Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 59

Morgunblaðið - 06.07.2008, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 59 • Heildverslun með neytendavörur fyrir konur. Ársvelta 100 mkr. • Góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings út á land. • Lítil heildverslun með matvæli. • Þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur. Ársvelta 450 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að stóru bílaþjónustufyrirtæki. EBITDA 17 mkr. • Traust heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 140 mkr. EBITDA 20 mkr. • Fjöldi góðra fyrirtækja í Danmörku. • Heildverslun með varahluti fyrir vinnuvélar og bíla. Ársvelta 140 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að fyrirtæki á heilbrigðissviði. • Æskilegt að viðkomandi sé hjúkrunarfræðingur. • Meðalstór heildverslun með tæknivörur óskar eftir sameiningu við annað fyrirtæki á því sviði. Ársvelta 140 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að góðu útgáfufyrirtæki í stöðugum vexti. Ársvelta 200 mkr. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 130 mkr. • Rótgróin bílaleiga með 21 bíl. Auðveld kaup. • Heildverslun með bílavörur. EBITDA 25 mkr. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 11. - 25. júlí frá kr. 49.995 Tveggja vikna ferð - síðustu sætin! Terra Nova býður frábært tilboð til Salou og Pineda í tveggja vikna ferð 11. júlí. Salou og Pineda eru fallegir bæir á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 49.995 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð með 2 svefn- herbergjum í 2 vikur, 11. júlí. Kr. 59.995 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 saman í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur, 11. júlí. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. ÁSTRALSKA poppdívan Kylie Min- ogue tók við OBE-orðunni frá Karli Bretaprins við athöfn í Buck- ingham-höll í vikunni. Á ferli sem spannar þrjá áratugi hefur hún gefið út fjölda breiðskífa og smáskífa sem hafa náð metsölu um allan heim. Þegar söngkonan frétti af heiðrinum sagði hún: „Ég er mjög snortin yfir því að Bret- land, sem hefur fóstrað mig eftir að ég flutti frá Ástralíu, skuli veita mér þennan heiður.“ Þá eru Frakkar ekki síður hrifnir af henni, en þeir veittu henni orðu listamanna fyrir framlag hennar til franskrar menningar. Söngkonan gat sér fyrst gott orð í sjónvarpsseríunni Nágrönnum og hefur átt marga smelli síðan. Eft- irminnilegastur er þó mörgum dú- ett hennar með Nick Cave í „Where the Wild Roses Grow“. Þá samdi Emilíana okkar Torrini eitt sinn tvö lög fyrir hana, „Slow“ og „Some- day“. Stolt Kylie með OBE-orðuna. Kylie heiðruð KUNG Fu Panda er flott mynd. Frá byrjun grípur hún augað. Hún er lif- andi og litrík. Heimurinn sem pandabjörninn Po (Hjálmar Hjálm- arsson) á heima í er fallega útfærð- ur. Allt frá draumkenndum stjörnu- björtum himni og dularfullu plómutré til hörkulegasta sjálfs- varnarbardaga lítur vel út. Mark- aðsdeildin hjá DreamWorks hefur líka viðrað það við fjölmiðla vest- anhafs að mikil rannsóknarvinna liggi að baki útliti myndarinnar. Hún sé ekkert einfalt barnaglingur. Ætla ég ekkert að efast um það. Raymond Zibach og Tang Heng sem höfðu yf- irumsjón með útlitinu eiga pottþétt heiður skilinn. Það er bara spurning um hvað út- litið rammar af. Einhver staðar var ýjað að því að upphaflega hefði verið lagt af stað með Kung Fu Pöndu sem algera paródíu á þær myndir sem hún er að stæla en frá því hafi verið horfið og í staðinn hafi verið gerð einföld gamanmynd. Það eru kannski helstu vonbrigðin með myndina, hversu hefðbundin hún er í alla staði þegar kemur að sögu og persónusköpun. Po á að upplifa am- eríska drauminn hvað sem tautar og raular. Hann er hæfileikalaus Rocky sem ætlar að halda áfram að éta kökuna en sigrar samt. Það er best að benda á að myndin er ekki fyrir þau allra yngstu þó að pandan sé knúsleg, fyndin og sæt. Po er líka einstaklega vinalegur bangsi sem Hjálmar sprellar með á íslensku en Jack Black í ensku út- gáfunni. Íslenska talsetningin var ágætlega skemmtileg. Jafnvel þegar leikararnir þurftu að fást við að flytja missmellnar línur. Panda í vanda Ameríski draumurinn „Kung fu Panda Po á að upplifa ameríska drauminn hvað sem tautar og raular. Hann er hæfileikalaus Rocky sem ætlar að halda áfram að éta kökuna en sigrar samt,“ segir í dómnum. KVIKMYND Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó, Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Selfossi, Akureyri, Keflavík Leikstjórar: Mark Osborne og John Stev- enson. Íslensk talsetning: Hjálmar Hjálmarsson, Arnar Jónsson, Ólafur Darri Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Haraldur Haraldsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Val- ur Freyr Einarsson, Valdimar Flygering, Inga Lind Karlsdóttir, Björn Thorarensen. 88 mín. Bandaríkin. 2008 Kung Fu Panda bbbnn Anna Sveinbjarnardóttir ÞEIR félagar í Bon Jovi virðast hafa verið innblásnir af stórtónleikum Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardal, því nú hefur Jon Bon Jovi lýst því yfir að þeir muni ljúka tónleikaferðinni með ókeypis tónleikum í Central Park í New York, en sveitin hefur hingað til ávallt lokið sínum túrum á Giants- leikvanginum í sömu borg. Það er spurning hvort þeir nái að toppa frá- bæra aðsókn Simon & Garfunkels árið 1981, en þá hélt söngparið, sem hafði þá hætt eiginlegu samstarfi fyrir ellefu árum, fræga tónleika í Cent- ral Park sem 750 þúsund manns sóttu. Ef Bon Jovi-menn ætla sér svo að keppa við Björk og Sigur Rós (ef margfaldað er með höfðatölu að þjóð- legum íslenskum sið) þá þurfa þeir svo náttúrulega að draga tvær milljónir borgarbúa í garðinn – hvort það sé pláss fyrir slíkan fjölda er svo annað mál. Reuters Tvöfaldur Jon Bon Jovi stekkur upp fyrir framan sjálfan sig í beinni. Frítónleikar Bon Jovi í Central Park

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.