Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 57

Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 57
ég er oft á Íslandi af því að systir mín er flutt þangað með börnin sín og mamma mín er flutt þangað aft- ur.“ Á mörkum raunveruleikans Auk Diddu skartar Skrapp út leikurum á borð við Ingvar E. Sig- urðsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Jörund Ragnarsson og Ólaf Darra Ólafsson en það koma einnig ýmsir þekktir Íslendingar fram sem eru þekktir fyrir aðra hluti en leiklist, til að mynda Erpur Eyvindarson, Krummi í Mínus, Óttarr Proppé og Hugleikur Dagsson. „Mér finnst oft svo gaman að prjóna saman heimildarmyndir og listrænar myndir,“ segir Sólveig sem hafði áður talað við stóran hluta leik- hópsins fyrir franska heimild- armynd árið 2000. „Ég hitti þau og talaði við þau og fannst svo mikið líf í þeim. Mig langaði til þess að gera mynd sem var opin, þar sem fólk gæti komið inn í myndina, með eitthvað að segja eða gera eða syngja. Við vorum með handrit sem var fyrst og fremst beinagrind sem síðan var prjónað við,“ segir Sól- veig um söguna sem snýst um það þegar Anna Halldórsdóttir (Didda), skáld, uppvaskari og marí- júanasali, ætlar að gefa gamla líf- ernið upp á bátinn og selja „fyr- irtækið“ sitt, en það samanstendur í raun af einum farsíma með síma- númerum allra kúnnana. „Skrapp út er fyrsta gamanmyndin mín, súrrealísk gamanmynd, ekki gam- anmynd þar sem þú hlærð og hlærð en ég held þetta sé „feel-good“ Sumarsmellur Sigurður Guðmundsson úr Hjálmum syngur aðallagið í Skrapp út, sumarsmellur með löngu blásturshljóðfærasólói í endann. Reggírapp Erpur Eyvindarson með félaga sínum Bob. mynd, ef fólki líður vel þegar það kemur út úr bíó þá er ég að gera eitthvað rétt.“ Og ef það rætist verður væntanlega framhald á, en Sólveig er þegar farin að vinna að handriti að framhaldsmynd. Þetta er önnur mynd Sólveigar í röð þar sem Didda er í aðal- hlutverki. En hvað er mikið af Diddu í myndunum? „Í Stormviðri þá talaði hún ekki neitt, í Skrapp út er hún alltaf talandi. En Didda get- ur allt, Didda og ég saman getum allt. Hún er svo margir persónu- leikar og á sér mörg andlit. Hún getur litið út eins og tólf ára stelpa og sextíu ára gömul kona,“ segir Sólveig og rifjar upp þegar hún hitti Diddu fyrst við prufur í hlut- verk aðalpersónunnar Lóu. „Ég hitti margar leikkonur, margar stórkostlegar, samt fannst mér alltaf að þær væru að leika. En þegar Didda kom var hún bara … kraftur. Það var enginn efi. Og þegar þú velur í hlutverk, þegar það er enginn vafi lengur að þetta sé sú rétta – þá hættirðu.“ Svanakvak Didda, Jörundur, Ólafur Darri og nýr vinur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 57 www.listvinafelag.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju JON LAUKVIK frá Noregi leikur verk eftir Rameau, Vierne, Schumann og Rinck. Laugardaginn 2. ágúst kl. 12 Sunnudaginn 3. ágúst kl. 20 Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is NIKOL Hasler er þriggja barna móðir í smábænum Waukesha en líklega með frægari íbúum Wiscons- in fylkis. Nikol lærði á eigin skinni hvað það getur kostað að vera illa að sér um kynlíf og varð ólétt skömmu áður en hún átti að hefja há- skólanám. Að eigin sögn var getn- aðarvörnin sem hún notaði „að kippa honum út og leggjast á bæn“ og eignaðist hún fyrstu tvö börnin sín þannig. Nikol stýrir í dag þættinum Mid- west Teen Sex Show sem hefur sleg- ið rækilega í gegn á netinu enda leit- un að skemmtilegri og hispurslausari kynfræðslu, og ef- laust leitun að almennilegri kyn- fræðslu yfir höfuð í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Allt sem þú vilt vita Midwest Teen Sex Show hefur í 17 þáttum fjallað um ótrúlegustu hluti sem við koma kynlífi og kyn- ferði. Meðal þess sem tekið hefur verið til umfjöllunar er sjálfsfróun kvenna og karla, skírlífi, getn- aðarvarnir, samkynhneigð, spé- hræðsla, endaþarmsmök, klám og munnmök. Allt er þetta borið á borð af ein- stakri hreinskilni og vænum skammti af húmor hrært saman við. Nikol og félagar svara öllum þeim spurningum sem enginn myndi þora að spyrja í kynfræðslutíma og út- koman er þáttur sem bæði getur frætt og skemmt unglingum og full- orðnum. „Við vitum að mörg ykkar þarna úti eru að stunda óvarið kynlíf, svo hættið því! Hafið þið einhverntíma séð barn? Þau eru heimsk, vita ekk- ert og þú þarft að gefa þeim að borða a.m.k. einu sinni á dag. Reyn- um að koma í veg fyrir börn.“ Þann- ig hefst umfjöllunin um getn- aðarvarnir og er ágætis dæmi um þann lauflétta blæ sem er yfir þátt- unum og allir geta haft gaman af, jafnt unglingar sem fullorðnir. Náttúrunnar glímubrögð Morgunblaðið/Kristján Glímutjöld Það vill ýmislegt gerast um verslunarmannahelgina. Þá skemm- ir ekki fyrir að hafa heimsótt Midwest Teen Sex Show. VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.MIDWESTTEENSEXSHOW.COM» „Hún er einn af okkar bestu leikstjórum. Hún veit að það þarf enga stæla við mig, ég geri bara það sem ég er beðin um. Hún er betri við fólk en ég og hún er þolinmóðari við fólk en ég. Hún dæmir fólk ekki, kemur eins fram við alla, hjá henni er engin stéttaskipting. Hún var mjög ánægð með tökuliðið á Skrapp út en við lærðum öll rosalega mikið af henni,“ segir skáld- og leik- konan Didda um Sólveigu, en hún hefur verið í aðalhlutverki hjá henni í tveimur myndum, Stormviðri og Skrapp út. Didda um Sólveigu Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Ö Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Ö Sun 7/9 kl. 16:00 Talandi tré á Sögulofti sunnudaginn17.ágúst kl.16 (Söguloft) Sun 17/8 kl. 16:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning) Lau 2/8 kl. 18:00 F Sun 3/8 kl. 16:30 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 15/8 kl. 15:00 U Fös 15/8 kl. 20:00 U

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.