Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 25

Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 25
unarferð í bland við það að sleikja sólina og borða góðan mat,“ segir Bjarney sem mun seint gleyma brúðkaupsdeginum. „Við erum frek- ar ung að gifta okkur og við vildum hvorki hafa þessa stund dramatíska né alvarlega. Við vildum þess í stað búa til minningar sem kalla fram bros þegar þær rifjast upp. Það tókst og nú eigum við þennan verð- mæta dag.“ Hrafnkell bætir við að þegar dag- urinn var á enda runninn hefði hann orðið örlítið sorgmæddur. „Ég hefði alveg viljað fagna lengur. Við hefð- um í raun helst viljað spóla aðeins til baka og upplifað þetta allt aftur.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 25 Eins og áður sagði var það fyrir tilstilli „prestsins“ Braga Páls Sig-urðarsonar sem þau Bjarney Inga og Hrafnkell kynntust. „Árið 2002 var mér lofað einu mesta verslunarmannahelgarfjöri lífs míns ef ég myndi mæta í Stykkishólm að beiðni Braga Páls,“ segir hún. „ Ég lét ginnast en hefði sennilega skemmt mér betur heima því á sama tíma var Landsmót ungmennafélaga á Stykkishólmi og var því illa lið- ið að hafa áfengi um hönd. Við vorum því heila verslunarmannahelgi á rúntinum um Stykkishólm en þar hafði Bragi Páll alist upp ásamt frænda sínum Hrafnkeli sem hann kynnti mig fyrir þessa fúlu helgi. Líf mitt á þessum tíma snerist um fótbolta og Bragi Páll kynnti Hrafn- kel með þeim orðum að hann héldi með Ipswich town, sama liði og ég. Þetta fannst mér stórmerkilegt enda ekki margir Ipswich aðdáendur hérlendis. Ég varð ánægð með að við ættum þetta sérkennilega lið sameiginlegt og vildi endilega kynnast manninum betur.“ Bjarney Inga komst svo að því seinna að Hrafnkell væri enginn fót- boltaáhugamaður og því síður að hann héldi með Ipswich town. Fjórum árum síðar trúlofuðu þau sig engu að síður og fengu sér þá tattú, í stað trúlofunarhringja, sem vinkona Bjarneyjar hannaði. Bjarney Inga ber gælunafn Hrafnkels, „Keli“, á öðrum úlnliðnum og Hrafnkell hefur nafn Bjarneyjar kringum vinstri handlegginn. Galinn áhugi á Ipswich leiddi þau saman Myndskeið úr brúðkaupi Hrafnkels og Bjarneyjar Ingu má sjá á mbl.is mbl.is | Sjónvarp Hjón Hrafnkell og Bjarney Inga fögur og sæl á brúðkaupsdaginn. Brúð- arkjóllinn og bindi Hrafnkels eru sérsaumuð en brúðarvöndurinn var gerður eftir hugmyndum Bjarneyjar í Garðheimum. mbl.isókeypis smáauglýsingar Bjóðum nú frábært stökktu tilboð til Rhodos, 9. ágúst í 2 vikur og 16. ágúst í 1 viku eða 2 vikur. Rhodos býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn, sólríkar strendur, frábært loftslag og úrval veitingastaða. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á eyju sólarinnar. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 49.990 16. ágúst - 1 vika Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 - 11 ára, í herbergi / stúdíó / íbúð í 1 viku, 16. ágúst. Aukalega kr. 10.000 m.v 2 fullorðna saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Verð kr. 59.990 9. eða 16 ágúst - 2 vikur Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 - 11 ára, í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur, 9. eða 16. ágúst. Aukalega kr. 10.000 m.v 2 fullorðna saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. *** Örfá sæti laus! *** RhodosStökktu til 9. ágúst eða 16. ágúst frá kr. 49.990

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.