Morgunblaðið - 18.07.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.07.2008, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „STOÐNETIN eru mjög dýr, bæði hefðbundin stoðnet og lyfja- húðuð stoðnet, sem eru notuð erlendis í mjög miklum mæli. Hér er heilbrigð skynsemi látin ráða. Við notum minna af þessum dýru, lyfja- húðuðu stoðnetum en Bandaríkja- menn,“ segir Þorbjörn Guðjónsson hjartasérfræðingur hjá LSH. Hann segir hjáveituaðgerðir henta fólki með sykursýki og þrengingar í fleiri en einni æð, svo dæmi sé tek- ið. „Þetta er samt mjög persónu- bundið. Einföld þrengsl eru oftast mjög vel meðhöndluð með víkk- unum. Þær breyta hins vegar ekki lífslíkum fólks með langvinna brjóstverki og kransæðasjúkdóma umfram hjáveituaðgerð.“ FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is KRANSÆÐAVÍKKUN með stoð- netsísetningu eða hjáveituaðgerð? Það er vandi sem læknar standa frammi fyrir hjá sjúklingum með kransæðaþrengsl. David P. Taggart, prófessor í hjarta- og æðaskurðlækningum við læknadeild Oxford-háskóla, fullyrðir í grein í British Medical Journal, að reynslan af stoðnetsísetningum í stað skurðaðgerðar hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóma sýni að þær hafi ekki haft í för með sér auknar lífs- líkur fyrir sjúklinga. Í grein hans kemur jafnframt fram að skurð- aðgerð sé bæði hagkvæmari og ár- angursríkari en stoðnetsísetning. Um er að ræða tvær ólíkar aðgerð- ir. Kransæðahjáveituaðgerð er stærri aðgerð. Brjóstholið er opnað, fólk er lengur að jafna sig inni á spítala og er tvo til þrjá mánuði að ná fyrri starfs- getu. „Henni fylgir því umtalsvert rask fyrir sjúklinginn. Hins vegar þegar um víkkun á æðum með stoð- neti er að ræða er sjúklingurinn út- skriftarfær daginn eftir og getur ver- ið eftir atvikum kominn til vinnu nokkrum dögum síðar,“ segir Davíð Ó. Arnar hjartasérfræðingur á Land- spítala háskólasjúkrahúsi (LSH). Fleiri stoðnetsvíkkanir en áður Að öllu jöfnu er það svo að krans- æðavíkkun með stoðneti hefur verið talin henta sjúklingum með eina eða tvær ákveðnar æðaþrengingar en hjáveituaðgerð talin henta þeim sem eru með tvenn til þrenn þrengsli eða þrengsli á mjög mikilvægum stöðum. „Það hefur verið ágætis samkomulag um hvernig að þessu hefur verið stað- ið hérlendis. Það er stigsmunur á því hvaða sjúklingar fari í krans- æðavíkkun með ísetningu stoðnets og svo á hinn bóginn hverjir fari í hjá- veitu. Árangurinn hefur verið góður af stoðnetsísetningum og þróunin hefur verið á þann veg að víkka frek- ar fleiri þrengsl en færri í stað opinn- ar skurðaðgerðar áður. Stoðnets- ísetningar virka hins vegar ekki alveg jafnvel til lengri tíma eins og hjá- veituaðgerð,“ segir Davíð. Ekki ágreiningur meðal lækna „Yfirleitt er ekki ágreiningur um hvaða meðferðarúrræði skuli velja, hjáveituaðgerð eða stoðnetsísetn- ingu,“ segir Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur á LSH. Það skiptir miklu máli í þessu sam- hengi hvernig þrengsl eru valin. „Sum æðaþrengsl eru einföld, stutt svæði með þrengslum, og þá er til- tölulega auðvelt að víkka út krans- æðar. Hins vegar eru dæmi um löng þrengsl eða þrengsl á flóknum stöð- um þar sem árangur af stoðnetsísetn- ingu er ekki jafn góður,“ segir Davíð. Í um það bil 10% tilfella koma end- urþrengsl í stoðnet vegna örmynd- unar því þegar víkkað er með stoð- netsísetningu þá eru ýfðir upp ákveðnir vaxtarþættir í krans- æðaveggnum. Oftast gerist þetta inn- an fjögurra mánaða og þá þarf að framkvæma aðra víkkun, hún heppn- ast í 90% tilvika. Segir stoðnet ekki auka lífslíkur  Hjáveituaðgerð umfangsmeiri  Stoðnet heppileg í ákveðnum tilvikum Morgunblaðið/Ásdís Lækna Víkka fleiri þrengsl en færri í stað opinnar skurðaðgerðar. FREGNIR af makrílsleysi á höf- uðborgarsvæðinu virðast vera orð- um auknar því í Fiskbúðinni á Trönuhrauni 9 í Hafnarfirði hefur ferskur makríll fengist undanfarnar tvær vikur. Ágúst Sveinsson, eigandi Fiskbúð- arinnar, segir makrílinn koma frá Dalvík, en nýlunda sé að hann veiðist við Norðurland. Áður hefur Ágúst fengið makrílinn frá Vest- mannaeyjum og hann segir hann seljast ágætlega. „Hann er vinsæll hjá fólki sem hefur verið búsett á Norðurlöndunum. Þeir sem hafa verið í námi í Danmörku, Svíþjóð og þessum löndum eru hrifnir af makr- ílnum,“ segir Ágúst. Fiskurinn er að sögn Ágústs bragðgóður og ódýr. „Ég steikti makríl um daginn og hann var mjög góður, betri en síld ef eitthvað er. Ég sel hann á 415 kr. kílóið og var að fá nokkur kíló í gær svo það er nóg til.“ Fyrst makríllinn leynist í Hafn- arfirði er aldrei að vita nema áhuga- samir tilraunakokkar geti nálgast hann víðar. liljath@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Fisksali Ágúst Tómasson fisksali selur makríl í Hafnarfirði. Lumar á makríl LÖGREGLAN á Akureyri fékk í gær ábendingu um að par frá Þýska- landi, sem lagði af stað frá Grenivík norður Látraströnd á sunnudag, hefði enn ekki skilað sér til baka. Að sögn lögreglu kom ábendingin í kjöl- far þess að bíll parsins vakti athygli heimamanna, auk þess sem búnaður ferðamannanna vakti áhyggjur. Flogið var yfir svæðið og varð fólks- ins vart í skýlinu í Látrum. Björg- unarbátur frá Björgunarsveitinni Ægi á Grenivík fór í framhaldinu út í Látur og kom að fólkinu þar sem það var vel haldið. Hugðist það dveljast lengur í skálanum. andresth@mbl.is Leitað á Látraströnd Ferðamenn fund- ust heilir á húfi NAUTHÓLSVÍKIN hefur verið mjög vel sótt í allt sumar enda hefur sólin ekki sparað við sig geislaflóðið á Suður- og Vesturlandi. Þó var dá- lítill hryssingur í honum þegar myndin var tekin. Víkin, sem kennd er við bæinn Nauthól, hjáleigu frá Skildinganesi, var aðsetur sjóflugvéla í orr- ustunni um Atlantshafið, meðal annars norskrar flugsveitar, en hugmyndir um að nýta hana til sjóbaða komu upp strax eftir styrjaldarlok. Nauthólsvíkin mikið sótt í allt sumar Morgunblaðið/Ómar Ylströnd fyrir unga sem aldna Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is OLÍUFÉLÖG lækkuðu í gær elds- neytisverð um 5 krónur á hvern lítra. Hjá stóru olíufélögunum kost- aði lítri af bensíni 170,70 krónur og dísilolíulítrinn 188,60 krónur. Spurður um tilefni lækkunarinnar sagði Magnús Ásgeirsson, inn- kaupastjóri eldsneytis hjá N1, að um tilboð – 5 króna afslátt í sjálfs- afgreiðslu – væri að ræða sem fólki byðist út daginn í dag. Hjá N1 kost- aði lítrinn af 95 oktana bensíni 170,6 krónur í sjálfsafgreiðslu í gær en lítri af dísilolíu kostaði 188,6 krónur. Magnús sagðist ennfremur telja að samkeppnisaðilar hefðu lækkað sitt verð til að bregðast við tilboði þeirra. „Ég held að við séum í ágætum málum í augnablikinu og allir geti verið sáttir. Það sem ég myndi síst vilja sjá núna væri það að heims- markaðsverðið færi að rjúka upp aftur og krónan að veikjast.“ Í gær lækkaði Orkan einnig elds- neytisverð sitt um 5 krónur og bens- ínlítrinn kostaði þar 168,8 krónur. Fimm króna afsláttur á eldsneytisverði Tilboð hjá N1 leiddi til lækkana hjá öllum olíufélögunum Í HNOTSKURN »N1 seldi eldsneyti með 5króna afslætti í gær og til- boðið gildir út daginn í dag. »Olíufélögin lækkuðu verðhjá sér í kjölfarið til að bregðast við samkeppni. »Meðalverð hjá stóru olíufé-lögunum í gær var 170,70 krónur fyrir bensínlítrann. Afar persónu- bundið Þorbjörn Guðjónsson MEÐLIMIR í Félagi háskólakenn- ara og Kennarafélagi KHÍ sam- þykktu kjarasamning sem und- irritaður var 28. júní sl. með um 70% atkvæða. Í Félagi háskóla- kennara vildu 77,5% samþykkja en 16,5% fella. 72,5% félaga í Kenn- arafélagi KHÍ greiddu atkvæði með en 21,6% á móti. Kjörsókn var 41,7% kjörgengra í Félagi há- skólakennara og 30% í Kenn- arafélagi KHÍ. Samþykktu kjarasamning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.