Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 64

Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 64
UNGIR sem aldnir úr Stjörnuskoð- unarfélagi Seltjarnarness hittust snemma í gærmorgun á Aust- urvelli. Tilefnið var deildarmyrkvi á sólu, en hann er þegar tunglið gengur að hluta skamma stund fyr- ir sólina. Svo illa vildi til að skýjað var í borginni í gær en þó náðu menn að greina myrkvann upp að vissu marki í gegnum skýin. Mikilvægt er að verja augun fyrir geislum sólar þegar horft er upp til hennar og voru þessir herramenn því með þar til gerð sólgleraugu. Sáu glitta í sólina þrátt fyrir skýja- huluna LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hús Listaháskóla of stórt  Tillagan að húsi LHÍ við Lauga- veg fer 2.000 fermetra umfram það sem leyfilegt er ofanjarðar, sam- kvæmt skipulagi. 4.511 fermetrum munar á tölum eigenda reitsins og tölum Borgarskipulags. » Forsíða Gjaldþrot Hans Petersen  HP Farsímalagerinn, sem rekur verslanir Hans Petersen og Far- símalagersins, hefur verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. » 2 Kaupþing tekur yfir SPM  Eftir væntanlega stofnfjáraukn- ingu hjá Sparisjóði Mýrasýslu verð- ur Kaupþing eigandi 70% stofnfjár, um 1.750 milljóna, og ráðandi í sjóðnum. » 2 Leyniþjónustan hreinsuð  Pakistönsk stjórnvöld þurfa að fjarlægja stuðningsmenn talibana úr leyniþjónustu sinni. Þeir eru sagðir hafa aðstoðað við árásir. » 18 SKOÐANIR» Staksteinar: Rabarbaravín og … rófur Forystugreinar: Áhrifin öll | Allir vegir færir Ljósvaki: Réttað yfir Baggalúti UMRÆÐAN» Hvar eru …fréttamenn þessa lands? Skassið tamið Um samráð Kópavogsbæjar … Bændur gegn neytendum? Börn: Verðlaunaleikur vikunnar Borgarfjörður eystri betri en útlönd Lesbók: Væri ég bilað sjónvarp … Er Garðar Thór poppari? BÖRN | LESBÓK » 2  2" "2 2" "2 2" 3  )4# - ( ) 5      2  2" "2 2 "2 2"" 2" + 6 !0 # 2"  2 "2 2 "2 2 2 7899:;< #=>;9<?5#@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?#66;C?: ?8;#66;C?: #D?#66;C?: #1<##?E;:?6< F:@:?#6=F>? #7; >1;: 5>?5<#1(#<=:9: Heitast 23°C | Kaldast 15°C  Fremur hæg norð- austlæg eða breytileg átt og bjart að mestu. Sums staðar þokuloft við austurströndina. » 10 Hispurslaus og skemmtileg kyn- fræðsla á vefsíðu vikunnar: www.- midwestteensex- show.com. » 57 NETIÐ » Ýmislegt getur gerst FÓLK» Rihanna er með flottasta kviðinn. » 61 Hjálmar Hjálmars- son segir að útvarpið kveiki þúsund myndir í huga hlust- andans, ólíkt sviði og sjónvarpi. » 60 ÚTVARP» Andlát trúðs í útvarpi TÓNLIST» Sigurjón digri syngur með Stuðmönnum. » 54 SJÓNVARP» Anita Briem verður á Stöð 2. » 52 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Hús ríkra og fátækra á Íslandi 2. Maður afhöfðaður í rútu í Kanada 3. Fundu stúlkulík í ferðatösku 4. HP Farsímalagerinn gjaldþrota  Íslenska krónan veiktist um 0,3% ÞAÐ er miður að ekki skuli vera stórir matarmarkaðir í Reykjavík, þar sem hægt er að versla tvisvar í viku og spara sér þá fjármuni sem milliliðir taka í sinn hlut við sölu á matvöru í verslunum. Slíkir mark- aðir eru að eflast í Evrópu á ný, eftir að hafa horfið af sjónarsviðinu að mestu við tilkomu stórmarkaða á 7. og 8. áratugnum. Á tímum þar sem matseld og innkaup snúast í vaxandi mæli um ferskleika er augljóst hvers vegna matarmarkaðir eru eftirsókn- arverðir – hráefnið er eins ferskt og hægt er og vitaskuld umtalsvert ódýrara. Á markaði í Berlín í vikunni sást vel hve matvara er dýr á Íslandi – jafnvel núna þegar evran er ríflega 30% dýrari í krónum en hún var fyr- ir síðustu áramót. Fyrir 20 evrur (um 2.500 kr.) fékkst eftirfarandi: 1 box lífrænt ræktaður karsi 1 knippi ferskur chilipipar 2 kg apríkósur 2 kg lífrænt ræktuð vínber 2 kg svört kirsuber 2 kg plómutómatar 2 kg nýjar fjólubláar kartöflur 1 fennelhaus 1 knippi nýjar lífrænar rauðrófur 3 ætiþistlar 1 kg snittubaunir 1 lollo biondo-salathaus risastórt búnt af flatlaufa steinselju 4 nýbökuð tyrknesk flatbrauð Og það voru 15 sent afgangs! fbi@mbl.is Gott Maturinn sem keyptur var. Auratal MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 5. ágúst. Fréttavakt verður alla verslun- armannahelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett- @mbl.is. Áskriftardeild Morgunblaðs- ins verður opin í dag kl. 7-15 en lokuð á morgun, sunnudag og mánudag. Auglýsingadeildin verður lok- uð um helgina og á mánudag. Skiptiborðið verður lokað um helgina en opið á mánudaginn, frídag verslunarmanna, kl. 13- 16. Sími Morgunblaðsins er 569- 1100. Fréttavakt á mbl.is um helgina „AUÐVITAÐ mætum við á þjóðhátíð og alltaf er jafn- gaman. Hér er stuðið og skemmtilega fólkið. Nei, við er- um ekki í tjaldi því við erum svo heppnar að fjölskyldan á íbúð hérna í Eyjum,“ sögðu systurnar Eygló Myrra, Þórunn Día og Tinna Ósk Óskarsdætur. Þær eiga ættir að rekja til Vestmannaeyja og Morgunblaðsmenn rákust á þær í Herjólfsdal í gær. Þær voru skrautlega klæddar en það er vinsælt hjá unga fólkinu að láta útbúa sérstaka búninga sem setja skemmtilegan svip á hátíðina. Áætlað er að allt að tíu þúsund manns sæki þjóðhátíð þetta árið. Hún var sett um miðjan dag í gær og í gær- kvöldi streymdi fólk í Herjólfsdal til að taka þátt í kvöld- vökunni og dansleikjum sem stóðu fram á morgun. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá og var ekki annað að sjá en að fólki líkaði vel það sem boðið var upp á. „Þú sleppir ekki þjóðhátíð ótilneyddur,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem var mættur í brekkuna með fjölskyldu sína. „Þetta lítur glæsilega út og mér sýnist að hinn eini sanni Eyjaandi muni ráða ferðinni þessa helgina. Fjöldinn er ótrúlega mikill en þetta er allt fyrirmyndarfólk sem hingað kemur. Það er okkur sönn ánægja að taka á móti því og auðvitað skemmta sér allir í Dalnum í sátt og samlyndi.“ Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, tók í sama streng. „Mér líst vel á þetta enda spáin góð fyrir helgina. Hér er óvenju margt fólk en það er hingað kom- ið til að skemmta sér og eiga ánægjulega helgi. Það og góða veðrið er ávísun á frábæra þjóðhátíð.“ Eyjamenn sleppa ekki þjóðhátíð ótilneyddir Morgunblaðið/Ómar Garðarsson „Auðvitað mætum við“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.