Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÍKT og undanfarin 58 ár verður FÍB með þjónustuvakt um versl- unarmannahelgina fyrir bílaeig- endur. Hjálparþjónusta FÍB mið- ast við að aðstoða bílaeigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vant- ar varahluti. FÍB aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins og sam- starfsaðilar um allt land eru í viðbragðsstöðu. Bílaumboð og stærri varahlutasalar hafa góð- fúslega skipulagt vaktir vegna varahlutaafgreiðslu fyrir milli- göngu FÍB. Skrifstofa FÍB, sími 414-99-99, verður á vakt alla helgina. Þegar ekki er vakt á skrifstofunni svar- ar FÍB aðstoð í síma 5-112-112. Þjónustuvakt FÍB um helgina LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur handtekið og yfirheyrt tvo af þeim þremur mönnum sem leitað var að vegna aðildar að handrukkunarmáli í Heiðmörk með því að fjarlægja karlmann af heimili sínu í Hafnarfirði og mis- þyrma honum. Lögreglan hefur að auki rætt við þann þriðja, þótt ekki hafi verið um handtöku að ræða. Allir hafa mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður. Að sögn lögreglu liggja málsatvik þokkalega ljós fyrir og er málið enn í rannsókn. Teknir fyrir handrukkun JARÐSKJÁLFTI sem mældist um 3,4 á Richter varð í fyrradag. Skjálftinn varð um 14 km austur af Grímsey á svipuðum slóðum og skjálftavirkni hefur verið mest seinustu daga. Jarðskjálftar eru al- gengir á þessu svæði. Jarðskjálfti í Grímsey SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn, í sam- vinnu við Káta biskupa og Kalak, skipuleggur skákhátíð í þrem þorp- um á Austur- Grænlandi dag- ana 3. til 11. ágúst. Hápunkt- urinn verður 6. alþjóðlega Græn- landsmótið sem fram fer í íþróttahöllinni í Tasiilaq. Hátíðin nær til þorpanna Kulusuk, Kkuummiut og Tasiilaq. Á dagskrá verður skák- kennsla, fjöltefli, barnaskákmót og fleiri viðburðir. Þetta er sjötta árið í röð sem Hrókurinn heldur skákmót á Græn- landi og 15. skáktrúboðsleiðang- urinn sem farinn er. Hrókurinn á Grænlandi STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is SÍÐUSTU tólf árin hafa verið hlýj- asta tímabil sem vitað er um með vissu í Íslandssögunni. Sökum þessa hafa jöklarnir hopað hratt og eru um 400-500 ár síðan þeir voru jafnlitlir og þeir eru nú. Það er þó talið að hlýrra hafi ver- ið á landnámsöld á Íslandi en und- anfarin ár en síðan þá hefur mestur hluti Íslandssögunnar, eða tímabil- ið frá siðaskiptum til seinni hluta 19. aldar, einkennst af kólnandi tímabili. Hefur það oft verið nefnt „litla-ísöld“. Að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræðings hjá Vatnamælingum, hafa jöklar landsins á einni öld minnkað álíka mikið og þeir stækk- uðu síðustu þrjár aldirnar þar á undan. Nú sé svo komið að jökl- arnir eru minni en þeir voru um siðaskiptin, eða um miðja 16. öld, og megi því segja að enginn mót- mælendatrúarmaður hafi séð það land sem nú er að koma í ljós und- an jöklunum. Sumarhitinn ræður mestu Talið er að jöklarnir hafi á síð- ustu öld minnkað um u.þ.b. 5-10%. Með áframhaldandi hlýindatímabili má búast við að flatarmál jökla minnki um 0,2-0,3% á ári og sam- kvæmt útreikningum Veðurstof- unnar og Háskóla Íslands má búast við því að fari sem horfi megi búast við að jöklarnir verði með öllu horfnir eftir um tvær aldir. Hæstu jöklarnir hopa minnst Hlýindi eru sá þáttur sem hefur langmest að segja um breytingar í stærð jökla. Vetrarúrkoman er einnig mikilvægur þáttur en hún er ekki jafnbreytileg og hitinn. Að sögn Odds ákvarðar sumarhitinn nánast einvörðungu hversu mikið jöklarnir stækka eða minnka. Sé kalt á sumrin stækka þeir en ef heitt er í veðri minnka þeir. Þeir jöklar sem hafa hopað hvað mest eru stærstu skriðjöklarnir á borð við Breiðamerkurjökul, Skeið- árjökul og Brúarjökul. Þeir sem hafa náð hvað best að standa af sér yfirstandandi hlýindatímabil eru hæstu jöklarnir. Má þar nefna Öræfajökul, Bárðarbungu, Hofs- jökul, Eiríksjökul og Eyjafjalla- jökul. Haldi hlýindaskeiðið áfram megi gera ráð fyrir að síðastnefndu jöklarnir verði þeir síðustu til að hverfa. En það þarf þó ekki að vera að hlýindaskeiðið verði langvarandi. Það tímabil sem varað hefur í um 3 milljónir ára nefnist ísöld en hún einkennist af því að 100 þúsund ára köld tímabil og 10 þúsund ára hlý tímabil skiptast á. Tímabilið sem mannkynið þekkir er hlýtt tímabil í ísöld. Að sögn Odds hefur það stað- ið í um 10 þúsund ár og gæti því verið að kuldatímabil sé vænt- anlegt innan þúsund ára en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hve- nær það hefjist. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Breytingar Þessi mynd af Sólheimajökli er tekin árið 2006 og sýna teiknuðu línurnar greinilega hve jökulinn hefur minnkað undanfarin ár. Jöklarnir hopa hratt  400-500 ár síðan jöklar landsins hafa verið jafnlitlir og þeir eru nú um stundir  Ef fer sem horfir má búast við að jöklarnir verði með öllu horfnir eftir um 200 ár AÐ mati Odds er ekki sérstök ástæða til að vara ferðamenn nú við jökla- ferðum en skipulögðum vélsleðaferðum upp á Snæfellsjökul hefur verið hætt. Jöklar á Íslandi eru nánast alltaf blautir á sumrin og þegar svona mikið bráðni, líkt og nú, komi sprungur betur í ljós sem geri jöklaförum auðveldar að varast þær. Fari fólk að öllu með gát sé ekki ástæða til að óttast sprungurnar. Afar mikilvægt sé þó að fólk sé vel kunnugt jökla- ferðum og ferðist aldrei einsamalt. Óþarfi að vara við jöklaferðum FARÞEGI sem slasaðist alvarlega í bílveltu þegar jeppi valt nálægt Fornahvammi í Norðurárdal um síðustu helgi er á batavegi og hefur verið útskrifaður af gjör- gæsludeild Landspítalans. Þrír menn voru í jeppanum og slas- aðist maðurinn mest þeirra þriggja. Kominn af gjörgæsludeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.