Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 2. ágúst, 215. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíld- ar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.) Víkverji minnist stundum meðtrega konfektbúðarinnar í Kringlunni. Þangað var hægt að fara og kaupa dýrindiskonfekt af alls kyns tagi. Svo lagði þessi fína konfektbúð niður starfsemi. Skömmu síðar skall kreppan á. x x x Víkverji heldur áfram að kaupasúkkulaði, þrátt fyrir niður- sveiflu í þjóðfélaginu. Uppáhalds- konfektbúð hans er Vínberið á Laugavegi. Þangað fer Vikverji á hverjum laugardegi og kaupir sér dýrt súkkulaði, til dæmis dökkt súkkulaði með kirsuberjafyllingu. Stundum kosta þessi fínu súkku- laðistykki 500-700 krónur en Vík- verji borgar glaður. Hann veit að í kreppu verður maður að leyfa sér einhvern lúxus. Dýrt súkkulaði er gott og gerir Víkverja hamingju- saman. x x x Víkverji uppgötvaði svo um dag-inn sér til skelfingar að hug- myndir eru uppi um að rífa húsið sem hýsir þessa uppáhaldssúkku- laðibúð hans. Víkverji viðurkennir að vera í miklu uppnámi vegna þessara tíðinda. Þarna er gamalt hús með sál. Það er hluti af gömlu Reykjavík. Þangað leggja bæjarbúar leið sína og upplifa gamaldagsstemningu um leið og þeir kaupa nútímalegt sælgæti. Á virkilega að eyðileggja þessa stemningu? Allt vegna skrímslabyggingar sem þarf að planta í nágrenninu. x x x Víkverji er ekki tilbúinn aðsætta sig við að þau hús sem skapa Reykjavík og gefa borginni sjarmerandi svip þurfi að víkja fyrir risabyggingum. Þá er eins gott að hætta að versla á Lauga- veginum og fara bara í Kringluna. Það virðist beinlínis unnið að því að gera þessa tvo staði nákvæm- lega eins. Vita menn hvað þeir eru að gera? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 andspænis, 4 svara, 7 góð lykt, 8 skilja eftir, 9 lengd- areining, 11 hermir eft- ir, 13 langar til, 14 sjúk- dómur, 15 jarðaði, 17 autt, 20 ósoðin, 22 gufa, 23 lítils skips, 24 hluta, 25 hafa upp á. Lóðrétt | 1 missa marks, 2 gamalær, 3 tyrfinn texti, 4 karldýr, 5 hluti hringflatar,6 stétt, 10 svardagi, 12 dýr, 13 skynsemi, 15 þreif, 16 trylltar, 18 bylgju- kvikið, 19 rýja, 20 lof, 21 kappsöm. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 geðvondur, 8 gyllt, 9 lydda, 10 uml, 11 tærir, 13 senna, 15 seinn,18 óninn, 21 átt, 22 launi, 23 trauð, 24 sannindin. Lóðrétt: 2 eflir, 3 votur, 4 núlls, 5 undin, 6 ógát, 7 gata, 12 iðn, 14 enn,15 sæla, 16 iðuna, 17 náinn, 18 óttan, 19 iðaði, 20 næði. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. O–O Be7 5. d3 c5 6. Rbd2 b6 7. e4 Bb7 8. e5 Rfd7 9. He1 Rc6 10. Rf1 Dc7 11. Bf4 O–O–O 12. c3 h6 13. g4 g5 14. Bg3 Rf8 15. b4 cxb4 16. cxb4 Bxb4 17. He2 Kb8 18. Hc1 Dd7 19. Re3 Rg6 20. Da4. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Alþjóðlegi meistarinn Peter Prohazka (2509) frá Ungverjalandi hafði svart gegn landa sínum og koll- ega David Berczes (2458). 20… Rd4! og hvítur gafst upp enda liðstap óum- flýjanlegt. Guðmundur Kjartansson og Guðni Stefán Pétursson tóku þátt í þessu al- þjóðlega móti í Búdapest en hvor- ugum gekk vel. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Misjafnt mannanna lán. Norður ♠D963 ♥Á54 ♦D102 ♣Á93 Vestur Austur ♠852 ♠KG74 ♥G92 ♥K10763 ♦654 ♦7 ♣D1084 ♣752 Suður ♠Á10 ♥D8 ♦ÁKG983 ♣KG6 Suður spilar 6♦. Sigursveit Gromovs mætti Rose Meltzer í undanúrslitum Spingold– keppninnar og særði fram nauman sig- ur. Með Meltzer spiluðu þekktir kapp- ar: Kyle Larsen, Alan Sontag, Roger Bates, Tor Helness og Geir Helgemo. Sontag er kvartsár spilari, sem þolir illa þegar vel gengur hjá andstöðunni. Hann var hér í austur og fylgdist með Gromov og Dubinin feta sig upp í 6♦. Útspil í hjarta banar slemmunni, en Bates trompaði út. Gromov tók slaginn í borði og spilaði strax spaða að ♠Á10. Sontag fylgdi fumlaust með smáu, en Gromov hitti samt á að láta tíuna. Hann spilaði síðar að ♥D og þurfti því ekki að svína í laufi. Vel spilað og hag- stæð lega. Sontag hristi höfuðið mæðu- lega, en gat þó huggað sig við að hafa varist vel – slemman vinnst auðveld- lega ef hann stingur upp ♠G. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú breytir þér til þess að geta gripið tækifæri sem gefst. Það má frekar segja að þú leggir áherslu á sérstakar hliðar á þér sem henta tækifærinu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Velgengni þín felst ekki síst í at- hyglisgáfu þinni og hversu fljótur þú ert að hugsa. Þú serð möguleikana og nýtir þér þá áður en nokkur annas hefur séð þá. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur gert fólki ljóst hvað það er sem þú vilt, en samt færðu það ekki. Þú sýnir öryggi þitt með því að hætta að ýta og toga og leyfa hinum aðilanum að taka næsta skref. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur áhrif á allt sem þú gerir, alla sem þú talar við, jafnvel þá sem bara ganga framhjá. Þú tekur ábyrgð á eigin orku og velur hvort þér líður vel eða illa. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Samskiptastíll þinn er fljótandi og fólk skilur þig án mikillar fyrirhafnar og margra orða. Þú treystir því að það viti hvað þú meinar og flækir ekki málin. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Upplýsingar eru eins og matur. Molarnir sem þú færð geta verið mjög bragðdaufir, en ef þú kryddar þá með hugmyndaflugi verður lífið unaðslegt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur alltaf rétta viðhorfið. Ef þú bendir öðrum á það, mun það hjálpa þeim að ná jafnvægi. Þú skalt ekki vanmeta þennan mikla hæfileika. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Fólkið sem þú rekst á virðist tala bara til að geta hlustað á sjálft sig og reynir sífellt að sýnast betri en náunginn. Hlustaðu vel, og þú heyrir í lönguninni til að tengjast öðrum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er mjög gefandi að upp- fylla þarfir annarra. Þegar þú aðstoðar einhvern, gerðu það með glans hvort sem þínar þarfir verða uppfylltar eða ekki. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það eru tveir möguleikar í stöð- unni. Ekki fara á taugum, veldu bara ann- an. Það er voðalega lítill munur á þeim, þótt það líti ekki þannig út núna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú byggir á því sem þú kannt nú þegar, færð klárt fólk með þér og þró- ar þannig hugmyndir þínar. Það sem var gert í gær virðist í dag algerlega úrelt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Stærsti sigur þinn er enn ekki í höfn, en þú getur ekki sagt til um hver hann verður. Þú færð verkefni og lýkur því af stakri snilld. Þetta eru örlögin. Stjörnuspá Holiday Mathis 2. ágúst 1874 Þjóðhátíð var haldin í Reykja- vík og víðar til að minnast þess að 1000 ár voru frá landnámi Íslands. Við guðsþjónustu í Dómkirkjunni var í fyrsta sinn sunginn „Lofsöngur,“ sem hefst á orðunum „Ó, Guð vors lands!“ Ljóðið er eftir Matt- hías Jochumsson og lagið eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Gengið var í skrúðgöngu frá Austurvelli að Öskjuhlíð þar sem aðalhátíðin var haldin. 2. ágúst 1897 Þjóðminningardagur var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík með ræðuflutn- ingi, söng og íþróttasýningu, að frumkvæði Stúdentafélags- ins. Þessi dagur var síðan haldinn hátíðlegur ár hvert þar til 17. júní varð aðal hátíð- ardagurinn árið 1911. 2. ágúst 1904 Stephan G. Stephansson skáld flutti í fyrsta sinn ljóð sitt sem hefst á orðunum „Þó þú lang- förull legðir“ á Íslendingadeg- inum í Gimli. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Ólöf Harpa Hólm 10 ára og Valný Lára Jónsdóttir Kjerúlf 9 ára söfn- uðu 6.607 kr. og færðu Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins að gjöf. Hlutavelta Guðrún Edda Júlíusdóttir, Furugrund 38, Akranesi, verður sjötug sunnudag- inn 3. ágúst. Á þeim merku tímamótum tek- ur Edda á móti gestum í félags- heimilinu Miðgarði við Innri Akra- neshrepp milli kl. 15 og 18 á afmæl- isdaginn. 70 ára ENGIN lognmolla verður í kringum afmælisdag- inn hans Birgis S. Jónssonar, matreiðslumeistara á Sjúkrahúsinu á Ísafirði, enda engin ástæða til. Hann verður sextugur á morgun og hefst afmælis- fagnaðurinn kl. 10 með „Biggís“ golfmóti í Tungu- dalnum þar sem leikið verður eftir Texas Scramble fyrirkomulagi. Birgir segist reikna með að um 70-80 manns taki þátt í golfmótinu. „Ég vil ekki sjá neinar gjaf- ir. Ég á nóg af öllu en ég er búinn að fá stuðnings- aðila til að hjálpa mér og það fá allir golfgjafir í lokin,“ segir hann. Golfmótinu lýkur milli kl. 15 og 16 með léttum veitingum og sprelli í golfskálanum en kl. 19 hefst sjálf afmælisveislan í Frímúrarasalnum. Þar munu Birgir og eiginkona hans Steinunn María Pétursdóttir taka á móti ættingjum og vinum. Birgir segist gera ráð fyrir að 2-300 manns mæti í veisluna. „Það koma 80-90 manns bara úr Reykjavík; börn, systkini, vinir og vanda- menn,“ segir hann og nefnir að fólk var komið vestur strax á fimmtu- daginn. Það er ekki að undra að svona margir mæti en boðskortin í af- mælisveisluna voru send 23. janúar. Birgir segist hafa vitað að fleiri kæmust ef hann sendi kortin nógu tímanlega. Auk vinanna og ætt- ingjanna að sunnan kemur einnig fjöldi Ísfirðinga. „Spáin er æðisleg yfir alla helgina, 16-18 stig og logn. Ég hef virki- lega verið bænheyrður. Þetta verður ægilega gaman.“ ylfa@mbl.is Birgir S. Jónsson matreiðslumeistari sextugur Heldur golfmót og risaveislu ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.