Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Fljótsdalur | Eftirgerð af Valþjófsstaðahurðinni er nú til sýnis á Skriðuklaustri. Er þetta smækkuð eft- irgerð af hurðinni, úr eigu afkomenda Kristjáns heit- ins Eldjárns, forseta Íslands. Valþjófsstaðahurðin er meðal helstu dýrgripa þjóðarinnar, varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands. Hún er talin vera frá því um 1200 og var í kirkju á Val- þjófsstað til 1852. Það er útskurðurinn sem hefur getið henni frægðarorð, eins og Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, segir í grein um hurðina í bók sinni, Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Þegar forsetahjónin voru í heimsókn á Austur- landi 1971 færðu Héraðsbúar þeim að gjöf smækk- aða mynd af Valþjófsstaðahurðinni. Halldór Sigurðs- son tréskurðarmeistari í Miðhúsum skar hurðina út, en hann hafði einnig skorið út eftirgerð Valþjófs- staðahurðarinnar í fullri stærð fyrir núverandi kirkju á Valþjófsstað. Þegar starfsmenn Gunnarsstofnunar á Skriðu- klaustri voru að undirbúa seinni sýningu sumarsins í stásstofu Gunnarshúss, sýningu sem þau nefna Furð- ur Fljótsdals, kom þeim í hug að leita eftir því að fá hurðina lánaða hjá fjölskyldu Kristjáns. Þórarinn Eldjárn segir að sjálfsagt hafi verið að verða við því. Þórarinn er annars með hurðina uppi á vegg, eins og hvert annað listaverk, enda er hún listilega útskorin eins og frummyndin sem stundum hefur verið nefnd fyrsta íslenska myndasagan. Á sýningunni Furður Fljótsdals sem opnuð var í gær er reynt að gera skil nokkrum þjóðsagnafyrir- bærum sem sérstaklega tengjast Fljótsdal. EIN AF FURÐUM FLJÓTSDALS Smækkuð eftirgerð af Valþjófsstaðahurðinni sem Hér- aðsbúar gáfu Kristjáni Eldjárn er sýnd á Skriðuklaustri Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gripurinn Halldóra Tómasdóttir, Egill Gunnarsson og Þórhallur Jóhannsson opna Valþjófsstaðahurðina. FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞEGAR barnaverndaryfirvöld fengu fyrst til- kynningar um það árið 2004 að ekki væri allt með felldu hjá karlmanni sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi í gær fyrir mörg kynferðisbrot gegn sjö stúlkubörnum, þar á meðal dætrum sínum, hófst athugun á því hvað væri hæft í þessum kvörtunum. Niðurstaðan varð sú að ekkert kom í ljós sem gæti gefið tilefni til þess að halda málinu opnu eða óska eftir lögreglurannsókn. Kvartað var undan vanrækslu á heimili mannsins og því að hann gengi um nakinn heima hjá sér í viður- vist barna sinna og vina þeirra. Það var ekki fyrr en í vor sem tilefni gafst til að biðja um lög- reglurannsókn sem endaði með ákæru og dómi. Í umræddu máli var enn og aftur kvartað und- an hegðun mannsins árið 2006, að þessu sinni í Kópavogi, og fór barnaverndarnefnd bæjarins of- an í málið – án þess að neitt gæfi tilefni til að halda áfram með það. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, bendir á að fólk gæti af þessari atburðarás haldið að ekkert hafi verið gert af hálfu barnaverndaryfirvalda en sannleik- urinn sé hinsvegar sá að málið var sannarlega kannað á grundvelli barnaverndarlaga. Sjálfstæður framburður afhjúpaði málið „Þeir þættir, sem okkur er heimilt að skoða, voru skoðaðir, án þess að það næðist utan um málið fyrr en þriðji aðili kom málinu af stað,“ seg- ir hún. Þar er um að ræða sjálfstæðan framburð 10 ára telpu sem gisti stundum heima hjá dætr- um mannsins, vinkonum sínum. Sagði hún for- eldrum sínum, frænku og fjölskylduráðgjafa frá því að hafa vaknað nærbuxnalaus í sumum þess- ara gistiheimsókna. Rannsókn leiddi til að mað- urinn var ákærður og sakfelldur af ákæru fyrir að hafa margsinnis verið allsnakinn í viðurvist stúlkunnar og nokkrum sinnum lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún lá í rúmi. Einnig var hann dæmdur fyrir að hafa marg- sinnis fært stúlkuna úr nærbuxum á meðan hún svaf og horft á kynfæri hennar. Voru þessir ákæruliðir meðal fjölmargra liða sem vörðuðu frekari kynferðisbrot hans gegn hinum börn- unum og enduðu með sakfellingu. Þrátt fyrir að barnaverndaryfirvöld hafi ítrek- að verið að athuga hvort verið væri að brjóta gegn börnum á heimili mannsins virðist ekkert gerast fyrr en eitt tiltekið barn í hópi fórnar- lambanna tekur sig til og segir frá án þess að eft- ir því væri gengið. Þetta vekur spurningar um burði barnaverndaryfirvalda til að gera sitt til að stöðva önnur eins brot með þeim úrræðum sem lög og færni starfsmanna við að ná til barna leyfa. Í þessu tilviki virðist sem vísbendingarnar hafi ekki verið nægilega sterkar til að fletta ofan af málinu fyrr en fyrst í vetur. Halldóra segir það umhugsunarefni hversu langt eigi að leyfa opinberum starfsmönnum að ganga í svona málum en hún tekur fram að vald barnaverndarstarfsmanna sé í raun gríðarlega mikið. Þegar fólk tilkynnir barnaverndaryfirvöldum um meint brot gegn börnum fer könnun af stað, en að sögn Halldóru hafa starfsmenn mjög lítið í höndunum til að halda áfram með mál ef börn sem rætt er við segja ekki frá hlutunum. Ekki sé hægt að þvinga börn til að gefa upplýsingar. Barnaverndarlög gefa barnaverndarstarfs- mönnum heimild í sérstökum tilvikum til að ræða við börn án þess að fá samþykki foreldra eða segja þeim frá því að talað verði við börnin. Þann- ig geta barnaverndarstarfsmenn farið í skóla eða þangað sem börnin eru stödd og talað við þau. Upplýsa verður foreldrana í beinu framhaldi slíkra viðtala. Barnaverndaryfirvöld höfðu ekkert í höndunum til að biðja um lögreglurannsókn fyrr en fjórum árum eftir að fyrst var kvartað undan kynferðisbrotum manns sem dæmdur var í 4 ára fangelsi í héraðsdómi Vísbendingarnar nægðu ekki Í HNOTSKURN »Samkvæmt 43. gr. barna-verndarlaga frá 2002 er barnaverndarnefnd heimilt að fara á annan stað en heimili barns, svo sem í dagvistun, leikskóla, skóla, félagsmiðstöð eða neyðarathvarf, til að tala við barn, í einrúmi ef þörf er á, fylgjast með hegðun þess eða til athugunar á barni. »Jafnan skal hafa samráðvið foreldra ef tala á við barn yngra en 12 ára eða gera athuganir á því. Ef rannsóknarhagsmunir mæla sannanlega með því er heimilt að tala við barn yngra en 12 ára og fylgjast með hegðun þess án vitneskju eða samþykkis foreldra eða for- ráðamanna, en tilkynna skal þeim svo fljótt sem verða má að slík könnun hafi farið fram. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG VAR alinn upp á bökkum Ölfus- ár, stærsta vatnsfalls okkar. Það að alast upp á bökkum árinnar hafði þessi áhrif á mig, ég varð mjög áhugasamur um veður og vatn, segir Árni Snorra- son, sem í gær tók við nýju embætti forstjóra Veður- stofunnar, um rætur áhuga síns á vatna- og veður- farsrannsóknum. „Það var oft stórbrotið að fylgjast með náttúruöflunum. Ég var ungling- ur á Selfossi 1968 þegar þar varð stór- flóð. Það hafði sannarlega áhrif á mig að sjá þetta samspil veðurs og vatns. Ég dáðist að Sigurjóni Rist og hans starfi eins og margir, enda virtist það ákaflega áhugavert,“ segir hann og lítur yfir farinn veg. Árni er sem fyrr segir fyrsti for- stjóri Veðurstofu Íslands, en embætt- ið veðurstofustjóri verður lagt niður frá og með 1. janúar næstkomandi. Magnús Jónsson gegnir stöðu veður- stofustjóra núna. Tók við af Sigurjóni Rist Að loknu námi í eðlisfræði við Há- skóla Íslands hélt Árni vestur um haf þar sem hann lauk meistara- og dokt- orsprófi frá Illinois-háskóla. Þá hefur hann lagt stund á lofts- lagsrannsóknir sem gestafræðimaður við háskólann í Arizona og New Hampshire. Hann hóf störf hjá Vatnamælingum árið 1983 og tók svo við stöðu forstöðumanns árið 1987, þegar Sigurjón Rist lét af störfum. Hann segir ýmis verkefni bíða. „Það er verið að sameina starfsemi Vatnamælinga og Veðurstofunnar með nýjum lögum um Veðurstofu Ís- lands, jafnframt því sem það á að víkka út hlutverk hennar. Þá á ég við nokkra málaflokka, m.a. loftslagsrannsóknir og náttúruvá. Þriðji málaflokkurinn er upptaka vatnatilskipunar ESB. Flóð í Ölf- usi kveikti áhugann Árni Snorrason fyrsti forstjóri Veðurstofu Árni Snorrason AÐGERÐASINNAR frá Saving Iceland reyndu að stöðva umferð að álverinu í Straumsvík í gær með því að hlekkja sig við hlið sem hleypir umferð til og frá álverslóðinni. Með þessu vildu samtökin mótmæla „fyr- irhugaðri framleiðsluaukningu, nýj- um álverum og eyðileggingu ís- lenskrar náttúru.“ Gáfust upp og fóru Lögreglan mætti á staðinn til að fylgjast með. „Þau hlekkjuðu sig við aðalhliðið. Það truflaði samt ekkert umferð að álverinu. Það er hægt að komast að álverinu á mörgum stöð- um ef svo ber undir. Það þurfti því ekkert á aðstoð okkar að halda og við létum þetta afskiptalaust. Svo fóru þau bara, enda báru aðgerðirnar ekki árangur sem erfiði,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. thorbjorn@mbl.is Aðgerðir báru ekki árangur Mótmæli Ekki var þörf á inngripi lögreglu því mótmælendur fóru. Reyndu að stöðva umferð í Straumsvík Morgunblaðið/Júlíus MAÐUR sofnaði undir stýri og velti bíl sínum undir Hafnarfjalli á níunda tímanum gærkvöldi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi en reyndist lítillega slas- aður. Bíllinn er gjörónýtur. Við reglubundið eftirlit lögreglunnar í Borgarnesi voru jafnframt þrír handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum kannabisefna. Sofnaði undir stýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.