Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STJÓRNIR hluta- félaganna Kaupþings banka hf. (KB) og Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis hf. (SPRON) hafa komið sér saman um sam- runaáætlun sem felur í sér að KB yfirtaki eignir og skuldir SPRON með samruna félaganna. Sá þáttur þessa samruna sem snertir skattamál hluthafa verður gerð- ur hér að umtalsefni. Í 51. grein tekju- skattlaganna ( nr. 90 / 2003 ) segir orðrétt : „Sé hlutafélagi slitið þannig að það sé al- gjörlega sameinað öðru hlutafélagi og hluthafar í fyrrnefnda félaginu fái eingöngu hlutabréf í síð- arnefnda félaginu sem gagngjald fyrir hlutafé sitt í félagi því sem slitið var, þá skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skatt- skyldar tekjur … “ Í þessari laga- grein er eitt lítið orð sem skiptir höfuðmáli. Þetta orð er eingöngu !! Samkvæmt íslenskri orðabók þá þýðir orðið : aðeins, bara, einungis. Það stendur ekkert um að orðið geti þýtt hitt og þetta og hvað sem er, allt eftir hvað menn vilja. Ein- falt. Eingöngu. Í fundarboði stjórnar SPRON stendur að við samrunann fái hlut- hafar í SPRON hluti í KB banka hf. og hluti í Exista hf. sem endur- gjald fyrir hvern hlut í SPRON hf. Augnablik! Hluti í Exista við sam- runa SPRON við KB banka? Ekki getur í þessu tilviki orðið eingöngu átt við um hluti í Exista hf. Það er útilokað að orðið eingöngu geti átt við hlutabréf í Exista hf. þegar um er að ræða samruna KB og SPRON. Við þennan fyrirhugaða samruna þýðir orðið eingöngu ein- faldlega hlutabréf í KB banka fyrir hlutabréf í SPRON og ekkert ann- að. Eftir munnlegar álitsgjörðir frá mörgum endurskoðendum þá þykir mér ljóst að ekki er um sam- runa að ræða samkvæmt 51. grein tekjuskattslaganna. Var það hug- mynd stjórnar SPRON að fela þessa staðreynd fyrir hluthöfum sínum í orðskrúði samrunaáætl- unar? Það má hins vegar vel vera að þessi aðgerð SPRON og KB standist sem samruni í samræmi við hlutafélagalögin. En hvað er þetta þá sem stjórn SPRON er að gera? Skipti á eignum og vörum er sala. Það er einmitt það sem þessi svokallaði samruni er. Þetta er sala skv. tekjuskattslögunum. Stjórn SPRON ætlar að kalla saman hlut- hafafund hinn 6. ágúst nk. til að láta hluthafana samþykkja að selja hlutabréfin sín í SPRON og fá sem greiðslu hluta- bréf í KB og Exista. Einföld aðgerð í ör- væntingu hlutabréfa- hrunsins en furðuleg afglöp að láta sér detta í hug að fara þannig að því. Kalla það samruna sem er ekkert annað en sala samkvæmt tekju- skattslögunum. Svona gera menn ekki – aldrei. Viðlíka afglöp kalla á frávísun í öllum íþróttagreinum. Það geta orðið margvíslegar af- leiðingar af sölu hlutabréfa í stað samruna og er ekki möguleiki að tíunda slíkt hér í grein. Það skipt- ir líka máli í þessu sambandi hvort hluthafi í SPRON er einstaklingur eða hlutafélag. En ætlaði stjórn SPRON ekki að gæta hagsmuna allra í málinu? Ég hefi ekki lagaþekkingu til að segja til um hvort fundarboð, sem boðar samruna, er fullnægjandi þegar ekki er minnst á í fund- arboðinu að afgreiðsla á fund- arefninu standist ekki sem sam- runi samkvæmt tekjuskattslögunum. Ég veit ekki einu sinni hvort lögfræðingar yrðu sammála um hvernig ætti að túlka þetta því það eru alltaf a.m.k. tvær hliðar á öllum málum þar sem þeir koma nærri. En án efa munu einhverjir vilja kanna hvort rétt sé að málum staðið. Niðurstaða mín er að ekki er um að ræða samruna KB og SPRON skv. tekjuskattslögunum . Verði fundurinn haldinn miðviku- daginn 6. ágúst ætti hins vegar fundarstjóri að taka mál nr. 1 um samrunann af dagskrá þar sem dagskrárliðurinn er ranglega kynntur í fundarboði. Þetta er ekki fullkominn samruni heldur sala. Ég held það yrði SPRON og hluthöfunum beinlínis hættulegt að halda þennan fund ef afleiðing- arnar gætu orðið málarekstur út af lögmæti hans. SPRON – um und- arleg vinnubrögð Sigurður Tómasson skrifar um sam- runaáætlun KB og SPRON »Niðurstaða mín er að ekki er um að ræða samruna KB og SPRON skv. tekju- skattslögunum. Sigurður Tómasson Höfundur er endurskoðandi og hluhafi í SPRON. VIÐRÆÐUSLIT WTO eru mörgum hugleikin. Flestir sem tjá sig telja neyt- endur hafi orðið af vænum ávinningi. En er svo? Frá því að viðræðulotan, sem kennd er við Doha hófst 2001, hafa orðið grundvallarbreyt- ingar á matvælaframboði í heim- inum. Oftar er nú rætt um mat- vælaöryggi, hvort þjóðir eigi eða hafi aðgang að mat. Ótrúlegt á 21. öldinni. Þá er flestum kunnugt um að matarverð fer hækkandi í flest- um löndum. Hækkun eldsneytis og matvæla kyndir undir verðbólgu, ekki bara á Íslandi. Ein af afleið- ingum samkomulags sem fyrir lá í Genf er sú að mat- arverð í heiminum hækkar, en hérlendis er jafnan talað eins og það hefði bara orðið til að lækka verð. Samdráttur í fram- lögum til landbúnaðar getur hins vegar ekki haft aðrar afleiðingar en að matarverð hækki, í viðbót við hækkanir sem nú þeg- ar eru framkomnar. Afleiðingar lækkunar tolla á heimsviðskiptin eru smá- vægileg. Heimsmarkaður með landbúnaðarvörur er afar lítill. Þannig eru Nýsjálendingar með um þriðjung af öllum heims- viðskiptum með landbúnaðarvörur, þ.e. kjöt og mjólk. Forstjóri WTO mat umfang tollalækkana á land- búnaðarvörum skv. fyrirliggjandi samkomulagsdrögum sem 35 millj- arða dollara á heimsvísu. Það eru rúm 7% af áætluðum fjárlagahalla Bandaríkjanna – bara á þessu ári. Niðurfelling útflutningsbóta, sem Ísland aflagði um 1990, mun einn- ig valda miklum hækkunum. Er þá ekkert að óttast? Í framhaldi af viðræðislitum hef- ur verið spurt: breytist þá ekkert hér á landi? Bændasamtökin hafa lýst sig tilbúna til viðræðna um breytingar sem falla að þeim hug- myndum sem lágu á borði samn- ingamanna í Genf. Það höfum við reyndar þegar gert í samningum okkar, mjólkursamningi frá 2004 og samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 2007. Þar er leitast við að aðlaga okkar um- hverfi að reglum WTO. Þá hafa stjórnvöld einhliða þegar lækkað tolla um tugir prósenta og samið um frekari innflutning á búvöru. Aðgerð sem bændur finna veru- lega fyrir nú þegar. En neytendur kannski síður. Það er sérstakt um- ræðuefni. Þá er í meðförum Al- þingis frumvarp um innleiðingu á matvælalöggjöf ESB sem breytir samkeppnisaðstöðu okkar veru- lega. Mörgum þætti þegar nóg að gert í að herða að kjörum einnar stéttar. Sem líkingu mætti skýra þetta sem svo að launþegi hefði þegar afsalað sér hluta vinnutím- ans til annarra og að auki gefið verulega eftir af kjörum sínum og réttindum, án þess að fá nokkuð á móti. Íslensk landbúnaðarvara er tæplega helmingur af matvælainn- kaupum okkar. Ísland býr við frjálslyndi í viðhorfum til heims- viðskipta með búvöru. Hingað er flutt án verulegra eða nokkurra tolla búvara annarra ríkja. Hvort sem þau tilheyra þriðja heimunum eða ekki. Hvers vegna fást þær vörur ekki á heimsmarkaðsverði hér? Lækkuð framlög til landbún- aðar á heimsvísu munu hækka matarreikning íslenskra heimila. Enda er staðreyndin nú að hækk- að matarverð í heiminum, ásamt gengislækkun, hefur birst okkur í 20-25% hækkun á innfluttri mat- vöru, undanfarna mánuði. Langt umfram hækkun innlendrar bú- vöru. Við þökkum fyrir það nú að búa að íslenskum landbúnaði og innlendri framleiðslu. Án hans hefðum við mun hærri matarreikn- ing og tilsvarandi verðbólgu. Að ógleymdum áhrifum á lánin okkar. Við verðum að sjá heildarmynd- ina, en ekki svarthvítu stillimynd- ina um íslenskan landbúnað sem ætíð er reynt að sýna. Að íslenskir bændur og landbúnaður standi í vegi fyrir bættum hag neytenda. Svo er alls ekki. Bændur gegn neytendum? Haraldur Bene- diktsson skrifar um landbúnaðarmál » Við verðum að sjá heildarmyndina, en ekki svarthvítu stilli- myndina um íslenskan landbúnað sem ætíð er reynt að sýna. Haraldur Benediktsson Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MÖRG ár stjórnaði ég fyrirtæki sem var með rekstur og húseign á horni Skúlagötu og Höfðatúns, þar sem nú er kallað Höfðatorg. Ég kynnti mér vel þennan reit og sá að mjög margar byggingar á hon- um voru lélegar og úr sér gengnar og augljóst að þær yrðu flestar rifnar innan nokkurra ára. Jafn- framt lá fyrir að staðsetningin var einstök, alveg í útjaðri miðborg- arinnar. Á þessum tíma var mikil um- ræða um framtíðarstaðsetningu listaháskólans og áhugi fyrir því þá – eins og nú – að tengja hann miðbænum. Ég skrifaði því Hjálmari H. Ragnarssyni bréf (sennilega 10 ár síðan) og vakti athygli hans á þessum reit. Ég sagðist ekki sjá betur en að staðsetningin væri frá- bær fyrir listaháskólann og nægi- legt væri rýmið, þegar búið væri að rífa alla húskofana á svæðinu. Hjálmar má eiga það að hann svaraði mér fljótt og vel og sagðist myndu koma bréfinu á framfæri við byggingarnefnd eða stjórn skólans. Aldrei heyrði ég meira um þessa hugmynd mína. Nú 10 árum er staðan þessi: Snjallir verktakar hafa keypt upp öll húsin á þessum Höfðatúnsreit og eru byrjaðir að byggja þar miklar byggingar fyrir skrifstofur á þessum besta stað í bænum. Listaháskólinn er hins vegar bú- inn að missa af tækifærinu og ver- ið er að reyna að troða honum við Laugaveginn með því að fjarlægja átta hús sem verða fyrir. Ég er ekki frá því að yfirvöld skólans hefðu átt að gefa hug- mynd minni meiri gaum á sínum tíma! EINAR ÖRN THORLACIUS, Svarfhóli, Hvalfjarðarsveit. Listaháskólinn – gömul hugmynd Frá Einari Erni Thorlacius NJARÐVÍKURKIRKJA er fallegt og vandað hús. Þar hafa staðið margar kirkjur allt frá 1109 að því best er vitað. Timburkirkja stóð þar á undan þessari og sagnir eru um að þegar hún átti að end- urbyggjast greindi menn á um efnisval. Margir í söfnuðinum töldu að hún ætti að byggjast aft- ur úr tré en Ásbjörn Ólafsson og Ingveldur Jafetsdóttir kona hans voru þeirrar skoðunar að guðshús bæri að byggja á bjargi úr höggnu grjóti en það þótti of kostn- aðarsamt. Ásbjörn og Ingveldur voru efnað athafnafólk og buðust til til að fjármagna kirkjubygg- inguna ef þeirra óskaleið yrði far- in. Á það var fallist. Veturinn 1884 var farið að draga að grjót á sleð- um og Magnús Magnússon stein- smiður frá Miðhúsum í Garði var ráðinn til að högga til grjótið og hlaða síðan kirkjuveggi. Hann hafði lokið námi í þeirri list við byggingu Alþingishússins. Kirkjan var síðan fullbyggð og vígð 18. júlí 1886. Kirkjan er alíslensk smíð en heiðurinn af því á Magnús Magn- ússon frá Miðhúsum sem bæði teiknaði þetta fallega guðshús, hjó til steininn og stjórnaði verkinu. Þess má geta Hörður Ágústsson listmálari telur að Magnús hafi einnig séð um tréverk innanhúss. Þess má geta hér að nýlokið er lögn á hitaveitu í kirkjuna með látlausum ofnum, einnig heitu og köldu vatni, svo og handlaug. Var það gert í samráði og góðu sam- starfi við Friðunarnefnd kirkna. Gamli Njarðvíkurbærinn, sem var ættaróðal Ásbjarnar en er nú safnhús og stendur alveg í ná- munda við kirkjuna, hefur nú fengið myndarlega viðgerð og endurnýjun innanhúss að til- stuðlan bæjarstjórans í Reykja- nesbæ, Árna Sigfússonar, sem tekið hefur þessu öllu á mjög já- kvæðan hátt. Eftir að fram- kvæmdum lauk hafa kirkjan og safnhúsið verið opin öllum til sýn- is frá 13-17 alla daga og verður svo í sumar. EINAR G. ÓLAFSSON heildsali í Njarðvík. 125 ár frá ákvörðun um byggingu Njarðvíkurkirkju úr steini Frá Einari G. Ólafssyni Óðalið Njarðvík, var reist 1906 er nú safnhús, og Njarðvíkurkirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.