Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 39

Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 39 meira spennandi. Ekki voru reynslusögurnar af skrautlegum veiðitúrum og spaugilegum karakt- erum sem sagðar voru við eldhús- borðið á Ketilsstöðum slakari. Það er alveg á hreinu að þú munt alltaf eiga sérstakan stað í huga mér og hjarta og verða hluti af mér og mínu lífi. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þinn Guðmundur Þorsteinn. Elsku afi Ég fæ tár í augun bara við til- hugsunina um hvað ég á eftir að sakna þín mikið. En um leið er ég svo fegin að eiga allar góðu minn- ingarnar um þig. Þær verða allar vel geymdar í hjarta mínu. Margar þessar minningar eru tengdar hestum: skemmtilegir reið- túrar, hvað þú hlustaðir vel á mig þegar ég kom með hugmyndir að nöfnum á hrossin og útskýrðir fyrir mér hvernig ég gæti þekkt hrossin í stóðinu. Og svo varstu alltaf dug- legur að hvetja mig þegar ég var að keppa, ég var svo glöð yfir því að þú gast fylgst með keppninni á landsmótinu í sumar í gegnum síma og gast séð verðlaunapeninginn minn, En ég á margar fleiri minningar en hestaminningar: sögur eftir mat- inn á bekknum í stofunni og spila- mennska við stofuborðið, kasína var spilið okkar. Mér þótti rosalega gott þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn á sjúkra- húsinu um daginn, þú tókst fast ut- an um mig og kallaðir mig elsku litlu spiladrottninguna þína, ég gleymi þessum orðum aldrei. Þú varst alltaf svo glaður þegar ég kom að heimsækja þig á sjúkra- húsið, spurðir mig hvað ég væri að gera og sagðir mér skemmtilegar sögur og varst alltaf í svo góðu skapi þó þú værir svona lasinn. Þú varst frábær afi, ég mun aldr- ei gleyma þér. Þín afastelpa Berglind Rós. Vinur minn og frændi Jón Bergs- son bóndi á Ketilsstöðum á Völlum er látinn. Með Jóni er genginn góður drengur, sérstæður og skemmtileg- ur persónuleiki og einn af frum- herjum íslenskrar hrossaræktar á undanförnum áratugum. 1956 hóf hann ásamt konu sinni Elsu Þorsteinsdóttur búskap á Ket- ilsstöðum. Um tíma stundaði Jón einnig vörubílaakstur jafnframt bú- skapnum og starfaði í héraðslög- reglu Fljótsdalshéraðs um árabil. Fyrir rúmum tuttugu árum byggði hann stórt og nýtískulegt hesthús og stundaði eftir það einvörðungu hrossarækt. Það var fátítt á þeim tíma að menn hefðu hrossarækt að aðalstarfi og má segja að Jón hafi verið frumkvöðull á því sviði. Þeir feðgar Jón og Bergur sonur hans ræktuðu, tömdu, þjálfuðu og seldu hrossin sem fullunna gæðavöru enda eru Ketilsstaðahross fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir reið- hestskosti og skörungsskap. Jón var mjög virkur í félagsmál- um hestamanna. Hann var félagi í Hestamannafélaginu Freyfaxa frá upphafi, var í stjórn þess um árabil og formaður þess í nokkur ár. Hann var fulltrúi á landsþingum LH í fjölda ára og í stjórn LH um nokk- urt skeið. Jón var góður reiðmaður. Hann fór þó aldrei í sérhæfðan reiðskóla en kynntist strax á unga aldri ís- lenska hestinum í sínu upprunalega umhverfi á meðan hann var ennþá þarfasti þjónninn. Móðurafi Jóns, Hallgrímur Þór- arinsson á Ketilsstöðum, var þekkt- ur um allt Austurland sem snjall tamninga- og reiðmaður. Hann átti alla tíð marga gæðinga, ferðaðist mikið og reið hratt, oft með marga hesta til reiðar. Hann var um tíma úttektarmaður jarðabóta á svæði Búnaðarsambands Austurlands. Hallgrímur hafði miklar mætur á afastrák sínum og þá er Jón var að- eins 6-8 ára gamall fór hann ríðandi með afa sínum um allt Fljótsdals- hérað, margra daga eða vikna langa túra. Þar naut hann tilsagnar afa síns og fékk fljótt að ríða gæð- ingum hans og lærði þá að meta gæðingskosti sem hann bjó að ætíð síðan. Jón var mjög félagslyndur og vinmargur, enda skemmtilegur heim að sækja. Gestrisni hjónanna á Ketilsstöðum var einstök og segja má að þar hafi verið stöðugur gestagangur flesta daga. Margir minnast skemmtilegra samveru- stunda og umræðna við kaffiborðið á Ketilsstöðum. Jón, hafði gaman af að umgangast og spjalla við fólk, ræða málin og segja sögur. Húmor hans og frásagnarlist var alveg í sérflokki og það var með ólíkindum hvernig hann gat lífgað frásagnir sínar eða lýsingar á myndrænan og kómískan hátt. Ég vil nefna hér ör- lítið dæmi. Eitt sinn voru nokkrir hestamenn að ræða nýlegan dóm á þekktum stóðhesti og voru menn ekki á einu máli um ágæti ganglags hans. Jón var ekki lengi að afgreiða málið: „Ja, Drottinn minn! Hvílíkt ganglag; alveg eins og á öndunum á Höfða, muniði ekki eftir hvernig þær kjöguðu?“ Við Jón áttum margar ánægju- stundir saman ekki síst á meðan við bjuggum báðir austur á Héraði, oft á vor- og sumarkvöldum lagði ég á hesta mína og reið í Ketilsstaði, eða þá að hann lagði á og reið í Egils- staði. Það var venjan að sá okkar sem heimsóttur var lagði á og fylgdi hinum til baka, stundum alla leið.Var þá gjarnan skipt um hest og fylgt aftur áleiðis, jafnvel nokkr- um sinnum. Stundum entist sum- arnóttin varla. Blessuð sé minning Jóns Bergs- sonar. Elsu, börnum þeirra og fjölskyld- um sendi ég og fjölskylda mín inni- legar samúðarkveðjur. Ingimar Sveinsson. Ef ég einhvern tíma dey, átti Jón til að segja, og við sem á hann hlustuðum flissuðum ógurlega. Jón Bergsson skipaði ákveðinn sess í mínu lífi, hann var afi sonar míns og góður vinur minn og ávallt var hann mér mjög bóngóður þegar ég leitaði til hans. Margar minningar hafa sprottið upp í kollinn á mér er ég hef verið við gróðursetningu í hlíðinni fyrir ofan Borg, vitandi af Jóni við dauðans dyr, æðrulausum. Fyrsta minning mín tengd Jóni var þegar ég kom ríðandi í fyrsta skipti ung að árum frá Eskifirði til að fara á hestamannamót á Iðavöll- um. Pabbi hafði haft samband við nafna sinn og beðið hann fyrir stel- putrippið sem hafði anað í ferðina án þess að hnýta alla enda og var vel tekið á móti stelpunni af þeim hjónum. Minningin ljóslifandi þegar Jón og Elsa læddust inn stuttu fyr- ir miðnætti til að kíkja á fyrsta barnabarnið sitt, nýfætt. Ferðir þar sem Jón var að flytja fyrir mig hross eða að snúast með okkur mæðginin, þar sem þeir nafnar sungu við raust í bílnum. Aldrei komið niður á Eskifjörð eða farið framhjá án þess að líta á nafna sinn. Margar minningar tengjast hestum enda ekki undarlegt þar sem Jón og hans fjölskylda voru meðal frumkvöðla í íslenskri hrossarækt. Já, minningarnar eru ófáar; gefa stóðinu og skotið á gæs í leiðinni, kíkt við í hesthúsinu og all- ar hreindýrasögurnar sem eru ógleymanlegar. Jón var einn skemmtilegasti sögumaður sem ég hef hlustað á og margar stundirnar var ég búin að sitja við eldhús- borðið á Ketilsstöðum og veltast um af hlátri, þar sem tárin runnu oft niður kinnarnar á Jóni og hann hristist af kæti við að segja frá. Jón Bergsson var sagnamaður af Guðs náð. Veikindi Jóns komu eins og hendi væri veifað, á einu augnabliki var stoðunum kippt undan honum, annað áfall fylgdi í kjölfarið, radd- böndin sködduðust sem háði honum mikið. Ég hafði orð á því við Jón að það hefði mér þótt ómaklegt að hann skyldi hafa orðið fyrir þessu til viðbótar, því ef hann hefði notið fullst raddstyrks hefði hann getað haft ofan af fyrir öðrum sjúklingum með skemmtisögum og þannig stytt stundir hjá sjálfum sér og öðrum. Jón tók veikindum sínum af æðru- leysi og gerði litlar kröfur fyrir sjálfan sig, og jú, það kom manni á óvart. Við Elsa höfum stundum rifj- að upp eitt skiptið þegar Jón lá í flensu og var ógurlega veikur að sínu mati, og hann bað Elsu um að hafa samband við lækni að kvöld- lagi. Elsa taldi nú rétt að bíða með það til morguns enda ófært í Egils- staði þannig að læknirinn kæmist ekki á milli og þá sagði Jón svona dálítið stuttaralega: „Það er nú ekk- ert víst að þú þurfir að tala við lækni með morgni, góða mín.“ Nú er komið að leiðarlokum og þeim fylgir eftirsjá og söknuður. Þegar ég lagðist á koddann minn eftir ánægjulegan dag í hestaferð í gær- kveldi og var að svífa inn í drauma- landið, sá ég Jón fyrir mér á græn- um grundum umkringdan hestum, frískan á fótinn eins og áður fyrr og í nógu að stússast. Farðu í Guðs friði Jón Bergsson og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þóra Sólveig Jónsdóttir, Borg í Skriðdal. „Sæl, elskan mín“ er kveðja sem yljaði mér í hvert skipti sem ég hitti Jón Bergsson, fyrrverandi tengdaföður minn. Honum fannst orðið fyrrverandi reyndar alveg óþarft og taldi sig fullfæran um að eiga tvær tengdadætur þó sonurinn væri bara einn. En hlýja viðmótið hans Jóns er einmitt það sem upp úr stendur í mínum minningum um hann. Ung kona sem gerði tilkall til einkasonarins á Ketilsstöðum var ekkert alltof örugg með sig þegar hún hitti bóndann þar í fyrsta sinn en það óöryggi hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar móttökurnar voru hlýtt handtak og hlý orð. Síðan hef- ur mér fundist ég eiga skjól og stuðning hjá Jóni og Elsu, ekki síst eftir að faðir minn lést, skömmu eftir að ég kynntist Ketilsstaðafjöl- skyldunni. Og skilnaður við einka- soninn breytti engu þar um. Jón Bergsson var litríkur per- sónuleiki, það var ekki alltaf dúna- logn í kringum hann, það fékk ég að upplifa eins og fleiri. Það var stundum tekist á, það leiftruðu öfl- ugar og miklar tilfinningar, tár féllu og töluð var kjarnyrt íslenska, en sjónum var ekki sleppt af vænt- umþykju og virðingu. Það var gott að vera mamma afa- barna Jóns, hann var frábær afi, sinnti barnabörnunum sínum vel og ól þau upp með okkur foreldrunum, reiðtúrar, sögustundir og frásagnir á fallegri íslensku, spilamennska, góð faðmlög og kossar eru þeirra minningafjársjóður um afa. Þegar ég fór að skipta mér af pólitík af alvöru fylgdist Jón með mér, hvatti mig og studdi með ráð- um og dáð þó við værum ekki alltaf sammála. Við áttum góðar stundir á sjúkrahúsinu síðustu tvö árin þegar ég kíkti á hann fyrir og eftir alls kyns fundi til að spyrja hann um at- riði sem hann þekkti og segja hon- um svo helstu fréttir, því hann vildi fylgjast með þó hann væri ekki lengur fullvirkur á öllum sviðum. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig Jón tók erfiðum veikindum sínum. Hann tók þeim af miklu jafnaðargeði og var afar dug- legur að gera það sem hægt var til að ná meiri styrk og krafti. Hann fylgdist með því sem gerðist úti í samfélaginu, ekki síst því sem tengdist hans lífsástríðu, hrossa- rækt og reiðmennsku, svo og fjöl- skyldunni og því sem á hennar daga dreif. Stoltur og sjarmerandi bar Jón veikindi sín með höfðingsbrag, þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Við erum einstaklega þakklát fyrir að Jón var með okkur allan daginn þegar Guðmundur Þorsteinn útskrifaðist stúdent í vor og að hann gladdist með Berglindi Rós sem gekk vel í keppni í barna- flokki á Landsmótinu í sumar, hún hringdi í afa eftir hvern áfanga- sigur og fékk hvatningu og hlýjar kveðjur. Hann fylgdist með útkom- um úr prófum hjá Jóni Matthíasi og Guðbjörgu Önnu og var afar stoltur af barnabörnunum sínum. Elsu, sem alla tíð hefur staðið við hlið manns síns eins og klettur, votta ég samúð mína svo og börn- um hans og þeirra fjölskyldum. Minningin um Jón Bergsson mun lifa í hrossunum hans og í fjölskyld- unni hans Það að hafa fengið að ganga með honum eftir ævigötunni í aldarfjórðung hefur gert líf mitt ríkara. Jónína Rós Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um J́ón Bergsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 þegar ég byrja í skólanum, ég fæ nýja vini og ég er kominn í 5. bekk og er 10 ára. Mormor saknar þín mjög mikið, það hafði verið gaman hefðir þú komið 18 holur með mér í golfi. Ég lofa að kenna mormor golf. Ég hafði gaman af því að fara í göngur með þér á Ægisíðunni, stundum út í Melabúð, stundum út í bakarí og stundum gafst ég upp í fótunum. Ég er orðinn góður í fót- bolta, það hefði líka verið gaman að spila fótboltaleik við þig, en ég gerði það nokkrum sinnum með þér. Það var mjög gaman og við tókum gamla fótboltann með sem er núna heima hjá ykkur uppi á lofti. Elsku afi, ég sakna þín mikið. Kveðja Aron Már Atlason. Við upphringingu frá Kaup- mannahöfn fyrir nokkrum vikum fékk ég þá fregn að æskuvinur minn, Baddi, væri mikið veikur. Hann hafði kvefast, sem hann gerði ekkert með enda fílhraustur alla tíð, átti til hraustra að telja, langlífi í ættinni og hann lengst af farið vel með sig. Því skyldi hann ekki hrista þetta af sér? Við vorum líklega fimm ára, þegar við hittumst fyrst og ól- umst upp á Vesturvallagötunni, hann á númer fimm, ég á númer sex, í raun vorum við jafnmikið heima hvor hjá öðrum. Það skjól og sú hlýja hjá foreldrum hans, Bínu og Palla, sem ég gat jafnan flúið í, þegar þannig stóð á, hverfur mér ekki úr minni og fyrir það er ég æv- inlega þakklátur. Þaðan fór enginn svangur. Þegar fram liðu stundir kom í ljós að Baddi hafði lært og til- einkað sér ýmsa siði, sem viðhafðir voru á mínu æskuheimili og gerði það betur en ég. Að loknu skyldunámi fór Baddi í Verzlunarskóla Íslands og eftir verzlunarpróf hélt hann til London og var þar við nám veturinn 1955- 1956. Hann átti eftir að öðlast fjöl- breytta reynslu í starfi, byrjaði í sveit eins og þá tíðkaðist, m.a. til að forða börnum frá hættum stríðsins. Hann vann sem bankastarfsmaður, sjómaður á farskipi og olíuskipi, starfsmaður/forstöðumaður í inn- og útflutningsfyrirtækjum en síðustu starfsárin vann hann hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar. Hann var orðinn veikur, mæði og þyngsli fyrir brjósti leiddu til þess að Nita, hans ágæta kona, fór með hann á bráðamóttöku sjúkrahúss í Gentofte, en ekki mótþróalaust, því Baddi var þrár eins og hann átti kyn til. Aldrei að gefast upp, klára þetta sjálfur. Við aðra komu á sjúkrahúsið var ljóst að líðan hans hafði versnað og því var hann lagður inn. Rann- sóknir sýndu merki um sýkingu í lungum en sökudólgurinn fannst ekki, þrátt fyrir umfangsmikla leit. Meðferð skilaði ekki árangri. Hon- um elnaði sóttin og vegna versnandi ástands var ákveðið fyrir 2-3 vikum að halda honum sofandi í von um að koma honum þannig yfir þessi óskýrðu veikindi. Við Baddi vorum alltaf miklir mátar og samband okkar og vin- skapur slitnaði aldrei, þó umgengni hafi minnkað eftir að hann kynntist sinni konu og eignaðist dætur enda hafði hann þá öðrum hnöppum að hneppa. Hann var þó sá, sem viðhélt okkar sambandi og vinskap, sem aldrei bar skugga á. Fyrir það er ég vini mínum þakklátur. Þegar við vorum tólf ára, ætluð- um við að verða skáld og fórum að yrkja. Ég hafði samið lítið ljóð, sem faðir minn hrósaði mér fyrir en tók þó af mér það loforð að yrkja ekki í bók, sem ég hef staðið við. Ég gleymi ekki ljóðlínum Badda frá þessum tíma, sem hann mælti af munni fram og að því er virtist fyr- irhafnarlaust og síðan aldrei meir. Það rigndi og okkur var litið út um glugga. Regnið úti gluggann lamdi, hamaðist á sjó og landi. Fólkið, sem að úti gekk ekki við það samdi. Hinn 20. júlí 2008 bárust mér þau sorglegu tíðindi að Badda væri ekki hugað líf og daginn eftir var hann allur. Þar fór góður vinur. Ég hugsa til hans með söknuði og þakklæti og sendi aðstandendum samúðarkveðjur. Ísak G. Hallgrímsson. Meira: mbl.is/minningar Nú er hann elskulegi frændi minn látinn. Við nánasta fólkið hans og vinir kölluðum hann Badda. Fréttir um veikindi hans voru mikið áfall, því Baddi minn var svo hraustur og við trúðum öll að læknavísindin mundu bjarga honum, en allt kom fyrir ekki. Hann bjó þegar þetta gerðist í Kaupmannahöfn ásamt Nitu konu sinni og ætluðu þau að vera þar um tíma. Í huga mínum er mikill söknuður, því farinn er maður sem tilheyrði æsku minni. Hann Baddi kenndi mér margt, við gerðum marga skemmilega hluti saman og gátum talað um allt mögulegt. Baddi frændi bjó með föður sínum honum Páli Guðbjartssyni og móður, Jak- obínu Bjarnadóttur, í Vesturbænum og var ég mikið hjá þeim. Það var alltaf svo gott að koma þangað. Hann frændi minn kom mér oft skemmilega á óvart, gaf mér fyrsta sleðann minn, skauta, og ekki má gleyma blekpennanum en með hon- um átti ég að æfa mig að skrifa fal- lega, sem ég og gerði. Hann varð mjög stoltur af því. Þegar ég var tólf ára gömul kynnti hann fyrir mér hana Nitu og ég sá hvað hann var ánægður og hamingjusamur. Hann var í góðu hjónabandi alla tíð og átti með henni tvær yndislegar stúlkur, þær Helenu og Kristínu, sem ég passaði þegar þurfti á að halda. Hann Baddi átti alla tíð heima í Vesturbænum, sem honum þótti vænt um. Seinni árin fór hann í langar gönguferðir um Vesturbæinn og tók barnabörn- in sín oft með sér. Þau eru orðin fjögur talsins og eiga þau góðar minningar um afa sinn. Ég og fjölskylda mín vottum Nítu, Helenu, Kristínu og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Ég mun sakna hans mikið. Blessuð sé minning hans. Jakobína (Bíbí).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.