Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN - kemur þér við Ungar stúlkur á amfetamíni Rannsókn á láti barns eftir botnlangakast Líf sambýlinganna Begga og Pacas Cocong á Caruso með glæsilegar uppskriftir Skattar fimmtán hæstu hafa tífaldast á áratug Slasaður Sprengju- hallarmeðlimur Hvað ætlar þú að lesa í dag? ÞAÐ hefur líklega farið framhjá mörgum landsmönnum að 250 einstaklingar voru skráðir í Laugavegs- hlaupið 2008, þetta frá- bæra hlaup sem var hlaupið 12. júlí síðastlið- inn. Þátttökueftirspurn var meiri en mótshald- arar gátu annað. Ræst- ir voru 235 hlauparar og 213 hlauparar luku hlaupinu. Þetta var í 12. skipti sem þetta hlaup fer fram og aldrei hafa þátttakendur verið fleiri. Þrír Íslendingar hafa hafið öll hlaupin og eiga Eiður og Þórður þann heiður að hafa lokið þeim öllum. Þegar hlaupið var í fyrsta skipti árið 1997 hófu 49 manns hlaupið og þar með undirritaður. Áhugi fréttamanna var meiri þá en í dag. Árið 1997 mætti RÚV og tók myndir þegar hlauparar lögðu af stað í rútu frá Laugardalshöllinni upp í Land- mannalaugar. Laugavegshlaupið er um 55 km hlaup á milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, leið sem er frábær landkynning í alla staði. Út- lendingar geta ekki lýst með orðum því sem þeir bara sjá á leiðinni Land- mannlaugar – Hrafntinnusker. Eins og mörg undanfarin ár reynir maður að fylgjast með fréttum af þessu frábæra hlaupi. Reyndar er ég að fylgjast meira með fréttaleysi og hinum mikla áhuga sem fréttamenn sýna þessu hlaupi. Þetta á ekki bara við um almenningshlaup, svo sem Laugaveginn, Vesturgötuna, Jökuls- árshlaupið eða Reykjavíkurmaraþon, aðrar íþróttir eru líka skildar út- undan. Ekki má heldur gleyma öllum íþróttaviðburðum barna sem fara fram allan ársins hring og sama og ekkert fréttist af. Það er frekar fjallað um körfubolta í Ameríku og knatt- spyrnu í Þýskalandi en að fjalla á já- kvæðan hátt um íþróttir barna á Íslandi. Þó verður að hrósa Stöð 2 fyrir það að hafa sér- þætti um t.d. Shell- og Símamót í knattspyrnu, en þá er það líka upp- talið. Hvar eru íþrótta- fréttamenn? Týndir inni á skrifstofu eða í sum- arfríi? Varðandi prent- fjölmiðla þá fjölluðu Fréttablaðið og Blaðið um Laugavegshlaupið í nokkrum greinum fyrir hlaup og Morgunblaðið birti stóra grein á mánu- deginum eftir hlaupið. Fyrir utan þessar grein- ar birtist aðeins tilkynn- ingar sem mótshaldarar sendu til fjölmiðla en mislangar samt. Manni fannst eins og þessum greinum hafi verið þröngvað inn á síður sumra blaða en www.hlaup.is stendur fyrir sínu. Snúum okkur þá að ljósvakamiðlunum. Hvers eigum við hlauparar að gjalda, og aðrir sem stunda íþróttir sem sjón- varp allra landsmanna telur ekki vera áhugavert efni til sýningar, eða svo virðist vera. Nei, Ríkissjónvarpið tel- ur líklega hlaup ekki til íþrótta. Minn- ið segir mér að fréttir og umfjöllum um síðasta Reykjavíkurmaraþon hafi verið svona 3 mín. Glitnir auglýsti hlaupið töluvert lengur en það. Eins og fyrir tveimur árum getur Sjón- varpið eytt mörgum mínútum í að sýna frá landsmóti hestamanna og golfi. Nú í ár voru það 10 mín. á dag sem fóru í landsmót hestamanna og það var líka endurtekið daginn eftir. Hvað fékk Laugavegshlaupið mikinn tíma? Líklega innan við 30 sek. en ég veit það ekki. Skoðaði svo ruv.is og sá það að á meðan ég og aðrir 234 hlaup- arar vorum að hlaupa Laugaveginn var Sjónvarpið að sýna um 105 mín. þátt um landsmót hestamanna. Laugavegur 0 mín. Er þetta réttlæti? Bíðum við! Skiptir það máli hvort það er maður/kona eða hestur sem er að spretta úr spori? Það skyldi þó aldrei vera málið? Meira að segja ganga á tindana kringum Glerárdal fékk meiri umfjöllun heldur en Lauga- vegshlaupið í Sjónvarpinu. Gangan telst vera almenn frétt en hlaup íþrótt og tilheyrir því efnið sitt hvorri deildinni innan Sjónvarpsins að mér var sagt einu sinni. Hvað er það sem veldur þessum mismun? Skyldi það vera áhugi fréttamanna eða eitthvað annað? Er betra að sitja inni á skrif- stofu og lesa erlenda frétt en fara út á meðal Íslendinga og segja frá því sem er að gerst á meðal almennings. Öðru eins er eytt í tíma íþróttadeild- ar eins og að segja frá slösuðum knattspyrnumönnnum. Hvað ætli þessi umfjöllun um landsmót hesta- manna hafi kostað (2006 og 2008)? Ég yrði ánægður ef Laugavegs- hlaupið fengi 10 mín. umfjöllun í sjónvarpi. Enn skemmtilegra væri að sjónvarpið gæti eytt í 30 mín. þátt um hlaupið sem væri sýndur svona viku seinna. Það er ekki verið fara fram á það að sýna efnið samdægurs. Svo væri hægt að taka mynd af öllum hlaupurum sem hlaupa upp Esjuna eða fara fram og til baka um Heið- mörk. Er það annars ekki frétt- næmt? Mætið á æfingu hjá okkur, þessu venjulega fólki, þið yrðuð hissa að sjá hvaða fólk þetta er. Hvernig væri nú að Sjónvarp allra landsmanna og aðrir fjölmiðlar hysj- uðu upp um sig buxurnar og færu að gefa fleiri íþróttaviðburðum tíma í umfjöllun sinni. Ég skora, t.d. á Sjónvarpið að gefa Reykjavík- urmaraþoninu góð skil nú í ágúst og að það sýni meira en bara nokkrar sekúndur í upphafi, og svo fyrsta mann og konu koma í mark. Ég er ekki að fara fram á beina lýsingu eins og í New York maraþoninu. Vonandi verður RÚV á undan ein- hverri erlendri sjónvarpsstöð að átta sig á þessu frábæra efni sem Lauga- vegshlaupið er. Ég bið bara um smá- leiðréttingu. Hverjir eru það sem borga afnotagjöld? Hver er réttur okkar? Allir út að hlaupa, líka frétta- menn. Þá er bara að bíða og vona. Sjáumst á hlaupum í Sjónvarpi allra landsmanna. Hvar eru íþróttafréttamenn þessa lands? Pétur Valdimarsson skrifar um Lauga- vegshlaupið 2008 »Hvers eigum við hlaup- arar að gjalda, og aðrir sem stunda íþróttir sem sjónvarp allra lands- manna telur ekki vera áhugavert efni... Pétur Valdimarsson Höfundur er Laugavegshlaupari. BÆJARSTJÓRI Kópavogs bendir nú út í loftið og reynir enn að afsaka fordæmalausar ráðningar Kópavogs- bæjar. Það kemur svo sem ekki á óvart að bæjarstjóri reynir að verja vondan málstað með útúrsnúningum og skítkasti. Fleiri en ég hafa orðið fyrir því, bæði kjörnir fulltrúar og embættismenn ríkis- og sveitarfélaga. Gunnar vill verja þennan gjörning m.a. með því að telja hann lið í að fjölga konum í æðstu stöðum bæjarins því þarna á að ráða tvær konur í stöðu sviðsstjóra. Til að upplýsa bæjarstjórann hefur jafn- réttisbarátta kvenna aldrei snúist um að konur fái einhverja sérmeðferð hvorki vegna stöðuveitinga eða ann- að. Jafnréttislög kveða á um að ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um sömu stöðu skal ráða það kyn sem hallar á fyrir í starfi. Ólíkt bæj- arstjóra hef ég þá trú að ef stöðurnar hefðu verið auglýstar hefði fjöldinn allur af hæfum konum sótt um. Ef vinnubrögð í Kópavogi væru gegn- særri og heiðarlegri væru kannski fleiri konur sviðsstjórar. Hvar voru allar konurnar þegar ráðið var í stöðu bæjarritara, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og upplýsingafull- trúa, allt án auglýsinga? Sérstaklega hefur Samfylkingin gagnrýnt ráðningu í stöðu sviðs- stjóra fræðslusviðs. Þar er ráðin kona sem hefur unnið hjá bænum í nokkra mánuði. Kona sem hefur engan bak- grunn á sviði skólamála. Kona sem er menntað- ur stjórnmálafræðingur með framhaldsnám í starfsmannastjórnun. Kona sem gegndi í af- leysingum stöðu starfs- mannastjóra bæjarins. Þetta kallar bæjarstjóri framgang í starfi. Hvað með allar hinar konurnar sem vinna hjá Kópavogsbæ sem hafa viðeigandi bakgrunn í starfið og ára- tuga reynslu innan menntageirans? Hvers vegna er verið að ganga fram hjá þeim? Gunnar og Ómar Stef- ánsson hafa sagt að æðsti yfirmaður fræðslumála í Kópavogi þurfi ekkert að hafa vit á skólamálum, þar er þeim fóstbræðrum rétt lýst! Ég rifjaði upp í grein minni í gær þegar Gunnsteinn Sigurðsson var tal- in vanhæfur vegna ráðningar í stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og tóm- stundamála. Ég minni Gunnar á að hann var vanhæfur samkvæmt nið- urstöðu samgönguráðuneytisins sem úrskurðar í slíkum málum. Þótt bæj- arstjóri hafi borgað Sigurði Líndal fyrir hans persónulega álit hefur það ekkert gildi annað en að eyða pen- ingum bæjarsjóðs. Nú sem fyrr hef ég sagt að ráðn- ingarnar séu siðlausar og efast um að þær standist stjórnsýslulög. Reyndar er það athyglisvert þegar kjörinn fulltrúi líkt og bæjarstjóri Kópavogs kýs að vinna á gráu svæði milli lög- brots annars vegar og siðferðisbrots hins vegar. Vönduð og góð stjórn- sýsla hefði auðvitað verið að auglýsa stöðurnar. Auglýsing hefði gefið fleiri hæfum og góðum starfsmönnum bæj- arins tækifæri til framgangs í starfi og auglýsing hefði ekkert dregið úr líkum þess að hæfar konur veldust í störfin. Við Gunnar, sem erum álíka lög- fróð, getum rifist um laganna króka, en í stað þess að þrátta frekar um málið mun ég vísa því til samgöngu- ráðuneytisins og óska þeirra álits. Ef Gunnar verður ekki sáttur við þá nið- urstöðu getur hann bara borgað ein- hverjum fyrir álit sem er honum þóknanlegt þótt það hafi ekkert lög- formlegt gildi! Skassið tamið! Guðríður Arnardóttir skrifar um ráðningu í stöður hjá Kópavogsbæ » Ólíkt bæjarstjóra hef ég þá trú að ef stöðurnar hefðu verið auglýstar hefði fjöldinn allur af hæfum konum sótt um. Guðríður Arnardóttir Bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.