Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur sett sér útgjaldareglu og hefur unnið eftir henni síðan haustið 2003. Opinberar fram- kvæmdir eru samt ekki inni í þessari reglu og hún er ekki lögfest. Er um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ræða. „Reglan, sem er gagnlegt og mikilvægt tæki, felst í því að jafnaði að rekstrargjöld eiga ekki að hækka að raun- gildi um meira en tvö prósent á milli ára og tilfærslur um tvö og hálft prósent. Yfir hagsveifluna á að vera jöfnuður á ríkissjóði. Svo má deila um það hvernig tekist hafi til,“ segir Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. Í Morgunblaðinu í gær var þeirri hugmynd varpað fram að lögfesta þyrfti útgjaldareglu þannig að vöxtur ríkisútgjalda yrði fastur og ákveðinn á hverju ári. „Lög- festing á svona reglum er kannski of langt gengið. Að- stæður eru það breytilegar. Ef við hefðum slíka reglu lög- festa þá hefði hún torveldað það að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Auk þess gæti alþingi alltaf breytt henni með einföldum þingmeirihluta.“ Árni segir ákveðin vandamál tengd því að vinna eftir núverandi útgjaldareglu. Inni í þeirri reglu eru t.d. ekki fjárfestingar. „Í umhverfi mikils hagvaxtar og kaup- máttaraukningar er mjög erfitt að halda sér innan marka reglunnar. Við höfum því þurft að víkja frá þessari reglu til þess að bæta kjör eldri borg- ara og öryrkja í almannatrygginga- kerfinu,“ segir Árni. Ákveðnar framkvæmdir nátengdar uppsveiflu „Ef dregið er of mikið úr framkvæmdum í uppsveifl- unni, sérstaklega framkvæmdum sem eru nátengdar hagsveiflunni eins og vegaframkvæmdir, þá er kannski ekki jafn mikil þörf fyrir þær þegar kreppir að,“ segir Árni. Að hans sögn er mjög einfalt svar við þessu, það fel- ist í því að láta einkaaðila taka ákvarðanir um slíkar fram- kvæmdir. Ekki þörf á lögfestingu  Ríkisstjórnin hefur unnið eftir fjármálastefnu síðan haustið 2003  Hefur þurft að víkja frá henni til að bæta kjör aldraðra og öryrkja, að sögn ráðherra Í HNOTSKURN »Reynslan sýnir að það ermjög erfitt að hitta á réttu tímapunktana, hvenær eigi draga úr og hvenær eigi að auka ríkisútgjöld. »Ríkisstjórnin hefur lengibeðið eftir samdrætti í kjölfar minnkandi umsvifa á Kárahnjúkum. »Það er álitaefni hvortekki sé skynsamlegt að hafa útgjaldareglu um rík- isframkvæmdir á sama hátt og reglu um rekstur og til- færslur. Árni Mathiesen HJÓNIN og kennararnir Walter og Gabi Kamm- erer frá Odenwald í Þýskalandi hófu á þriðjudag sjöttu hjólaferð sína um Ísland. Í þetta sinn dvelja þau í þrjár og hálfa viku og var ferð þeirra heitið til Ísafjarðar þegar þau urðu á vegi ljósmyndara í Borgarfirði. Þau kunna vel við sig hérlendis, en erfiðast telja þau að hjóla í sterkum vindi, en hjól þeirra vega hátt í 50 kg . Segjast þau reikna með að hjóla um 90 km á dag. Þýsk hjón á leið til Vestfjarða í sjöttu hjólaferðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg JÚLÍ var einstaklega hlýr mánuður í ár. Síðustu 10 dag- arnir voru þó sérstaklega hlýir og margvísleg hitamet voru slegin. Meðalhitinn í höfuðborginni var 12,5 stig, sem er 1,9 stigum fyrir ofan meðaltal. Óvenjulega hitabylgju gerði síðari hluta mánaðarins og hitamet voru sett allvíða. Meðal annars mældist hiti á Þingvöllum 29,7 stig 30. júlí. Slíkur hiti er sá mesti sem mælst hefur á staðlaðri sjálfvirkri stöð hér á landi frá upp- hafi mælinga. Nýtt met var einnig sett í Reykjavík sama dag þegar hitinn á mönnuðu stöðinni fór í 25,7 stig og 26,4 stig á þeirri sjálfvirku. Mánuðurinn var í hópi hlýrri júlímánaða og lenti í 7. sæti frá upphafi samfelldra mælinga frá 1871. Örlítið hlýrra var í júlí í fyrra og júlímánuður árið 1991 var nokkuð hlýrri. Á Akureyri var meðalhitinn 12,4 stig og það er einnig 1,9 stigi ofan meðaltals. Þar var hlýrra í júlí 2004 og mjög margir fyrri júlímánuðir hafa einnig verið heitari. Um land allt mældist hiti almennt yfir meðaltali. Hiti var óvenjulegur um sunnan- og vestanvert landið í mánuðunum maí til júlí og í Reykjavík voru þessir þrír mánuðir þeir hlýjustu frá upphafi mælinga. Munur á sömu mánuðum árin 1933, 1939 og 1941 og nú er þó varla mark- tækur. Í Stykkishólmi var það aðeins í maí til júlí 1933 sem var hlýrra en nú. Þar hefur verið mælt í yfir 160 ár. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 198 eða 27 fleiri en á meðalári. Aðeins hefur það gerst í tvö skipti áður að sól- skinsstundir hafi verið jafnmargar í júní og júlí samanlagt og það var árin 1939 og 1928. haa@mbl.is Einstaklega hlýr og sólríkur júlímánuður í ár Morgunblaðið/G.Rúnar Met Á Þingvöllum mældist 29,7 stiga hiti 30. júlí. „ÞEGAR við tókum upp steypuna var allt mjög raskað undir,“ segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræð- ingur sem starfar að fornleifarann- sóknum á Alþingisreitnum. Upp- gröfturinn hafi þó gengið mjög vel, en hann hófst fyrir um tveimur vik- um. Eru rannsakendur nú rétt komnir undir hellurnar, snjó- bræðslukerfið og malbikið. „Við er- um að sjá hvernig þetta liggur og hvernig þetta tengist, þannig að við erum byrjuð á sjálfri fornleifavinn- unni,“ útskýrir Vala og áætlar að þau eigi enn eftir að grafa um 1-1,5 metra niður. Strax farin að finna mannvirki Vala segir hópinn þegar kominn niður á gamlar veggjahleðslur. Hún telur hugsanlegt að þar séu á ferð- inni íveruhús kaðlara og smiðja, en leggur áherslu á að staðfesting fáist ekki strax. „Það var kaðlagerð hérna rétt hjá og bústaður kaðlarans á að hafa verið á þessum reit,“ segir Vala, en þessar byggingar voru reistar á tímum innréttinganna, eftir miðbik 18. aldar. Þá hafi þau fundið hring- laga strúktúr sem enn sé ekkert vit- að um, en gæti einnig verið eftir byggingu. Reiturinn sem nú er grafið á er hinn svokallaði norðausturhluti, næst Aðalstræti. Fyrirtækið Ljós- leiðir ehf. hreppti verkið eftir útboð Ríkiskaupa og er kostnaður áætlað- ur um 164 milljónir. Verklok eru í nóvember 2009. andresth@mbl.is Rask á Alþingis- reitnum Smiðja og bústaður kaðlara á reitnum? LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu leitar nú þriggja manna, sem taldir eru tengjast hnífstunguárás á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis í fyrrinótt. Karlmaður var þar stung- inn í bakið og fluttur á slysadeild Landspítalans en er þó ekki lífs- hættu að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var staðið að árásinni með þeim hætti að tveir menn voru á gangi á Hverfisgötu og urðu á vegi tveggja manna og einnar konu. Að sögn lögreglu lenti fólkið í einhverj- um orðaskiptum, sem endaði með því að annar mannanna var stunginn í bakið. orsi@mbl.is Leitað vegna hnífaárásar REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Tími fyrir ferðalag flugfelag.is Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Egilsstaðir frá 3.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.