Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 23 orðið ansi sérkennilegt ef forseti Íslands væri eini þjóðhöfðingi Norðurlanda sem neitaði að mæta. Það hefði að mínum dómi krafist frekari rökstuðnings heldur en sú ákvörðun að fara. Á undanförnum tólf árum hef ég átt við- ræður við fjölmarga leiðtoga Kínverja. Einn þeirra var Li Peng sem hér var í boði Al- þingis. Ég afhenti honum að gjöf mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna á kín- versku á fundinum hér á Bessastöðum og hann brást svo reiður við að hann messaði yfir mér í fjörutíu og fimm mínútur og dag- skráin fór öll úr skorðum. Síðustu árin hef- ur mér þó sýnst að það sé æ auðveldara að eiga orðastað við Kínverja um mannrétt- indamál. Þær samræður sem ég hef átt við kínverska áhrifamenn hafa sannfært mig um að betra sé að hafa áhrif á mannrétt- indaþróun Kínverja með því að eiga eðlileg- ar rökræður og samstarf við þá. Ég er sannfærður um að Ólympíuleikarnir munu hafa jákvæð áhrif í þá veru að hvetja Kín- verja til að laga sig smátt og smátt að kröf- um veraldarinnar um eðlileg mannréttindi.“ Ekki haldinn svartsýni Það er niðursveifla í landinu. Sumir segja að ríkisstjórnin stappi ekki stálinu í þjóðina. Þú talaðir í byrjun um bölmóð. Er ástandið ekki eins slæmt og látið er í veðri vaka? „Ég bý að því að hafa rannsakað íslenska stjórnmálaþróun nánast frá upphafi sjálf- stæðisbaráttunnar til okkar tíma, kenndi þau fræði við Háskóla Íslands um árabil og varð svo sjálfur þátttakandi á vettvangi þjóðmála. Þeir erfiðleikar sem við glímum við núna eru í sjálfu sér ekkert meiri en erf- iðleikar sem oft og tíðum blöstu við íslensk- um almenningi á árum áður. Við höfum á síðustu tíu til fimmtán árum búið við ein- staklega hagstæð skilyrði og þess vegna er eðlilegt að menn hrökkvi við þegar breyting verður á. Við Íslendingar búum yfir meiri auðlind- um og sterkari eiginleikum en flestar aðrar þjóðir. Það mætti vera meiri klaufaskap- urinn að geta ekki ráðið fram úr erfiðleikum og skapað okkur góð kjör við þær aðstæður. Þjóðin er betur menntuð nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum aldrei átt slíka þekking- arsveit í okkar röðum eins og um þessar mundir. Þessi hugmyndakraftur og nýsköp- unargeta leiða af sér atvinnutækifæri, ný fyrirtæki og nýjar greinar á fjölmörgum sviðum. Flestar sóknargreinar í atvinnulífi heimsins eru byggðar á hugviti. Þar búum við að ríkulegri sköpunargetu. Svo er eftirsóknin eftir orkulindum okkar miklu meiri en við getum annað. Um alla veröld er sóst eftir þekkingu okkar í nýt- ingu hreinnar orku. Við búum einnig yfir einhverju mesta forðabúri neysluvatns sem til er í Evrópu, en sumir sérfræðingar telja að drykkjarvatn eigi eftir að verða eftirsótt- asta vara veraldar. Og okkur hefur tekist að varðveita fiskistofnana í hafinu í kringum landið betur en mörgum öðrum þjóðum. Ef við leggjum allt þetta saman þá er auðlindastaða þjóðarinnar og eiginleikar landsmanna í menntun og sköpunargetu þannig að fáar þjóðir búa að slíku. Við meg- um ekki missa sjónar á þessum eiginleikum eða neita okkur um að hagnýta okkur þessa kosti þótt við tökumst nú á við nokkra erf- iðleika. Stærsti hluti þess vanda sem við glímum við eru afleiðingar hins mikla ár- angurs sem náðst hefur á undanförnum ár- um. Við hefðum kannski þurft að haga segl- um betur eftir vindi og fara aðeins hægar. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Tækifærin voru mikil og athafnagleðin rík. Ég er ekki haldinn þeirri svartsýni eða heltekinn af þeim ótta sem mér finnst ríkja sums staðar. Ég geri mér fullkomna grein fyrir því að við erum að fara í gegnum tíma- bil erfiðleika en ég er á engan hátt þeirrar skoðunar að við glímum við slík grundvall- arvandamál í efnahags- og atvinnulífi að ekki sé hægt að leysa þau á farsælan hátt.“ Ertu þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt ákvörðun að beita neitunarvaldi á fjöl- miðlalögin? „Ég er afdráttarlaust þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt ákvörðun. Þær hrakspár, sem margir settu fram, þar á meðal virðu- leg blöð í ritstjórnargreinum, um að óáran yrði í stjórnskipan landsins við þá ákvörðun, hafa reynst rangar. Hugsun höfunda stjórn- arskrárinnar var að forsetinn væri öryggis- ventill sem gæti vísað umdeildum málum í dóm þjóðarinnar. Þegar ég beitti þessu ákvæði leiddi það ekki til neinnar upplausn- ar. Málið var úr sögunni, stjórnkerfið hélt áfram að starfa á þeim grundvelli sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir, samband þings og þjóðar féll í eðlilegan farveg og samskipti forseta við þing og stjórnvöld voru með sama hætti og fyrr. Ef menn horfa á þá fjölmiðlaþróun sem hefur orðið í landinu á þeim fjórum árum sem liðin eru þá sjá menn að sá þröngi stakkur sem átti að sníða fjölmiðlum lands- ins með fjölmiðlalöggjöfinni hefði ekki reynst heillavænlegur.“ Bók um forsetaembættið Guðjón Friðriksson er að skrifa bók um þig sem kemur út fyrir jólin. Mér er sagt af kunnugum að þetta sé opinská og merkileg bók. Ertu ekkert hræddur við fjaðrafok? „Í blöðum gætir þess misskilnings að þetta sé ævisaga mín. Svo er ekki. Guðjón er einn okkar fremsti rithöfundur og sagn- fræðingur og hann er að skrifa bók um verk og viðfangsefni forsetaembættisins á minni forsetatíð. Hann byggir verkið á víðtækum heimildum og viðtölum við fjölmarga. Að- koma mín að því verki er einfaldlega á þann veg að ég féllst á að ræða við hann um ýmsa hluti, líkt og hann ræðir við ýmsa aðra, og veitti honum aðgang að skjalasafni forsetaembættisins. Hann hefur verið ein- ráður með það hvernig hann meðhöndlar þetta efni. Það hvarflaði ekki að mér sem gömlum fræðimanni að reyna að hafa áhrif á það hvernig sagnfræðingurinn fer með efnið. Ef bókin verður eins og þú segir, opinská eða vekur umræðu, þá verð ég að sæta því eins og aðrir. Ég er ekki höfundur hennar eða ritskoðari. Ég tel gagnlegt fyrir þjóðina og forsetaembættið að jafnvirtur sagnfræð- ingur og Guðjón er takist á hendur að skrifa um verk og viðfangsefni forsetaembættisins og þróun íslensks þjóðlífs og atvinnulífs á umliðnum árum á þann agaða og fræðilega hátt sem honum er eðlilegt.“ Verður þetta síðasta kjörtímabil þitt? „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, ör- lögin geta gripið inn í fyrri ákvarðanir á ör- skotsstundu og allt breytist. Það þekki ég af eigin reynslu í forsetatíð minni, eins og þjóðin veit. Mér hefur líka alltaf fundist eðlilegt að taka ekki ákvörðun um hvað ég ætla að gera eftir mörg ár. Það má ekki misskilja orð mín á þann veg að í þeim felist ætlan um að gefa aftur kost á mér eftir fjögur ár. Ég tel einfaldlega ekki skyn- samlegt að forsetinn tilkynni í upphafi kjör- tímabils hvað hann ætli að gera við lok þess. Slík tilkynning, á hvorn veginn sem hún væri, myndi gjörbreyta umfjöllun og sam- skiptum einstaklinga og þjóðarinnar gagn- vart forsetanum. Þetta embætti hefur fært mér mikla ánægju og mikinn lærdóm. Það er ekki til nein kennslubók í því hvernig á að vera for- seti og það er ekki hægt að tileinka sér formúlur sem aðrir hafa búið til. Svo að segja hvern dag þarf forsetinn sjálfur að meta viðhorf sín, viðbrögð og athafnir. Með- al annars þess vegna er forsetaembættið ögrandi verkefni.“ Morgunblaðið/RAX » Varðandi það sem stundum er sagt umsamskiptin við auðmenn eða þotuliðið þáfinnst mér það oft og tíðum vera slagorða- kenndar ýkjur. Þær ferðir sem ég hef farið með einkaþotum á undanförnum árum eru teljandi á fingrum annarrar handar. Þá hafa þær yfirleitt verið farnar vegna þess að ekki hefur fundist önn- ur leið til að komast á áfangastað í tæka tíð. Að þessum örfáu ferðum frátöldum eru allar ferðir mínar með áætlunarflugi. Sumir eru hissa á þeim ferðamáta erlendis og eiga því að venjast að þjóð- höfðingjar ferðist um á eigin farkosti; mér finnst rétt og eðlilegt að forsetinn sé líkt og aðrir Íslend- ingar á ferðum sínum fulltrúi þess jafnréttissam- félags sem við erum stolt af. er öflugt tæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.