Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er sunnudagur 6. júlí, 188. dagur
ársins 2008
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum
misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar
himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)
Víkverji er ekki fundaglaðurmaður. Hann mætir helst ekki
á fundi því þeir taka tíma frá
vinnu. Víkverji hefur komið víða
við á starfsferli sínum og á sumum
þeirra vinnustaða sem hann hefur
haft viðkomu á má með sanni tala
um fundafár. Þar er enginn maður
með mönnum nema hann mæti á
fundi þrisvar á dag, og þar af þarf
einn fundurinn að vera að minnsta
kosti klukkutíma langur svo fund-
armenn finni virkilega til mikil-
vægis síns.
x x x
Svo gerðist það eitt árið að Vík-verji fylltist óöryggi. Honum
fannst eins og hann væri útundan
á vinnustaðnum og ákvað að byrja
að mæta á fundi. Víkverji minnist
þess tíma enn með hryllingi. Eftir
hálftíma sótti á hann syfja og eftir
þrjú korter var hann búinn að
gleyma öllu sem sagt hafði verið.
Hann fór því af fundinum verr
upplýstur en hann hafði verið fyrir
fundinn.
Eftir þriggja vikna reglubundna
vinnufundi var skapandi hugsun
Víkverja á hröðum flótta úr heila-
búinu. Víkverji var líka orðinn geð-
vondur og fannst ekkert gaman í
vinnunni. Hann hætti stuttu síðar.
x x x
Víkverji lifir glaður í þeirri trúað meirihluti þeirra funda
sem haldnir eru séu tímasóun. Vík-
verji er ansi ánægður með sjálfan
sig og litla þörf sína fyrir að sanna
eigið mikilvægi á fundum. Reyndar
taka fæstir eftir Víkverja á vinnu-
stað hans og á veikleikastundum
hvarflar að honum hvort hann eigi
að bregða sér á fund til að láta
samstarfsmenn taka eftir sér.
Hann guggnar þó á þeirri hug-
mynd vegna vondrar fortíð-
arreynslu. Hann kærir sig ekki um
að lokast inni í klukkutíma, tapa
andagift og verða óvinnufær það
sem eftir lifir dags. Hann einbeitir
sér því að vinnu sinni – ófundafær
– úti í horni.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Keflavík Guðnýju Ósk
Garðarsdóttur og Ólafi Ró-
berti Rafnssyni fæddist
dóttir 24. júní kl. 19.13. Hún
vó 3.370 g og var 52 cm
löng.
Reykjavík Ólafur Ingi Berg-
mann fæddist 25. maí. Hann
vó 3.440 g og var 52 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru
Sveinn Bergmann Rúnarsson
og Halldóra Ólafsdóttir.
Reykjavík Júlía Mist fæddist
2. maí kl. 22.06. Hún vó 4.235
g, 17 merkur, og var 54 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Andri Viðar Sveinsson og
Karen Gylfadóttir.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 húfu, 8 messu-
klæði, 9 tekur, 10 starf,
11 magran, 13 endur-
skrift,15 él, 18 bjargbú-
ar, 21 hrós, 22 hugleys-
ingi, 23 mannsnafns, 24
gráti nær.
Lóðrétt | 2 drykk-
felldur, 3 reyfið, 4 snjóa,
5 fær af sér, 6 óblíður, 7
þurrð, 12 illdeila,14 ill-
menni, 15 hrím, 16 logi,
17 kátt, 18 dögg, 19 hóp,
20 gangsetja.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skrök, 4 fegin, 7 ríkur, 8 Regin, 9 tún, 11 port,
13 bana, 14 eyddi,15 þjöl, 17 káta, 20 hné, 22 negul, 23
tregt, 24 illur, 25 riðla.
Lóðrétt: 1 skróp, 2 rýkur, 3 kort, 4 forn, 5 gegna, 6
nenna, 10 úldin, 12 tel, 13 bik,15 þandi, 16 öngul, 18
áreið, 19 aftra, 20 hlýr, 21 étur.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Bb4
5. Rge2 dxe4 6. a3 Be7 7. Bxf6 gxf6 8.
Rxe4 b6 9. g3 Bb7 10. Bg2 c6 11. c4
Rd7 12. O–O O–O 13. R4c3 Dc7 14. d5
Re5 15. Rd4 Had8 16. Dh5 f5 17. Had1
cxd5 18. cxd5 Bf6 19. Hfe1 a6 20. h3
Rc4 21. Re4 Bg7 22. Rg5 h6 23. dxe6
hxg5 24. e7 Bxg2 25. Dxg5 Hxd4 26.
Hxd4 He8 27. Kxg2 Re5 28. Hxe5 Dxe5
29. Hd8 Db5 30. Kg1 Kh7 31. Dh5+
Kg8 32. Dg5 Kh7 33. b4 a5 34. g4 axb4
35. Dh5+ Kg8 36. Dxf5 Dc6 37. axb4
Dc1+ 38. Kg2 Dc6+ 39. Df3 Da4
Staðan kom upp á argentínska
meistaramótinu sem lauk fyrir
skömmu í Mendoza. Alþjóðlegi meist-
arinn Diego Valerga (2482) hafði hvítt
gegn kollega sínum Damian Lemos
(2458). 40. b5! og svartur gafst upp
enda fátt um varnir eftir 40… Dxb5 41.
Da8.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Tapspil í tapspil.
Norður
♠10874
♥Á54
♦KD43
♣84
Vestur Austur
♠G953 ♠--
♥3 ♥KD10986
♦G762 ♦1085
♣ÁD73 ♣9652
Suður
♠ÁKD62
♥G72
♦Á9
♣KG10
Suður spilar 4♠.
Keppendur á EM fóru flestir niður á
þessu spili, enda legan illskeytt, allur
spaðinn í vestur og bæði háspilin í
laufi. Austur vakti ýmist á tveimur eða
þremur hjörtum og vestur kom út með
♥3, augljóst einspil. Flestir sagnhafar
spiluðu beint af augum, tóku á ♥Á,
könnuðu trompið og treystu svo blint á
♣D í austur. Einn niður. Nokkrir voru
hugmyndaríkari og sáu möguleika á
því að endaspila vestur. Þeir fóru í tíg-
ulinn þegar spaðalegan kom í ljós og
hentu niður tveimur hjörtum heima.
Vestur sat inni á fjórða tíglinum og
varð að spila frá ♠G eða ♣ÁD. Ekki
góðir kostir það. – Þessi spilamennska
er útgjaldalaus því ef austur reynist
eiga fjórða tígulinn má trompa hátt og
þá er nægur samgangur til að spila upp
á ♣D rétta.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Val þitt í dag ræðst af viðurkenn-
ingu þinni á því hve flókinn þú ert. Það
leiðir til þess að þú finnur fyrir fyllingu í
annars glæsilegu lífi þínu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú gefur ímyndunarafli þínu lausan
tauminn. Sennilega er það merki um að
þér finnist raunveruleikinn ekki ýkja
spennandi og vilt hressa upp á hann.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Fólk hefur sínar ástæður til að
dá þig. Þú yrðir hissa, upp með þér og
stoltur ef þú vissir hverjar þessar ástæð-
ur eru. Ekki spyrja.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þó að þú sért ánægður með venjur
þínar og siði er enn hluti af þér sem þú ert
ekki sáttur við. Hvað myndi gerast ef þú
hættir að berjast?
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Ástæða þess að þér finnst ákveðnar
kringumstæður fyndnar þegar engum
öðrum finnst það er sú að þú sérð sann-
leika sem aðrir sjá ekki.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þetta er lukkudagurinn þinn og þú
ættir að gefa stjórnina frá þér. Fleygðu
draumum þínum upp í loft eins og fugl-
sungum og sjáðu hvaða stefnu þeir taka.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Enginn er fullkominn og þú gerir þitt
besta til að gera hæfilegar kröfur til
þeirra sem þú umgengst. Þú gætir þurft
að vísa leiðina í dag þegar freistingarnar
kalla.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Umhverfi þitt kemur upp um
alla þína galla, sérstaklega skipulags-
leysið sem hrjáir þig. Sem betur fer þekk-
ir þú meyju sem gjarnan vill hjálpa þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú einblínir af þráhyggju á eitt
vandamál og það án þess að þreytast á
því. Ef þú heldur áfram á sömu braut
færðu orð á þig fyrir geggjaða snilligáfu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert bara sendiboðinn, ekki
skilaboðin. Ef þú klúðrar einhverju er það
frekar samskiptavandamál fremur en
eitthvað sem þú hefur gert af þér.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ef þú knýrð dyra nógu lengi
verður opnað fyrir þér fyrr en síðar. Það
gæti verið eitthvað athugavert við hurð-
ina sem opnast um leið og þú bankar.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú býrð yfir öllum þeim orðaforða
sem þú þarft til að koma skilaboðunum á
framfæri. Tónninn í máli þínu skiptir öllu
og þú ættir að bíða þar til þú ert sann-
færður um mál þitt.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
6. júlí 1946
Bretar afhentu Íslendingum
Reykjavíkurflugvöll við hátíð-
lega athöfn. Breski herinn
hafði vorið 1940 tekið grasvöll
sem hafði verið í notkun í
Vatnsmýrinni síðan 1919 og
endurbyggt hann. Við afhend-
inguna sagði breski sendiherr-
ann að notkun þessa flugvallar
hefði stuðlað mjög að sigri
bandamanna í styrjöldinni um
yfirráðin á Atlantshafinu.
6. júlí 1954
Skriða féll á bæinn Fremri-
Kot í Norðurárdal í Skaga-
firði. Hesthús, fjárhús og stór
hluti túnsins grófust undir
skriðunni. Íbúðarhúsið slapp
naumlega, en í því var kona
með fimm börn.
6. júlí 1958
Eyjólfur Jónsson, 33 ára lög-
regluþjónn, synti frá Reykja-
vík til Akraness, 22 kílómetra,
á rúmum þrettán klukku-
stundum. Ári síðar synti hann
frá Vestmannaeyjum til lands
og frá Kjalarnesi til Reykja-
víkur. Einnig synti hann tví-
vegis Drangeyjarsund.
6. júlí 1964
Togarinn Siglfirðingur kom
til heimahafnar. Hann hefur
verið talinn fyrsti íslenski
skuttogarinn.
Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist þá…
Lýður Björns-
son sagnfræð-
ingur er 75 ára í
dag, 6. júlí. Af
því tilefni tekur
hann á móti gest-
um á veitinga-
húsinu Carpe
Diem, Rauð-
arárstíg 18, milli
kl. 16 og 18.30 í dag.
75 ára
Lýður Bakkdal Björnsson, sagnfræðingur, fagnar
75 ára afmæli sínu í dag. Hann er búsettur að Star-
hólma 4 í Kópavogi. Lýður hyggst hitta nánustu
kunningja sína á veitingastaðnum Carpe Diem í
miðborg Reykjavíkur í dag og kvöldinu ætlar
hann að eyða í faðmi nánustu ættingja.
Lýður segir engan sérstakan afmælisdag hafa
rist dýpra í minni hans en aðrir í gegnum tíðina.
„Þeir hafa þó flestir verið mjög ánægjulegir. Ég
hef þó jafnan reynt að fara til útlanda á svona stó-
rafmælum þó sú sé ekki raunin í ár.“
Aðspurður hver hans helstu áhugamál séu segir
Lýður: „Sagnfræði, landafræði, þjóðsögur, náttúrufræði og alls kon-
ar. Mér finnst gaman að lesa góð skáldverk og svo er ég alæta á tón-
list - það er að segja gamla tónlist. Ég á svolítið erfitt með að þekkja
muninn á þessum nýju lögum.“
Hann bætir við að sér líki sérstaklega vel við þjóðlög víðs vegar að
úr heiminum og klassíska tónlist.
Lýður lauk sagnfræðiprófi sínu frá Háskóla Íslands árið 1965. Hann
segist löngum hafa einbeitt sér að Íslandssögunni og 18. öldin hafi
ávallt verið honum hugleikin. Þá hefur hann einnig mikinn áhuga á
sögu Reykjavíkur og Vestfjarða.
Lýður ætlar að reyna að njóta góða veðursins eins og hann getur í
sumar. haa@mbl.is
Lýður Björnsson 75 ára í dag
Einbeitir sér að Íslandssögu
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is