Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 19
GÍFURLEGA mengandi þungaiðn- aður og vinnuaflsfrek framleiðsla af ýmsu tagi hafa einkennt uppbygg- ingu kínverska efnahagsundursins allt frá því Deng Xiaoping, þáverandi leiðtogi kommúnistaflokksins í Kína, innleiddi markaðsfrelsi undir lok átt- unda áratugarins. Hagkerfið hefur vaxið hröðum skrefum og ódýrar vörur þaðan flætt yfir Vesturlönd og tekið yfir innleidda iðnframleiðslu. Nú hillir hins vegar undir að Kín- verjar muni í sífellt frekara mæli hasla sér völl á sviði hátækni, vax- andi iðnaðar sem nýtur ýmissa íviln- ana af hálfu stjórnvalda. Sú stefna stjórnarinnar að fækka verksmiðjum í suðurhluta landsins þykir ýta undir þessa þróun. Dagblaðið The New York Times gerir þetta að umtalsefni á vef sínum og hvernig Hu Jintao Kínaforseti hafi nýlega skorað á fremstu vísinda- menn þjóðarinnar að keppa við það sem best gerist í hátækni. Smíða rafknúnar bifreiðar Að sögn blaðsins hefur þróunin verið hröð og er þar tekið dæmi af fyrirtækinu BYD Corporation sem hefur á aðeins um áratug vaxið úr smáfyrirtæki í að verða næststærsti rafhlöðuframleiðandi heims. Síðar á árinu hyggst fyrirtækið hefja smíði tvinnbíla, bifreiða sem ganga fyrir eldsneyti og rafmagni. Næsta skrefið í þróun tvinnbíla eru svokallaðir tengiltvinnbílar sem tengja má við rafmagnsinnstungu og má ætla að fyrirtækið hyggist einnig sækja á þann markað. Kínverjar flytja þegar inn mikið af raftækjum til Vesturlanda og má nefna að far- tölvur af gerðinni Lenovo hafa náð góðri markaðshlutdeild. Stefnubreytingin er sögð munu kunna að hafa margvíslegar afleið- ingar, meðal annars þær að ýmsar ódýrar vörur, s.s. leikföng, sem þar eru framleiddar, muni hækka í verði. Á móti komi að aðrar vörur, s.s. sjónvörp, verði ódýrari, eftir því sem framleiðsla þeirra í Kína muni aukast næstu árin. baldura@mbl.is Úr iðnaði í hátækni 20.000 verksmiðjum lokað í S-Kína í ár Í HNOTSKURN »Fyrirtækið Hasee í iðn-aðarborginni Shenzhen stefnir á að verða stærsti framleiðandi heims á tölvum innan áratugar. »Samtök smærri atvinnu-rekenda í Hong Kong telja að fyrir árslok muni 20.000 verksmiðjum sem framleiða ódýrar vörur hafa verið lokað í suðurhluta landsins. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 19 ERLENT ALÞJÓÐA-kjarnorkumálastofnun- in, IAEA, hefur lagt blessun sína yfir umdeildan samning Indverja og Bandaríkjamanna um samstarf í kjarnorkumálum, að sögn diplómata í gær. Nýlega voru greidd atkvæði á þingi í Nýju-Delhí um vantraust á samsteypustjórn Manmohans Singhs vegna málsins og sigraði hún naumlega en stjórnvöld segja samn- inginn afar mikilvægan fyrir þróun orkumála í landinu. Indverjar reka nú 14 kjarnorku- ver til orkuframleiðslu en hafa einn- ig smíðað kjarnorkusprengjur. Mikl- ar námur af thorium, mikilvægu eldsneyti í kjarnakljúfa, eru í Ind- landi. Er ætlunin að það verði notað í indversk orkuver sem nú eru í bygg- ingu en einnig vilja þeir fá að selja thorium til útlanda. Indverjar standa utan við samn- inginn um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna, NPT. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að hygla í reynd Indverjum með samstarfinu þrátt fyrir að þeir hafni NPT-samn- ingnum. kjon@mbl.is IAEA segir já Indland og Banda- ríkin þróa saman kjarnorkuvinnslu VÍÐA um heim var fylgst með sólmyrkvanum í gær og hér er einn af- skaplega áhugasamur í Varna á Svartahafsströnd Búlgaríu, austan við höf- uðborgina Sofiu. Myrkvinn var alger í Varna og hugulsamur eigandinn hefur lánað hvutta sólgleraugu til að vernda augun. AP Hvað er að sólinni? TELESFORO Martinez, sem er bóndi í Campo Florida austan við Havana á Kúbu, með ársgamla hænu sína, Titi. Eiginkonan, Estella Guerra, heldur á tveim hænu- eggjum, annars vegar venjulegu [til vinstri] og hins vegar 180 gramma eggi sem Titi verpti fyrr í vikunni. Hænan sló heimsmet sem hæna á Kanaríeyjum setti fyrir nokkrum árum en eggið hennar Titi er 10 grömm- um þyngra. Titi kippir sér ekki neitt upp við athyglina sem afrekið vekur en óneitanlega velta menn fyrir sér hvar mörkin séu. En ekki lýgur ljósmyndin. Ofurhænan Titi AP VETNISVINNSLA með rafgrein- ingu á vatni er dýrt og orkufrekt ferli, staðreynd sem notuð hefur verið sem mótrök gegn vetnisvæð- ingu. Nú gæti hins vegar verið komin fram byltingarkennd aðferð sem býður upp á leið til að varðveita sól- arorku í formi orkuberans vetnis. Það vill svo til að í mörgum raf- greiningarkerfum er notast við eð- almálminn platínu til að kljúfa vatnssameindir (H20) í vetni (H) og súrefni (O), en hann kostar nú frá 1.700 og upp í 2.000 Bandaríkjadali únsan (28,3 grammið), verðbil sem gerir aðferðina dýra og þar af leið- andi vetnið sem til fellur. Efnafræðingurinn Daniel Nocera, sem fer fyrir sólarorkurannsóknum við tækniháskólann í Massachusetts, MIT, eina fremstu vísindastofnun heims, á, ásamt doktorsnemanum Matthew Kanan, heiðurinn að baki hinni nýju aðferð sem gengur í stuttu máli út á að blanda kóbalti og fosfati við vatn. Þúsund sinnum ódýrara Þegar sú lausn hefur verið mynd- uð er rafstraumur leiddur í hana en við það losnar vetni úr viðjum vatns- sameindanna við rafskautin, eins og rakið er á vefsíðu Scientific Americ- an. Sækja mætti rafstrauminn í sólarorku og yrði þar með komin fram ódýr og einföld aðferð til að varðveita orku sólar í vetni, sem síð- an má sækja aftur við hentugleika. Segir þar einnig að kóbalt kosti aðeins 2,25 dali únsan og fosfat 0,05 dali. Með öðrum orðum: Kóbaltið fer langt með að vera þúsund sinnum ódýrari málmur en platína. Næsta skref er að minnka hlutfall eða hreinlega losna við platínu úr efnarafölum, tækjum sem geta hag- nýtt vetnisorku. Þar gæti bylting einnig verið handan við hornið en teymi vísindamannsins Bjorns Wint- her-Jensen við Monash-háskóla í Melbourne í Ástralíu hafi leyst málminn af hólmi með nýrri gerð leiðandi fjölliða, sem kosta 57 dali únsan, eða um það bil einn þrítug- asta af verði platínu. baldura@mbl.is Bylting í vetnisvinnslu? Vetnisbifreið Honda FCX Clarity hefur liðið fyrir hátt platínuverð. LJÓSHÆRÐAR konur í Bretlandi hafa að jafnaði hátt í 700.000 krónum minna í árstekjur en þær dökk- hærðu, að því er ráða má af nýrri könnun sem náði til 3.000 kvenna. Einnig kom þar í ljós að um fimmtungur dökkhærðra kvenna hefði átt í fimm eða fleiri ástarsam- böndum en 13% þeirra ljóshærðu. Þá kom fram að mun fleiri dökk- hærðar konur, ýmist með náttúru- legan hárlit eða litað hár, þökkuðu hárlitnum árangurinn í ástamálum. Athygli vakti að 15% kvennanna kváðust ekki muna hver náttúrulegi hárlitur þeirra væri. baldura@mbl.is Ljóshærðar þéna minna ELSTI skráði brandari í heimi er að sögn fræðimanna, sem kannað hafa mál- ið, úr löndum Súmera, sem bjuggu þar sem nú er sunnanvert Írak, um 1900 árum fyrir Kr. En óneitanlega er svolítið erfitt fyrir nútímafólk að skilja al- mennilega fyndnina þótt sjálft viðfangsefnið sé enn vinsælt. „Nokkuð sem ekki hefur gerst í manna minnum: ung kona leysti ekki vind í kjöltu eig- inmanns síns.“ Annar og mun yngri brandari, frá 1. öld eftir Kr., fjallar um Ágústus keis- ara í Róm. Hann rakst á mann sem var nauðalíkur honum og spurði forvitinn hvort móðir hans hefði einhvern tíma þjónað í keisarahöllinni. „Nei, yðar há- tign en það gerði faðir minn,“ var svarið. kjon@mbl.is Og þá var kátt í höllinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.