Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birna Brynjólfs-dóttir fæddist í Reykjavík þann 4. ágúst árið 1928. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 18. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Katrín Jónsdóttir, húsfreyja í Reykja- vík, og Brynjólfur Magnússon frá Hrolllaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá í Fljótsdal, Norður- Múlasýslu. Hann var bókbandsmeistari í Reykjavík, stofnandi og forstjóri Nýja bók- bandsins. Þau hjónin eignuðust níu börn, og komust sjö þeirra til full- í New York, f. 1951, kvæntur Mary Wilshire 1989, húsmóður og mynd- listarmanni, f. 1953. Börn þeirra eru Amanda Grace, nemi, f. 1990, og Brynja Katrín, nemi, f. 1993. b) Katrín, skrifstofustjóri í New York, f. 1953. Birna ólst upp á Skólavörðuholt- inu og lauk námi í Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni. Starfaði til nokkurra ára á verkstæði föður síns í Reykjavík. Hún fluttist bú- ferlum til Bandaríkjanna ásamt manni sínum og tveimur börnum árið 1957. Auk húsmóðurstarfa vann hún hjá Loftleiðum í New York í nokkur ár. Árið 1973 skildu þau hjónin og fluttu heim til Ís- lands. Hún réð sig til starfa hjá Sesselju Sigmundsdóttur á Sól- heimum í Grímsnesi og vann þar allar götur þar til hún lét af störf- um sökum aldurs. Útför Birnu fór fram í kyrrþey. orðinsára, þau Hákon Bragi, Hulda, Magn- ús, Hrefna, Jóhanna, Svava og Birna sem var yngst systk- inanna. Systkinin eru nú öll látin. Birna giftist í júní árið 1951 Einari Magnússyni, við- skiptafræðingi, f. 1928, frá Reykjavík. Foreldrar hans voru Magnús Einarsson og Anna Einarsson, f. 1901. Systkini Einars eru Karen, Kristinn og Elín. Birna og Einar slitu samvistir. Birna og Einar eignuðust tvö börn. Þau eru: a) Magnús, arkitekt Kveðja til ömmu Það er með trega í hjarta sem við kveðjum Birnu ömmu. Skyndilegt fráfall hennar kom okkur í opna skjöldu, en við höfðum verið að und- irbúa ferð til Íslands til að halda upp á stórafmælið hennar en hún hefði orð- ið áttræð þann 4. ágúst. Amma var konan sem var alltaf til staðar. Þó hún væri á Íslandi þá var hún stór hluti af lífi okkar. Amma var yndisleg, ljúf og frekar hlédræg. Hún vildi hag barna sinna og okkar ömmu- stelpnanna sem mestan og bestan. Í okkar huga var hún hin sannkallaða hvunndagshetja, hafði lítil veraldleg efni en samt tókst henni að spara, eignast íbúð og koma og heimsækja okkur reglulega til Bandaríkjanna. Amma var alltaf brosmild og lítil- lát, hún gerði engar kröfur fyrir sig sjálfa en ekkert var nógu gott fyrir okkur ömmustelpur. Hún var mikil listakona, málaði myndir og steina, teiknaði, saumaði út, allt virtist leika í höndunum á henni. Og nú hefur hún kvatt svo skyndilega. Amma, þessi fasti punktur í tilveru okkar, er ekki lengur hér en við erum ríkar af minn- ingum um yndislega konu. Amanda Grace og Brynja Katrín í New York. Birna Brynjólfsdóttir ✝ Karl ÓmarClausen fæddist á Landspítalanum 2. maí 1969 og lést á Líknardeild Landspítalans að- faranótt 20. júlí 2008. Foreldrar Kalla eru Jens Pét- ur Clausen og Marsibil Jóna Tóm- asdóttir. Systkini hans eru María Anna Clausen, Ar- inbjörn Viggó Clau- sen og Bjarki Þór Clausen. Maki er Bára Jóhann- esdóttir og börn þeirra eru Brynjarr Pétur Clausen, Guðfinna Magnea Clausen og Kristján Clausen. Sem ungur mað- ur vann Kalli í Bernhöftsbakaríi hjá tendgdafor- eldrum sínum, lærði rafeindavirkj- un og starfaði sem tæknimaður í Ný- herja síðustu árin. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Ein af mínum fyrstu minningum úr æsku er af bæjarferð sem ég fór með pabba mínum. Leið okkar lá niður að tjörn þar sem við hugð- umst gefa öndunum. Ég man í raun ekkert eftir ferðinni sjálfri eða hvort endurnar fengu yfirhöfuð nokkuð ætilegt. Myndin sem situr svona rækilega í minni mínu er af Kalla frænda þar sem hann situr við borð í hvítu herbergi í bakaríinu sem hann vann í á þeim tíma. Það þarf ekki mikið til að gleðja litlar stelpur og líklegast er það spennan yfir að fá andabrauð frá Kalla sem hefur fest þessa annars agnarsmáu minningu í sessi. Ég veit ekki af hverju mér er hugsað til einmitt þessa andartaks nú en það er gott að grípa til þess. Á myndinni brosir hann nefnilega þessu rólega brosi sem hefur ávallt einkennt Kalla og í því samhengi skjótast upp ótal góð- ar minningar. Ég kveð föðurbróður minn með söknuði. Anna Marsý. Alltaf er maður jafn berskjald- aður fyrir því þegar ungt fólk í blóma lífsins fellur frá. Ég hitti Kalla fyrir nokkrum vikum í sum- arbústað bróður míns sem var tengdafaðir hans. Þá var hann í veikindafríi og var á spítala um nætur til að nærast. Hann sló samt ekki slöku við, þau hjónin höfðu verið að taka til í geymslunni. Þau höfðu líka ferðast dálítið eftir að hann veiktist. Það hljóta að vera a.m.k. 19 ár síðan ég sá Kalla fyrst, þegar þau Bára urðu par. Þessi hægláti drengur bauð af sér góðan þokka. Og ég veit að tengdafor- eldrum hans þótti afar vænt um hann. Einnig veit ég að hann var mjög vel liðinn á vinnustað sínum. Það veit ég vegna þess að ég þekki fólk sem vann með honum. Á svona stundum finnst mér að stórfjöl- skyldan hafi hist of sjaldan. Það er aðallega við fermingar og þegar stærri afmæli eru sem flestir hitt- ast. Reyndar hefur Vinaminni, sum- arbústaður bróður míns, oft verið óvæntur samkomustaður á sumrin. Þar koma vinir og ættingjar oft við því hann er svo stutt frá Reykjavík. Þá eru það stundum börn og barna- börnin sem eru hvati að þannig heimsókn því þangað finnst börnum gaman að koma. Þannig hafa t.d. elstu barnabörnin mín kynnst barnabörnum Jóa bróður, eldri börnum Kalla og Báru, því þau eru á sama aldri. En einnig þau sem yngri eru. Fyrir fáeinum dögum frétti ég að Kalli væri kominn á líknardeildina í Kópavogi og mág- kona mín sagði að sér virtist honum líða betur og liti betur út en áður. Bára var þá alveg hjá honum. En fljótt skipast veður í lofti og í gær var ljóst að kveðjustundin nálgaðist óðum. Bára og móðir hans voru hjá honum síðustu andartökin. Elsku Bára, Brynjar, Magnea og Kristján, mikill er ykkar missir. Eins veit ég að Kalla verður sárt saknað af for- eldrum og tengdaforeldrum hans. Guð gefi ykkur þrek til að takast á við þá erfiðu tíma sem eru fram- undan. Valbjörg (Valla). Þegar Kalli bróðir fæddist var hann svo fallegt barn að lítil stúlka í næsta húsi bankaði upp á einn dag- inn og falaðist eftir að fá að kaupa hann fyrir túkall. Þetta var í Fögru- brekkunni í Kópavoginum og þar var yndislegt að alast upp. Fullt af góðu fólki með krakka á svipuðum aldri, líf og fjör. Trönur og móar sköpuðu bakgrunn fyrir ævintýri og gáfu af sér ber og blóðberg til te- gerðar. Krakkahópurinn náði vel saman í hinum ýmsu leikjum sem höfðu borist milli kynslóða. Kalla fannst afskaplega gaman að lesa og glíma við ýmiss konar þrautir. Við eldri systkinin kenndum honum mannganginn í skák, en það leið ekki á löngu áður en hann var geng- inn í skákklúbb í Digranesskóla og farinn að tefla á mótum. Þá hættum við að tefla við hann. Hann fór ávallt sínar eigin leiðir til þess að finna lausnir og var seig- ur við það. Honum fannst til dæmis fiskur vondur en lét sig hafa það að borða hann með tómatsósu. Mikilli tómatsósu. Þegar erfitt reyndist að klára af disknum gerði hann sam- komulag við köttinn oftar en einu sinni. Þá var fiskur með tómatsósu á helmingnum en hinum megin við diskinn sat kötturinn. Pabbi hvatti hann einu sinni sem oftar til þess að vera duglegur að borða, þá yrði hann stór eins og Bjössi bróðir. Kalli svaraði því til að hann vildi bara vera lítill og geta leikið sér. Annað dæmi um útsjónarsemi hans var að þegar hann vantaði aura til þess að sinna sínum hugðarefnum, þá leysti hann það með því að selja aukablöðin frá stóra bróður sem bar út blöð. Við vitum að hann var á réttri hillu í starfi sínu hjá Nýherja þar sem hann hafði heilan heim af tæknilausnum til þess að glíma við. Kalli var ekki mikið fyrir að trana sér fram. Hann fór það sem hann ætlaði sér með hægðinni og sínum eigin hætti og miklum húmor. Við munum ekki eftir því að hann hafi nokkurn tíma vantað eitt né neitt, svo nægjusamur var hann. Svo sagði hann líka alltaf allt gott sama á hverju gekk og meinti það. Kalli fór í Iðnskólann og lærði til rafeindavirkja. Þar náðu þau saman hann og Bára. Þau hófu búskap í kjallaranum í Fögrubrekkunni og fjölskyldan stækkaði fljótt. Alls urðu börnin þrjú og við njótum þess nú að sjá þessa frábæru krakka endurspegla bæði útlit og persónu- leika foreldra sinna. Kalli hafði gaman af veiðum eins og fleiri í fjölskyldunni sem á árum áður fór ófáar ferðir til silungsveiða. Hann var líka sá sem oft stóð fyrir því seinni árin að stórfjölskyldan hittist á súpudögum. Þá stóð hann yfirleitt vaktina í eldhúsinu enda listakokkur. Við söknum Kalla mikið en erum þakklát fyrir allt það sem við áttum saman. María, Arinbjörn, Bjarki. Kalli er fallinn frá, það er svo skrýtið til þess að hugsa að hann sé farinn frá okkur. Við mamma vor- um að ræða það að það væri eins og hann hefði alltaf verið hjá okkur, svo vel féll hann inn í fjölskylduna okkar. Okkur langar að þakka fyrir kynni okkar af honum sem voru alltof stutt. Ég var ekki gamall þegar Bára kynnti kærastann sinn í Granaskjól- inu og ég gleymi því ekki hversu gaman mér fannst þegar ég fékk að fara með þeim Báru og Kalla út að borða á Hard Rock. Eins þegar ég var orðinn aðeins eldri og fékk að fara með Kalla og vinum hans í fót- bolta, alltaf fékk litli guttinn að fylgja með. Spilakvöldin á Nesveg- inum voru alltaf stórskemmtileg og manni fannst Kalli njóta sín best í spilum eða að leysa hinar ýmsu þrautir. Ansi oft sat fjölskyldan sveitt við að reyna að leysa gesta- þrautir og á meðan sat Kalli glott- andi út í horni, svo eftir árangurs- lausar tilraunir þá tók Kalli sig til og leysti þrautirnar á örstuttum tíma. Kalli var alltaf til staðar fyrir okkur, hvort sem það var að taka til hendinni í Vinó, bíla- eða tölvuvið- gerðir. Hann kom sjaldnast upp í Vinó til þess að liggja í leti, það þurfti að laga skúrinn, mála húsið, gera við girðinguna eða slá garðinn. Þær eru ófár tölvurnar sem hann setti saman og lét mig fá og fór ég í gegnum alla mína skólagöngu með tölvur frá Kalla. Kalli naut þess að elda og baka og var hann mjög góður kokkur. Það var alltaf gaman að koma í af- mæli á Nesveginn því það var öruggt að þar væri eitthvað gott á boðstólum, hvort sem það væru hefðbundnar kökur eða eitthvað framandi eins og austurlenskur matur. Seinna þegar veikindin voru farin að setja strik í reikninginn þá var Kalli ennþá mjög duglegur, hvort sem það var að halda áfram að vinna eða sinna börnunum sínum og aldrei heyrðist Kalli kvarta. Bára, Brynjarr, Magnea og Kristján ykkar missir er mikill og hugur okkar er hjá ykkur á erfiðum tímum. Guðrún og Jóhannes, Albert og Jóhanna. Það er sárt fyrir mig að þurfa að kveðja Karl Ómar Clausen, er ég hef þekkt frá því á Iðnskólaárum okkar. Karl var rólegur einstakling- ur og yfirvegaður en engan veginn skaplaus þótt hann væri agaður. Hann var mjög skipulagður og virt- ist eiga auðvelt með að sjá góða lausn á hinum ýmsu verkefnum. Karl og Bára keyptu sína fyrstu íbúð á Hverfisgötu og gerðu upp, átti hún eftir að verða samkomu- staður okkar vinanna sem sátum þar marga nóttina við spil. Sátum við öll í hnapp umhverfis borðstofu- borð frá kreppuárunum, var Kalli duglegastur okkar að raka að sér slögum eða stigum eftir því hvort var um að ræða. Síðast átti Karl heimili á Nesveg- inum, gerði hann einnig upp þá íbúð. Við Karl áttum margt sameig- inlegt, við höfðum báðir áhuga á gömlum húsum, húsgögnum og munum, ljósmyndun sameinaði okk- ur líka og fórum við oft í bíltúr eitt- hvað út í buskann til að eyða film- um og þá var eldun á mat okkur mikil gleði og ekki síst að neyta hans. Eitt ferðalag fórum við Kalli í sem sameinaði öll þessi áhugamál okkar og stendur hvað mest upp úr í minningunni. Var þessi ferð farin skömmu áður en þau fluttu á Hverf- isgötuna og tilgangurinn að sækja húsgögn sem afi og amma Báru höfðu gefið þeim úr búi sínu sem var á Suðureyri við Súgandafjörð. Kalli leigði hestakerru til að flytja gripina í bæinn og bíllinn sem við fórum á var harðfullorðinn Volvo. Með í för var svo hún Katla sem var hundur heimilisins. Eins og áður sagði var bíllinn okkar farinn að reskjast og átti hann það til að hitna nokkuð mikið, þurftum við að fara varlega að honum og leyfa hon- um að hvílast og kólna. Hléin not- uðum við auðvitað til að leita að ein- hverju spennandi myndefni, því myndavélarnar voru með. Við tjöld- uðum á Steingrímsfjarðarheiði sem var öll hvít þegar við vöknuðum og þá tók ég eina af mínum bestu ljós- myndum. Það var súld og milt veð- ur á Suðureyri þegar við komum þangað. Fljótlega eftir að við kom- um á Suðureyri fórum við að koma fyrir þeim húsgögnum sem flytja átti í bæinn. Kerran var ekki stór og því þurfti að raða haganlega í hana. Einn var sá gripur sem fór suður sem ég veit að flestir hefðu talið ónýtan, það var kommóða sem var öll úr lagi gengin en er stof- ustáss í dag eftir meðhöndlun Karls. Þegar við höfðum komið öllu fyrir í kerrunni elduðum við frá- bæran kvöldverð og þar með höfð- um við komið inn á öll okkar sam- eiginlegu áhugamál. Það var áfall fyrir mig að frétta það síðastliðinn október að Karl væri með krabba, enn meira áfall var að fylgjast með því hvað krabb- inn herjaði fljótt á hann og svo fréttin um það að hann væri allur, níu mánuðum seinna.Mér hefur allt- af fundist Karl og Bára frábærir foreldrar og það sýnir sig kannski best nú þegar maður umgengst þessa þrjá frábæru einstaklinga sem þurfa að horfa á eftir föður sín- um. Það er sárt að vita til þess að þau koma ekki til með að njóta hvatningar og hjálpar frá honum í framtíðinni. Ég votta öllum og þá sér í lagi Báru, Brynjari, Magneu og Krist- jáni samúð mína og það veit sá sem allt veit að ég á eftir að sakna Karls. Meira: mbl.is/minningar Stefán Ólafsson. Karl Ómar Clausen Elsku Kalli. Þökkum fyrir all- ar skemmtilegu sam- verustundirnar. Þín er sárt saknað. Elsku Bára, Brynjar Pét- ur, Guðfinna Magnea og Kristján, við vottum ykkur innilega samúð. Hugur okkar er hjá ykkur. Fjölskyldan Álfatúni 7. HINSTA KVEÐJA Ekki átti ég von á þessu, að það skyldi vera þú elsku frændi sem yrðir kvaddur næst. Það er hreint ótrúlegt hvað þú hefur haft áhrif á marga og á líf mitt hefur þú heldur betur markað þín spor. Það er þér að þakka að ég kláraði nám við Handelsakademien í Vejle þar sem þú bjóst á sama tíma og ég. Þú lést manni alltaf líða þannig að það væri eins og maður væri nálægt ✝ Haraldur Guð-jón Guðmunds- son fæddist 28. júní 1958. Hann lést 20. júlí síðastliðinn. Útför Haraldar fór fram frá Bú- staðakirkju 28. júlí sl. sinni eigin fjöskyldu þó svo að ég byggi langt í burtu frá öllum. Það er þér að þakka að ég kann ýmislegt, t.d. að halda veislu, nánar til tekið almennilega grillveislu. Þvílík gest- risni sem var á heimili ykkar Siggu í Ring- köbing. Maður hafði aldrei kynnst öðru eins, það er eitthvað sem gleymist aldrei. Ég vil þakka fyrir þær frábæru stundir sem við höfum átt saman og votta ég allri þinni fjölskyldu dýpstu samúð. Þín verður sárt saknað, þær eru ófáar stundirnar þar sem þín verður minnst. Hvíl í friði vinur. Sveinn frændi. Haraldur Guðjón Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.