Morgunblaðið - 18.07.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 13
FRÉTTIR
LÖGREGLAN á höfuðborgar-
svæðinu staðfestir það sem kom
fram í frétt Morgunblaðsins um
fjölda lögreglu-
manna sem
sinntu útköllum
á vakt sl. laug-
ardagskvöld. Á
vaktinni voru sjö
eftirlitsbifreiðar
og hver bifreið
mönnuð tveim
lögreglumönn-
um; alls 14 lög-
reglumenn.
Lögreglan vill
hins vegar árétta að löggæsla í höf-
uðborginni er framkvæmd af
þremur deildum sem eru almenn
deild, svæðisstöðvar og umferðar-
deild. Almenna deildin vinnur á
sólarhringsvöktum en svæðisstöðv-
ar og umferðardeild á tvískiptum
vöktum. Sl. laugardagskvöld voru
17 menn á vakt skv. varðskrá al-
mennu deildarinnar, 1 á svæðisstöð
og 6 í umferðardeild, samtals 24
lögreglumenn.
Aðfaranótt sunnudags var 31
lögreglumaður á vakt frá 23 á laug-
ardagskvöldi til 7:30 að sunnudags-
morgni, en alls 35 í öllum deildum
samtals þegar mest var.
Lögreglan fagnar allri umræðu
um málefni hennar, en embætti
lögreglunnar glímir við mikinn
fjárhagsvanda vegna aukins
rekstrarkostnaðar sem hefur rask-
að rekstraráætlunum. Yfir sumar-
tímann hefur ekki tekist að full-
manna allar vaktir, m.a vegna þess
að ekki eru lengur ráðnir sérstakir
sumarafleysingamenn.
thorbjorn@mbl.is
Lögreglan
fagnar
umræðu
Ekki tekist að
fullmanna vaktir
Lögreglan fagnar
umræðunni.
NÝVERIÐ var undirritaður í
Mexíkóborg loftferðasamningur
milli Íslands og Mexíkó. Samning-
urinn er fyrsti loftferðasamningur
sem gerður er á milli ríkjanna.
Í samningnum felast grunnflug-
réttindi fyrir flugrekendur
ríkjanna til og frá hvoru ríki.
Samningurinn tekur til áætlunar-
flugs milli ríkjanna án takmarkana
á fjölda áfangastaða, flutnings-
magni og tíðni. Samningurinn tek-
ur til flugs til viðkomustaða handan
áfangastaða í Mexíkó og á Íslandi
að fengnu leyfi flugmálayfirvalda í
hvoru ríki.
Nýr loftferða-
samningur
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
TILKYNNT var í gær að +Arki-
tektar, með Pál Hjalta Hjaltason í
forsvari, hefðu borið sigur úr býtum
í samkeppni um hönnun Listahá-
skóla Íslands á Frakkastígsreitnum
svokallaða. Vonast er til þess að
skólinn hefji starfsemi sína í bygg-
ingunni haustið 2011.
Að sögn Jóhannesar Þórðarsonar,
annars fulltrúa Arkitektafélags Ís-
lands í dómnefndinni, er um að ræða
eina flóknustu hönnunarsamkeppni
sem hér hefur verið haldin en þarfa-
greiningin var afar umfangsmikil.
„Lóðin er líka á viðkvæmum stað, í
hjarta Reykjavíkur. Þá er mikill
landhalli á lóðinni sem gerir þetta
enn flóknara auk þess sem mikill
lofthæðarmunur er milli rýma.“
Laugavegur 41 helst inni
Um er að ræða 13.500 fm á reitn-
um sjálfum auk 2.000 fm byggingar
norðan Hverfisgötu. Húsin verða
tengd saman með undirgöngum.
Jóhannes segir að nú hefjist vinna
við að breyta deiliskipulagi á reitn-
um með tilliti til vinningstillögunnar.
Hefja þurfi viðræður við borgina um
byggingu á reitnum sem gæti tekið
um sex mánuði. Að því loknu yrði
farið í jarðvegsframkvæmdir og þá
uppbyggingu hússins.
Á lóð LHÍ standa byggingar við
Laugaveg 41, 43 og 45. Til stendur
að flytja burt húsið nr. 45, sem er
bárujárnsklætt timburhús, en rífa
nr. 43, þar sem Vínberið er til húsa.
Fyrir liggur tillaga um friðun
Laugavegar 41 og tóku +Arkitektar
tillit til þess og sniðu nýbygginguna í
kringum húsið. „Við gáfum kepp-
endum frelsi til að vinna úr þessu á
þessari lóð miðað við þetta. Við skip-
uðum ekki keppendum fyrir, að taka
hús eða halda húsum. Menn áttu að
koma með tillögu að úrlausn á þessu
verkefni á þessum reit í samræmi
við þær aðstæður sem eru í dag og í
samræmi við heildarborgarmynd-
ina. Það held ég að hafi tekist vel í
vinningstillögunni.“
Inniheldur listamiðstöð
Eins og sjá má á efstu myndinni
fær gaflinn á Laugavegi 41 að halda
sér að mestu leyti. „+Arkitektar
gera húsinu í raun hærra undir höfði
með því að hopa til baka með ný-
bygginguna. Þeir draga nýbygg-
inguna til baka svo það myndast smá
olnbogarými fyrir framan inngang-
inn á húsinu.“
Á horni Laugavegar og Frakka-
stígs verður sýningarsalur þar sem
hægt verður að sýna myndlist, hönn-
un og arkitektúr. Suðurhlið salarins
verður úr stórum gluggum sem
hægt verður að opna út á götu. Á
Laugavegi 41 er gert ráð fyrir kaffi-
húsi sem hefur hurð út úr gaflinum
og á torgið sem er aðalinngangur
hússins. Í aðalanddyrinu er opið
rými baðað dagsbirtu og þaðan má
sjá meira og minna alla starfsemi
skólans á efri hæðunum. Niðri verð-
ur listamiðstöð, opin almenningi.
Í notkun 2011 Nýja byggingin verður 13.500 fm en tekið er tillit til hússins á Laugavegi 41 sem verður hugsanlega friðað. Í því verður kaffihús.
Háskóli í hjarta borgar
Anddyrið Rýmið verður baðað dagsbirtu.
„Það eru forréttindi að komast í
húsnæði sem er smíðað sér-
staklega fyrir okkur,“ segir Hjálm-
ar H. Ragnarsson, rektor Listahá-
skóla Íslands (LHÍ). „Þetta er stór
áfangi fyrir skólann og verður
meginbygging í íslenskri menn-
ingu. Þetta er listverksmiðja í mið-
borginni sem á eftir að hafa gíf-
urleg áhrif á Íslandi.“
Hjálmar segist starfsemi skól-
ans afar fjölbreytta en þar fer fram
kennsla í fjórum listgreinum. Hann
viti ekki um nokkurn listaháskóla í
nálægum löndum sem búi yfir
jafnmikilli fjölbreytni og LHÍ.
Kennsla hefur hingað til farið fram
á fimm stöðum en Hjálmar segir
það breyta gríðarlega miklu fyrir
skólann að komast undir eitt þak.
Samvinna milli listgreina muni
gjörbreytast og leysa nýja orku úr
læðingi. „Það verður til meiri
sprengikraftur í skólanum.“
Hjálmar segir að til standi að
fjölga deildum, t.d. með stofnun
kvikmyndadeildar. Þá mun hefjast
kennsla á meistarastigi auk þess
sem í undirbúningi er þverfaglegt
nám.
Er himinsæll með nýja húsnæðið
Norskir plastbátar
Sterkir, stöðugir og öruggir.
Þola vel grófa meðferðÞola vel grófa meðferðeru upplagðir á sjó og vötn
Notendur eru meðal annars. Bátaleigur,
Björgunaraðilar og sportveiðimenn.
m einnig með 500 L og 1.000 L vatnstan
Notendur eru meðal annars bátaleigur,
björgunaraðilar og sportveiðimenn.
Erum einnig með 500 L og 1.000 L vatnstanka
fyrir sumarbústaði og fl.
Uppl. í síma 697 4900 og á www.svansson.is
taði og fl.
fyrir sumarbú
Þola vel grófa meðferð
eru upplagðir á sjó og vötnog eru upplagðir á sjó og vötn.
MJÖG illa gengur að ráða í stöðu yf-
irlæknis á réttargeðdeildinni að
Sogni. Ein staða geðlæknis sem
starfar á Sogni, á Litla-Hrauni og að
geðlækningum fyrir almenning hef-
ur verið auglýst í nokkurn tíma en
enginn hefur enn sótt um, að sögn
Óskars Reykdalssonar, fram-
kvæmdastjóra lækninga á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands.
Einn geðlæknir sýndi þeim hluta
sem sneri að almennum geðlækning-
um áhuga, en sá hætti við af per-
sónulegum ástæðum. Sigurður Guð-
mundsson, landlæknir, segir
vonbrigði að enginn sækist eftir
stöðunni og telur margar ástæður
kunna að liggja þar að baki. „Ein af
ástæðunum fyrir því að þetta vefst
fyrir mönnum, og þetta er algjör
ágiskun, er að þetta fólk sem við er-
um að tala um, bæði fangar niðri á
Litla-Hrauni og þessir ósakhæfu
menn á Sogni, er sennilega með erf-
iðustu sjúklingum sem heilbrigðis-
þjónustan þarf að sinna,“ útskýrir
Sigurður. „Við verðum að leita ann-
arra leiða til að leysa þennan vanda,“
bætir hann við og á þá meðal annars
við að geðdeild Landspítalans geti
hugsanlega komið betur að eflingu
geðþjónustu fanga á Litla-Hrauni og
vistmanna á Sogni. andresth@mbl.is
Enginn vill verða
læknir á Sogni
Í HNOTSKURN
»Skjólstæðingar Sogns eruósakhæfir brotamenn.
»Um 50 hafa verið útskrif-aðir þaðan frá 1992.
DAGLEGA sækja um 100 gestir
kynningar- og fræðsluskála Hellis-
heiðarvirkjunar og er fjöldi gesta á
þessu ári kominn upp í 15.000. Út-
lendingar eru í meirihluta á meðal
skráðra gesta og eru frá um 40
löndum.
Kynningarskálinn er opin frá kl.
9:00-18:00 alla daga vikunnar. Þar
er að finna upplýsinga- og fræðslu-
efni um jarðhitanýtingu á Hengils-
svæðinu og sögu jarðhitanýtingar
hér á landi. jonhelgi@mbl.is
100 gestir á
heiðina á dag
Morgunblaðið/Brynjar Gauti