Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kjartan Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1971. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 28. júlí síðastlið- inn. Foreldrar Kjart- ans voru hjónin Sól- veig Dalrós Kjart- ansdóttir, f. 14. júní 1951, d. 15. júlí 2005 og Kristján Jón Jó- hannesson, f. 30. maí 1951, d. 3. október 2006. Bróðir Kjart- ans er Ívar, f. 24. apríl 1976, kona hans Kristín Pétursdóttir, f. 13. júní 1976 og dóttir þeirra Svandís Rós, f. 16. september 2005. Kjartan var ókvæntur. Dætur hans eru Telma Sif, f. 27. mars 1993, móðir hennar er Lára Sverr- isdóttir og Sólveig Dalrós, f. 10. júlí 1994, móðir hennar er Heiðrún Saldís Ómarsdóttir. Kjartan ólst upp á Flateyri. Hann lauk námi frá grunnskól- anum þar og stund- aði nám í tónlistar- skólanum. Hann var virkur í íþróttum, lék í hljómsveitum og var flinkur teikn- ari. Hann starfaði lengst af við fisk- vinnslu. Hann flutti með foreldrum sín- um og bróður haust- ið 1996 til Reykja- víkur, en síðan aftur á bernskuslóðirnar fyrir nokkrum árum. Hann stundaði fjarnám í tölvuviðgerðum með góðum ár- angri, þrátt fyrir örorku vegna al- varlegra veikinda. Útför Kjartans fer fram frá Flat- eyrarkirkju laugardaginn 2. ágúst og hefst athöfnin klukkan 11. Við munum alltaf eftir honum Kjartani okkar sem mesta töffar- anum á Flateyri á yngri árum. Við litum alltaf upp til hans. Þegar við fluttum frá Flateyri þá slitnaði samband okkar í tíma. Á þeim ár- um lenti hann í ýmsu. Eftir mikið erfiði náði hann að rísa upp og fór að takast á við hversdagsleikann með hug og hjarta. Hann var sko ekki að sýna hve veikur hann var. Meira að segja í mörgum af spít- alaferðunum var hann í því að reyna við hjúkkurnar. Hann var hörkutól og algjört kyntröll sem brosti ávallt í gegnum erfiðið. Það var ánægjulegt að sjá hve jákvæð og frábær áhrif það hafði á hann að flytja aftur vestur á heimaslóðir. Hann var byrjaður að læra og farinn að huga að framtíð- inni í bjartri mynd. Allt var bjart framundan. Enginn átti von á því að hann færi frá okkur svo snögg- lega og svo ungur. Við áttum eftir að eyða mörgum ánægjulegum, fyndnum og sorglegum stundum saman. Við munum sakna húmors- ins sem hann hafði. Gat alltaf feng- ið okkur til að brosa, alveg sama hvernig stóð á. Hann var sjarmat- röll sem fór létt með að fá okkur til að gera allt fyrir sig. Við þökkum fyrir allar þær yndislegu samveru- stundir sem við áttum með honum. Þær eru okkur gulls ígildi. Nú er hann elsku hjartans Kjartan uppáhaldsfrændi okkar dáinn. Sú hugsun að fá aldrei að sjá hann, knúsa og hlæja með hon- um framar er ólýsanlega sorgleg. Orð fá því ekki lýst hve mikið við munum sakna hans. Þær minning- ar sem við eigum um hann eru okkur dýrmætar og munum við ávallt varðveita þær í hjörtum okk- ar. Það eitt er víst að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við biðjum Guð að varðveita hann Kjartan uppáhaldsfrænda okkar. Þínar uppáhaldsfrænkur Eyja og Anna Lísa. Elskulegur systursonur minn og einlægur vinur, Kjartan Kristjáns- son, er látinn aðeins 37 ára að aldri. Þrátt fyrir að hann hafi átt við að stríða erfið og langvarandi veikindi átti maður ekki von á því að kallið kæmi svona fljótt. Hann átti svo mikið eftir og hafði mikið að gefa. Kjartan ólst upp í húsinu Litla býli á Ránargötu 2 á Flateyri í faðmi ástkærra foreldra Sólveigar Dalrósar og Kristjáns Jóns, eða Sollu og Danna eins og þau voru kölluð, og við hlið yngri bróður síns Ívars. Andlát Sollu kom óvænt 15. júlí 2005 og Danni veiktist skyndilega og mjög alvarlega í desember sama ár og lést 3. októ- ber 2006. Það er stórt skarðið sem höggvið hefur verið í fjölskylduna á stuttum tíma og sorgin er mikil, ekki síst hjá þeim Ívari, Kristínu konu hans og dóttur þeirra Svan- dísi Rós sem nú búa í Litla býli. Guð veri með þeim og gefi þeim styrk til að takast á við þessa miklu erfiðleika. Kjartan eignaðist tvær dætur, þær Telmu Sif og Sólveigu Dal- rósu, og hann elskaði þær af öllu hjarta og andlit hans ljómaði þegar þær voru nefndar á nafn og hann talaði oft um þær. Samverustundir hans með dætrunum voru því mið- ur allt of fáar, en hugur hans var ætíð hjá þeim. Kjartan var kátur og skemmti- legur krakki. Honum fannst mjög gaman að teikna og gat setið við þá iðju tímunum saman. Myndirnar voru flestar af Andrési Önd og fé- lögum hans í Andabæ og skreyttu þær alla veggi í herberginu hans. Síðustu árin voru tölvur og allt tölvutengt helsta áhugamál hans. Var hann búinn að læra ótrúlega mikið með því að fikta sig áfram, og byrjaði nýlega að mennta sig á því sviði. Það var gaman að fylgjast með uppvexti bræðranna og það var jafnan glatt á hjalla á Ránargötu 2. Á meðan þeir voru litlir passaði ég þá oft. Þegar þeir stækkuðu og voru orðnir myndarlegir menn var sambandið á milli okkar alltaf mjög gott og vináttan mikil, jafn- vel þegar höf og fjöll skildu okkur að. Kjartan var mikil félagsvera og fannst gaman að tala við fólk. Þá var alltaf stutt í stríðnina og smit- andi hláturinn. Hann var búinn að bjóða mér upp í dans og mun ég innheimta hann síðar. Minningarnar um góðan dreng hlaðast upp og söknuðurinn er sár. Kjartan var hetja í lífsins ólgusjó. Hann var traustur vinur og góður frændi. Það var gott og gaman að vera í návist hans. Ég og systkini mín og fjölskyld- ur minnumst Kjartans með virð- ingu og þökkum samleiðina. Við kveðjum hann með kærleika og sorg. Blessuð sé minning hans. Elín Oddný Kjartansdóttir. Góður vinur minn er fallinn frá. Það er erfitt að þurfa að kveðja vin sinn svona snemma en ég er þakk- látur að hafa fengið að sitja hjá þér síðustu stundirnar og hlusta með þér á The Eagles. Allt frá því að þú byrjaðir að pæla í stelpum varstu kvennagull. Þú fékkst fljótlega viðurnefnið „Kjarri Casanova“ og þegar ald- urinn færðist yfir þá man ég varla eftir þeirri stund sem þú varst ekki á höttunum á eftir einhverri skvísunni. Ég mun sakna þín mikið á kom- andi dögum og árum og ég mun alltaf minnast þeirra stunda sem við áttum saman. Símtölin sem oft urðu klukkutími eða tveir og voru mest hlátur og upprifjun á góðum minningum. Þótt stundum hafi tölvubilanir líka verið ræddar. Tölvubilanir sem við náðum oftast að laga í sameiningu. Þú þurftir nú að hafa tölvuna í lagi svo þú gætir spjallað við vinkonurnar á netinu. Við vorum alltaf bestu vinir þó að vegalengdin hafi verið með lengra móti þegar ég bjó erlendis og það gladdi mig mjög þegar þú ákvaðst að flytja aftur heim til Flateyrar. Prinsessuvoffinn Pollý kom líka með og sá til þess að þú færir út í göngutúr á erfiðum dög- um og að þú værir ekki einn. Ég veit að Ívar og Kristín eiga eftir að koma henni fyrir á góðu heimili. Ef ég ætti að nefna þrjú áhuga- mál sem þér voru hugleikin þá voru það tölvur, hundar og stelpur, þó að röðin hafi yfirleitt farið eftir tíma sólarhringsins. Ég tel mig heppinn að hafa kynnst þér vinur og kynni mín af þér eru mér dýrmæt. Ég trúi því staðfastlega að á sama tíma og ég syrgi góðan vin og félaga, taki aðrir þér opnum örm- um og með bros á vör. Minningin um góðan vin lifir lengi. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu, vina og ættingja. Þinn vinur. Valtýr Gíslason, Ísafirði. Kjartan Kristjánsson Það var alltaf gaman að vera með Kjartani og gott að spjalla við hann um allt milli himins og jarðar. Hann var frændi minn og félagi, þrátt fyrir að 20 ár skildu okkur að, og þegar hann var hjá okkur vorum við oft saman í leikjatölvunni. Hann var skemmtilegur og hafði góðan húmor. Ég mun sakna hans mikið. Bjarki Jóhannsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Hilmar Brynj-ólfur Guð- mundsson, fæddist í Reykjavík, 31. októ- ber 1930. Hann lést á líknardeild Landakots 22. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ásta Jónsdóttir, f. 13. október 1903, d. 8. júní 1993 og Guð- mundur Þ. Kon- ráðsson, f. 26. sept- ember 1909, d. 6. apríl 1986. Systkini Hilmars voru Emil, f. 1925, d. 1986; Jón Grétar, f. 1933, d. 1986; Heiðrún, f. 1935 og Inga Dóra f. 1947. Hilmar giftist 7. nóvember 1959 Gíslínu J. Jónsdóttur, f. 5. september 1925. Foreldrar henn- ar voru Jón Gíslason og Karen M. Jónsdóttir. Dætur Hilmars og Línu eru: Fjóla, f. 10. júní 1957, og á hún tvo syni og eitt barna- barn; Ásta, f. 20. júlí 1959, gift Jóhanni Sigurjónssyni og eiga þau fjögur börn. Fósturbörn Hilmars eru: Jón K. Leósson, f. 23. nóvember 1946, og á hann tvær dætur og eitt barnabarn; Elías J. Leósson, f. 23. nóvember 1946, d. 12. október 1999, og átti hann fimm börn og tvö barna- börn; Regína Magn- úsdóttir, f. 16. des- ember 1949, gift Bjarna Ó. Júlíussyni og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn; María Magn- úsdóttir, f. 15. júní 1951 og á hún fjög- ur börn og þrjú barnabörn; Sigríður Magnúsdóttir, f. 13. október 1952, og á hún eitt barn og þrjú barnabörn; Eva Ström, f. 18 september 1971, í sambúð með Agli Þorgeirssyni og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Hilmar dótt- urina Hrafnhildi, f. 29. ágúst 1951, gift Gunnari Þorvarðarsyni og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Hilmar og Lína bjuggu nær all- an sinn búskap að Gnoðarvogi 28 í Reykjavík. Hilmar starfaði mestan sinn starfsferil hjá Varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hilmar vann til fjölda verðlauna í bridge, þar á meðal varð hann Ís- lands- og bikarmeistari í sveita- keppni og tvímenningi, og keppti fyrir Íslands hönd. Útför Hilmars fór fram frá Langholtskirkju 31. júlí síðastlið- inn. Afi og ég áttum margar góðar stundir saman, fórum oft í sumarbú- staðinn hans, veiðiferðir, hestaferðir og nokkrum sinnum saman til út- landa. Það má segja að ég hafi lært margt af honum kallinum. Hann kenndi mér að keyra, elda og allt sem ég þurfti að vita um hestamennsku, enda var hann mikill hestamaður. En best var bara að vera með honum og spjalla við hann og það gátum við gert tímunum saman. Maður hafði aldrei roð við honum því að hann náði alltaf að snúa samræðunum þannig að það endaði með að maður hló að sjálfum sér. Mikill húmoristi. En þessir tímar voru bara yndis- legir og bridsið, ekki má gleyma því enda var hann einu sinni landsliðinu í brids. Hann var alltaf að leggja kapal heima og alltaf með London Docks- vindil. Það er ekki annað hægt en að dást að svona manni eins og Hilmari afa mínum. Þegar við vorum spjalla um lífið og tilveruna og þennan sjúk- dóm sem hann glímdi við, krabba- meinið, þá sagði hann: „Ekki hafa áhyggjur af mér, Gaui minn, það á margt fólk miklu verra heldur en ég.“ Þetta lýsir honum vel og sýnir hans fallega hjartalag. Við afi vissum báðir hvert stefndi og óhræddur lagði hann af stað í þetta ferðalag. Hann var alveg sáttur við að líf sitt hér á jörðinni væri að verða búið, samt var hann skemmti- legur og notaði síðustu kraftana sína til þess að hlæja og gera að gamni sínu. Hann gat ekki talað í síðasta skiptið sem ég var hjá honum en þá benti hann á mig og gaf mér til kynna að ég þyrfti að fara að raka mig með því að koma við andlit sitt. Hann var svo mikill snillingur. Á sinn hátt gerði hann mér grein fyrir að nú væri eðlilegt að hann fengi að fara. Mikið hefði ég viljað hafa hann afa lengur hjá okkur, hann var svo sterkur bæði andlega og líkamlega og síðustu dagar hans voru gott dæmi um það. Ég elskaði afa minn svo mikið og geri enn. Minning hans mun lifa um alla tíð Guð er góður Guð og ég veit að afi er á betri stað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir Ég bið að þú sofir rótt Þótt svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því Þú laus ert úr veikinda viðjum Þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti Þá auðnu að hafa þig hér Og það er svo margs að minnast Svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guðjón Gestsson. Hilmar, þú varst einn af þessum mönnum sem gera heiminn betri. Óeigingjarn, alltaf tilbúinn að koma til hjálpar, varst vikilegur vinur vina þinna. Maður af gamla skólanum þar sem orðin gilda eins og skrifaður samn- ingur. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér, þú hafðir sterk áhrif á mig og mikið hef ég lært af þér í gegnum tíðina. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir drengina mína, þeir sakna þín mikið en minning þín lifir í þeim. Sofðu rótt, Hilmar minn. Við sjáumst hressir síðar. Gestur Kr. Gestsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn, far- inn á betri og sársaukalausan stað. Stað þar sem þú getur fylgst með okkur öllum og haldið verndarvæng yfir okkur öllum, orðinn að engli. Þegar ég hugsa til þín get ég ekki annað en brosað. Þú situr líklega uppi í himnum með vindilinn góða að leggja kapal eins og þú gerðir alltaf inni í eldhúsi. Og svo þegar við þurf- um á þér að halda kemurðu niður til jarðar og beinir okkar í réttar áttir. Við fórum upp í sumarbústað, til Spánar, á hestbak og margt fleira. Þú og amma voruð miðpunktur alls. Þegar ég kom með Andreas í heim- sókn til þín og ömmu um jólin varstu svo glaður. Þú talaðir svo mikið um hvað Andreas væri fallegt barn. Ég var svo stolt og glöð. Í framtíðinni þegar Andreas er orðinn nógu stór, fær hann að vita hvað þú sagðir, afi minn. Ég mun heldur ekki gleyma að kenna honum öll spilin sem þú kenndir okkur barnabörnunum þín- um. Elsku afi, nú fylgir þú mér hvert sem ég fer og munt ávallt verða til staðar í hjarta mínu. Hvíl í friði. Kveðja, þitt barnabarn, Rakel. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast Hilmari sl. 2 ár. Hann var allt sem afi gat verið. Og ég fékk þarna að eiga smá afa sjálf í þennan tíma. Það sem vakti athygli mína við Hilmar var áhugi hans á fólki, mér fannst það svo gaman við hann. Við hjónin höfum búið í Svíþjóð undan- farið ár og var Guðjón maðurinn minn í miklu og góðu sambandi við afa sinn og alltaf hafði hann áhuga á því sem að við vorum að gera, hvort sem það var að kaupa bíl eða ég að framkalla myndir. Hann var einstak- ur. Það er mikill missir fyrir fjölskyld- una að hann sé farinn en jafnframt var svo gott að hann þurfti ekki að þjást meira. Ég bið Jesú að vera með ykkur og ég veit að Hilmar er á miklu betri stað. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. (Opinberunarbókin 21:4) Guðfinna Oddsdóttir. Hilmar B Guðmundsson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.