Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 27

Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 27
Veggur smáhluta Leikfangabílar og erlendir minjagripir þekja heila veggi í Vallarhjáleigu. „Við söfnum öllu sem aðrir henda,“ segja hjónin að bragði. Morgunblaðið/Ómar Arfleifð Eyðibýli á landi Vallarhjáleigu sem Sigurður P. Þorleifsson og Val- gerður Elíasdóttir heilluðust af er nú litríkur og líflegur fjölskyldustaður. Sagan í máli og myndum Ljós- myndir af glæstri sögu Vallar- hjáleigu prýða stofuveggina. Þar sést mynd frá því í húsinu var búið á fjórða áratug síðustu aldar, önnur mynd sýnir húsið í eyði á áttunda áratugnum og enn önnur sýnir hús- ið eftir að fjölskylda Tolla og Brynju gerði það upp. Föndrari Brynja er að eigin sögn mikill orkubolti og er alltaf að föndra eitthvað. „Mér leiddist ein- hverntímann og ákvað að mála á skóflu.“ Hún málar einnig á innrétt- ingar og postulín. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 27 Það hefur verið mikið um há- tíðir í héraðinu í sumar. Um síðustu helgi var „Eldur í Húnaþingi“, sem er sum- arhátíð ungs fólks í héraðinu. Ýmis skemmtileg atriði voru í boði, opnunarhátíð, sem lauk með kertafleytingu á höfninni, tónleikar í Borgarvirki og á Hvammstanga, svo og dans- leikur. Nú um helgina er Grett- ishátíð haldin í 12. sinn. Hátíðin verður helguð sagnalist. Tek- inn verður í notkun nýgerður söguhringur í Grettisgarði á Laugarbakka, margt lista- manna kemur fram, íslenskir og erlendir sagnamenn, fær- eyskur danshópur, tónlist- armenn, m.a. húnvetnska hljómsveitin Lexía og margt annað, veitingar, leikir og glens. Árleg kraftakeppni verður á Bjargi á sunnudag og eigast þar við sterkir karlar og konur og keppa um bikara.    Miklar framkvæmdir hafa ver- ið frá í vetur við vegagerð fyrir botni Hrútafjarðar og bygg- ingu nýs Staðarskála. Skálinn stendur vestan Hrútafjarð- arár, en í landi Staðar og er því í Húnaþingi vestra. Byggingin eru um 900 fermetrar, en mikil plön og malbikuð svæði verða þar í kring. Til stendur að taka skálann í notkun í næsta mán- uði. Ekki er ákveðið hvað verð- ur um gamla Staðarskála, en trúlega verður honum fundið hlutverk í ferðaþjónustunni. Hins vegar er ljóst að hinn kunni og vinsæli Brúarskáli verður látinn víkja, enda mun endurbættur vegur þar nánast við húsvegg skálans. Skálinn var lengst af rekinn af Kaup- félagi Hrútfirðinga, en nú síð- ustu ár af Olíufélaginu – N1. Heyrst hefur að fyrrverandi starfsfólk og velunnarar Brú- arskála ætli að hittast í ágúst og kveðja gamlan vinnustað og vinsælan áningarstað fyrir endalok hans.    Skemmtileg tilbreytni í bæj- arlífinu er sumarmarkaður sem áhugamannahópur heldur úti á laugardögum. Fjöldi fólks gefur á markaðinn notaða muni sem síðan eru seldir á mjög vægu verði. Þetta er góð leið fyrir þá, sem vilja ekki henda nýtilegum hlutum, sem ekki er lengur þörf eða rými fyrir. Sjá má hina ólíklegustu muni skipta þar um eigendur. Ferða- fólk, sem hefur verið áberandi í sumar, lofar framtakið og segir það til fyrirmyndar.    Og loks af veðri og tíðarfari. Eftir mjög þurra og fremur kalda tíð framan af sumri hefur skipt um. Hlýtt og hæfileg úr- koma lofar bændum góðum heyskap í seinni slætti, lax- veiðiárnar blómstra, berja- spretta sögð lofa góðu, ef ekki komi næturfrost of snemma. Við hér við Húnaflóa verðum þó oft að þola nágrenni þoku og hafgolu, þegar bjart og hlýtt er sunnan við Holtavörðuheiðina. Allt hefur þetta þó ákveðið jafnvægi og við njótum einnig mjög góðra daga hér nyrðra. HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson fréttaritari Kristján Karlsson kenndi mér vísu eftirGísla á Skörðum og hafði lært af föður sínum Karli alþingismanni Kristjánssyni. Gísla hafði mislíkað ritdómur Jónasar um Rímur af Tistrani og Indiönu og þess vegna minnst Sigurðar Breiðfjörðs. Kristján minnist þess þó ekki, að faðir sinn hafi getið tilefnis: Jörðin hló við día dans, döfnuðu frjóar náðir. Fjölnir dó og faðir hans, fari þeir óvel báðir. Í þætti Guðmundar á Sandi um Skarða-Gísla telur hann að vísan hafi verið ort þegar Tómas Sæmundsson dó, þar sem Gísla hafi líkað verst við Fjölni stefna hans í rithættinum. Fyrstu hendinguna hefur hann „landið hló við dýja dans“ og við það situr. „Díar“ merkir heiðin goð, tívar, og sýnist fara vel á því. Guðmundur getur þess að Gísla hafi þó ekki verið betur við Sunnanpóstinn. Eitt sinn fékk hann Póstinn að láni og skilaði honum aftur með þessum vísum: „Pósturinn“ hefur starfið strangt, stenst ei sálarhorinn; getur ekki gengið langt sem gemlingur á vorin. Ég ætla hann verði uppgefinn Íslands byggð að feta. Gátu þeir ekki góðmennin gefið honum að éta? Gísli var ölkær og renndi úr brennivínsstaupi í einu, en Johnsen kaupmaður var nærstaddur og sagði, að þessi aðferð væri „svolaleg“: Hálsinn skola mér er mál, mín því hol er kverkin.. Ég mun þola þessa skál; Það eru svolamerkin. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Enn af Gísla á Skörðum E N N E M M / S IA • N M 3 48 14 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Costa del Sol Frábærar haustferðir í október Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í spennandi haustferðir í október til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol á Spáni. Í boði eru vikuferðir, með möguleika á framlengingu, 4., 11. eða 18. október. Fjölbreytt gisting bæði íbúðir og hótel á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu, og miklu, miklu meira til. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað á frábærum tíma í haust. Vikuferð frá aðeins kr. 49.990 Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Arcosur Principe Spa - íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 49.990 82.790 32.800 2 í íbúð í viku 59.990 92.535 32.545 Principito Sol - íbúðir 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 54.990 88.460 33.470 2 í íbúð í viku 64.990 101.835 36.845 Hotel Cervantes **** m/hálfu fæði 2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 79.990 118.445 38.455 Hotel Melia Costa del Sol **** m/hálfu fæði 2 í herbergi m/hálfu fæði í viku 89.990 133.660 43.670 Innifalið í verði er flug, skattar, gisting, rútuferðir til og frá flugvelli og gististaða og íslensk fararstjórn. Ath. flogið er í beinu leiguflugi til og frá Jerez og ekið þaðan með rútu til gistastaða á Costa del Sol (liðlega 2,5 klst). Ótrúlegt verð! Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Þú spa rar allt að 43.670 kr. á mann Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 2. ágúst til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.