Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                     ÞETTA HELST ...               !""#        ! "#$" %& ##'("$" %& )*! $*! *"+ #* , *-#*&./0  1  *"$" %& 2%&3* / # 4 + #*0  "  56 !"%-%"7%"8"9 :9" +  ;-* <%"        => ! !**" ; ! !*5 !"  %-5? *# #* @" ; # A ":* ";//* /-*8!(8*  B* %!(8*   !  " # C !%";%-* %- ,$" * ,-&*8:  $ %&  '                                                         B*8#*&!* /*  *+ 8D # /E 2%& >F G> 7  F> F>G = >HF I >=I >> GH 7 GF IH F H >H F  >== G=  = I=G I   H GG H H>I = =  7  F = H>G =  7 7 7 7  I  7 7 >JIG JI FJ >J> J J IJ IJ FFJG HFJ> =J= GJFF JIF HJ= 7 GFJ GJ FFJ =IJ 7 7 7 >J 7 7 >JH J FJI >J>F JF J> IJF IIJ F=J H=JF =J GJFI JH H>J 7 GJ >J FJ FJ FJG 7 HJ >J J J :( * '*8#*&!  7 H = = 7  H= G G     7 7 I  7 7 7 7  7 7 / ! * / '*8# ' "8  H FH = I FH  H FH  H FH  H FH = I FH  H FH  H FH  H FH  H FH  H FH  H FH  H FH  H FH G I FH F I FH  H FH  H FH = I FH > I FH > F FI = > FH  H FH FH I FH I = FH    ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,5% í gær og var lokagildi hennar 4.318 stig. Mest hækkaði Eik banki, um 5,4% og Glitnir um 2,5%. Century Aluminum lækkaði um 3,2% og Teymi um 1,2%. Viðskipti með hlutabréf námu 3,7 milljörðum króna, þar af langmest með Kaupþing fyrir 2,4 milljarða króna. Skuldabréfavelta nam 13,6 milljörðum króna. halldorath@mbl.is Hækkun í kauphöllinni ● BANDARÍSKI bílaframleiðand- inn General Mot- ors tapaði 15,5 milljörðum dala, 1.233 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins. Sala í N-Ameríku hefur dregist saman um 20% á fjórðungnum, sér- staklega á jeppum og stórum bílum. Samkvæmt fréttavef Reuters vildu stjórnendur engu spá um afkomu síðari helming ársins. Að lágmarki þyrfti þó 11-14 milljarða dala til að viðhalda rekstrinum á heimsvísu. Í lok júní voru 90% af 19.000 verk- smiðjustarfsmönnum GM ekki leng- ur á launaskrá. halldorath@mbl.is GM þarf þúsund millj- arða fyrir reksturinn Starfsmaður General Motors. ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hyggst endur- skoða útlánaáætlun sína á síðari hluta ársins. Útgáfa íbúðabréfa fyrir árið 2008 verður þannig aukin um 10-12 milljarða króna og mun nema 47-51 milljarði fyrir árið í heild. Áætl- að er að ný útlán sjóðsins muni aukast um 9-11 milljarða og nema 60-64 milljörðum á þessu ári. Áætlunin nær þó ekki yfir nýjan lánaflokk sem ætlaður er til endur- fjármögnunar eldri lána. Ráðgert er að útfærslur og skilmálar vegna hans verði tilbúnir á lokafjórðungi þessa árs. halldorath@mbl.is Tíu til tólf milljarða aukning íbúðarbréfa Eftir Snorra Jakobsson sjakobs@mbl.is HAGNAÐUR Glitnis á fyrri helm- ingi ársins nam 13,4 milljörðum króna og dróst saman um 19% frá sama tíma í fyrra sem skýrist að mestu leyti af auknum afskriftum útlána hjá bankaum. Virðisrýrnun lána á tímabílinu var 8,6 milljarðar króna samanborið við virðisrýrnun upp á 1,5 milljarða á fyrri hluta síð- asta árs. Hagnaður annars fjórð- ungs var 7,6 milljarðar samanborið við 9,5 milljarða í fyrra. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, lagði í kynningu uppgjörsins ríka áherslu á að auka innlán bankans og draga þannig úr fjármagns- kostnaði. Lárus reiknar með að hagræðingaraðgerðir muni skila sér í rekstrinum seinni hluta árs. Arðsemi eigin fjár var 17% og jókst lítillega frá fyrri árshelmingi er arðsemi var 15%. Stöðugur vöxt- ur er í vaxtatekjum bankans og jukust vaxtatekjur bankans um 28% milli ársfjórðunga. Vaxtatekjur á fyrri helmingi þessa árs eru tæp- lega 80% hærri en á sama tíma í fyrra. Heildartekjur bankans á fyrri helmingi ársins námu 52,5 milljörðum og hafa aukist 27% frá sama tíma 2007. Afskriftir útlána valda Glitni búsifjum Í HNOTSKURN »Lárus Welding forstjóriGlitnis er afar sáttur með afkomu annars ársfjórð- ungs. »Tekjur og hagnaður afkjarnastarfsemi jukust um tæplega 20%. »Hagnaður dregst þó sam-an milli ára úr 16,5 millj- örðum niður í 13,5 milljarða. »Dýr fjármögnun er baggiá bankanum og leggur Lárus mikla áherslu á að auka innlán. » Innlán bankans í Bret-landi drógust saman en lækkun lánsfjáreinkunnar bankans réð þar miklu. Morgunblaðið/ÞÖK Uppgjör Lárus Welding, forstjóri Glitnis, var afar sáttur við afkomuna en bankinn skilaði 7,6 milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi. HAGNAÐUR StatoilHydro, stærsta olíu- og gasfyrirtækis Noregs, nam 18,9 milljörðum norskra króna, 293 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórð- ungi ársins. Það er 36% aukning frá fyrra ári. Heildarhagnaður fyrri árshelmings er 35 milljarðar króna. Samkvæmt tilkynningu félagsins eru 44-49% verðhækkanir á hráolíu og gasi helsta skýring hagnaðar- aukningarinnar. Aukinn rekstrar- og rannsóknarkostnaður, auk skattahækkana hafi hins vegar unn- ið á móti. Hagnaðurinn er sá mesti sem norskt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi, að því er segir í Vegvísi Landsbankans. Heildarframleiðsla Statoil á olíu og gasi svaraði til 1.710 milljóna olíutunna á dag á öðrum fjórðungi. Helge Lund, forstjóri Statoil- Hydro, tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist ekki fjárfesta frekar í Íran og myndi smám saman draga sig út úr verkefnum þar. Talið er að þrýst- ingur frá Bandaríkjunum liggi bak við ákvörðunina. halldorath@mbl.is Methagn- aður Statoil Draga sig út úr fjárfestingum í Íran ATVINNULEYSI í Bandaríkjunum hefur ekki verið meira í yfir fjögur ár og mælist nú 5,7%. Sjöunda mánuð- inn í röð gætti uppsagna hjá fyrir- tækjum, en þær voru þó umfangs- minni en greinendur áttu von á. Þetta kemur fram á vef BBC. Vinnumálastofnun Bandaríkjanna sagði 51.000 störf, utan landbúnaðar- geirans, hafa glatast. Hagfræðingar áttu von á 75.000 starfa fækkun, en sögðu tölurnar eigi að síður gefa veika stöðu efnahagsins til kynna. Í nokkrum greinum fjölgaði störf- um lítillega, í opinberri stjórnsýslu, heilsugæslu og menntageiranum. Vinnumálastofnun gaf einnig út endurskoðaðar tölur síðustu tveggja mánaða. Bráðabirgðatölur sýndu of- metið atvinnuleysi um sem nemur 15.000 störfum í maí og 11.000 störf- um í júní. Þrátt fyrir minni uppsagn- ir eru þó engin merki uppi um að fyr- irtæki leggist í mannaráðningar að nýju í bráð. halldorath@mbl.is Atvinnuleysi vestanhafs ekki meira í fjögur ár Atvinnuástand Störfum í bygging- ariðnaði fækkaði um 22.000. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EXISTA er fjármagnað að fullu út árið 2009, þ.e. í 79 vikur, og er vel í stakk búið að standa af sér sveiflur á mörkuðum. Þetta kom fram í máli Lýðs Guðmundssonar, starfandi stjórnarformanns, á kynningarfundi í gær. Exista er eitt fárra fyrirtækja sem færa ekki alla hlutabréfaeign sína á markaðsvirði í bækur, heldur reiknar fyrirtækið sér hlutdeild í afkomu finnska tryggingafélagsins Sampos og Kaupþings. Hlutur Exista í Sampo er 24,75% og hlutur félagsins í Kaupþingi er 19,98%. Lækkanir á hlutabréfamörkuðum hafa því ekki haft sömu áhrif á afkomu Exista og margra annarra félaga, sem eiga um- fangsmiklar hlutabréfaeignir. Er bókfært virði hlutanna í Sampo og Kaupþingi t.a.m. 1,35 milljörðum evra hærra en markaðsvirði þeirra 30. júní. Eiginfjárhlutfall Exista var á fyrri helmingi ársins 37%, en séu allar eignir félagsins metnar á mark- aðsvirði er eiginfjárhlutfallið 21,5%. Önnur stór eign Exista er trygg- ingafélagið VÍS, sem Exista á að fullu. Samsett hlutfall VÍS, þ.e.a.s. hlutfall iðgjalda á móti greiddum bót- um var 113% á fyrri helmingi ársins, sem felur í sér að félagið greiddi meira út en það fékk inn. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, segir að markmiðið sé að ná þessu hlutfalli niður í 100%, en veður á fyrri helm- ingi ársins hafi valdið því að greiddar bætur hafi aukist. Þær hafi hins veg- ar lækkað þegar líða tók á sumarið. Rætt hefur verið um viðskiptavild Exista og lækkaði hún um 28% á fyrri helmingi ársins í evrum talið. Engar afskriftir hafa hins vegar orð- ið á viðskiptavild á tímabilinu og greindi Lýður Guðmundsson frá því á fundinum í gær að fram hafi farið mat á viðskiptavildinni og ekki hafi verið talin ástæða til afskrifta. Kem- ur lækkunin á bókfærðri við- skiptavild til vegna þess að gengi krónu gagnvart evru, uppgjörsmynt Exista, hefur lækkað töluvert á tíma- bilinu. Eiginfjárhlutfall Exista 21,5% miðað við markaðsvirði eigna Fjármagnað að fullu út árið 2009 Morgunblaðið/Árni Sæberg ● VERÐBÓLGAN á evrusvæðinu, sem inniheldur 15 lönd, mælist nú 4,1% og hefur ekki mælst hærri í 16 ár, eða síðan mælingar hófust. Verðbólgan var 4% í júní en verð- bólgumarkmið evrópska seðla- bankans er um og yfir 2%. Líkt og á Íslandi hefur verið reynt að koma böndum yfir verð- bólguna með hækkun stýrivaxta. Voru þeir síðast hækkaðir úr 4% í 4,25% í júlí og hafa ekki verið hærri í sjö ár. Á sama tíma hefur atvinnuleysi aukist, til marks um samdrátt í efnahagslífinu. halldorath@mbl.is Aldrei meiri verðbólga á evrusvæðinu FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu var 81 í nýlið- inni viku, samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Það er lítils háttar aukning frá síðustu viku, er 72 kaupsamn- ingum var þinglýst. Meðalupphæð samnings var 26,7 milljónir og var heildarvelta því 2.162 milljónir. Þá var tólf samningum þinglýst á Akureyri, að meðalupphæð 17,5 millj- ónum, og átta á Árborgarsvæðinu, með 22,2 milljóna króna meðalvirði. Samanlagt hefur 314 kaupsamn- ingum verið þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu í júlí. Í júní voru þeir 263 og er þetta því 19,4% aukning milli mánaða. halldorath@mbl.is Fleiri íbúða- kaup í júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.