Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MARGT fólk hefur lagt leið sína að Kárahnjúkum í sumar. Það lítur út fyrir að margir þeirra ferðamanna sem litið hafa þar við á meðan á framkvæmdunum stóð hafi verið að skoða virkjunina fullgerða, taka út mannvirkið. Kárahnjúkavirkjun virðist vera orðin segull fyrir ferða- fólk og þar með einn af mikilvægari ferðamannastöðum fjórðungsins. Ferðasumarið byrjaði ekki vel á Austfjörðum, ekki frekar en annars staðar á landsbyggðinni. Stefán Stefánsson, formaður Ferðamála- samtaka Austurlands, segir að svo virðist sem gott veður fyrir sunnan og Evrópukeppnin í knattspyrnu hafi seinkað ferðum fólks. Telur hann þó að allt sé komið á fullan snúning nú. Útlendingarnir hafa skilað sér, eins og venjulega, en Ís- lendingarnir hafa verið seinni til. Stefán telur að hátt orkuverð geri það að verkum að fólk þurfi að skipuleggja ferðalög sín betur. Stefán segir þó misjafnt hvernig fólk dreifist. Þannig hafi hann upp- lýsingar um aukna umferð ferða- fólks niður á firði. Flestir heimsækja Austurland vegna náttúrunnar og umhverfisins en auk þess koma þangað veiðimenn á haustin og nú síðustu árin hefur Kárahnjúkavirkjun og jafnvel mannvirki álvers Alcoa á Reyð- arfirði bæst við sem segull fyrir ferðafólks. Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, segir að svo virðist sem aukinn orkukostnaður og gott veður á Suðurlandi lengi leiðina fyr- ir Íslendinga austur. Hann segir þó að nokkuð jafnt streymi ferðafólks sé um Fljótsdalshérað og ágúst sé alltaf drjúgur á þessu svæði. Margt er gert fyrir ferðafólk á Skriðuklaustri en ferðaþjónustan þar nýtur einnig aukinnar umferðar ferðafólks sem kemur til að skoða Kárahnjúkavirkjun enda er kynn- ingarmiðstöð Landsvirkjunar í fé- lagsheimilinu Végarði, í næsta ná- grenni staðarins. Aukin umferð að Kárahnjúkum Landsvirkjun hefur veginn yfir Kárahnjúkastíflu opinn allan sólar- hringinn í einn mánuð í sumar, frá 15. júlí til 15. ágúst. Mikil umferð hefur verið um svæðið, segir Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir upplýs- ingafulltrúi. Vegna vinnu verktaka við lokafrágang verður vegurinn lokaður frá 16. ágúst, en hann verð- ur þó opinn í hádeginu og á kvöldin, þegar verktakar eru ekki við vinnu. Í sumar hafa verið sett upp grind- verk, girðingar, skilti og útbúnar gönguleiðir og verður unnið að því áfram. Reynt verður að gera svæðið sem snyrtilegast. Sólveig segir að ferðafólk verði þó að fara varlega og virða leiðbeiningar enda séu þær settar upp í þeim eina tilgangi að tryggja öryggi fólks. Starfsmenn Landsvirkjunar voru á svæðinu um síðustu helgi til að leiðbeina ferða- fólki. Taldist þeim til að á þriðja hundrað bílar hafi þá farið austur yfir stífluna og eru þá ótaldir þeir bílar sem komu af Brúardalavegi. Það sýnir að mörg hundruð manns hafa lagt leið sína að virkjuninni um helgina. Töluverð umferð var einnig í vikunni. Búist er við verulegri um- ferð fram að lokun vegarins. Fleiri gestir hafa einnig lagt leið sína í kynningarmiðstöð Landsvirkj- unar í Végarði en í fyrra. Þar er sýning um framkvæmdina og fólki er boðið að skoða stöðvarhúshvelf- ingu Fljótsdalsstöðvar. Þessar ferð- ir eru tilraunaverkefni í tvo mánuði í sumar og hefur orðið að fjölga ferð- um vegna gestafjöldans. Það virðast fyrst og fremst vera íslenskir ferðamenn sem fara að Kárahnjúkum en einnig eiga erlend- ir ferðamenn leið þar um. Íslending- arnir koma á svæðið í þeim tilgangi að skoða mannvirkin, ekki síst Háls- lón, Kárahnjúkastíflu og stöðv- arhúsið. „Fólkið er áhugasamt og forvitið um þessi mannvirki,“ segir Sólveig hjá Landsvirkjun. Taka út framkvæmdina  Tugir þúsunda ferðamanna leggja leið sína að Kárahnjúkum og hefur fjölgað frá síðasta ári  Virkjunin er orðin ein af seglum ferðaþjónustunnar á Austurlandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stöðvarhúsið Ferðafólki gefst kostur á að líta inn í stöðvarhúshvelfingu. » Sýning um Kárahnjúkavirkjuner í kynningarmiðstöð Lands- virkjunar í Végarði í Fljótsdal. » Stöðvarhúsið er lokað almenn-ingi. Landsvirkjun býður þó ferðafólki upp á stuttar skoð- unarferðir með leiðsögn inn í stöðvarhúshvelfingu Fljótsdals- stöðvar í Valþjófsstaðafjalli. Fastar ferðir eru fjórum sinnum á dag en farnar hafa verið aukaferðir til að sinna eftirspurn. Ferðirnar eru án endurgjalds og verða í boði til 10. ágúst. » Vegurinn yfir Kárahnjúkastífluer opinn allan sólarhringinn til 15. ágúst og eftir það í hádeginu og á kvöldin. Ferðamannaaðstaðan á svæðinu er ekki fullbúin og þar eru verktakar enn að störfum og er ferðafólk beðið að fara með gát og virða leiðbeiningaskilti. Boðið upp á ferðir í stöðvarhúsið Blönduós | Fjögurra bíla árekstur var skammt vestan við bæinn Sveinsstaði í Þingi í Austur- Húnavatnssýslu á þriðja tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar urðu ekki meiðsli á fólki en að minnsta kosti tveir öftustu bílarnir í árekstrinum skemmdust nokkuð. Á myndinni má sjá bílana fjóra skömmu áður en þeir tveir fyrstu fengu að fara leiðar sinnar. Ljósmynd/Jón Sigurðsson Óhapp Frá vettvangi í gær. Fjögurra bíla árekstur Í BÓKINNI Vopnin kvödd eftir Er- nest Hemingway bryður Frederic Henry kaffibaunir í gríð og erg áð- ur en hann gengur til fundar við ástkonu sína Catherine, eftir að hafa setið að sumbli. Á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur Sjóvá komið upp sérstökum kaffibar þar sem þjóðhátíðargestir geta vætt kverkarnar með einum espressó áður en þeir halda skemmtuninni áfram. Allur ágóði af sölu kaffidrykkja rennur til íþróttafélagsins í Eyjum, ÍBV. Trygginga- og forvarnafélag „Sjóvá er trygginga- og for- varnafélag. Ef við eigum að gera eitthvað á útihátíðum þá er það þetta. Gott fyrir menn að hressa sig við með einum kaffibolla frekar en einhverju öðru. Ég held líka að þetta hafi vantað og við höfum ekki gert þetta áður. Þarna eru reyndir kaffibarþjónar að hella upp á kaffi sem gestir í Herjólfsdal geta gætt sér á og allur ágóði rennur til góðs málefnis,“ segir Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár. Auk kaffis er boðið upp á bakkelsi og pönnukökur. Búist er við nokkurri ölvun á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og öðrum útihátíðum. Mörg ung- menni teyga fyrstu áfengissopana á útihátíðum. Þó er fremur ólíklegt að kvenfólk líti við sauðdrukknum manni og öfugt. thorbjorn@mbl.is Kaffi í þágu góðs málefnis SUNDKAPPINN Heimir Örn Sveinsson setti að öllum líkindum nýtt met í Viðeyjarsundi í fyrra- kvöld, þegar hann synti frá víkinni fyrir neðan Viðeyjarstofu og inn í Reykjavíkurhöfn að smábáta- bryggjunum við Ægisgarð á aðeins 1:08:50 klukkustund. „Þetta er met miðað við vega- lengd og þessa leið sem ég synti,“ sagði Heimir í samtali við mbl.is. Hann segir að bein sundlína sé 4,4 km en vegna hliðaröldu, sem hann lenti í, hafi hann á endanum synt 4,8 km. „Ég fór aðeins úr leið, ég var alltaf að leiðrétta stefnuna,“ sagði Heimir. Sundið gekk hins vegar vel. baldura@mbl.is Nýtt met í Viðeyjarsundi? Kappi Heimir Örn í góðra vina hópi. Ljósmynd/Jón Svavarsson STUTT INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er heiðursgestur á Íslandshátíðinni í Mountain í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum, sem hófst síðdegis í gær. Þessi árlega þriggja daga hátíð er nú haldin í 109. sinn, en síðdegis í dag flytur Ingibjörg Sólrún hátíð- arræðu og Almar Grímsson ávarpar viðstadda í Mount- ain. Utanríkisráðherra er einnig heiðursgestur á árlegri Íslendingadagshátíð á Gimli í Manitoba í Kanada og flytur minni Kanada á mánudag. Donald K. Johnson, fjárfestir í Toronto, flytur minni Íslands. Með Ingibjörgu Sólrúnu í för eru eiginmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristrún Heimisdóttir, að- stoðarmaður ráðherra, Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, Ólafur Sigurðsson, sendi- fulltrúi í sendiráðinu í Washington, og eiginkona hans, Svala Guðmundsdóttir. steinthor@mbl.is Ingibjörg Sólrún heiðursgestur Íslendingahátíðir í Vesturheimi um helgina BORGARSTJÓRNARFLOKKUR Vinstri grænna lýsir yfir vonbrigð- um með nýútgefna umsögn lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu um rekstur á nektardansstaðnum Gold- finger í Kópavogi. Í tilkynningu VG segir, að lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft mikið að segja í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi allt frá því hann hóf störf og þar með sýnt rann- sóknum og reynslu af þessum málum skilning og tekið á þeim mark. Í fyrri umsögn sinni um Goldfinger hafi lög- reglustjórinn lagst gegn leyfisveit- ingu en nú virðist sem hann hafi ver- ið þvingaður til að breyta afstöðu sinni til málsins. Vilja ekki nektardansstaði „Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna telur brýnt að koma í veg fyrir rekstur nektardansstaða sem hluta af baráttunni gegn hlutgerv- ingu kvenna, gegn kynbundnu of- beldi og fyrir jafnrétti kynjanna. Telji yfirvöld lögin ekki rúma að komið sé í veg fyrir rekstur sem sannanlega hagnast á að misnota eymd kvenna er nauðsynlegt að end- urskoða lögin og tryggja að það sé unnt,“ segir í tilkynningunni. Harma umsögn lög- reglustjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.