Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 20
Boekie Woekie er bókaverslun í Amsterdam sem var stofnuð 1986. Verslunin leggur áherslu á bækur sem myndverk en hana reka þrír myndlistarmenn: Henrietta van Egten, Jan Voss, og Rúna Þorkels- dóttir. Á sýningunni má sjá hvernig Boekie Woekie-bækur verða til. Prentplötur verða til sýnis en með plötunum hefst ferlið að bókunum. Hver litur er teiknaður beint á pappírsplötu án tæknilegra hjálp- artækja og hafa aðstandendurnir gefið bókunum auknefnið „orig- inalgrafík“, þar sem unnið er beint í prentvélina á ljósaborði. Sjá nánar á www.verksmidj- an.blogspot.com. Boekie Woekie Bókverk Á sýningunni gefst tækifæri til að sjá hvernig Boekie Woekie- bækur verða til, frá teikniborði og þar til þær eru innbundnar. Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is START er nafn á sýningu sem opnuð verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða fyrstu sýninguna sem haldin er í rýminu. Á henni eiga sex listamenn verk auk þess sem Boekie Woekie sýnir bókverk og prent- plötur. Á sýningunni eru verk eftir Alexander Steig, Örnu Valsdóttur, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Nicolas Moulins og Siggu Björgu Sigurðardóttur. Hlynur Hallsson listamaður er einn aðstandenda verksmiðjunnar: „Það hefur gengið vel að koma Verk- smiðjunni af stað, og það er frábært að sjá rýmið lifna við. Þetta var samt miklu meiri vinna en okkur óraði fyr- ir og það liggja mörg handtök að baki þessari fyrstu sýningu.“ Alhliða menningarmiðstöð Sum verkanna voru gerð sér- staklega fyrir rýmið eins og innsetn- ing og hljóðverk Alexanders Steig sem vísar í notkun yfirgefinna verk- smiðja í öðrum löndum. Sum þeirra hafa verið sýnd áður, þar á meðal frægir blýrammar Kristjáns Guð- mundssonar sem hneyksluðu marg- an norðanmanninn þegar þeir voru sýndir í Listasafni Akureyrar: „Það er gaman að sjá verk Kristjáns á hrjúfum veggjum verksmiðjunnar,“ segir Hlynur. „Það er jafnvel enn flottara en fyrst og fremst allt öðru- vísi en þegar ég sá það í tipp-topp- sýningarsal í Berlín.“ Hugmyndin að baki Verksmiðj- unni sem nú er komin af stað er að þar verði menningarmiðstöð næstu tvo mánuði, þar sem boðið verður upp á listasmiðjur, dansnámskeið, ljóða- dagskrá og tónleika. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir listakona annast lista- smiðjurnar og Kammerkórinn Hym- nodia mun syngja þann 9. ágúst. „Þetta er mjög spennandi rými að vinna með og þegar maður kemur þangað inn klæjar mann í puttana að fara að gera eitthvað,“ bendir Hlynur á. „Stórkostlegt framtak“ Að baki Verksmiðjunni standa 9 listamenn sem hjálpast að við að glæða hana lífi næstu tvo mánuðina. Þann 20. september opnar næsta sýning í Verksmiðjunni, Grasrót- arsýning Nýlistasafnsins og munu þátttakendur vinna verk sérstaklega fyrir rýmið að sögn Hlyns. Grasrót- arsýningin í ár markar þau tímamót að þá verður hún í fyrsta sinn haldin utan höfuðborgarsvæðisins. Enn er hins vegar óráðið hvort Verksmiðjan verði starfrækt eftir hana. „Við höfum haft þetta rými til reynslu hjá sveitarfélaginu,“ segir Hlynur. „Ég vona bara að verkefnið fái að dafna og halda áfram eftir þessar sýningar.“ Sigga Björg Sigurðardóttir sýnir pappírsteikningar, vídeó og teikn- ingar á vegg í Verksmiðjunni: „Sam- an myndar þetta í rauninni innsetn- ingu. Ég valdi teikningarnar sem ég sýni út frá staðnum, en það gerðist margt sjálfkrafa eftir að ég kom í rýmið. Ég tók nánast allar ákvarð- anir varðandi sýninguna á staðnum, því rýmið er svo flott.“ Og Sigga Björg er heilluð af Verksmiðjunni: „Mér finnst þetta magnað, eiginlega bara stórkostlegt. Það er frábært að sjá að svona fallegt hús, sem allt líf var farið úr, öðlast nýtt og öðruvísi líf. Mér finnst þetta stórkostlegt framtak og vona að þetta sé byrj- unin á einhverju skemmtilegu.“ Verksmiðjan komin í gang Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Listaverksmiðja „Það er frábært að sjá að svona fallegt hús, sem allt líf var farið úr, öðlast nýtt og öðruvísi líf,“ segir Sigga Björg Sigurðardóttir.  Nýrri menningarmiðstöð komið á legg í yfirgefinni verksmiðju á Hjalteyri  „Frábært að sjá rýmið lifna við,“ segir einn aðstandenda 20 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LJÓSMYNDARINN Marino Thorlacius hefur vakið mikla athygli og lof fyrir verk sín og hafa ljósmyndir hans vakið at- hygli víða um heim. Sýning á ljósmyndum Mar- inos opnar í ljósmyndagall- eríinu Fótógrafí á Skólavörðu- stíg 4 í dag kl. 17. Yfirskrift sýningarinnar er Tíminn en verkin á sýningunni eru svarthvít og unnin á ál. Marino hóf að stunda ljósmyndun árið 2004 en hefur aðeins einu sinni áður haldið einkasýningu, árið 2006. Á síðasta ári gaf hann út bókina Land. Sýningin í Fótógrafí stendur til 5. september. Ljósmyndir Tíminn svarthvítur og unninn í ál Eitt verkanna á sýningunni. ÞÝSK rómantík verður alls- ráðandi við Mývatn um helgina en þá fara fram síð- ustu Sumartónleikarnir við Mývatn. Það er tríó frá Heidelberg sem leikur um helgina verk eftir Schumann, Brahms, Handel o.fl. en tríóið er skip- að þeim Rose Menzel mezzósópran, Eriku Ansc- hütz víóluleikara og Fred Rensch á píanó. Tónleikar laugardagsins eru kl. 21 í Reykjahlíð- arkirkju, sunnudagstónleikarnir í kirkjunni í Dimmuborgum kl. 14 þar sem jafnframt verður helgistund og svo kl. 21 í Skútustaðakirkju. Tónleikar Tónar frá Heidel- berg við Mývatn Tríóið frá Heidelberg. BARROKK-verk og klassísk verða í aðalhlutverki á tón- leikum flautuleikarans Hafdís- ar Vigfúsdóttur og píanóleik- arans Kristjáns Karls Braga- sonar í Sólheimakirkju í dag, laugardag. Valin hafa verið verk í létt- ari kantinum og einnig fá að fljóta með tangó-etýður eftir argentínska tónskáldið Piaz- zola. Að auki verður flutt nýtt, íslenskt verk sem samið var sérstaklega fyrir Hafdísi. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Tónleikar Leikandi léttir flaututónar Hafdís Vigfúsdóttir HVER man ekki eftir dásamlega þrívíddarkíkinum? Myndum á hringlaga spjöldum var stungið í hann – og viti menn, brasilískir páfagaukar, Gullbrá og bangsarnir þrír, ævintýri, nátt- úrumyndir – allt varð þetta ljós- lifandi og bjart í undratækinu. Kíkirinn heitir View Master í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og nú hefur það loks gerst, að höfundur hans, hönnuðurinn Charles „Chuck“ Harrison, hefur fengið stór hönn- unarverðlaun og viðurkenningu fyrir ævistarfið, „Cooper Hewitt’s 2008 Lifetime Achievement Aw- ard“. Þar vó kíkirinn vinsæli að sjálfsögðu þungt. Varð yfirhönnuður Sears Það vita kannski færri að Charl- es Harrison á sér merka sögu og bakgrunn. Hann fæddist árið 1931, og var meðal fyrstu blökku- manna í Bandaríkjunum til að leggja stund á hönnun. Hann fékk starf hjá stórverslunarhringnum Sears þrítugur að aldri, og varð fljótt yfirhönnuður fyrirtækisins, og um leið fyrsti blökkumaðurinn í æðstu stjórnunarstöðum þess. Það þykir einstakt hversu breitt svið hönnunar Charles Harrison hefur lagt fyrir sig, þótt aðal- áhersla hans hafi verið í hönnun varnings til heimilis og almanna- nota. Eftir hann liggja 750 vöru- tegundir, útvörp, hárþurrkur, saumavélar, og allt þar á milli. Þá hannaði hann fyrstu plastruslaföt- una til heimilisnota, afurðagóða kveikjara og fleira og fleira. Charles „Chuck“ Harrison kennir nú hönnun í Columbia-skólanum í Chicago. Kíkirinn góði Dásamleg hönnun. Tími til kominn Kíkishönnuður verðlaunaður Charles „Chuck“ Harrison Í DAGBLAÐINU Les Derniéres Nouvelles d’Alsace fer menning- arrýnir blaðsins fögrum orðum um flutning Diddúar á verki Gunnars Þórðarsonar í Alsace í síðasta mánuði. Talar rýnirinn um mikla list- ræna upplifun þar sem hrært hafi verið saman tónlist, mósaík og ljóðlist og kallar flutninginn stór- kostlegt listrænt afrek. Tónleik- arnir fóru fram í fornri kirkju sem byggð var í hringbogastíl (e. Romanesque) en hefur verið af- helguð. Verk Gunnars sem flutt var sótti innblástur í mósaíkverk Gerard Brand sem síðan sótti sinn innblástur í ljóð Albert Strickler og voru verk Brand til sýnis í kirkjunni. Sendiherra Íslands í Frakk- landi og sjálfur erkibiskupinn í Strassborg voru viðstaddir tón- leikana og hefur menningarrýn- irinn eftir þeim mikið lof um það menningarlega samstarf sem átti sér stað. Les Derniéres Nouvelles d’Al- sace er héraðsfréttablað Alsace- svæðisins og mest lesna blaðið á svæðinu en upplagið er í kringum 200 þúsund eintök. Diddú og Gunn- ar lofuð í Alsace
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.