Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Þ etta var ekki auðveld ákvörðun. Annirnar í embættinu eru miklar og sífellt vaxandi. Ákvörð- unin um að vera áfram var ákvörðun um mikla vinnutörn og eðlilegt að velta fyrir sér hvort ekki væri nóg komið. Okkur Dorrit fannst mörg þeirra verka sem ég hef verið að vinna að á undanförnum árum á góðri siglingu og vert að fylgja þeim eftir. Þess vegna væri rétt að leggjast í þennan róður á ný og afla nýrra tækifæra,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að sitja sitt fjórða kjörtímabil. „Ég er sannfærður um að Íslendingar hafa aldrei haft jafnmörg tækifæri eins og á komandi árum og þjóðin hefur aldrei verið jafn vel búin til að nýta sér þau eins og nú. Að því leyti er ég mjög bjartsýnn á framtíð- ina og ekki haldinn þeim bölmóði eða kvört- unartóni sem mér finnst stundum heldur hávær um þessar mundir.“ Hvaða verk eru það sem þú talar um og vilt fylgja eftir á fjórða kjörtímabilinu? „Mörg þessara viðfangsefna eru á sviði vísinda, rannsókna, menningar og lista, og sum snúa að framsókn nýrra greina í at- vinnulífi. Ég vil halda áfram að leggja þeim lið en ekki hætta í miðju kafi. Svo bætast við ný verkefni. Ég hef alltaf litið á forseta- embættið sem vettvang verkefna. Ég hef aldrei litið á það sem hægindi eða þægilegt líf. Ég vil líka halda áfram að rækta sam- bandið við byggðirnar í landinu sem sumar hverjar hafa mjög átt á brattann að sækja að undanförnu eins og við vitum. Víða er þar unnið merkilegt starf við að brydda upp á nýjungum í atvinnulífi, byggja upp nýstár- leg og skemmtileg söfn, opna nýjar slóðir í ferðaþjónustu. Það hefur á undanförnum tólf árum verið afar ánægjulegur hluti af starfi mínu að heimsækja sýslur og byggðir, kaupstaði og minni pláss og kynnast því fjölskrúðuga lífi sem þar er lifað og um leið vonandi vekja athygli þjóðarinnar á því starfi sem þar er unnið. Við lifum á tímum þar sem tækifæri okk- ar eru verulega háð umheiminum. Forseta- embættið er að mínum dómi eitt öflugasta tækið sem Íslendingar eiga ef forsetinn vill beita því til að opna nýjar leiðir, greiða götu, tryggja sambönd og festa hagsmuni í sessi. Leikreglur hinna alþjóðlegu sam- skipta í veröldinni eru ennþá á þann veg að þjóðhöfðingi getur beitt sér meira en aðrir. Ég hef reynt að beita þessum áhrifum á margvíslegan hátt í þjóðarþágu.“ Beitir áhrifum Með hvaða hætti beitirðu áhrifum þínum? „Ég skal nefna nokkur dæmi. Fyrir tæp- um tíu árum talaði ég um nýskipan á norð- urslóðum þar sem Íslendingar gætu í sam- vinnu við aðrar Norðurlandaþjóðir, Rússa, Bandaríkjamenn og Kanadamenn haft mikil áhrif á hvernig málum yrði skipað í þessum heimshluta. Ég tók þátt í því að efla Há- skólann á Akureyri sem eins konar fræða- miðstöð fyrir þetta samstarf. Ég hef tekið þátt í því að styrkja aðra háskóla í landinu á ýmsan hátt, hef hjálpað Háskólanum á Bif- röst til að öðlast tengsl við Kína, rétt Há- skólanum í Reykjavík hjálparhönd á mörg- um sviðum, meðal annars á fundum með MIT-háskólanum í Bandaríkjunum sem nú hefur gert samning við háskólann. Ég hef greitt Háskóla Íslands götur til Indlands, átt þátt í að skapa rannsóknarsamstarf ís- lenskra og erlendra vísindamanna í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði um það tilraunarverkefni að dæla koltvísýringi niður í jörðu þar sem hann binst basalti og geymist vonandi um aldir. Þá hef ég haft frumkvæði að samstarfi íslenskra, banda- rískra og indverskra jöklafræðinga um að rannsaka þær breytingar sem eru að verða á jöklunum í Himalajafjöllunum, en hröð bráðnun þeirra gæti skapað eina mestu um- hverfisvá veraldar ef loftslagsbreytingar halda áfram. Á sviði menningar og lista höfum við hjónin reynt að stuðla að því að ungt lista- fólk eigi greiðan aðgang að áhrifafólki í ver- öldinni. Ég hef lagt talsvert á mig til að greiða götu ungra athafnamanna sem eru að leggja inn á nýjar brautir. Ég hef talið það vera framlag til að styrkja lífskjörin í land- inu og skapa auknar þjóðartekjur en líka til að skapa starfsvettvang fyrir hundruð eða þúsundir af vel menntuðu ungu fólki sem verða að fá störf við sitt hæfi á íslenskum vettvangi. Einhverjum finnst kannski að forsetinn ætti ekki að sinna neinu af þessu, heldur sitja bara á Bessastöðum og lesa góðar bækur og ganga um túnin. Ég hef stundum velt því fyrir mér í léttum dúr að gaman væri ef þjóðin prófaði að hafa slíkan forseta og sæi til hvernig henni líkaði það.“ Slagorðakenndar ýkjur Tekurðu inn á þig gagnrýni um tíðar ut- anlandsferðir þínar, einkaþotuferðir og sam- skipti við auðjöfra og fína og fræga fólkið? „Ég tek gagnrýnina ekki á nokkurn hátt inn á mig. Ég hef alltaf talið rangt að for- setinn eigi, í krafti hefðar eða tilgerðar- legrar virðingar, rétt á því að vera ekki undir smásjá fólksins í landinu og að það eigi að skapa honum skjól sem hann njóti umfram aðra. Þótt ýmsir hafi gagnrýnt mig og fjallað um verk mín og sjónarmið á mis- kunnarlausan hátt þá vona ég að hvergi sé hægt að finna neikvæð viðbrögð af minni hálfu gagnvart því. Ef forsetinn kippir sér of mikið upp við það að fjölmiðill, blaðamenn eða aðrir mál- flytjendur á opinberum vettvangi gagnrýna hann fyrir ákveðin verk og sjónarmið þá er viss hætta á því að hann fari að breyta at- höfnum sínum og viðhorfum af því hann vilji ekki vekja umræðu eða fá á sig gagnrýni. Á undanförnum árum hefur mér þó stundum fundist gagnrýnin einkennast af því að ein- stakir áhrifaaðilar í íslenskri fjölmiðlun vildu gjarnan hafa slíkt vald yfir forset- anum. Verulegur hluti af framfarasókn þjóð- arinnar byggist á auknum samskiptum við aðrar þjóðir. Forsetinn getur ekki sinnt þessu verkefni nema vera á vettvangi víða um veröld. Ef ég er sannfærður um að ut- anlandsferð skili Íslendingum árangri þá tel ég að hún eigi rétt á sér en ég hafna henni ef ég tel litla von um að árangur náist. Ég hef lagt áherslu á að styrkja tengsl okkar við heimshluta sem ég tel að muni skipta miklu máli á þessari öld. Draga mun úr áhrifum Bandaríkjanna og Evrópu og ég hef því lagt áherslu á að byggja upp tengsl við lönd eins og Indland og Kína. Á síðustu tveimur árum hef ég einnig lagt mikla áherslu á tengsl okkar við Mið-Austurlönd, sem og að rækta sambandið við lönd í Mið- og Austur-Evrópu. Það krefst þess að ég sæki þessar þjóðir heim, kynnist ráðamönn- um þeirra og greiði þannig götu íslenskra aðila. Þetta eru yfirleitt mjög stífar vinnu- ferðir þar sem verið er að frá morgni og langt fram á kvöld. Það er misskilningur að þetta séu skemmtiferðir. Varðandi það sem stundum er sagt um samskiptin við auðmenn eða þotuliðið þá finnst mér það oft og tíðum vera slagorða- kenndar ýkjur. Þær ferðir sem ég hef farið með einkaþotum á undanförnum árum eru teljandi á fingrum annarrar handar. Þá hafa þær yfirleitt verið farnar vegna þess að ekki hefur fundist önnur leið til að komast á áfangastað í tæka tíð. Að þessum örfáu ferðum frátöldum eru allar ferðir mínar með áætlunarflugi. Sumir eru hissa á þeim ferðamáta erlendis og eiga því að venjast að þjóðhöfðingjar ferðist um á eigin farkosti; mér finnst rétt og eðlilegt að forsetinn sé líkt og aðrir Íslendingar á ferðum sínum fulltrúi þess jafnréttissamfélags sem við er- um stolt af. Ég tel ekki að ég sé í sérstökum eða nán- um tengslum við íslenska auðmenn. Á hinn bóginn er það þannig að mörg af öflugustu fyrirtækjum Íslendinga eru undir stjórn manna sem hafa efnast vel. Ef forsetinn vill taka þátt í því að styrkja atvinnulífið í land- inu, breikka starfsgrundvöll nýrra kynslóða og auka tækifæri þjóðarinnar til að styrkja hagsæld sína þá krefst það samvinnu og samstarfs við þá forystusveit sem stjórnar íslensku atvinnulífi. En það gefur alranga mynd að halda því fram að við hjónin séum í reglubundnum tengslum við auðmenn og að lífsstíll okkar einkennist af því. Daglegt líf okkar ber fyrst og fremst svipmót mikilla anna og eiginlega svo mjög að aðalkvört- unarefni Dorritar er að það gefist nánast aldrei stund til að vera saman og njóta ís- lenskrar náttúru. En þeim stundum sem við eigum afgangs reynum við að verja saman tvö ein eða með dætrum mínum og fjöl- skyldum þeirra.“ Jákvæð áhrif Ólympíuleikanna Þú ætlar að mæta á setningu Ólympíu- leikanna í Kína. Það er umdeild ákvörðun. Verður þú ekki bara þar upp á punt eins og aðrir þjóðarleiðtogar heims? „Það þyrfti að vera ærin ástæða fyrir for- setann, verndara íþróttahreyfingarinnar, að neita boði Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands um að mæta á Ólympíuleika, mestu íþróttahátíð heims. Aðrir þjóðhöfðingjar á Norðurlöndum ætla á þessa leika. Það hefði Forsetaembættið Ég hef aldrei litið á það sem hægindi eða þægilegt líf. Forsetaembættið » Einhverjum finnstkannski að forsetinn ætti ekki að sinna neinu af þessu, heldur sitja bara á Bessastöðum og lesa góðar bækur og ganga um túnin. Ég hef stundum velt því fyrir mér í léttum dúr að gaman væri ef þjóðin prófaði að hafa slíkan forseta og sæi til hvernig henni líkaði það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.