Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 42

Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 42
42 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í áhættumæðravernd kvennasviðs. Staðan veitist frá 1. október 2008. Göngudeildin leggur metnað sinn í að þjóna konum sem þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu. Einnig fer fram á deildinni víðtæk starfsemi er tengist barneignarferlinu. Starfssvið: Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og stjórnar daglegum rekstri hennar. Hann ber ábyrgð á uppbygg- ingu og þróun faglegs starfs á deildinni, starfsmannahaldi, rekstri og áætlanagerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun í ljós- móðurfræði og hjúkrun m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður. Menntunar- og hæfniskröfur: Umsækjendur skulu hafa hjúkrunarnám, ljósmóðurnám og a.m.k. fimm ára starfsreynslu af ljósmóðurstörfum sem og reynslu í starfsmannastjórnun. Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum leiðtoga. Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírtenum og hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi. Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórn- unarstöður í hjúkrun. Mat á umsóknum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Umsóknir berist fyrir 24. ágúst 2008 á skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, eða netfang annastef@landspitali.is. Upplýsingar veitir Rannveig Rúnarsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, netfang rannvrun@landspitali.is. Ljósmæður Mæðravernd kvennasviðs óskar eftir ljósmæðrum til starfa frá 1. október 2008. Deildin er ný göngudeild þar sem fer fram sérhæft eftirlit og þjónusta við konur í áhættumeðgöngu auk dagdeildarþjónustu fyrir konur sem þurfa að koma í fósturrit. Í boði er spennandi starfsvettvangur fyrir ljósmæður þar sem hægt er að taka þátt í þróun á ljósmæðraþjónustu í samvinnu við aðra sérfræðinga deildarinnar. Umsóknir berist fyrir 1. september 2008, til Rannveigar Rúnarsdóttur, sviðsstjóra hjúkrunar og veitir hún jafnframt upplýs- ingar um starfið, sími 543 3317, netfang rannvrun@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður óskast til starfa á móttökudeild kvennasviðs frá og með 1. september 2008. Á móttökudeildinni fer fram bráðaþjónusta fyrir kvensjúkdóma- og krabbameinslækningar auk sérmóttöku m.a. vegna eftirlits eftir skurðaðgerðir og krabbameinsmeðferðir, undirbúnings fyrir fóstureyðingar og getnaðarvarnaráðgjöf. Á deildinni er unnið þverfaglegt starf og er æskilegt að umsækjandi geti unnið sjálfstætt. Umsóknir berist fyrir 18. ágúst 2008 til Rannveigar Rúnarsdóttur, sviðsstjóra hjúkrunar, netfang rannvrun@landspitali.is og veitir hún upplýsingar um starfið ásamt Elísabetu Ólafsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra móttökudeildar, sími 543 3290, netfang elisolaf@landspitali.is. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu mannauðsmála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Leikskólinn Hvarf Hefur þú ánægju, áræðni og metnað til að taka þátt í faglegu uppbyggingarstarfi? Þá áttu heima í starfsmannahópi Leikskólans Hvarfs í Kópavogi. Leikskólinn Hvarf er 6 deilda leikskóli tek- inn í notkun árið 2005, staðsettur í fögru umhverfi Elliðavatns. Kópavogsbær tók við rekstri leikskólans 1. maí 2008. Framundan er faglegt uppbyggingarstarf í anda hug- smíðahyggjunnar, með áherslu á tónlist, skapandi starf og frjálsan leik. Við viljum fá til liðs við okkur öfluga einstak- linga, sem eru tilbúnir að vinna sem liðsheild að settum markmiðum. Því óskum við eftir að ráða: • Leikskólakennara • Sérkennslustjóra í 75% starf • Leikskólakennara, eða myndlistarmennt- aðan einstakling með þekkingu á mynd- sköpun ungra barna, til að hafa umsjón með listasmiðju leikskólans. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stétt- arfélags. Komdu endilega og heilsaðu upp á okkur í Álfkonuhvarfi, við tökum vel á móti þér og veit- um þér upplýsingar. Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri s: 570-4900, 840-2687 og Kristín Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri s: 570-4900, 695-1877. Verktakafyrirtæki í byggingariðnaði óskar eftir að ráða góðan smið eða húsasmíða- meistara sem verkstjóra. Verður að hafa góða stjórnunarhæfileika. Upplýsingar gefur Arnór í síma 820 7061 eða Tómas í síma 820 7062, va@vaverktakar.com Tónlistarkennari Fjölhæfan tónlistarkennara vantar í fullt starf viðTónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar næsta skólaár. Helstu kennslu- greinar eru hljómborðshljóðfæri, en einnig myndi viðkomandi kennari sjá um kennslu forskólabarna auk tónfræðikennslu. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2008. Allar nánari upplýsingar gefur Valdimar Másson skólastjóri í síma 891 6035 eða í netfanginu tonfast@fjardabyggd.is Annar stýrimaður óskast á togarann Jón Vídalín V E 82 Upplýsingar gefur Guðni I. Guðnason útgerðarstjóri í síma 488 8000 eða 893 9741. 1. vélstjóri óskast á Gunnbjörn ÍS 302 1. vélstjóri óskast á Gunnbjörn ÍS, aðalvél 1426 kw. Upplýsingar í 895 7441. Birnir ehf. Bolungarvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.