Morgunblaðið - 02.08.2008, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.08.2008, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í áhættumæðravernd kvennasviðs. Staðan veitist frá 1. október 2008. Göngudeildin leggur metnað sinn í að þjóna konum sem þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu. Einnig fer fram á deildinni víðtæk starfsemi er tengist barneignarferlinu. Starfssvið: Deildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og stjórnar daglegum rekstri hennar. Hann ber ábyrgð á uppbygg- ingu og þróun faglegs starfs á deildinni, starfsmannahaldi, rekstri og áætlanagerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun í ljós- móðurfræði og hjúkrun m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður. Menntunar- og hæfniskröfur: Umsækjendur skulu hafa hjúkrunarnám, ljósmóðurnám og a.m.k. fimm ára starfsreynslu af ljósmóðurstörfum sem og reynslu í starfsmannastjórnun. Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum leiðtoga. Umsóknum skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírtenum og hjúkrunar- og ljósmóðurleyfi. Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórn- unarstöður í hjúkrun. Mat á umsóknum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Umsóknir berist fyrir 24. ágúst 2008 á skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, eða netfang annastef@landspitali.is. Upplýsingar veitir Rannveig Rúnarsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, netfang rannvrun@landspitali.is. Ljósmæður Mæðravernd kvennasviðs óskar eftir ljósmæðrum til starfa frá 1. október 2008. Deildin er ný göngudeild þar sem fer fram sérhæft eftirlit og þjónusta við konur í áhættumeðgöngu auk dagdeildarþjónustu fyrir konur sem þurfa að koma í fósturrit. Í boði er spennandi starfsvettvangur fyrir ljósmæður þar sem hægt er að taka þátt í þróun á ljósmæðraþjónustu í samvinnu við aðra sérfræðinga deildarinnar. Umsóknir berist fyrir 1. september 2008, til Rannveigar Rúnarsdóttur, sviðsstjóra hjúkrunar og veitir hún jafnframt upplýs- ingar um starfið, sími 543 3317, netfang rannvrun@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður óskast til starfa á móttökudeild kvennasviðs frá og með 1. september 2008. Á móttökudeildinni fer fram bráðaþjónusta fyrir kvensjúkdóma- og krabbameinslækningar auk sérmóttöku m.a. vegna eftirlits eftir skurðaðgerðir og krabbameinsmeðferðir, undirbúnings fyrir fóstureyðingar og getnaðarvarnaráðgjöf. Á deildinni er unnið þverfaglegt starf og er æskilegt að umsækjandi geti unnið sjálfstætt. Umsóknir berist fyrir 18. ágúst 2008 til Rannveigar Rúnarsdóttur, sviðsstjóra hjúkrunar, netfang rannvrun@landspitali.is og veitir hún upplýsingar um starfið ásamt Elísabetu Ólafsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra móttökudeildar, sími 543 3290, netfang elisolaf@landspitali.is. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu mannauðsmála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Leikskólinn Hvarf Hefur þú ánægju, áræðni og metnað til að taka þátt í faglegu uppbyggingarstarfi? Þá áttu heima í starfsmannahópi Leikskólans Hvarfs í Kópavogi. Leikskólinn Hvarf er 6 deilda leikskóli tek- inn í notkun árið 2005, staðsettur í fögru umhverfi Elliðavatns. Kópavogsbær tók við rekstri leikskólans 1. maí 2008. Framundan er faglegt uppbyggingarstarf í anda hug- smíðahyggjunnar, með áherslu á tónlist, skapandi starf og frjálsan leik. Við viljum fá til liðs við okkur öfluga einstak- linga, sem eru tilbúnir að vinna sem liðsheild að settum markmiðum. Því óskum við eftir að ráða: • Leikskólakennara • Sérkennslustjóra í 75% starf • Leikskólakennara, eða myndlistarmennt- aðan einstakling með þekkingu á mynd- sköpun ungra barna, til að hafa umsjón með listasmiðju leikskólans. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stétt- arfélags. Komdu endilega og heilsaðu upp á okkur í Álfkonuhvarfi, við tökum vel á móti þér og veit- um þér upplýsingar. Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri s: 570-4900, 840-2687 og Kristín Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri s: 570-4900, 695-1877. Verktakafyrirtæki í byggingariðnaði óskar eftir að ráða góðan smið eða húsasmíða- meistara sem verkstjóra. Verður að hafa góða stjórnunarhæfileika. Upplýsingar gefur Arnór í síma 820 7061 eða Tómas í síma 820 7062, va@vaverktakar.com Tónlistarkennari Fjölhæfan tónlistarkennara vantar í fullt starf viðTónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar næsta skólaár. Helstu kennslu- greinar eru hljómborðshljóðfæri, en einnig myndi viðkomandi kennari sjá um kennslu forskólabarna auk tónfræðikennslu. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2008. Allar nánari upplýsingar gefur Valdimar Másson skólastjóri í síma 891 6035 eða í netfanginu tonfast@fjardabyggd.is Annar stýrimaður óskast á togarann Jón Vídalín V E 82 Upplýsingar gefur Guðni I. Guðnason útgerðarstjóri í síma 488 8000 eða 893 9741. 1. vélstjóri óskast á Gunnbjörn ÍS 302 1. vélstjóri óskast á Gunnbjörn ÍS, aðalvél 1426 kw. Upplýsingar í 895 7441. Birnir ehf. Bolungarvík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.