Morgunblaðið - 18.07.2008, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Á Íslandi er mönnum frjálst að hafaþær skoðanir sem þeim sýnist. Á
Morgunblaðinu hefur ekki tíðkast að
gera upp á milli þeirra skoðana sem
birtast í aðsendum greinum og gildir
þá vitaskuld einu hvort þær ganga
þvert á stefnu blaðsins. Stefna Morg-
unblaðsins hefur verið að birta skoð-
anir – jafnvel þótt þær kunni að vera
ógeðfelldar – ef þær eru innan
marka laganna en ekki persónuníð.
Tjáningar- ogskoðanafrelsi
eru meðal horn-
steina lýðræðis og
opins samfélags.
Ef eitthvað á
heima á frjálsum
markaði eru það
hugmyndir.
Markaðstorg hug-
myndanna er
fólgið í frjálsum skoðanaskiptum.
Um leið og farið er að ritskoðaskoðanir og hugmyndir er voð-
inn vís. Hver á að ákveða hvort ein
skoðun er rétthærri en önnur? Hvað
ætlar ritskoðarinn að segja þegar
hann verður ritskoðaður?
ÍMorgunblaðinu á miðvikudag birt-ist grein eftir Gest Kristinsson um
málefni innflytjenda. Höfundur er
andvígur innflytjendum og notar
hann mál Pauls Ramses Odours frá
Kenýa til að koma skoðunum sínum á
framfæri.
Þorgrímur Gestsson finnur að því ígrein í Morgunblaðinu í gær að
greinin skuli hafa verið birt.
Morgunblaðið mun aldrei verjamálflutning Gests Krist-
inssonar eða skoðanabræðra hans og
-systra.
Morgunblaðið mun hins vegar allt-af verja rétt hans til að koma
skoðunum sínum á framfæri, hversu
mjög sem þær kunna að vera blaðinu
á móti skapi.
STAKSTEINAR
Þorgrímur
Gestsson
Skoðanafrelsi og ritskoðun
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
# "$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
!"
! "#
$% % &
*!
$$B *!
% & ' & " (! )!
<2
<! <2
<! <2
%( ' * $+,#!-
2D
B
'(
)$
( &
*
$
*+!,"&!
)"+#
! -*""../0
!.$
1 /
!
2 ,"&!
$
( 1 &
/
!
./ !00 ! 1" !# !* $
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
DEILURNAR sem nú standa um
hvort rukka eigi ferðamenn fyrir að-
gang að Kerinu gætu markað tíma-
mót ef af gjaldtökunni verður og sett
fordæmi um hvernig brugðist skuli
við auknum ágangi ferðamanna við
aðrar náttúruperlur.
Hingað til hafa úrbætur og við-
hald á ferðamannasvæðum verið
nær eingöngu greidd með opinberu
fé en þær upphæðir sem veittar hafa
verið úr ríkissjóði hafa tæpast dugað
til. Aðrar leiðir til fjármögnunar
hafa verið til umræðu í mörg ár við
misjafnar undirtektir.
„Góngjald“ fyrir að glápa
Hugmyndin um aðgangseyri, eða
„góngjald“ eins og gárungarnir kalla
það er einna óvinsælust, enda virðist
það ekki eiga upp á pallborðið hjá Ís-
lendingum að þurfa að borga fyrir
það eitt að horfa á náttúruna.
Í frumvarpi til fjárlaga árið 2000
lagði Geir H. Haarde til að tekjur til
uppbyggingar á friðlýstum svæðum
yrðu fengnar með innheimtu að-
gangseyris og var í kjölfarið skipuð
nefnd til að fjalla um málið. Meiri-
hluti nefndarinnar lýsti sig andvígan
gjaldtökunni og var tillagan felld á
Alþingi. Þremur árum síðar lagði
svo Ásta Möller, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, fram tillögu til
þingsályktunar um þjónustugjald á
fjölsóttum náttúrusvæðum en sú
ályktun var heldur ekki samþykkt.
Ferðaþjónustufólk hefur þó lagt
áherslu á að aðgangseyrir og þjón-
ustugjald séu ekki sami hluturinn.
Eðlilegt sé að taka gjald fyrir afnot
af aðstöðu eins og tíðkast almennt
erlendis, þar sem ekki er um eig-
inlegan aðgangseyri að ræða. Þjón-
ustugjöld eru reyndar víða rukkuð
hérlendis, s.s. fyrir tjaldgistingu í
þjóðgörðum, en í litlum mæli þó.
Lögin heimila gjaldtöku
Þótt hún hafi ekki verið notuð
hingað til er lagaheimild fyrir því, í
32. gr. laga um náttúruvernd, að
rekstraraðilar friðlýstra svæða
ákveði aðgangseyri, líkt og eigendur
Kersins vilja gera. Sá fyrirvari er
samt settur að landið hafi ann-
aðhvort orðið fyrir spjöllum vegna
ferðamanna eða að hætta sé á slík-
um spjöllum.
Hins vegar er þörf á lagabreyt-
ingu ef ætlunin er að innheimta bara
gjöld á vinsælustu stöðunum en nýta
hagnaðinn til uppbyggingar á fá-
farnari svæðum líka, því samkvæmt
núverandi lögum má eingöngu nýta
aðgangseyri á því svæði sem hann
innheimtist á.
Gistináttagjald eða nefskattur
Sú útfærsla sem hvað mest hefur
verið rædd hérlendis ásamt þjón-
ustugjöldunum er gistináttagjald,
þ.e. föst krónutala sem innheimt er
af hverri gistinótt. Sú hugmynd er
helst gagnrýnd fyrir að vera í raun
skattlagning á eina atvinnugrein
umfram aðrar, auk þess sem stór
hluti gesta á hótelum nýti sér ekki
náttúru landsins, heldur sé hér í öðr-
um erindagjörðum. Slík álagning
hefði því fælandi áhrif á ferðamenn.
Nýleg hugmynd iðnaðarráðherra
um lögbundið gjald eða nefskatt af
ferðamönnum við komu eða brottför
hefur fengið svipaða gagnrýni.
Deilurnar um Kerið gætu haft úr-
slitaáhrif á rekstur náttúruperlna á
Íslandi og ljóst er að fjármögnun
þeirra mun breytast á næstu árum,
þótt enn sé óvíst með hvaða hætti.
Náttúruperlurnar kosta
Umræða um gjöld á friðlýstum svæðum er ekki ný af nálinni. Ljóst er að ríkið
mun ekki standa eitt að fjármögnun þeirra í framtíðinni en deilt er um útfærslu
MIKILL meirihluti ferðamanna á Íslandi eða 92% er tilbúinn til að greiða
aðgangseyri eða einhvers konar gjald að vinsælustu náttúruperlum lands-
ins að því gefnu að peningarnir renni til viðhalds staðanna. Þetta segja nið-
urstöður könnunar sem María Reynisdóttir ferðamálafræðingur lagði fyrir
ferðamenn við Gullfoss og Skaftafell árið 2004 í tengslum við mast-
ersritgerð sína í ferðamálafræði.
Þessi vilji ferðamanna til að taka þátt í viðhaldi náttúrunnar bendir einn-
ig til að grundvöllur sé fyrir frjálsum framlögum á vinsælustu svæðunum.
Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðarráðuneytinu hefur sú hugmynd verið
rædd, ásamt mörgum öðrum, en ekki látið reyna á hana.
Ferðamenn tilbúnir að borga
Umdeilt Gullfoss er eitt frægasta kennileiti Íslands og spurning hvort ekki sé eðlilegt að ferðamenn leggi sitt fram
við að varðveita hann og viðhalda góðu aðgengi.
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Á Húnavöku 2008, árlegri
bæjarhátíð á Blönduósi, var tekin
fyrsta skóflustungan að nýjum sund-
laugarmannvirkjum við íþróttamið-
stöðina á Blönduósi. Héðinn Sigurðs-
son, formaður bæjarráðs
Blönduóssbæjar, sagði við það tæki-
færi að „þar með hefjum við einhverj-
ar mestu framkvæmdir sem sveitar-
félagið hefur ráðist í um langa hríð.“
Og til þess að taka fyrstu skóflustung-
una voru „kallaðir til tveir þaulreynd-
ir afreksmenn sem markað hafa djúp
spor í sögu þessa bæjar,“ sagði Héð-
inn ennfremur. Þeir sem um ræðir
voru heiðursborgari Blönduóss, Jón
Ísberg, fyrrum sýslumaður Húnvetn-
inga og oddviti sveitarstjórnar um
árabil, og Einar Þorláksson, fyrrum
sveitarstjóri, en þeir tveir hafa verið
nánir samverkamenn um langa hríð í
félagsmálum og sveitarstjórn.
Fyrsta skóflustungan
að nýrri sundlaug
Moka Einar Þorláksson og Jón Ísberg tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri
sundlaug á Blönduósi.
Morgunblaðið/Jón Sig.