Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 56
Ein stór fjölskylda Sólveig naut þess mjög að vinna með íslenska tökuliðinu. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Lítil eyþjóð með um kvart-milljón íbúa, langt frámeginlandinu að berjastfyrir sjálfstæði sínu. Þetta er ekki Ísland í upphafi 20. aldar heldur Nýja-Kaledónía í upp- hafi þeirrar 21. Þessi franska ný- lenda er hinum megin á hnettinum og þar svarar Sólveig Anspach í símann í höfuðborginni Nouméa. „Það eru fimm dagar eftir, þannig að við erum mjög þreytt,“ segir Sólveig mér og ræðir þar um tökul- ið frönsku myndarinnar Louise Michel, en titilpersóna mynd- arinnar var franskur anarkisti og femínisti, kennari og hjúkr- unarkona. Hún hugleiddi að ráða Napóleon þriðja af dögum, Victor Hugo samdi ljóð um hana og loks var hún send í útlegð til Nýju- Kaledóníu þar sem hún eyddi átta árum og barðist með frumbyggj- unum, Kanökum, fyrir aukinni sjálfsstjórn þeim til handa. Það er Sylvie Testud sem leikur titilhlut- verkið, en hún er líklega þekktust fyrir að leika bestu vinkonu Edith Piaf í La Vie en Rose og hefur ný- lokið að leika skáldkonuna Fran- coise Sagan. Innblásturinn Didda En nú er Sólveig á leiðinni til Ís- lands (með viðkomu í Frakklandi) til þess að vera viðstödd frumsýn- ingu gamanmyndarinnar Skrapp út, annarrar myndarinnar í röð þar sem aðalleikkona Sólveigar er skáldkonan Didda. „Hún var minn innblástur,“ svarar hún mér þegar ég spyr um tilurð myndarinnar. „Ég vann með henni að Stormviðri (Stormy Weather) og kunni því mjög vel að vinna með henni. Svo hafði ég verið að vinna að handriti að mynd sem datt upp fyrir og var með Jean-Luc Gaget [sem semur handritið með Sólveigu] á kaffihúsi í París og veltum fyrir okkur hvað við ættum að gera núna. Og við ákváðum að skrifa mynd þar sem við skemmtum okkur, fyrir fólkið sem virkilega skiptir okkur máli. Sú fyrsta sem mér datt í hug var Didda,“ segir Sólveig og bætir við: „Svo hugsaði ég um Julien Cotte- reau úr Hertu upp hugann, (Haut les coeurs!) einni af fyrstu mynd- unum mínum og Joy Doyle, írskri leikkonu sem ég gerði stuttmynd með, þannig að við skrifuðum sögu sérstaklega fyrir þau.“ Skrapp út er ólíkt minni mynd í sniðum en Louise Michel og hún minnist tökudaganna með hlýju. „Skrapp út var mynd sem við nut- um öll svo mikið, frá því við byrj- uðum að skrifa fram að síðustu dögunum í klippinu. Það hefur mik- ið að gera með Diddu og allt fólkið í kringum hana, en Didda hefur þennan mikla persónuleika og þessa miklu orku.“ Þetta var líka fyrsta leikna mynd Sólveigar sem var öll á íslensku en Stormviðri var á íslensku, ensku og frönsku – en hún hefur þó gert fjölda heimild- armynda áður á íslensku. „Þetta var skrítið, allt var svo auðvelt, svo náttúrulegt. Ég þekkti engan í tökuliðinu nema eina manneskju sem kom með mér frá Frakklandi, en þau voru öll stórfín. Það gekk allt smurt, orkan var til staðar, það er erfitt að útskýra þetta. Þetta var eins og fjölskylda þar sem þú velur meðlimina. Ekki raunveruleg fjöl- skylda en þú ákveður að þetta verði fjölskyldan þín.“ Vestmannaeyjar til Parísar En hin raunverulega fjölskylda Sólveigar er ekki síður athygl- isverð blanda. „Mamma mín er ís- lensk, ég er fædd í Vestmanneyjum og ólst upp þar. Pabbi minn, Jerry Anspach, er bandarískur en fædd- ur í Þýskalandi af rúmenskri móð- ur af gyðingaættum. Þau fluttu til Brooklyn, hann var í bandaríska hernum, lærði svo að mála í Frakk- landi þar sem hann hitti mömmu, Hrefnu Sigurðardóttur, en hún var að læra arkitektúr. „Þaðan fóru þau til New York þar sem þau giftu sig en þeim var ekki ætlað að búa í Bandaríkjunum. „Pabbi var komm- únisti og þetta voru McCarthy-árin þannig að þau fluttu aftur til Frakklands,“ en þar býr Sólveig einmitt núna, í Montmartre- hverfinu í París, þar sem Louise Michel kenndi einmitt lengi. „En Að velja sér fjölskyldu Sólveig Anspach skrapp til Nýju-Kaledóníu en er á heimleið til að frumsýna Skrapp út Í Nýju-Kaledóníu Sólveig Anspach hinum megin á hnettinum. » „En Didda getur allt, Didda og ég saman getum allt. Hún er svo margir persónuleikar og á sér mörg andlit. Hún getur litið út eins og tólf ára stelpa og sextíu ára gömul kona.“ Ljósmynd/Jean-René Jalenques Þegar mikið stendur til er Valgeir kallaður til. Við erum ekkert að trufla hann við smærri alþýðu- skemmtanir … 54 » reykjavíkreykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.