Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „FJÖLÞÆTT menntun, gróskurík menning, fiskistofnar, búskapur í eigin landi, orkulindir, forðabúr neysluvatns og sköpunarverk nátt- úrunnar eru verðmæti sem aðrir myndu fagna að eiga í sínum ranni, auðlindir og eiginleikar sem geta gert okkur alla vegi færa,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson m.a. þegar hann var settur inn í embætti for- seta Íslands við hátíðlega athöfn í gær. Hann sagði að styrkur Íslands lægi á þessum sjö sviðum sem hann kallaði efnivið í þjóðarheill. Viðstaddir embættistökuna voru fyrrverandi forseti, ríkisstjórn, æðstu embættismenn þjóðarinnar og sendiherrar erlendra ríkja ásamt fjölskyldu forsetans. Dorrit í skautbúningi frá 1938 Athöfnin hófst með lúðrablæstri á Austurvelli klukkan 15 þar sem Lúðrasveit Reykjavíkur lék ætt- jarðarlög en klukkan 15.30 hófst helgistund í Dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup flutti hugvekju. Að því loknu var gengið til Alþingishússins þar sem forseti Hæstaréttar, Árni Kolbeinsson, lýsti forsetakjöri og útgáfu kjör- bréfs og mælti fram drengskap- arheit að stjórnarskránni sem for- setinn undirritaði. Þá gengu forsetahjónin fram á svalir Alþing- ishússins þar sem forsetinn minntist fósturjarðarinnar. Dorrit Moussia- eff klæddist í tilefni dagsins skaut- búningi sem saumaður var af Jak- obínu Thorarensen hannyrðakonu árið 1938. Ólafur sló jákvæðan tón í ávarpi sínu við athöfnina og sagði hina nýju öld hæglega geta orðið besta tíma þjóðarinnar þrátt fyrir vanda- málin sem nú blasi við. Hann benti á að Íslendingar hefðu áður staðið af sér mikla erfiðleika og nefndi sem dæmi langvinna sjálfstæðisbaráttu, landhelgisstríð, verðfall á afurðum og andstreymi í efnahagslífi. Í ljósi sögunnar og sterkrar stöðu Íslands í veröldinni væri því ekki ástæða til að örvænta heldur hélt Ólafur því þvert á móti fram að Ís- lendingar væru nú auðugri að tæki- færum en nokkru sinni fyrr. Ísland eigi erindi við heiminn Sérstaka áherslu lagði forsetinn á orkumál og benti hann á að í fram- tíðinni yrðu norðurslóðir lykilsvæði í framförum heimsins þar sem nýjar siglingaleiðir og mikill orkuforði veittu ný tækifæri. Á því sviði væri Ísland þegar orðin fyrirmynd og sí- vaxandi eftirspurn væri eftir sam- starfi við Íslendinga um nýtingu hreinnar orku. Þetta er í fjórða skipti sem Ólafur sver embættiseið frá því 1996 þegar hann var fyrst kjörinn forseti með 41% fylgi, en hann var nú sjálfkjör- inn þar sem ekkert annað framboð barst fyrir lok framboðsfrests í maí síðastliðnum. Áður hafa tveir forset- ar gegnt embættinu í fjögur kjör- tímabil, þau Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís Finnbogadóttir. Ísland í kjörstöðu Forseti Íslands var bjartsýnn í innsetningarræðu sinni og sagði Íslendinga nú vera auðugri að tækifærum en nokkru sinni ÓLAFUR Ragnar Grímsson er 65 ára gamall, fæddur á Ísafirði hinn 14. maí 1943. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk því næst BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester og loks doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein. Að námi loknu var hann skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og tók þar þátt í mótun nýrrar námsbrautar í stjórnmálafræði. Ólafur sat lengi á þingi fyrir Alþýðubandalagið og var fjármálaráðherra á árunum 1988–1991 í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Hann var kjörinn fimmti forseti lýðveldisins árið 1996. Fimmti forseti lýðveldisins Morgunblaðið/Frikki Skrifað undir Dorrit Moussiaeff og Þorsteinn A. Jónsson stóðu hjá forsetanum er hann undirritaði eiðstafinn. Morgunblaðið/Frikki Kveðja Forsetahjónin heilsuðu þjóðinni af svölum Alþingishússins. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MEIRIHLUTASTJÓRN Spari- sjóðs Mýrasýslu (SPM) fer í hendur Kaupþings, skv. tillögu stjórnar sjóðsins um stofnfjáraukningu. Til- lagan verður lögð fram 15. ágúst. Eftir aukninguna verður Kaupþing 70% eigandi með 1.750 milljónir, aðr- ir fjárfestar 10% eigendur og Borg- arbyggð, sem hingað til hefur átt sjóðinn að fullu, með um 20% stofn- fjár. Sjóðurinn er því metinn á um 2,5 milljarða og hefur eignasafn hans rýrnað mikið frá því í fyrra. Ljóst er að óánægja er með þetta í Borgarbyggð, enda ekki langt síðan SPM var álitinn með sterkari spari- sjóðum. „Kjörorðið hefur til þessa verið „Hornsteinn í héraði“ og hann hefur staðið undir því. Þetta er því alls engin óskastaða,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitar- stjórnar. Nú er spurning hvort á löngu líður áður en SPM rennur al- farið inn í bankann. Um það ræður sveitarfélagið engu eftir þetta en Björn Bjarki segir Kaupþing þó skilja samfélagslegt hlutverk SPM. Hann fæst ekki til að segja að SPM hafi í raun verið orðinn gjald- þrota en hins vegar segi það sig sjálft að staðan sé ekki góð þegar koma þurfi inn með tveggja millj- arða stofnfé til viðbótar. Borgar- byggð veltir tveimur milljörðum ár- lega. Ekki er talið réttlætanlegt að hún taki lán til stofnfjáraukningar. Rætt um sölu sjóðsins í fyrra Í fyrra kom upp umræða um hvort selja ætti SPM og nota andvirðið til að greiða skuldir sveitarfélagsins og bæta þjónustu við íbúa, svo sem að bæta tómstundaaðstöðu og byggja leikskóla. Þá voru stjórnmálamenn hins vegar á því að fengur væri að sjóðnum fyrir sveitarfélagið og ekki skyldi selja. Eignir hans voru þá metnar á töluvert hærri upphæðir. Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri og íbúi í Borg- arbyggð, segir gærdaginn svartan dag fyrir Borgfirðinga. Hann var einn þeirra sem töldu í fyrra rétt að selja sjóðinn. „Í fljótu bragði sér maður ekki að þeir peningar sem hefðu fengist þá muni skila sér til íbúanna úr þessu,“ segir Snorri. Sveitarfélagið sé fámennt og salan hefði getað skipt miklu fyrir hvert mannsbarn þar á sínum tíma. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti framsóknarmanna í minnihluta sveitarstjórnar, segist sleginn yfir þróun mála. Hann hafi ekki alltaf verið sammála meirihlutanum um málefni SPM en kveðst heldur ekki hafa haft þær töfralausnir sem hefðu getað skilað annarri niðurstöðu. Stjórnmálamönnum hafi ekki dottið í hug af fullri alvöru að selja. „Þetta verður áfram Sparisjóður Mýrasýslu í einhverja daga, mánuði eða ár,“ segir hann. Reynslan sýni svo hversu vel sjóðurinn sinni heima- byggð sinni hér eftir. Ekki þurfi að setja hornin undir eins í Kaupþing. Hornsteininum ekki stjórnað af Borgarbyggð Kaupþing 70% eigandi stofnfjár SPM Nágrannar SPM er í næsta húsi við útibú Kaupþings í Borgarnesi. Í HNOTSKURN »Sparisjóður Mýrasýsluhefur verið eina lánastofn- unin í 100% eigu sveitarfélags en slíkt er auðvitað ekki skylduhlutverk þeirra. »Rökstuðningur stjórn-málamanna í Borgarbyggð hefur m.a. verið sá að slík stofnun þjóni heimabyggð sinni betur en venjulegur banki væri tilbúinn til að gera. HP Farsímalagerinn, sem rekur verslanir Hans Petersen og Far- símalagersins, ákvað í gær að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Meirihluti 20 fastráðinna starfs- manna félagsins mun halda vinnunni en nákvæmari upplýsingar liggja ekki fyrir um það. Verslunum félags- ins í Smáralind og í Kringlunni var lokað á fimmtudag. Nýtt rekstrar- félag, Verslanir Hans Petersen ehf., tók við rekstri verslananna á Lauga- vegi 178 og í Bankastræti 4 í gær. Þeim verður væntanlega lokað á þriðjudag en munu verða opnaðar aftur á miðvikudag. Jóhann Friðrik Ragnarsson, sem verður í stjórn hins nýja félags, segir alla starfsmenn hafa fengið laun greidd nú um mánaðamótin og að meirihluta þeirra muni bjóðast að endurráða sig hjá nýja félaginu. Að- spurður segir hann ekki endanlega ráðið hverjir verði hluthafar í því fé- lagi og ennfremur hvaðan fjármagn- ið til þess muni koma. Reynt verði að leysa úr þeim málum nú og kynna niðurstöður eftir helgina. Viðskiptavinir Hans Petersen og Farsímalagersins geta leitað ósóttra framkallana og annarrar þjónustu og leiðbeininga í fyrrnefndum versl- unum á Laugavegi og í Bankastræti. HP Farsímalagerinn varð til hinn 1. apríl 2007 við sameiningu Hans Petersen og Strax Holdings, sem var rekstrarfélag Farsímalagersins. halldorath@mbl.is Hans Petersen til gjaldþrotaskipta LÖGREGLAN á Blönduósi handtók á tíunda tímanum í gærkvöldi tvo menn á þrítugsaldri fyrir vörslu fíkniefna. Var bifreið mannanna stöðvuð við reglubundið eftirlit og við leit í bílnum fundust 40-50 g af kannabisefnum. Er talið að efnin hafi verið ætluð til sölu, en menn- irnir voru á leið til Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er málið í rannsókn og voru mennirnir yfirheyrðir í gær- kvöldi. Ekki liggja fyrir tengsl mannanna við stórtæka sölu á fíkni- efnum og ekki er vitað hvort efnin séu innflutt eða ræktuð hér á landi. Gærkvöldið var að öðru leyti rólegt hjá lögreglunni á Blönduósi. thorbjorn@mbl.is Fíkniefnasal- ar handteknir á Blönduósi KAUPÞING hefur sem fyrr segir skuldbundið sig til að skrá sig fyrir 1.750 milljónum stofnfjár og aðrir fjárfestar fyrir 250 milljónum kr. „Fyrst og fremst mun stofnfjár- aukningin styrkja sjóðinn mjög mikið og gera honum fært að vera áfram sterkur og öflugur,“ segir Sigurður Már Einarsson, stjórn- arformaður SPM. „Sjóðurinn hefur verið sterk og öflug stofnun en við höfum ekki farið varhluta af því óhagstæða fjármálaumhverfi sem hefur verið.“ Erlend fjármögnun hafi verið mjög erfið undanfarið og Kaupþing sé því ákjósanlegur bakhjarl í nú- verandi umhverfi. Þá hefur verðfall á hlutabréfum leitt til lækkunar á eigin fé. „Við höfum átt mikið af hlutabréfum í fjármálafyrir- tækjum eins og Exista, allir vita hvernig staða þess er. Auk þess hefur verið gríð- arlegt verðfall á íslenskum hluta- bréfum.“ segir Sigurður. Að- spurður segir hann eiginfjárhlut- fallið hafa verið komið niður fyrir ásættanleg mörk, sem hafi m.a. ver- ið ástæðan fyrir fyrirhugaðri stofn- fjáraukningu. halldorath@mbl.is Eigið fé sjóðsins var orðið allt of lítið Sigurður Már Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.