Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Bergssonfæddist 25. júní 1933 á Ketilsstöðum á Völlum. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Austur- lands á Egilsstöðum miðvikudaginn 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bergur Jóns- son frá Egils- stöðum, f. 6. apríl 1899, d. 18. janúar 1970, og Sigríður Hallgrímsdóttir frá Ketilsstöðum, f. 14. september 1907, d. 20. janúar 1967. Systkini Jóns eru Þórdís, f. 7.júlí 1929, maki Tómas Emilsson, f. 14. maí 1918, d. 6. desember 2002, og Hallgrímur, f. 1. mars 1940, maki Guðrún Ljósbrá Björnsdóttir, f. 14. mars 1943. Jón kvæntist 29. júlí 1956 Elsu Guðbjörgu Þorsteinsdóttur frá Enni í Engihlíðarhreppi, f. 3. maí 1930, dóttur hjónanna Guð- mundar Þorsteins Sigurðssonar, f. 1. mars 1901, d. 7. janúar 1967, og Halldóru Sigríðar Ingimund- ardóttur, f. 19. maí 1896, d. 23. nóvember 1967. Jón og Elsa bjuggu alla sína bú- skapartíð á Ketilsstöðum á Völl- Amble, f. 29. júlí 1963. Börn henn- ar eru Freyja, Steinar og Brynja. 3) Ragnheiður, f. 22. janúar 1963. 4) Steinunn, f. 18 febrúar 1968, sambýlismaður Einar Valur Odds- son, f. 12.júní 1968. Börn þeirra eru Atli Hjörvar, f. 24. mars 1988, og Jóanna Margrét, f. 31. mars 1992. Jón ólst upp á Ketilsstöðum og gekk í barnaskóla þar í sveit, þar næst lá leiðin í Eiðaskóla og einn- ig fór Jón á Hvanneyri. Jón og Elsa bjuggu blönduðu búi á Ket- ilsstöðum til 1986, en síðan ein- göngu með hross í félagi við Berg son sinn. Hrossaræktarbúið á Ketilsstöðum skapaði sér fljótt nafn sem ræktunarbú. Hrossin þaðan eru löngu orðin þekkt bæði hérlendis og erlendis og einkenni þeirra eru vilji, kraftur og gang- rými. Búið hefur ítrekað verið til- nefnt til ræktunarverðlauna Bændasamtaka Íslands og var Jón útnefndur ræktunarmaður ársins árið 1998. Einnig var hann á síð- asta árið heiðraður fyrir framlag sitt til hrossaræktar. Ungur gerði Jón út vörubíl, einnig starfaði hann sem héraðs- lögreglumaður um langt skeið og sem póstur í sinni sveit. Jón var virkur í félagsmálum og þá sér í lagi er sneri að hross- um og hrossarækt, bæði heima í héraði sem og á landsvísu. Útför Jóns fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 2. ágúst, kl. 13. um, (nú Fljótsdals- héraði) og eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Halldóra Sigríður, f. 11. apríl 1959, maki Birgir Sigfús- son, f. 14. desember 1950. Börn þeirra eru Þorkell Máni, f. 29. september 1982, sambýliskona Eir Kvernstuen, f. 7. maí 1980, og Árni Sigfús, f. 23. janúar 1985, unnusta Elísabet Ásta Bjarkadóttir, f. 21. ágúst 1987. Fyrir átti Birgir börnin Hjalta, Agnesi Brá og Júl- íus Arnar. 2) Bergur, f. 17. októ- ber 1960, maki Jónína Rós Guð- mundsdóttir, f. 6. júlí 1958 (skildu). Börn þeirra eru Guð- björg Anna, f. 24. nóvember 1984, sambýlismaður Torfi Þorstein Sigurðsson, f. 26. september 1986, og barn þeirra Karen Rós, f. 23. september 2005. Guðmundur Þor- steinn, f. 6. febrúar 1988, og Berglind Rós, f. 6. febrúar 1995. Fyrir átti Bergur soninn Jón Matthías, f. 18. júní 1980, sam- býliskona Jóhanna L. Reyn- isdóttir, f. 7. ágúst 1978. Barn þeirra er Katrín Þóra, f. 1. apríl 2006. Sambýliskona Bergs er Olil Elsku afi minn. Mín elsta minn- ing um þig er líklega þegar þú komst í heimsókn til okkar á Sel- foss á gula pick-upnum með hest á pallinum, pípuna innan handar og sixpensarann á höfðinu. Það var alltaf svo þægilegt að vera í kring um þig því þú varst að upplagi allt- af svo kátur og hress. Það situr sér- staklega í minningunni hvað þú varst félagslyndur og mikill „uppi- standari“. Þú heilsaðir mönnum alltaf með pomp og prakt og það virtist alltaf birta yfir mönnum að hitta þig. Mér þykir leitt að stundir okkar hafi ekki verið fleiri en ég mun ávallt verða þakklátur fyrir þau sumur sem ég var á Ketils- stöðum. Ég treysti á að þér líði vel þarna hinum megin, hafir hest þinn og hnakk og sért frjáls allra þinna ferða. Þinn afastrákur. Atli Hjörvar. Elsku afi. Þegar mamma hringdi í mig til þess að tilkynna mér að þú værir farinn var það fyrsta sem ég hugs- aði: „Mikið vona ég að hann hafi fengið hlýlegar móttökur hinum megin.“ Ég vonaði að þar væri eitt- hvert kunnuglegt andlit sem brosti blítt til þín segði: „Sæll elskan, vel- kominn“ og kyssti þig á kinnina. Því svona tókst þú alltaf á móti fólki sem þér þótti vænt um. Það skipti engu hvort þú hafðir hitt mann daginn áður eða hvort liðið hafði einhver tími. Þetta var alltaf svo notalegt. Ég held ég hafi vitað fátt jafn gott þegar ég var lítil eins og að leggjast eftir matinn upp í beddann í stofunni, leggja höfuðið á bringuna á þér og fá að heyra sög- urnar sem þú sagðir svo skemmti- lega. Ég man að þegar ég var ófrísk að Karen Rós þá hugsaði ég mikið um það hvað ég hlakkaði til að hún fengi að njóta þess líka. Hún fékk því miður aldrei að njóta þess en ég er ofsalega ánægð með að hún skyldi fá að kynnast þér, þó ég hefði viljað að þið hefðuð fengið meiri tíma saman. Á þeim 23 árum sem ég hef lifað hefur þú tekið mik- inn og virkan þátt í mínu lífi. Ég var mikið hjá ykkur ömmu þegar ég var lítil og stundir okkar saman eru óteljandi. Ég man ekki eftir þeim jólum eða áramótum sem ég hef ekki átt einhverja kvöldstund með þér. Við höfum brallað svo margt saman og alltaf var það jafn skemmtilegt. Við höfum farið á hestbak, spilað, teflt, gefið hestun- um, gert við girðingar, farið á rúnt- inn, sungið og trallað svo eitthvað sé nefnt. Mér þykir svo vænt um þessar stundir. Oft þegar þú ætl- aðir að kalla á mig kallaðirðu fyrst: Dóra, Ragnheiður, Steinunn áður en nafnið mitt kom. Þegar ég var yngri fannst mér þetta merkja að þér þætti svo vænt um mig að þér fyndist ég vera dóttir þín en ekki sonardóttir. Ég er stolt af því að hafa fengið að taka þátt í tamn- ingum á hrossunum þínum og það var alltaf gaman að því hversu mik- inn áhuga þú sýndir þegar ég var að temja á Ketilsstöðum. Þú spurð- ir mikið út í einstaka hross og það mátti alltaf sjá að þú varst stoltur af ræktuninni þinni og það er eitt af því sem þú hefur kennt mér og ég hef tileinkað mér, að vera stolt af mínu og uppruna mínum. Allar þessar minningar geymi ég í hug og hjarta mínu og mun ylja mér við þær þegar söknuðurinn verður óbærilegur. Lífið verður ekki eins án þín, afi minn. Þú hefur í gegnum tíðina kennt mér svo margt sem ég mun alla ævi búa að. Það var yndislegt að fá allan þann tíma sem ég fékk með þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.S) Hvíldu í friði, elsku afi. Þú varst allra besti afi sem hægt var að hugsa sér. Þín Guðbjörg Anna. „Ef ég einhvern tímann dey …“. Þessi setning sem þú lést falla, sem frægt er orðið, í eldhúsinu heima á Ketilsstöðum, lýsir því í raun best hvaða augum ég leit þig. Ég leit á báða afa mína, sem ég er svo hepp- inn að vera skírður í höfuðið á, sem hálfgerða jötna sem ekkert fengi grandað. Á tímamótum sem þessum finnst mér best að líta til baka og horfa yfir farinn veg og rifja upp skemmtilegar minningar. Þú varst mikill stríðnispúki og alltaf stutt í grínið hjá þér og svo varstu mikill sögusnillingur. Eftirminnilegasta sagan, sem við barnabörnin munum ávallt muna eftir, er sú að þú hefðir spilað knattspyrnu með Aston Villa á Englandi þegar þú varst ungur. „Vá, afi minn spilaði fótbolta með frægu liði á Englandi!“ Það fyllti mig stolti og monti. Ég man alltaf eftir því þegar ég hætti að trúa því að þú hefðir spilað með Aston Villa. Við Þorkell Máni fengum þig til að koma í smá fótbolta á túninu við Ketilsstaði. Þegar ég sá „tilþrifin“ þín með boltann þá missti ég trúna á því að þú hefðir getað verið at- vinnumaður í fótbolta, en aldrei skal góð saga sannleikans gjalda og því mun ég segja mínum börnum söguna um langafa sem var at- vinnumaður í fótbolta með Aston Villa á Englandi. Einnig man ég eftir því þegar ég var að reyna að fá þig til að hætta að reykja og keypti sígarettusprengjur. Síðan vorum við Þorkell Máni undir eld- húsborðinu á Ketilsstöðum og teygðum okkur í sígarettupakkann þinn og tróðum tveimur sprengjum í eina rettuna og skiluðum honum svo aftur á borðið. Næst þegar þú teygðir þig í pakkann til að fá þér eina þá leiðbeindum við þér um síg- arettuvalið og hvernig hún ætti að snúa; það þurfti því þú reyktir fil- terslausan Camel. Svo biðum við báðir með mikilli eftirvæntingu eft- ir því að eitthvað myndi gerast. Svo gerðist það, sígarettan sprakk í tætlur og þú fraust, allir í eldhúsinu sprungu úr hlátri og þú með, þegar þú varst búinn að jafna þig á sjokk- inu. Svona er ég heppinn, að eiga helling af góðum og skemmtilegum minningum til að ylja mér við þegar ég tekst á við sorgina. Því þó svo að ég eigi svona mikið af góðum og skemmtilegum minningum þá er það samt mjög sárt og erfitt að kveðja. Ég er mjög þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með þér um daginn. Þá náði ég að þakka þér fyrir allar minningarnar og segja þér að ég elskaði þig. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Jón M. Bergsson. Elsku afi minn Nú ertu farinn frá okkur, það var gott fyrir þig að fá hvíld eftir erfið veikindi og sennilega hefur vantað einhvern til að segja sögur, rækta fjörhross og kenna að bera veikindi með reisn þarna hinum megin. Frá því þú veiktist hefur mér fundist stórkostlegt að fylgjast með því hvernig þú notaðir hið mikla skap, sem þú bjóst yfir, að halda í lífs- gleðina og húmorinn fram á síðustu stundu. Þær eru ófáar stundirnar sem við höfum átt saman á sjúkra- húsinu síðastliðin tvö ár og alltaf varstu svo glaður, sagðir mér sögur og spurðir jafnframt frétta. Í þau tuttugu ár sem ég hef lifað höfum við ýmislegt brallað saman: riðið út, gert við tæki og girðingar, heyjað, veitt og ótalmargt fleira, það er erfitt að draga fram eitt um- fram annað en þú hefur alltaf verið hluti af daglega lífinu mínu. Við sögur og frásagnir komast fá- ir með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Það var alltaf jafn notalegt að leggjast á bekkinn með þér eftir matinn til að hlusta á gömul æv- intýr, stöku hrota og píputott gerði sögurnar bara áhugaverðari og Jón Bergsson Elsku Baddi, fyrir nokkrum vikum varstu röltandi um á Nyhavn með Nitu þinni og virtist í góðu formi að venju, þú hafðir reyndar verið eitthvað slappur en engan grunaði að þú værir að fara að kveðja. Það er ótrúlega erfitt að sætta sig við það árið 2008 að ekki sé hægt að ráða við sýkingu í lungum. Þegar ég kynntist dóttur þinni fyrir 21 ári varaði hún mig við því þegar við vorum á leið á Hagamel- inn í fyrsta skiptið að þú værir svo- lítið strangur, hún rétt orðin 15 og ég 17. Ég skil þig mjög vel í dag, þú varst bara að passa stelpuna þína. En mér fannst þú aldrei neitt sér- staklega strangur, enda náðum við mjög vel saman og áttum frábæra tíma saman sem ég er þakklátur fyrir. Guðbjartur Pálsson ✝ GuðbjarturPálsson fæddist í Reykjavík 24. sept- ember 1935. Hann lést á Gentofte Ho- spital í Kaupmanna- höfn 21. júlí síðast- liðinn. Útför Guðbjarts fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 30. júlí sl. Ég man þegar ég fékk að gista í fyrsta skipti hjá Kristínu, þá var það í góðu lagi, svo lengi sem ég væri í öllum fötunum og væri farinn fyrir kl. 7 um morguninn, þetta lét ég mig hafa og stóð við það. Einnig er mér ofarlega í huga hvað við vorum svaka- lega stressuð þegar við vorum á leið út á Hagamel að tilkynna ykkur Nitu að við værum búin að trúlofa okkur, ég 18 og Kristína 16 ára. En þú tókst fréttunum fagnandi, knúsaðir okkur og skálaðir svo fyrir okkur, þetta lýsir þér ótrúlega vel. Við Kristína fluttum svo fljótlega í herbergið á Hagamelnum þar sem við bjuggum næstu 3 árin. Þarna kynntumst við enn betur og áttum oft frábærar samræður yfir laug- ardagskjúklingnum, sem oftar en ekki drógust langt fram eftir nóttu. Nita og Kristína farnar að sofa, en við sátum og spjölluðum þar til farið var að birta. Svona var þetta líka í sumarbústaðnum í Brekkukoti, þær inni, en við tveir sitjandi úti á ver- önd með teppi utan um okkur og drukkum viskí, horfðum á stjörn- urnar og gátum talað alla nóttina; þetta eru tímar sem ég á eftir að sakna. Eftir að Nadía Lind fæddist sáum við hvað þú varst frábær afi, þú reyndist henni sérlega vel og ef okkur vantaði pössun þá var alltaf pláss á Hagamelnum. Tíminn sem þið Aron Már áttuð er einnig ómet- anlegur, þið gátuð spjallað mikið saman voruð ótrúlega líkir á mörg- um sviðum, enda fæddir á sama degi. Þér fannst ekkert mál að keyra frá Hagamel upp í Grafarholt til að sækja hann, keyra hann svo í karate í Brautarholtið, svo aftur heim eftir æfingu. Þetta gerðir þú þrisvar í viku í tvö ár. Ég veit að í þessum bílferðum ykkar kenndir þú honum margt um alla heima og geima, enda varst þú mjög fróður um alla hluti. Aron var farinn að segja mér hluti sem ég vissi ekkert um. Það var líka þannig þegar við spiluðum Trivial, þá var slegist um að vera með þér í liði, það var ávísun á sigur. Þú varst eins og orðabók, og ef þú hafðir ekki svarið þá stóðstu upp, náðir í alfræðiorðabókina og last þangað til þú vissir svarið, ann- að kom ekki til greina. Mér verður einnig hugsað til allra gönguferðanna þinna sem þú elsk- aðir að fara í, oftast út á Nes, Gróttu eða Ægissíðu. Ef þú skilaðir þér ekki eftir 6–8 tíma fórum við að ókyrrast, en þú skilaðir þér þó alltaf á endanum. Þegar við spurðum hvar þú hefðir verið þá svaraðir þú því að þú hefðir gengið út á Nes og svo “aðeins“ upp í Grafarvog. Þér fannst ekkert merkilegt að ganga 20–30 km enda varstu í ótrúlega góðu formi. Þessar ferðir enduðu einnig oft hjá Ísak besta vini þínum, þar sem þið nutuð þess að rifja upp gamla tíma. Elsku Baddi, ég sakna þín óendanlega mikið, ég mun passa upp á Nitu fyrir þig, Kristínu og börnin. Meira: mbl.is/minningar Atli Már. Elsku afi! Það er alltaf erfitt að þurfa að kveðja, en hræðilegt þegar það ert þú. Þú varst enginn venjulegur afi, þú varst afi minn. Þú hefur ávallt verið stór partur af mínu lífi, sýnt því áhuga og tekið þátt í uppeldi mínu. Á gönguferðum okkar á Ís- landi, í Noregi og Danmörku var mikið spjallað og þú kenndir mér og gafst mér góð ráð um lífið og til- veruna. Það sem gerði þig að meira en afa var að þú varst mér föð- urímynd. Ég er mjög stoltur af því. Ég get ekki lýst með orðum hvað þú hafðir mikil áhrif á mig og minn uppvöxt. Þrátt fyrir daglegt amstur voruð þið „mormor“alltaf minn klettur og hjá ykkur leið mér vel. Afi, það er eitthvað sem segir mér að þú sért kominn á annan stað og hafir það gott. Ég veit að þú saknar mormor og ég get lofað þér að það er gagnkvæmt. En ég yrði rosalega ánægður ef þér tækist að róa hana í draumum hennar svo hún geti hugs- að sér að halda áfram með okkur. Á meðan þú nýtur þín, hvar sem þú ert, geturðu passað mig eins og þú hefur ávallt gert? Þá lofa ég þér að passa mormor fyrir þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, þú gafst mér meira en þú getur nokkru sinni ímyndað þér. Ég elska þig. Þinn Davíð. Elsku afi minn. Ég sakna þín, ég get ekki hætt að hugsa um þig, en ég mun sjá þig uppi í himnaríki þegar ég er orðinn gamall og lúinn. Hlakka til að sjá þig. Afi, ég lofa að passa mömmu, henni mun líða vel hjá mér, hún saknar þín mikið. Takk fyrir að keyra mig alltaf í karate og golf, það var ótrúlega gaman þegar þú kenndir mér stærðfræði og ég náði því miður ekki að segja þér það, en ég fékk 10 í stærðfræði og ég er líka kominn í afrekshóp í golfi. Það var gaman að koma til Kaup- manahafnar í maí og hitta þig. Það var gaman þegar við fórum á Bakk- en og í Tívolí. Það er búið að vera skemmtilegt sumar hérna, það hefði verið ennþá skemtilegra ef þú hefðir verið hérna með mér. Ég setti golf- bolta í kistuna hjá þér svo að þú gleymir mér ekki. Ég lærði mikið af þér í bílnum. Það var gaman líka á söfnum hér á Íslandi. Síðan þegar ég var úti í maí hjá ykkur þá fórum við öll saman á fiskasafn, það var mjög gaman. Ég hlakka til í ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.