afgöngum á saumastofunni í kjall- aranum sem var mjög spennandi. Það var líka mikið leikið í vel snyrtum garði og inni í gróðurhúsi í blómailm- inum. Þegar ég fékk að gista vaknaði ég iðulega þegar þú byrjaðir morg- unleikfimina en hana gerðir þú á hverjum morgni. Svo reyndirðu að kenna mér hina einu réttu aðferð við uppvask en ég var sennilega of ung þá til að leggja aðferðina á minnið.Sem barn sagði ég stundum Bubb-amma og Bubb-afi og var þá að rugla með nöfnin. Hinsvegar talaði maður aldrei um ykkur ömmu nema að nefna ykk- ur bæði, enda vikuð þið aldrei hvort frá öðru. Ég á ótal margar minningar sem ég ætla að geyma vel en gleðin er ríkjandi í þeim öllum. Ef ég ætti að setja saman ljóð fyrir þig yrði ekki komist hjá því að nota orðin gaman saman. Þú ert horfinn mér um stund en minningarnar ljúfar lofa góðan endurfund. Þú brostir við brosi sólar – það bros kom frá göfugu hjarta – svo sagði þú: „en sá ylur ég elska sólskinið bjarta“. Þú elskaðir allt hið góða og það allt sem blessun veitir og hjartanna harma stillir og hatri í kærleik breytir. Við þökkum þér alla ástúð á umliðnum tímans safni Við kveðjum með klökkum huga og kveðjum í drottins nafni. (Helga Halldórsdóttir.) Elsku afi. Þú sagðir stundum í gríni þegar þú varst að kveðja: Guð veri með þér því ég má ekki vera að því. Ég ætla að kveðja þig með þessum orðum því ég veit að baki þessum orð- um lá ástkær kveðja. Dagný Linda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.