Morgunblaðið - 18.07.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.07.2008, Qupperneq 19
matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 19 Mér finnst grænmeti frábært ágrillið og nota það sjálfurmun meira en kjöt. Stóran hluta ævinnar hef ég verið búsettur í Danmörku og þar er grænmeti notað mjög mikið á grillið,“ segir Pálmi Jóns- son yfirmatreiðslumeistari í Veislu- turninum á Smáratorgi. „Ég hef hugsað mér að bjóða les- endum Morgunblaðsins upp á græn- metisborgara sem er í miklu uppáhaldi hjá mínu fólki. Ég bjó hann einhvern tímann til úr því sem ég átti til í skápn- um og hann sló svo í gegn að hann er síðan hafður reglulega hjá okkur í mat- inn.“ Pálmi segist oft grilla grænmeti og þá sé leyndardómurinn að velgengni með grænmetið að hafa það ferskt og elda það ekki of mikið. „Ferskur maís er í miklu uppáhaldi hjá mér og eggald- in líka. Ég grilla maísinn alltaf í hýðinu, við lágan hita og í frekar langan tíma. Þannig er hann bestur og safinn helst í maísbaununum.“ Þegar Pálmi er spurður hvort þeir grilli í Veisluturn- inum segir hann að bannað sé að vera með gas svona hátt uppi en þeir noti grillplötur sem reynast frábærlega. Grænmetisborgari með sellerírót og sólþurrkuðum tómötum Brauð 250 g vatn 100 ml súrmjólk 400 g hveiti 200 g durum-hveiti 50 ml ólífuolía 20 g salt Best er að byrja undirbúning máltíðarinnar á að undirbúa brauðbaksturinn. Finnið til hráefn- ið og setjið í skál í þeirri röð sem kemur fram í uppskriftinni. Hnoðið og formið sex brauð. Lát- ið hefast á volgum stað í um hálftíma. Bakið svo í 15-20 mínútur við 175°C. Grænmetisborgari Fyrir 6 500 g sellerírót 200 g ferskur maís, eða lífrænt ræktaður maís frá Ora 100 g sólþurkaðir tómatar 50 g brauðraspur 3 egg salt og pipar Nokkrir dropar af tabasco Sellerírót er skorin í litla teninga og þeir eru soðnir í vatni með salti. Kælt þegar teningarnir eru orðnir meyrir. Maís er grillaður með hýðinu við lágan hita. Þá eru baunirnar skornar af stilkinum, sólþurrkuðu tómatarnir saxaðir í teninga og blandað saman í skál með eggjum, salti, pipar og raspi. Mótið 6 hamborgara. Setið hamborgarana í eldfast mót og bakið í ofni í 12 mín. við 175°C. Þegar hamborgarnir eru bornir fram eru þeir steiktir á grillinu. Skerið niður tómata, agúrkur og romaine- salat og berið fram með sem meðlæti. Sósa majónes ferskt basil ferskur chili salt og pipar Saxið basil og hrærið saman við majónes. Smakkið til með salti/pipar og fínt söxuðum ferskum chili. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pálmi Jónsson Grænmetisborgarinn er oft á borðum. Borgarinn sló í gegn hjá fjölskyldunni Lokkandi Grænmetisborgari með sellerírót. VEISLUTURNINN Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Ómar Umhverfiskisur Ylma og Flöffí njóta krásanna eftir erfiðan sorphirðudag. Eggaldinsteik 2 eggaldin frekar stór 8 msk. sólþurkaðir tómatar 2 msk. saxað basil 3 msk. kapers Eggaldinið er skorið eftir endilöngu og skornir ofan í það smá krossar með litlum hníf. Penslað með olíu, kryddað með salti og pipar og grillað með sárið niður þar til fallegar grill- rendur eru komnar í það, þá má snúa því og grilla á dökku hliðinni þar til það er allt orðið mjúkt. Á meðan eru sólþurrkuðu tómatarnir mauk- aðir ásamt basilinu, þeim smurt ofan á eggald- inið um það leyti sem það er að verða tilbúið og kapersinu stráð yfir. Innigrillaðir bananar 2 bananar 2 smjördeigsarkir 4 msk. gróft saxað gott súkkulaði Afþýðið smjördeigið og skerið örkina í tvennt. Afhýðið banana og brjótið í tvennt, skerið þá síðan eftir endilöngu og setjið súkku- laðið á milli. Vefjið inn í smjördeigið og teygið það þannig að það hylji allan bananann. Grillið á miðlungsheitu grilli. Ágætt er að leyfa ban- önunum síðan að jafna sig á efri grind grillsins. Berið fram með rjóma eða ís. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dóra Svavarsdóttir Segir grillaða græn- metissalatið vera í uppáhaldi á sínu heimili. Freistandi Innigrillaðir bananar. Ljúffengt Eggaldinsteik með grænmeti eldar Dóra á ítalska vísu.           !   !         GANGA.IS Ungmennafélag Íslands DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is ÍTR námskeið í fullum gangi. Velkomin(n) að skrá þig núna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.