Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR             Einbýlishús óskast til leigu Stórt og huggulegt einbýlishús ( parhús, raðhús ) óskast til leigu frá 1. sept - 1. sept '09 á stór reykjavíkursvæðinu fyrir traustan aðila. Fyrirframgreiðsla. Áhugasamir sendi póst á box@mbl.is merkt Einbýlishús 21705. HÁTÍÐARÚTGÁFA SJÓN LJÓÐASAFN 1978-2008 HÁTÍÐARV ERÐ 1.800kr. Ellefu ljóðabækur skáldsins, margar ófáanlegar um langt skeið, komnar í eina bók. Í TILEFNI 30 ÁRA ÚTGÁFUAFMÆLIS D Y N A M O R E Y K JA V ÍK FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is SÁTT virðist ríkja meðal minni- hluta og meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur um málefni Orku- veitu Reykjavíkur en fyrirtækið stendur í stórtækum fram- kvæmdum á Hellisheiði sem fjár- magnaðar eru að stærstum hluta með lántöku í erlendri mynt. Eru rökin þau að stór hluti tekna OR vegna raforkusölu sé í erlendri mynt og því sé áhættan lítil. Samkvæmt ársreikningi fyr- irtækisins fyrir árið 2007 eru langtímaskuldir þess rúmir 93 milljarðar króna. Stór hluti þess- ara skulda er í erlendri mynt, þ.á.m. evru. Eignir og skuldir, sem metnar voru á gangvirði í er- lendri mynt, eru færðar á því gengi sem var í gildi þegar gang- virði þeirra var ákvarðað. Í árs- reikningi er miðað við gengið 87 fyrir evru. Gengi evrunnar við lok- un markaða í gærdag var 123,5. „Við höfum áhyggjur af þessu og munum líta til þessa þegar við fjármögnum okkar framkvæmdir. Samkvæmt þriggja mánaða upp- gjöri þessa árs eru heildarskuldir 138 milljarðar, þar af eru lang- tímaskuldir 127 milljarðar,“ segir Kjartan Magnússon, stjórn- arformaður OR. 94% lang- tímaskulda fyrirtækisins eru skuldir við erlendar lánastofnanir. Eitt á markaði með vöru sem allir þurfa Hagfræðingur sem Morg- unblaðið ræddi við segir að það megi deila um hversu áhættu- samur rekstur OR sé. Orkuveitan sé með þannig tak á höfuðborgar- búum að ef maður ætli að kaupa orku þá verði maður að versla við OR. Þá megi líta á gjöld fyrirtæk- isins sem hluta af skattheimtu borgarbúa, því fyrirtækið sé eini þjónustuveitandinn og varan sem fyrirtækið veiti, raforka og heitt vatn, sé vara sem allir þurfi á að halda. Reksturinn sé ekki mjög áhættusamur því fyrirtækið geti alltaf velt kostnaði út í verðlag. „Síðan er alveg ljóst að fram- kvæmdir sem OR hefur farið í eru ekki kostaðar með eigin fé heldur hefur fyrirtækið fjármagnað sig með skuldsetningu. Hvernig rek- urðu svona fyrirtæki, ertu að taka of mikla áhættu miðað við fjár- magnsuppbyggingu? Það er líka alltaf matsatriði hversu vel lántak- an er varin með eignum og eigin fé,“ segir hagfræðingurinn. Hækkunum beitt í hófi „Fyrirtækið er fjármagnað með notendagjöldum. Það er því ekki hægt að kalla þetta skatt. Því meira sem þú notar því meira borgarðu. Fyrirtækið hefur auð- vitað þennan kost að geta hækkað gjöldin. Á hitt ber að líta að við höfum beitt því úrræði mjög hóf- lega. Ef skoðuð er verðskrá frá ári til árs þá hafa gjöldin ekki haldist í hendur við verð- lagsþróun,“ segir Kjartan. Deilt um OR  Orkuveitan getur alltaf velt kostnaði vegna lántöku út í verðlag vöru sem allir þurfa  Heildarskuldir 138 milljarðar Það er annað álitaefni hvort OR eigi að vera í útrásarverkefnum erlendis. Þær eru alltaf áhættusamar. Útrásin var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. „Það var á dagskrá fyrrverandi stjórnar. Það var ein af fyrstu ákvörðun- um nýrrar stjórnar að stöðva slíkar fyrirætlanir,“ segir Kjartan Magnús- son, stjórnarformaður OR, um útrásarverkefni. Kjartan segir að gengis- óvissan sé fyrirtækinu illur ljár í þúfu. „Á móti gengistapi fyrirtækisins kemur hins vegar tekjufærsla vegna hækkunar á innbyggðum afleiðum í raforkusölusamningum til stóriðju. Þar náum við milljörðum til baka. Þeg- ar gengið fellur þá hækka erlendar skuldir fyrirtækisins, en tekjur aukast á sama tíma í raforkusölu.“ Útrásin kveðin í kútinn Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra segist skilja vel ákvörðun um- hverfisráðherra, því fram hafi komið hjá Skipu- lagsstofnun og öllum sem að framkvæmdum koma að mikil- vægt væri að mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda fari fram á sama tíma vegna álvers á Bakka, línulagna og varmavirkjana á Þeistareykjum og Kröflu. Um- hverfisráðherra telji mikilvægt að fram fari mat á sama tíma og sam- eiginlegt mat sé ekki íþyngjandi enda þurfi allar framkvæmdirnar að fara í gegnum umhverfismat. „Það er eðlilegt að stuðst sé við lögin eins og þau eru um heildar- mat,“ segir Ingibjörg Sólrún. Niður- stöðu Skipulagsstofnunar hafi verið áfrýjað til umhverfisráðherra sem hafi nú kveðið upp sinn úrskurð. Varðandi Helguvík hafi verið áfrýjað of seint til ráðherra og hefði sam- bærileg ákvörðun engu að síður ver- ið tekin hefði hún verið íþyngjandi fyrir þá sem að framkvæmdum stæðu. Utanríkisráðherra segir að menn séu að fara fram úr sér þegar þeir segi að þetta hafi tafir í för með sér. Gert sé ráð fyrir að tími sé til 2012 til að undirbúa framkvæmdirnar og nýbúið sé að skrifa undir viljayfirlýs- ingu þess efnis. Ingibjörg Sólrún segir ljóst að all- ar fyrrnefndar framkvæmdir hafi þurft að fara í umhverfismat. Fram geti komið ýmsar athugasemdir og undan því verði ekki vikist. „Um- hverfismat er ekki til þess að stöðva framkvæmdir. Umhverfismat er til þess að reyna að leiða fram ef það eru einhverjir agnúar á framkvæmd- inni og hvernig eigi að sníða þá af.“ Umhverfisnefnd fundar Umhverfisnefnd alþingis mun að öllum líkindum koma saman í næstu viku vegna úrskurðar umhverfisráð- herra þess efnis að fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík skuli fara í sam- eiginlegt umhverfismat með tengd- um virkjanaframkvæmdum. Höskuldur Þórhallsson, þingmað- ur og fulltrúi Framsóknarflokks í nefndinni, kveðst hafa óskað eftir fundinum. „Fólk er mjög uggandi, sérstaklega fyrir norðan. Ég held að það sé mjög mikilvægt að farið verði yfir þetta mál, svo hugur ríkisstjórn- arinnar verði á hreinu og ekki sé ver- ið að vinna að einhverju sem svo verður ekki af,“ segir Höskuldur. Úrskurðurinn sé einn stærsti steinn sem lagður hafi verið í götu verkefn- isins á Bakka. Þórunn fari harðari höndum um álverið á Bakka en ál- verið í Helguvík. Umhverfismat ekki til að stöðva framkvæmdir Umhverfisnefnd ræðir um Bakka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „VIÐ siglum frá Norðurfirði og út að Hornbjargi og svo fer eftir veðri hvort við getum siglt undir bjargið og alveg upp að því. Ef aðstæður eru mjög góðar þá siglum við undir einn foss og förum með bátinn í bað,“ segir Reimar Vilmundarson sem rekur ferðaþjónustu- fyrirtækið Freydísi sf. Hann fer með fólk í skoðunarferðir um Hornstrandir á bátnum Sædísi. Þúsundasti farþeginn fór með bátnum fyrir skömmu og segir Reimar nóg hafa verið að gera síðustu vikur. „Við eigum eftir að fara með svona 600-700 manns í ferðir í sumar og núna í júlí siglum við daglega.“ Far- þegar eru, auk skoðunarferða, ýmist fluttir á áfanga- staði á Norður-Ströndum eða á Hornströndum. Reimar segir misjafnt hvernig fólk vilji haga ferð- unum. Margir vilji einnig ganga um svæðið eða séu á leið upp í sumarbústað í grenndinni. Reimar segir Íslendinga hafa verið í meirihluta í ferðunum í sumar en segir þó að þeir séu ekki fleiri en í fyrra. „Flestir sem koma í ferðirnar eru Íslendingar en útlendingunum hefur þó fjölgað aðeins.“ haa@mbl.is Morgunblaðið/Ágúst Ingi Drangar Hópur göngumanna, sem fóru með Sædísi frá Norðurfirði, leggur upp í göngu frá Drangavík fyrir Eyvind- arfjörð og inn með Ófeigsfirði. Fremst í flokki eru Hanna María Baldvinsdóttir, Sveinsína Ágústsdóttir og Kjartan Stefánsson. Sigmundur Steinarsson gerir sig kláran fyrir myndatöku. Í baksýn eru gamli bærinn í Drangavík, byggður árið 1913, en fór í eyði árið 1947. Einnig má greina nokkra Dranganna, sem eru ýmist taldir fimm eða sjö. Hornstrandir vinsælar að sumri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.