Morgunblaðið - 18.07.2008, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eiríkur Alex-andersson fædd-
ist í Grindavík 13.
júní 1936. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítala við
Hringbraut föstu-
daginn 11. júlí síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna Al-
exanders Georgs
Sigurðssonar, f. í
Pálsbæ í Seltjarn-
arneshreppi 16.
september 1893, d.
17. maí 1942, og
Margrétar Eiríksdóttur, f. í
Grindavík 31. janúar 1903, d. 27.
október 1986. Systir Eiríks er Elín
P., f. 1932, maki Edvard Júlíusson,
f. 1933, sammæðra er Guðbrandur
Eiríksson, f. 1926, maki Hrefna
Guðmundsdóttir, f. 1936.
Eiríkur kvæntist 2. október 1960
Hildi Júlíusdóttur, f. 1941. For-
eldrar hennar voru Júlíus Hall-
dórsson, f. í Brekkukoti í Svarf-
aðadal 1911, d. 1983 og Kristín
Sigmarsdóttir, f. á Hrafnkels-
stöðum í N-Múlasýslu 1916, d. 1997.
Börn Eiríks og Hildar eru: 1) Alm-
ar, f. 1963, maki Kittý Magn-
úsdóttir. Börn Almars af fyrra
hjónabandi eru Anton, f. 1991 og
Arna Björk 1992. 2) Leifur, f. 1965,
gegndi hann til ársins 1983. Hann
var varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjaneskjördæmi
1978-1979, einn af stofnendum
Sjálfstæðisfélags Grindavíkur og
Lionsklúbbs Grindavíkur. Frá
árinu 1983-1988 var hann fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum er hann tók við
útibússtjórastöðu hjá Útvegsbanka
Íslands í Keflavík, síðar Íslands-
banka hf. sem hann gegndi til árs-
ins 2000. Eiríkur sat í mörgum
nefndum og stjórnarnefndum á
vegum sveitarfélaga, Sambands ísl.
sveitarfélaga, Landshlutasamtaka
sveitarfélaga og Alþingis. Árin
1972-78 sat hann í stjórn SASÍR
(Samtaka sveitarfélaga í Reykja-
neskjördæmi), þar af formaður 4
síðustu árin. 1971-1983 í stjórn
Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja,
þar af formaður í nokkur ár og
jafnframt framkvæmdastjóri 1983-
1988. Árin 1973-1974 formaður
undirbúningsstjórnar Hitaveitu
Suðurnesja, 1974-1983 í stjórn
Hitaveitu Suðurnesja, þar af for-
maður í 3 ár. Eiríkur lét af störfum
árið 2000 og flutti til Spánar ásamt
konu sinni Hildi en á sumrin
bjuggu þau að Prestastíg í Reykja-
vík. Útför Eiríks fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
maki Þórey G. Guð-
mundsdóttir, börn
þeirra eru Hildur
María, f. 1992,
Magdalena Sara, f.
1996, og Eiríkur Al-
exander, f. 1998. Fyr-
ir á Leifur Kristófer
Júlíus, f. 1987. Áður
átti Eiríkur Margréti
B. (Gretu), f. 1954,
maki Kristinn Óskar
Magnússon, d. 2005,
börn, a) Berglind
María, f. 1977, börn
hennar eru Sigríður
Ólafía, f. 1999, og Eyjólfur, f. 2008,
og b) Katrín Jóna, f. 1983, sonur
hennar er Styrmir Snær, f. 2006.
Eiríkur ólst upp í Grindavík og
lauk þaðan fullnaðarprófi og Versl-
unarskólaprófi frá Verzlunarskóla
Íslands 1954. Eiríkur vann sem
ungur maður hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli sem vaktmað-
ur, árið 1957 stofnaði hann versl-
unina Eikabúð og rak til ársins
1968. Hann var starfsmaður Lands-
banka Íslands í Grindavík á ár-
unum 1968-1970. Eiríkur vann mik-
ið að sveitarstjórnarmálum en
1962-1970 var hann hreppsnefnd-
armaður, 1971 varð hann fyrsti
sveitarstjórinn í Grindavík og 1974
fyrsti bæjarstjórinn en því starfi
Nú hefur hann pabbi minn lotið í
lægra haldi fyrir krabbameini sem
hann greindist með fyrir rúmu ári,
baráttan var hörð og snörp. Pabbi var
mjög vel gefinn, ráðagóður og studdi
okkur strákana alltaf með ráðum og
dáð. Hagmæltur var hann og liggja
eftir hann mörg ljóð og stökur sem
hann orti fyrir hin ýmsu tilefni.
Hann var lítið fyrir að kasta til
höndunum við hvaða verkefni sem
hann tók sér fyrir hendur enda náði
hann langt bæði í leik og starfi. Fljót-
lega eftir að hann lauk námi í Verzl-
unarskóla Íslands stofnaði hann
verslunina Eikabúð í Grindavík, og
þaðan lá leiðin í stjórnmálin sem
sveitarstjóri og síðan bæjarstjóri í
Grindavík. Hann endaði starfsævina
síðustu 12 árin sem útibússtjóri Ís-
landsbanka í Keflavík. Hvar sem
hann starfaði aflaði hann sér virðing-
ar og velvildar viðskiptavina sinna og
samstarfsmanna.
Hann varð fyrir miklum missi þeg-
ar hann missti föður sinn ungur að ár-
um og ólst hann upp hjá móður sinni
og tveimur eldri systkinum, oft við
kröpp kjör. En þau stóðu vel saman
og komust öll vel til manns og nú
kveður hann þeirra fyrstur.
Alltaf þegar maður þurfti ráð og
stuðning við þau verkefni sem unnið
var að gat maður leitað í smiðu pabba,
hvort sem það var í námi eða starfi,
hann hafði einstakt lag á að sjá auð-
velda leið að settu marki og leiðbeina.
Nú er komið að kveðjustundinni og
fyrir okkur öll er missirinn mikill en
þó sérstaklega fyrir mömmu því þau
höfðu síðustu 8 árin haft vetursetu á
Spáni þar sem þau byggðu sér fallegt
hreiður til þess að njóta saman efri
áranna.
Almar.
Að missa föður sinn barn að aldri af
slysförum er þungur kross að bera og
án efa eitthvað sem leggur mark sitt á
barn fyrir lífstíð. Faðir minn var að-
eins 6 ára þegar afi drukknaði fyrir
utan heimili þeirra, Sjávarhóla í
Grindavík, en við tók basl og erfiði
einstæðrar móður að ala upp þrjú
börn. Þessi atburður setti mark sitt á
pabba og gerði honum erfitt fyrir að
mennta sig eins og hugur stóð til.
Hann var vel gefinn, vandvirkur með
mikinn metnað og fór því eins langt
menntaveginn og efni fjölskyldunnar
leyfðu. Hann bjó undir súð við Grett-
isgötuna í lítilli skonsu sem notuð var
sem þurrkherbergi og sótti þaðan
nám í Verzlunarskóla Íslands og lauk
Verslunarskólaprófi 18 ára með
ágætiseinkunn. Á þessum árum kom
skáldagáfan fram en hann orti í skóla-
blöðin undir skáldanafni en þessi
áhugi hans á kveðskap átti eftir að
koma fram í vinnu jafnt sem leik allt
hans líf.
Pabbi gerði miklar kröfur til sjálf
síns og annarra og slugs eða hroð-
virkni áttu ekki við hann. Hann var
bestur í skóla, ótrúlegur íslenskumað-
ur og talaði ensku betur en margur
sem átti hana fyrir móðurmál, talaði
dönsku og þýsku prýðilega og að síð-
ustu gerði hann atlögu að spænsku
máli en varð frá að hverfa, enda betra
að sleppa því en slugsa. Hann fór að
spila golf og vann fljótt til verðlauna,
stofnaði Lionsklúbb Grindavíkur og
endaði ferilinn þar með æðstu orðu
Lions-hreyfingarinnar, Melvin Jones-
meðlimur.
Hann starfaði bæði sem sveitar- og
bæjarstjóri í Grindavík og eftir ára-
tugavinnu að sveitarstjórnarmálum
tók hann krók á leið sína og tók við
útibúi Útvegsbankans í Keflavík, síð-
ar Íslandsbanka. Útibúið varð undir
hans stjórn kosið besta útibú landsins
innan bankans en lýsir það vel hans
metnaði í leik og starfi. Tímamót urðu
í hans lífi þegar hann og mamma
ákváðu að njóta efri áranna á Spáni.
Árin urðu átta áður en yfir lauk og
undi hann hag sínum vel þar syðra
enda hafði hann mömmu sér við hlið
sem og sól og yl. Pabbi greindist með
krabbamein fyrir um ári síðan og
gekk þokkalega að eiga við það. Fyrir
um fjórum mánuðum fór að halla und-
an fæti og voru örlögin ráðin viku fyr-
ir andlátið. Mamma hefur nú misst
lífsförunaut síðustu 50 ára en minn-
ingin um góðan eiginmann og föður
lifir.
Leifur.
Kynni mín af Eiríki heitnum hófust
fyrir tæpum tuttugu árum eða þegar
ég kynntist Leifi, syni hans. Í upphafi
varð mér strax ljóst að þar fór heil-
steyptur og fróður maður sem hafði
sterka nærveru. Hvort sem það voru
gráu hárin, framkoman eða eitthvað
annað sem skapaði hans virðulega yf-
irbragð þá bar Eiríkur tengdafaðir
minn alltaf af. Það hafa verið forrétt-
indi að vera samferða honum þessi
tuttugu ár.
Íslenskt mál og málfar var Eiríki
mjög hugleikið og bar hann hag ís-
lenskrar tungu mjög fyrir brjósti. Oft
gat hann bent á málvillur sem þjóðin
virtist vera búin að temja sér og var
lítt hrifinn af enskum slettum í okkar
ylhýra máli. Ósagt skal látið hvað
honum hefur fundist um málfar þeirr-
ar sem þetta skrifar. Kannski það hafi
verið tilefni einhverrar þeirrar um-
ræðu um íslenskt mál sem hann hafði
svo gaman af. Oft fengum við einnig
að njóta skemmtilegra vísna og orða-
leikja sem hann fór með án þess að
hafa nokkurt efni á blaði en hann var
einnig nokkuð lunkinn sjálfur við
kveðskap og eftir hann liggur þó-
nokkuð af vísum sem hann orti af hin-
um ýmsu tilefnum.
Eftir að Eiríkur lét af störfum
ákváðu þau hjónin að láta draum sinn
rætast og festu kaup á fasteign á
Spáni. Þar hafa þau unað hag sínum
vel síðustu átta árin og hafa bæði end-
urnýjað gömul kynni við fyrrverandi
samferðamenn og eignast fjölda
nýrra vina. Fyrir tveimur árum eða
þegar Eiríkur varð sjötugur buðu þau
börnum sínum og fjölskyldum að
koma og dvelja hjá þeim á Spáni.
Þeim hjónum var mikið í mun að allir
nytu dvalarinnar og var dagskrá ferð-
arinnar þétt skipuð af uppákomum.
Eitt atriði á dagskránni stóð sérstak-
lega upp úr hjá yngri kynslóðinni en
það var útreiðartúr á smáhestum og
þar sem hestarnir voru misjafnlega
frísklegir í framgöngu vakti útreiðar-
túrinn ekki síður kátínu fullorðna
fólksins. Óhætt er að segja að þessi
ferð muni lifa í minningunni um
ókomin ár.
Eftir erfið veikindi er nú komið að
kveðjustund. Ég kveð Eirík með
söknuði en geymi í huga mínum minn-
ingu um góðan mann. Missir Hildar
er mikill nú þegar hún sér á eftir lífs-
förunaut sínum til 50 ára. Megi góður
Guð styrkja hana í sorginni.
Hvíl í friði.
Þórey G. Guðmundsdóttir.
Elsku afi, við eigum svo margar
góðar minningar um þig. Afmælið þitt
á Spáni þegar öll fjölskyldan var sam-
an komin til að fagna með þér og
ömmu. Áramótin þegar þú passaðir
að við héldum okkur í fjarlægð frá
flugeldunum. Heimsóknirnar í sum-
arbústaðinn austur í sveit. Þegar þú
mættir á pallana í Laugardalshöllinni
í vor til að hvetja Hildi Maríu og liðið
hennar til sigurs, þá kominn með staf
til að styðja þig. Við söknum þín mikið
og munum reyna að styrkja ömmu í
sorginni.
Hildur María, Magdalena
Sara og Eiríkur Alexander.
Í dag kveðjum við Eirík móður-
bróðir okkar sem einnig var kvæntur
föðursystur okkar. Við vorum alla tíð
stolt af Eiríki, eða Eika eins og við
kölluðum hann, og þessum skemmti-
legu fjölskyldutengslum sem við vor-
um alla tíð óþreytandi að segja frá.
Fyrstu árin í uppvexti okkar
bjuggu báðar fjölskyldur okkar í
Grindavík. Vegna náinna tengsla var
mikill samgangur milli heimilanna og
segja má að heimili Eika og Hildar
hafi verið okkar annað heimili. Eiki
var mikill hagleiksmaður og hafði
gaman af smíðum og var hann ávallt
hjálpfús við okkur strákana þegar við
vorum að smíða bíla, báta og önnur
leiktæki. Ein fyrsta bernskuminning
Alexanders er þegar hann fékk að
vera með Eika í kjörbúðinni Eikabúð
þegar hann tók til pantanir og keyrði
þær út til viðskiptavina á gamla Volvo
skutbílnum. Þessi kynni af verslunar-
rekstri urðu til þess að Alexander
ákvað ungur að feta í fótspor frænda
síns og fara í Verslunarskólann. Því
má segja með sanni að Eiki hafi haft
mikil og mótandi áhrif á hann.
Það voru ófáir sunnudagsbíltúrar
sem farnir voru þar sem fjölskyldur
okkar fóru saman með ömmu Mar-
gréti og Gugga frænda. Þá var ekið
um nágrenni Grindavíkur þar sem
sagan var rifjuð upp eða eitthvað út í
sveitir. Oft var sest niður á góðum
stað þar sem nesti var borðað. Einnig
má nefna ánægjulegar samveru-
stundir á aðventunni þegar fjölskyld-
ur okkar komu saman þar sem bakað
var og föndrað. Einnig var venja í fjöl-
skyldunni að hittast á jóladag og taka
í spil.
Síðar þegar Eiki og fjölskylda flutt-
ust frá Grindavík breyttust samskipt-
in og urðu ekki eins mikil. Þó vorum
við alltaf nátengd og aldrei bar
skugga á samskipti okkar við hann og
hans fjölskyldu. Eiki var einn af þess-
um rólegu og traustu mönnum sem
sjaldan skipti skapi og alltaf var gott
að leita til hans um öll mál. Eins og
ævistarf hans gefur til kynna var
hann óþreytandi í að þjóna og liðsinna
fólki og nutum við þess ekki síður en
aðrir.
Síðust árin bjuggu Eiki og Hildur
stóran hluta ársins á Spáni. Við heim-
sóttum þau nokkrum sinnum þangað
og nutum gestrisni þeirra þar. Þegar
við ásamt foreldrum okkar vorum að
leita að íbúð til kaups á Spáni voru
þau óþreytandi að aðstoða við þá leit
og miðla af þekkingu og reynslu sinni
þar.
Við eigum margar góðar minningar
um samverustundir og samskipti
okkar við Eika og fjölskyldu sem við
metum mikils. Þegar við fréttum af
veikindum Eika kom það okkur á
óvart þar sem hann hafði alla tíð verið
meðvitaður um mikilvægi góðrar
heilsu og ástundað heilbrigt líferni.
Um leið og við kveðjum Eika með
söknuði vottum við Hildi frænku, Al-
mari, Leifi, Margréti og öðrum að-
standendum okkar innilegustu samúð
á þessum erfiðu tímum.
Alexander, Kristín og Sigmar.
Góður vinur er fallinn frá eftir
hetjulega baráttu við krabbamein,
sem hefur lagt margan góðan dreng
að velli. Ég kynntist Eiríki skömmu
eftir að ég flutti til Suðurnesja 1970
enda störfuðum við þá á sama vett-
vangi, þ.e. að sveitarstjórnarmálum.
Starfsferill hans var fjölbreyttur.
Hann starfaði sem bankamaður,
kaupmaður, sveitarstjóri, bæjarstjóri
og framkvæmdastjóri Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum. Mér er
vel kunnugt um að í öllum þessum
störfum kom hann sér vel og ræktaði
vel tengslin við umbjóðendur sína.
Á fyrstu árum Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum sátu í stjórn þess
bæjar- og sveitarstjórar þeirra sjö
sveitarfélaga sem að því stóðu. Sam-
starfið var mjög náið og vakti verð-
skuldaða eftirtekt hjá öðrum lands-
hlutasamtökum. Staða Eiríks í
bæjarstjórahópnum var nokkuð sér-
stök enda Grindavík nokkuð úr leið
frá hinum sveitarfélögunum. En hann
tók heilshugar þátt í samstarfinu og
get ég fullyrt að við stofnun Hitaveitu
Suðurnesja 1974 átti hann ekki
minnsta þáttinn og sennilega þann
mest afgerandi. Hann var formaður
undirbúningsnefndar að stofnun
Hitaveitunnnar, enda Grindavíkur-
bær þá þegar látið bora eftir heitu
vatni við Svartsengi. Störf hans og
nefndarinnar urðu grunnurinn að
samstarfinu um Hitaveitu Suður-
nesja, sem hefur fram til dagsins í dag
verið happadrjúgt fyrir Suðurnesin.
Eiríkur tók virkan þátt í félagstörf-
um. Hann var umdæmisstjóri Lions-
hreyfingarinnar og var um tíma félagi
í Oddfellowreglunni, svo eitthvað sé
nefnt. Ég læt ótalin störf hans fyrir
Sjálfstæðisflokkinn en hann hefði
sannarlega, að mínu mati, orðið
flokknum til sóma á Alþingi.
Eiríkur var ljúfur drengur,
skemmtilegur félagi og frábær sögu-
maður. Samvinna á starfsvettvangi
og góð kynni í hartnær fjóra áratugi
þróaðist í vináttu sem haldist hefur
fram á þennan dag. Við gætum rifjað
upp ótal margt frá liðnum árum.
Minningar sem gott er að eiga.
En við nefnum hér sérstaklega
heimsóknir okkar hjóna til Eiríks og
Hildar á Spáni. Þar hafa þau undan-
farin ár komið sér mjög vel fyrir og
dvalið yfir vetrarmánuðina, en verið
hér heima á Íslandi á sumrin. Það var
ávallt vel tekið á móti okkur í Casa
Hildur og minnumst við margra ferða
sem Eiríkur ók okkur um Spán og
alltaf hafði hann uppi fróðleik um
hvern stað fyrir sig. Hann var víðles-
inn og kunni góð skil á sögu Spánar.
Ógleymanlegust er ferð okkar fyrir 2
árum um Norður-Spán, Andorra,
Suður-Frakkland og Mónakó, ferð
sem verður aldrei „toppuð“. En ekki
má gleyma manninum Eiríki. Hann
var hvers manns hugljúfi og ekki nóg
með það, hann var einkar góður hag-
yrðingur þó að hann bæri það ekki á
borð.
Við hjónin þökkum Eiríki fyrir
samfylgdina og vonum, að á hinum
björtu grundum eilífðarinnar farnist
honum jafn vel og á jarðríki.
Kæra Hildur, við sendum þér og
fjölskyldu ykkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guðný og Jóhann Einvarðsson.
Í dag kveðjum við okkar kæra
fermingarbróður, Eirík Alexand-
ersson. Það er sárt að sjá á eftir hon-
um svo fljótt. Eiki var fremstur meðal
okkar í skóla og leik. Einkum þegar
kom að skáldskap. Í skólanum vorum
við með kvöldvökur og þar var kveðist
á. Þá kepptu strákar á móti stelpum
og var hart barist og bjargaði hann
oft sínu liði með því að kasta fram vísu
sem hann orti í hita leiksins. Þegar
unglingsárunum lauk fór Eiki í Versl-
unarskólann og gerðist svo kaupmað-
ur í Grindavík. Þegar við náðum
fimmtugsaldrinum tókum við upp á
því að hittast á fimm ára fresti og
voru þær stundir mjög ánægjulegar.
Á þessum stundum var Eika oftast
falið að sjá um erindi í samkvæminu
og stóð ekki á því. Alltaf kom eitthvað
fróðlegt í bundnu og óbundnu máli.
Nú er skarð fyrir skildi.
Eiki er annar af 12 fermingarsystk-
inum sem hverfur á braut. Við kveðj-
um hann með söknuði og óskum Hildi
og fjölskyldunni guðs blessunar á
þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd okkar fermingarsystk-
ina,
Esther, Guðbjörg
og Dagbjartur.
Eiríkur Alexandersson fyrrverandi
stjórnarmaður og framkvæmdastjóri
Sambands sveitarfélaga á Suðurnesj-
um er látinn. Eiríkur setti mikinn svip
á sveitarstjórnarmál hér á Suðurnesj-
um í um tveggja áratuga skeið fyrst
sem bæjarfulltrúi, sveitarstjóri og
bæjarstjóri í Grindavík. Hann vann
ötullega að samvinnu sveitarfélag-
anna fyrst í gegnum samstarfsnefnd
sveitarfélaganna og síðar eftir að
Samband sveitarfélaga á Suðurnesj-
um (SSS) var stofnað 1978 fyrst sem
stjórnarmaður og framkvæmdastjóri
frá 1983 til 1988.
Á þessum árum var mikil vakning á
samvinnu sveitarfélaganna og marg-
ar af sameiginlegum stofnunum sveit-
arfélaganna hófu starfsemi sína á
þessum árum. Má þar m.a. nefna
Hitaveituna, Fjölbrautaskólann og
Sorpeyðingarstöðina. Kynni okkar
endurnýjuðust er ég tók við starfi Ei-
ríks hjá SSS 1988 og fann ég strax
hvað góður andi ríkti meðal starfs-
fólksins og hvað gott veganesti hann
gaf okkur af reynslu sinni. Samband
sveitarfélaga á Suðurnesjum vill
Eiríkur Alexandersson
Elsku afi. Okkur langar svo
mikið að þakka þér fyrir all-
ar samverustundirnar og
minningar þeim tengdar.
Jólin og áramótin, þegar þú
komst með flugeldana líka til
að skjóta upp. Þegar við hitt-
umst á Spáni á afmælinu
ykkar ömmu. Þegar við fór-
um saman yfir Sprengisand.
Nú munum við vera með
ömmu og hjálpa henni að
komast yfir sorgina.
Anton og Arna Björk.
HINSTA KVEÐJA