Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 40
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Ferðalög www.floridahus.is Úrval glæsilegra sumarhúsa til leigu í Orlando, Flórída. www.floridahus.is, info@floridahus.is www.floridahus.is - Leiga í Orlando Fl. Glæsileg hús til leigu í Orlando Flórída. inf@floridahus.is Íbúðir til leigu í Barcelona á Spáni, hagstætt verð, Costa Brava Playa de Aro, Baliares- eyjan, Menorca Mahon, Vallado- lid, www.helenjonsson.ws Sími 899 5863. 18 manna bus til leigu hvert sem er… Með eða án bílstjóra. Leitið tilboða. Upplýsingar í síma: 861 2319 Gisting Gisting - Reykjanesbæ Stúdíóíbúð og herbergi ásamt hjólhýsaleigu - bílaleigu - Camper. Sólhrings-, helgar- eða vikuleiga. Uppbúin rúm. Sjónvarp, tölva og internet. Gistiheimilið Njarðvík. Sími: 421 6053/ 691 6407 og 898 7467. www. gistiheimilid.is Gisting í Skagafirði Sólgarðaskóli í Fljótum svefnpo- kapláss og uppbúin rúm. Sérhús til leigu. Sundlaug á staðnum. Uppl. í s. 467 1054 eða 895 7135. Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er tær snilld. Aukin orka, vellíðan, betri svefn og aukakílóin hreint fjúka. Uppl. Dóra 869-2024, www.dietkur.is Hljóðfæri Til sölu fallegt og vel með farið Maghony píanó, Gertz. Hentar vel fyrir börn og unglinga í píanónámi. Verðmat um 190 þús. Upplýsingar í síma 861 2200. Húsgögn Húsgögn til sölu. Hillusamstæður með bar, breidd ca 270 og hæð 190. Innskotsborð og borðstofuborð, vel með farið. Upplýsingar í síma 865 9848 eða 557 5636. Húsnæði í boði Mjög góð þriggja herbergja íbúð til leigu í Háaleitishverfi, leigist frá 10. ágúst, eingöngu reglusamir koma til greina, áhugasamir sendið póst á netfangið: h48@mmedia.is Geymslur Vetrargeymsla f. hjólhýsi o.fl. Upphitað, hagstæð kjör, fá pláss, pantið stax. Uppl. 695 0495. Sumarhús Sumarhús til leigu í Borgarfirði Nýr 8-10 manna sumarbústaður til leigu í Borgarfirði, nálægt Húsafelli. Heitur pottur og gönguleiðir í fallegu umhverfi. Útsýni frábært. Uppl. í síma 435-1394 og 864-1394. Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Ævintýralega létt stígvél Aðeins 440 g parið. Stærðir 38-46. S - XL Einstaklega þægileg til að hafa í bílnum, sumarbústaðnum eða í útileguna. Verð 3.710 kr. Jón Bergsson ehf. Kletthálsi 15, 110 Rvk. Sími. 588 8881. Íslenskur útifáni Stór 100x150 cm. 3.950 kr. Krambúðin, Skólavörðustíg 42, Reykjavík, sími 551 0449. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Tökum að okkur margvísleg járnsmíðaverkefni. Upplýsingar í síma 864 1189. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið, buxur 100% bómull, jakki 100% bómull, peysa silki og bómull. Opið laugardag 11-15 Sími 588 8050 Ný sending af Hello Kitty og Dora vörunum. Bakpokar, húfur, vettlingar, skartgripir og margt fleira Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Nýjar skolplagnir! Endurnýjum lagnir með nýrri tækni! Enginn uppgröftur, lágmarks truflanir, auknir rennslis eiginleikar. Fullkomin röramyndavél. Ástandskoðum lagnakerfi. Allar pípulagnir ehf. Uppl. í síma 564-2100. Blómakór. Margir litir. Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. og barnaskór 500 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12. Sími 562 2466. Bátar Vegna sérstakra ástæðna er eitt fegursta fley landsins til sölu, Síldin RE 26. Upplýsingar í síma 696 2265 og í heimasíma 517 4935. Bílar VW Passat Station Highline árg.06 Svartur, sjálfskiptur og sætur Passat til sölu á 2990 þús. Ek. 37 þús. Sól-lúga, cruise contr., leður á slitflötum. Uppl. s: 697-3080. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Mótorhjól Honda CRE 450 Enduro Götuskráð Enduro hjól eins og nýtt! árg.06 ek. aðeins 1.þús Tilboðsverð 890þús. Ákv. 650þús. S. 697 3080 Pallhýsi Palomino Nýtt Bronco 1251 fyrir 6,5 feta pall. WC, gaseldavél, heitt og kalt vatn, sturta inni og úti, 220V tenglar, tilbú- inn í ferðalagið. Verð aðeins 1250 þ. Sími 898 3612. Útflutningur Við erum í sambandi við erlenda aðila, sem hafa hug á að kaupa vörubíla og tæki. Flest kemur til greina, nýlegt og gamalt, einnig til niðurrifs. Við útvegum einnig bíla og tæki erlendis frá. Varahlutir í vörubíla. Ýmsir notaðir hlutir t.d. fjaðrir. Einnig nýjar fjaðrir svo sem afturfjaðrir í Scania 6x2 og Volvo 6x2 o.fl. Heiði rekstrarfélag ehf. sími 696 1051. Vörubílar 40 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Eldhúsið og salern- ið voru hlémegin í íbúðinni, bæði agnarsmá. Rafha réð ríkjum í eldhúsinu, en þegar sturtan var að störfum var allt blautt langt út á gang. Hinum meg- in við ganginn voru herbergið og stofan, Sverrir hafði stofuna því hann var búinn að vera svo lengi í kjallaranum. Fyrst með systur sinni og síðan með mömmu sinni, ✝ Helga IngibjörgStefánsdóttir fæddist á Smyrla- bergi í Torfalækj- arhreppi í A-Húna- vatnssýslu 23. maí 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 23. júlí síð- astliðinn. Útför Helgu fór fram frá Háteigs- kirkju 31. júlí sl. allt námsmenn. Gunnar fékk her- bergið og sambýlis- mennirnir í verk- fræðinámi reyndu í hverjum mánuði að klóra saman hvor sín- ar 4.000 krónurnar fyrir leigunni. Leigan var líka agnarsmá, en námsmenn eiga aldr- ei peninga. Við borg- uðum þó alltaf með gleði. Kosturinn við að greiða leiguna var að þá var kaffi og með því. Maður var eiginlega hálf- svekktur ef maður komst ekki á greiðslufundinn, því hvað var betra en nýuppáhellt á efstu hæðinni og eins mikið af kökum og kexi og maður gat þanið sig út af. Það var líka svo gaman að spjalla og við fórum ófáar heimsóknirnar upp stigann, bara til að líta við og setj- ast inn í stofu. Heyra gestrisinn húsráðandann rifja upp gamla tíma, segja okkur frá, kynna okkur stolt fyrir fjölskyldunni, en hana þekktum við orðið alla. Leigusalinn var okkur alltaf til staðar, keypti með okkur Moggann, leyfði okkur að nota símann, – þannig var Helga Stefánsdóttir. Einstök, áræðin og dugleg kona sem við bjuggum með ófá árin á síðustu öld á Vífilsgöt- unni. Gangurinn skipti litlu íbúð- inni til miðju og tengdist risastóru þvottahúsinu, sem allir í húsinu notuðu. Það var því líf á ganginum og inni í miðri íbúðinni oft mikil umferð – maður þurfti því að virða umgengnisrétt annarra. Helga passaði sig á því að vera ekki að trufla okkur við námið, þó hún þyrfti að sýsla með þvott. Hún gat heldur ekki átt von á boði okkar um kaffi og bakkelsi, því yfirleitt var ekkert til í kjallaranum nema frosið flatbrauð. Helga var einstök kona, svo dugleg að við hin ungu gátum ekki annað en hrifist með. Leiðir skildi milli sambýlismann- anna – stofufanginn og Dúa fluttu í betri íbúð – Hrönn fluttist inn og giftist síðar herbergisbúanum og áfram var búið í kjallaranum og svo fæddist strákurinn. Kjallarinn var kvaddur með söknuði. Héldum þó alltaf áfram að koma – komum með börnin – fengum kaffi og bakkelsi – komum og tínd- um maðka í garðinum – mættum í falleg boð, þá var 80 ára og 90 ára afmæli – komum við í Sóltúni – sendum jólakort – fylgdumst með úr fjarlægð – hugsuðum og minnt- umst. Nú ber að þakka fyrir ánægjuárin – uppörvandi stundir – hjálpsemi – hlýju – en ekki hvað síst að hafa gefið efnalitlum náms- mönnum tækifæri á að hafa húsa- skjól í góðu húsi á góðum stað. Við leiðarlok þökkum við Helgu Stef- ánsdóttur fyrir allt það sem hún gaf okkur. Umburðarlyndi, hjálp- semi, hlýju og gott hjartalag. Árin á Vífilsgötunni, með Helgu, kenndu okkur að tillitssemi við nágrannann skiptir miklu. Það á ekki að koma á óvart þó að dyrnar opnist og inn stígi elskulegur nágranninn, allra síst ef það er kona eins og Helga, sem gaf frekar en hún tók. Sam- hugur dvelur hjá dætrunum, tengdasonum og ættingjum öllum. Hvíli hún í friði. Gunnar Svavarsson og Sverrir Hákonarson. Helga Ingibjörg Stefánsdóttir Morgunblaðið birtir minning-argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.