Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 24
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Bjarney Inga Sigurð-ardóttir, nemi í forn-leifafræði og kynjafræðiog Hrafnkell Thorlacius, bifvélavirki, tóku þá ákvörðun að móta brúðkaupsdag sinn að eigin stíl og áhugamálum. „Við höfðum frjáls- ar hendur með því að halda brúð- kaupið í sal en ekki í kirkju. Við gengum því út frá því að upphefja áhugasvið okkar til að gera athöfn- ina og kvöldið sem persónulegast.“ Þau fóru því fyrst til sýslumanns og létu gefa sig formlega saman en héldu síðan til veislu þar sem hundr- að gestir urðu vitni að annarri og óvenjulegri athöfn. Þar gaf vinur Bjarneyar Ingu og frændi Hrafn- kels, Bragi Páll Sigurðarson, hjónin aftur saman. „Okkur fannst við hæfi að maðurinn sem kynnti okkur og er okkur báðum mjög kær myndi gefa okkur saman. Hann er sá eini sem þekkti okkur bæði áður en við byrj- uðum saman,“ segir Bjarney Inga en þess má geta að Bragi Páll fékk að- keypt prestréttindi frá „Kirkju lífs- ins“ á netinu í afmælisgjöf eitt árið. Tónlistin var einnig af óhefð- bundnara laginu því brúðarmars- inum var skipt út fyrir tónlist úr Star Wars. „Mér finnst brúðarmarsinn ekki nógu fallegt lag. Ég valdi því hið klassísk lag, „Star Wars theme“. Upphafið á því er afar mikilfenglegt og auðvelt að ganga í takt við það,“ segir Bjarney Inga og Hrafnkell bætir við að gestirnir hefðu skemmt sér vel yfir þessari óvæntu uppá- komu þótt eldri kynslóðin hefði kannski ekki áttað sig almennilega á þessum sérkennilega gjörningi. „Fá- ir útvaldir vinir vissu af þessu fyrir brúðkaupið og áttu þau afar erfitt með að halda andlitinu þegar við gengum inn gólfið,“ segir Hrafnkell. Ástæðan fyrir lagavalinu er að Bjarney Inga er gallharður Star Wars aðdáandi síðan í grunnskóla. „Ég geng í gegnum ákveðin tímabil þar sem ég elska eitthvað útaf lífinu og þá á líf mitt til að snúast í kring- um þessa ástríðu. Ég get nefnt Bítl- ana sem eitt æði sem alltaf lifir og eitt sinn varð ég algerlega háð fót- bolta. Star Wars átti hug minn allan í grunnskóla og enn þann dag í dag hef ég mjög gaman af myndunum. Mér fannst því upplagt að velja þetta lag,“ segir Bjarney Inga. Þau létu ekki þar við sitja því í stað þess að skreyta brúðartertuna með hefð- bundnum brúðhjónastyttum þá laumuðu hjónakornin Leiu prinsessu og Hans Solo á topp tertunnar. Brúðkaupsferð til Ítalíu Brúðhjónin eru nú á leið í brúð- kaupsferð til Sorrento á Ítalíu. „Við ætlum í fornleifatengda skoð- Brosað út í annað á brúðkaupsdaginn Nýgift og ástfangin Bjarney Inga og Hrafnkell eru hamingjusöm hjón. Leia og Hans Solo laumuðu sér með á myndina. Það færist sí- fellt í aukana að brúðhjón kjósi óvenju- legar athafn- ir. Það gerðu Hrafnkell Thorlacius og Bjarney Inga Sigurðardóttir sem létu gefa sig saman 19. júlí síðastliðinn. |laugardagur|2. 8. 2008| mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Heldur minni umferðhefur verið í Þakgil áHöfðabrekkuafrétti ísumar en undanfarin ár. Helga Ólafsdóttir sem rekur tjaldsvæði þar og gistingu í smá- hýsum hefur þá skýringu að Evr- ópumeistarakeppnin í knatt- spyrnu og hátt bensínverð eigi einhvern þátt í því. Helga og maður hennar, Bjarni Jón Finnsson, hafa verið að byggja upp ferðaþjónustu í Þakgili undanfarin ár. Nýjasta framkvæmdin er virkjun sem mun bæta mjög aðstöðuna. „Við hjónin fórum mikið í tjald- útilegur og með tjaldvagn og heimsóttum þá allar helstu nátt- úruperlur landsins. Við vissum að við ættum þessa perlu hér í Þak- gili og höfðum áhuga á að gera eitthvað við hana. Við ákváðum að prófa að koma hér upp tjald- svæði og þetta hefur undið upp á sig,“ segir Helga sem ver stórum hluta sumarsins í Þakgili. Hún talar því af reynslu þegar hún segir að einstök veðursæld sé í gilinu og segir verst að það viti ekki allir. „Fólk ferðast mest eftir veðurspánni, fer þangað sem sólin á að vera,“ segir hún. Jafnframt vekur hún athygli á því að Þakgil sem er þröngt gil undir Mýrdalsjökli, umgirt fjöll- um, sé á mörkum spásvæða Suð- urlands og Suðausturlands. Þar sé oft annað veður en við strönd- ina, í vestlægum áttum sé til dæmis oft sól í Þakgili þótt það rigni í Vík. „Mér finnst spáin oft verri en veðrið og vildi fá betri veðurspár fyrir þetta svæði,“ segir Helga. Fáir voru í Þakgili á dögunum þegar blaðamenn voru á ferð enda rigningarsuddi. Helgina á undan hafði þó verið mikið að gera hjá Helgu enda var þá margt um manninn í góðu veðri. Hún segir að yfirleitt sé laust pláss í smáhýsunum í miðri viku og stundum um helgar og þótt stundum hafi verið margt um manninn hafi tjaldsvæðin aldrei fyllst alveg. Helga býr í Vík en ver stórum hluta sumarsins í Þakgili. Fyrstu árin var hún þar í gömlu hjólhýsi en seinni árin í húsi sem þau byggðu. „Hér er gott að vera þegar mikið er að gera. Ég er því hérna allar helgar. En þegar straumurinn fer að minnka er ég meira heima,“ segir Helga. Þakgil virkjað Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Suddi Þótt góð veðurskilyrði séu í Þakgili er ekki hægt að ganga að góða veðrinu vísu frekar en annars staðar. Helga gengur yfir brú frá nýju smáhýsunum. Í HNOTSKURN »Tjaldsvæði hefur veriðrekið í Þakgili í sjö ár. Þar er hægt að taka við 600 manns. »Fyrir fjórum árum varbyggð brú á Afréttisána og er leiðin fær á öllum bíl- um. »Níu smáhýsi voru tekiní notkun á síðasta ári. Þar geta 36 gist. »Verið er að virkja Þak-gilslækinn og hug- myndin er að leggja raf- magn á tjaldsvæðin og bæta hreinlætisaðstöðuna og koma upp heitum pottum. Mýrdalur Einstök veðursæld ríkir í Þakgili og þar er oft mun betra veður en við ströndina að sögn Helgu Ólafsdóttur staðarhaldara. daglegtlíf Morgunblaðið/Ómar ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.