Morgunblaðið - 02.08.2008, Page 63

Morgunblaðið - 02.08.2008, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 63 Þau horfa niður en beina aug-unum upp, brosa ekki. Um-hverfið er gráleitt og þau eru í svarthvítu. Þetta eru Íslands björtustu vonir árið 1994 og þau stara á okkur úr fortíðinni í Bar- flies, Barflugur, ljósmyndabók Snorranna, Einars Snorra og Eiðs Snorra. Þetta er kynslóðin á undan minni, kynslóðin sem maður heyrði slúðrað um þegar maður flutti fyrst í borgina haustið 1998 og varð svo á endanum stórstjörnur dagsins í dag. Auðvitað meikuðu þau það ekki öll. Sumum tókst það ekki, aðra langaði það ekki og enn aðrir eru örugglega að gera eitthvað miklu merkilegra en allt fræga fólkið í kringum það þótt fæstir viti af því. Sum voru orðin fræg þarna, sum hafa horfið. En öll eru þau jafnmik- ill hluti af kynslóðinni. Textinn seg- ir mér ekki mikið, bara hvað þau voru að gera þá og hvað þau eru að gera núna. En þau áttu eitt sameig- inlegt, þau voru í hópi fyrstu fasta- gesta nýopnaðs Kaffibars, seinna einhvers frægasta bars Íslandssög- unnar.    Líklega hugsa ófáir: Af hverju?Af hverju að gefa út bók með fjórtán ára gömlum myndum? En líklega hafa þessar myndir enn meira gildi í dag, þær fá mann til að hugsa um hvernig fólk breytist, hvort eitthvað einkenni kynslóðina og hversu nálægt kjarna hennar Snorrarnir komust. Parið fyrrverandi, Eyþór Arn- alds og Móeiður, hafa breytt hvað skarpast um kúrs, frá rokkuðum tónlistarmönnum í stjórnarfor- mann og guðfræðinema. Ingibjörg Stefánsdóttir var leikkona en er núna jógakennari og Ingvar E. Sig- urðsson er á forsíðunni en hann þekkti ég ekki fyrst. Raunar hafa þeir elstu í hópnum elst mest, sem þýðir líklega að hin yngri séu mörg rétt bráðum að fara að kasta hamn- um. Ég man eftir einhverri merki- legustu myndaseríu sem ég hef séð, þar sem eiginmaður tók mynd af eiginkonu sinni á afmælisdaginn hennar yfir hálfa öld og aldurinn færðist yfir í stökkum. Hún eltist ekki hægt og rólega, nei, hún var nákvæmlega eins í sjö ár, svo eltist hún um sjö ár. Þetta endurtók sig sjö sinnum, þannig að fyrirsætur bókarinnar hafa flestar kastað hamnum einu sinni eða tvisvar síð- an myndirnar voru teknar. En ég sakna þó nýrri myndanna. Verkið myndi fyrst öðlast virkilega dýpt ef við fengjum líka myndir fyrir sjö árum, líka núna. Og áfram, á sjö ára fresti, fengjum að fylgja þessu fólki. Og uppstillingin, þessi alvarlega kynslóð sem vill ekki glata kúlinu. Er þetta bara listrænt val Snorranna eða náðu þeir að fanga einhvern kjarna kynslóð- arinnar, kynslóðar sem var of svöl til að brosa? 1994 var árið sem Pulp Fiction kom út, allir voru með tung- una kirfilega í kinninni. En kannski voru þau öll síbrosandi utan ramm- ans.    En tók einhver mynd af minnikynslóð eða er einhver að taka myndir af næstu kynslóð? Kaffibarinn eru gömul tíðindi og það er búið að loka Sirkus, er ein- hver bar að opna núna, einhver staður, þar sem hægt er að fanga hana? Friðriki Weishappel er þakk- að sérstaklega í byrjun, hann rekur nú þvottahús í Danmörku. Kannski er næsta kynslóð þar, útlegð- arkynslóðin, í Berlín, Köben, París eða London? Alþjóðavæðingin full- komnuð, nýja Ísland annars staðar. asgeirhi@mbl.is Alvarlega kynslóðin AF LISTUM Ásgeir H Ingólfsson » 1994 var árið semPulp Fiction kom út, allir voru með tunguna kirfilega í kinninni. Breyting Ingibjörg Stefánsdóttir var leikkona en kennir nú jóga. LEIKKONAN Elizabeth Taylor var lögð inn á sjúkrahús í fyrradag eftir vægt hjartaáfall í kjölfar lungna- bólgu sem hafði hrjáð hana um nokkurt skeið. Samkvæmt nýj- ustu fregnum mun leikkonan ekki vera í lífs- hættu og von er á að hún verði út- skrifuð af sjúkra- húsinu innan skamms. Blaða- fulltrúi leikkonunnar sagði blaða- mönnum að orðrómur, sem átt hefði upptök sín í Englandi, þess efnis að leikkonan væri í bráðri lífshættu væri ósannur og að sjúkrahús- innlögnin hefði einungis verið til vonar og vara. Sagði hann enn frem- ur að Taylor væri umkringd ástvin- um og dýrindisskartgripum!? Eliza- beth Taylor er 76 ára gömul og sú leikkona sem hefur hvað oftast gifst og skilið, eða átta sinnum. Taylor tórir Stjarna Elizabeth Taylor Hjón Richard Burton og Elizabeth Taylor í kvikmyndinni Kleópatra frá árinu 1963.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.