Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 33 MINNINGAR ✝ Birna Jónsdóttirfæddist á Gróf- argili í Seyluhreppi 18. nóvember 1905. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 28. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurlaug Brynj- ólfsdóttir, f. á Öldu- hrygg í Svartárdal 3. júlí 1869, d. 13. apríl 1966, og Jón Benediktsson, f. í Brekku í Seylu- hreppi 3. júlí 1872, d. 17. maí 1924. Systur Birnu voru: Guðlaug Una, f. 1898, d. 1996, Ingibjörg, f. 1900, d. á þriðja ári, Ingibjörg Efemía Jónsdóttir, f. 1904, d. 2000, Krist- ín, f. 1913, d. 2006. Birna ólst upp á Grófargili með foreldrum sínum en föður sinn missti hún átján ára gömul. Fyrir utan stutt farskólanám var hún einn vetur í unglingaskóla á Sauð- árkróki. Birna giftist 5. janúar 1928 Ei- ríki Sigmundssyni frá Gunnhild- argerði í Hróarstungu, f. 10. júní 1897. Foreldrar hans voru Sig- mundur Jónsson, f. 4. ágúst 1852 og Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir ,f. 5. september 1862. Börn Eiríks og Birnu eru: a) Jón Sigurður á Fagranesi á Reykjaströnd, f. 8. janúar 1929, maki 1: Sigríður Viggósdóttir, f. 16. mars 1940. Börn þeirra: Eiríkur, f. 3. janúar ursson, f. 13. desember 1967; d) Sigmundur Vigfús, f. 15. febrúar 1933, d. 25. september 1977, síðast búsettur í Hveragerði, maki Krist- ín Þorsteinsdóttir, f. 13. apríl 1930. Börn þeirra: Björn Sig- urþór, f. 28. október 1957, Stefán Hermann, f. 22. febrúar 1959, Ei- ríkur Hörður, f. 19. apríl 1968 og Huldís Ósk, f. 19. ágúst 1970, stjúpsonur Sigmundar og sonur Kristínar: Þorsteinn Högnason, f. 27. september 1947; e) Kristján Þórarinn, Drafnarstíg 2, Reykja- vík, f. 19. nóvember 1945, maki Sigurborg Hilmarsdóttir, f. 10. júní 1946. Börn þeirra: Steinn, f. 5. nóvember 1974, Eiríkur, f. 27. des- ember 1976 og Sigrún, f. 1. júlí 1985. – Afkomendur Eiríks og Birnu eru nú orðnir 99. Eiríkur og Birna bjuggu á Gróf- argili frá 1928 til 1934 og þar fæddust fjögur elstu börn þeirra. Þá fluttu þau að Reykjum á Reykjaströnd og bjuggu þar frá 1934 til 1939 að þau fluttu að Hóla- koti í sömu sveit og bjuggu þar í fjögur ár. Vorið 1943 fluttust þau að Fagranesi á Reykjaströnd og bjuggu þar í nærfellt tuttugu ár og þar fæddist Kristján, yngsta barn þeirra. Eftir lát Eiríks 1964 átti Birna lengst af heima í Kópavogi. Vann hún þá meðal annars í mötu- neytum og stundaði prjónaskap. Vorið 1985 flutti Birna á Freyju- götu 13 á Sauðárkróki og hélt þar heimili uns hún fór á öldr- unardeild Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks haustið 2003. Útför Birnu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1958, Sigurjón, f. 2. desember 1958, Viggó, f. 13. október 1960, Sigmundur, f. 8. janúar 1962 og Alda, f. 26. október 1964. Jón og Sigríður slitu samvistir. Maki 2: Hólmfríður Heið- björt Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. október 1997. Börn þeirra: Sigfús Agnar, f. 3. sept- ember 1966, Björn Sigurður, f. 15. febr- úar 1969, Ásta Birna, f. 31. maí 1973, Brynjólfur Þór, f. 16. mars 1978 og Jón Kolbeinn, f. 20. maí 1986; b) Guðrún Ingibjörg í Hlíð í Hjaltadal, f. 28. apríl 1930, maki 1: Björn Steinsson, f. 2. apríl 1921, d. 29. mars 1980. Börn þeirra: Krist- ján Eiríkur, f. 20. september 1958, Brói (óskírður), f. 4. apríl 1958, d. 11. desember 1958. Guðrún og Björn slitu samvistir. Maki 2: Ingv- ar Kristinn Guðnason, f. 25. ágúst 1936. Barn þeirra: Sigrún, f. 8. september 1971; c) Sigurlaug Brynhildur í Hólakoti á Reykja- strönd, f. 11. desember 1931, maki Pétur Guðvarðarson, f. 3. maí 1931. Börn þeirra: Einar Björn, f. 31. ágúst 1958, Steinar Guð- varður, f. 10. september 1960, Birna Kristín, f. 14. desember 1962, Kristján Eiríkur, f. 16. júní 1964, Gunnhildur Þórey, f. 14. október 1966 og Unnar Pétur Pét- Tengdamóðir mín Birna Jónsdótt- ir, sem við kveðjum í dag, hafði lifað á aðra öld og skilað miklu dagsverki. Kynslóð hennar lifði gjörbreytingar á lífsháttum og samfélagi. Hún fæddist í byrjun tuttugustu aldar í torfbæ í skagfirskri sveit. Hún var tíu ára þegar íslenskar konur fengu kosningarétt 1915 og nýorðin 13 ára þegar Ísland varð fullvalda ríki 1918. Hún varð húsfreyja á sveitaheimili og bjó í torfbæ framundir fertugs- aldur; rafmagn kom ekki á hennar heimili fyrr en hún var komin vel yfir fimmtugt. Það var gaman að heyra hana segja frá þeirri einlægu gleði sem varð í bænum þegar rafljósin kviknuðu í janúar 1958. Það er erfitt fyrir okkur nú að gera okkur í hug- arlund hvernig húsfreyjur sinntu verkum sínum án allra rafmagns- tækja, heitavatnslagna og annarra þæginda. Ekki var heldur hægt að hlaupa út í búð eftir því sem vantaði. Það var þriggja tíma löng ferð utan frá Reykjum og inn á Sauðárkrók. Allur matur og fatnaður á stóra fjöl- skyldu var framleiddur heima. Allt þetta leysti Birna af hendi með mikl- um myndarskap og bjó fjölskyldu sinni gott heimili sem börn hennar minnast með gleði og þar sem gest- um og gangandi var tekið af alúð og rausn. Og smám saman léttust störf- in og lífsbaráttan með tilkomu tækni og þæginda. Eitt af því marga sem ég hef alltaf dáðst að í fari Birnu er að enda þótt hún væri komin á miðj- an aldur þegar hún gat farið að láta rafmagnið létta sér lífið tók hún tækninýjungum með opnum huga og var fljót að læra að nýta sér þær allt fram yfir hundrað ára aldur. Enda þótt Birna væri fyrirmyndarhús- móðir af gamla skólanum, var hún engu að síður mikil kvenfrelsiskona og hefur alltaf stutt okkur konurnar í fjölskyldunni til dáða og glaðst yfir öllum áfangasigrum í kvennabarátt- unni. Hún var óvenjulegum gáfum gædd. Minni hennar var næsta óbrigðult til æviloka um fólk sem hún hafði kynnst og allt það sem bor- ið hafði fyrir hana á langri ævi. Hún unni landi sínu og tungu. Hógvær frásögn hennar af 17. júní 1944 kenndi mér meira um þýðingu þess dags en nokkrar sögubækur eða há- tíðaræður. Birna var ljóðelsk og kunni ógrynni af ljóðum. Sjálf var hún vel hagmælt en bar ekki verk sín á torg. Allt til æviloka fylgdist hún af miklum áhuga með fréttum af öllu því sem gerðist, bæði hér innanlands og í veröldinni allri, vó og mat og myndaði sér skoðun á hverju máli byggða á ríkri réttlætiskennd sinni og hjartahlýju. Sú græðgi, ómennska og eftirsókn eftir fánýti sem oft var í fréttum var henni óskiljanleg. Og svo mikið er víst að veröldin væri betri ef þeir sem ráða fyrir þjóðum bæru gæfu til að hlíta hennar ráðum. Ég á tengdamóður minni mikið að þakka eftir langa samfylgd. Allt frá fyrstu kynnum hefur heimili hennar staðið mér og fjölskyldu minni opið af fádæma rausn. Börnunum mínum hefur hún, eins og öðrum í sinni stóru fjöl- skyldu, miðlað ótæpilega af þeim auði sem eykst þegar af er tekið. Þakklátust er ég samt fyrir það sem hún hefur kennt mér með fordæmi sínu um raunveruleg gildi og um mannlega reisn. Sigurborg Hilmarsdóttir „Hver á sér fegra föðurland/ með fjöll og dal og bláan sand/ með norð- urljósa bjarmaband/ og björk og lind í hlíð,/ með friðsæl býli, ljós og ljóð,/ svo langt frá heimsins vígaslóð?/ Geym, drottinn, okkar dýra land,/ er duna jarðarstríð“. Þannig hefst há- tíðarljóð Huldu skáldkonu við stofn- un lýðveldis á Íslandi. Birna Jóns- dóttir unni þessu ljóði og boðskap þess. Engan annan Íslending en hana hef ég heyrt tala af meiri lotn- ingu um þennan áfanga í sögu þjóð- arinnar. Hún tjáði sig líka oft um mikilvægi þess að glopra ekki niður sjálfstæði þjóðarinnar aftur. Allt fram á þetta ár hafði hún ákveðnar skoðanir á þjóðmálum samtímans, sem hún tjáði gjarnan í spurnar- formi á hógværan hátt. Birna var ljóðelsk og hagmælt sjálf, kunni mörg bestu ljóð íslensku góðskáld- anna utanað og vitnaði í þau í sam- ræðum. Þannig hélt hún lifandi skáldskapararfinum, íslenskri tungu og frjórri hugsun, auðgaði viðmæl- endur sína með andlegum verðmæt- um. Hún var skagfirsk menntakona af guðs náð. Einn forfeðra hennar var Gísli Konráðsson fræðimaður, faðir Fjölnismannsins Konráðs. Þessi ættartengsl voru Birnu hug- leikin Eftir að sjón og heyrn Birnu tóku að daprast naut hún bókmennta af hljóðbókum. Minni hennar var alltaf með afbrigðum gott. Kynni okkar Birnu spönnuðu hálf- an sjötta áratug frá því er ég tæpra 8 ára gamall kom á heimili hennar til sumardvalar. Hún var eiginkona Ei- ríks föðurbróður míns. Kristján yngsti sonur þeirra jafnaldra mér varð besti vinur minn og leikfélagi. Eldri börn þeirra fjögur urðu líka ævarandi vinir mínir og fyrirmyndir. Elsti sonurinn Jón, af sumum nefnd- ur Drangeyjarjarl, hafði tekið við búi 1949 vegna vanheilsu föður síns, en fram yfir fermingaraldur voru þau Birna og Eiríkur samt húsbændur mínir og ástríkir uppalendur sumrin á Fagranesi. Við jafnaldrarnir gerð- um vart greinarmun á leik og starfi, fengum að starfa eins og hæfði aldri okkar og þroska. Verkefnin voru margvísleg og flest skemmtileg, ekki síst þau sem sneru að húsdýrunum. Það var góður skóli að ganga að verki með fullorðnum sem ræddu við börn eins og jafningja. Fólkið á Fagranesi kenndi mér iðjusemi, æðruleysi, seiglu, greiðasemi, orð- heldni, sannsögli, spaugsemi, frænd- rækni og fleira gott. Blótsyrði heyrð- ust ekki, og tók það mig nokkra daga á hverju vori að venja mig af slíku. Birna og Eiríkur sýndu hvort öðru ætíð ástúð og virðingu. Ef Eiríki rann í skap vegna einhverra axar- skafta okkar strákanna lagði Birna oft orð í belg til að milda skamm- irnar, fann okkur jafnvel einhverjar málsbætur. Í hrókasamræðum við matborðið hélt hún sig mikið til hlés, en skaut þó inn athugasemdum og spurningum sem tekið var eftir. Hún hafði góða kímnigáfu og gat t.d. hleg- ið dátt að tilburðum okkar Kidda til vísnagerðar. sem við reyndar ætluð- um öðrum til skemmtunar Eftir langa og farsæla ævi hefur Birna kvatt okkur og er nú trúlega komin inn í birtuna að baki Gullna hliðinu til langþráðra endurfunda við Eirík sinn og Sigmund son þeirra, sem dó alltof snemma í blóma lífsins. Blessuð sé minning þeirra allra. Sigmundur Sigfússon. Birna Jónsdóttir Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, LÁRA KRISTJANA HANNESDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést 23. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Aðalheiður Halldórsdóttir, Valdimar Jónsson, Hannes Einar Halldórsson, Kristín Valgerður Ólafsdóttir, Gunnar Sigurður Halldórsson, Guðrún Ingvarsdóttir, Garðar Friðfinnsson, Hulda Sigurðardóttir, Rut Friðfinnsdóttir, Tómas Sigurðsson, Björk Friðfinnsdóttir, Jón Óskar Hauksson, Viðar Már Friðfinnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÓLAFÍA PÁLSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, áður Langagerði 74, Reykjavík, lést á Landakotsspítala mánudaginn 28. júlí. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 13.00. Guðmundur Pálmi Kristinsson, Ragnheiður Karlsdóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Brynjólfur Helgason, Ólafía Pálmadóttir, Halldór Már Sverrisson, Karl Pálmason, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Kristinn Pálmason, Unnur Eir Björnsdóttir, Pálmi Örn Pálmason og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, LÍNEY MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga miðvikudaginn 30. júlí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 14.00. Björn Gunnar Jónsson, Guðný Anna Guðmundsdóttir, Leifur Vilhelm Baldursson, Lára Júlía Kristjánsdóttir, Ólafur Ágúst Baldursson, Hildur Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Árni Baldursson, Elfa Ósk Jónsdóttir, Linda Margrét Baldursdóttir, Kristján Eiðsson, Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, Auður Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA BJARNADÓTTIR, Vífilsstöðum, áður til heimilis að Álftamýri 44, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 11.00. Bjarney Georgsdóttir, Samúel V. Jónsson, Jóhanna Georgsdóttir, Sigurjón Óskar Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, OLGEIR SIGURÐSSON, Kóngsbakka 12, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Ragnhildur Gísladóttir, Fritz H. Berndsen, Ásta Kristjánsdóttir, Halldór Olgeirsson, Svava Magnúsdóttir, Guðrún Olgeirsdóttir, Jens Arnljótsson, Þórunn Olgeirsdóttir, Haraldur Pálsson, Smári Olgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.